Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Utlönd Sluppu með gísla Tveim grímuklæddum ræningj- um tókst í gær að komast undan með mikla íjármuni og tvo gísla frá banka í bænum Gladbeck í Vestur- Þýskalandi. Mönnunum tókst að komast á brott í bifreið sem lögregl- an sá þeim fyrir, að sögn talsmanns yfirvalda á staðnum. Mennirnir tveir höíðu beint skot- vopnum að gislunum sem þeir höfðu handjárnað saman. Þeir höfðu tekið um hundrað og tuttugu þúsund mörk (um þrjár milljónir króna) úr peningageymslu bank- ans og höfðu að auki fengið þrjú hundruö þúsund mörk (um sjö og hálfa milljón króna) send lil bank- ans. Gíslar ræningjanna eru banka- stjórinn og ein starfsstúlka bank- ans. Höíöu ræningjamir haldið þeim í gíslingu í bankanum, sem er utibú Deutsche Rank í Gladbeck, nærri Dusseldorf, í fjórtán klukkustundir áður en lögreglan lét aö kröfiim þeirra. Lögreglumenn umkringdu bankann í gærmorgun eftir að vegfarendur sáu ræningjana taka gíslana fyrir utan hann við opnun útibúsins. Tals- menn iögreglunnar segja að enn sé fylgst með ferðum bifreiðarinnar svo að ræningjarnir eru ekki enn sloppnir í raun og veru. Slepptu tveim ungmennum Skæruliðar vinstrisinna í Kolumbíu slepptu í gær tveira imgum Banda- ríkjamönnum sem verið hafa í haldi þjá þeim í nær ár. Ungmennin tvö, Stephen Koneman og Jason McLachlan, báðir liðlega tvítugir að aldri, hurfu í októbermánuði á síðasta ári þegar þeir voru í bátsferð um fljót í suöaustanverðu landinu. Báðir eru þeir við góða heilsu og segja að vel hafi verið farið með þá. Deila á aðstæður Mandela Lögreglumaður hleypur fáklæddur í skjól eftir að hafa komið þrjú hundruð þúsund mörkum til ræn- ingjanna. Kústinn notaði hann til að ýta peningunum að dyrum bankans. Simamynd Reuter Winnie Mandefa, dóttir hennar Zinzi og lögfræðlngur Mandela, koma frá því að heimsækja Nelson Mandela á sjúkrahúsinu. Simamynd Reuler Fregnir af hrakandi heilsufari s-afríska blökkumannaleiðtogans Nelson Mandela hafa vakið spurningar um hverjar aöstæður honum séu búnar í fangelsi því er hann dvelur í. Mandela, sem nú hefur verið í fangelsi í tuttugu og sex ár, er kominn með berkla í lungu og hefur verið fluttur á sjúkrahús til meðferðar. Segja aðstandendur Mandela, sem er sjötugur að aldri, að hann hafi horast verulega og virðist skyndilega mjög aidur- hniginn. Vilja þeir kenna aðstæðum og slæmri meðferð um sjúkleika hans. Nthatho Motlana, fjölskyldulæknir Mandela, sagöi í gær að þegar maö- ur með þá hestaheilsu sem Mandela hafði fær berkla hljóti það að vekja spurningar um meðferö þá sem hann hlýtur af hálfu fangelsisyfirvalda. Stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta aö Mandela hafi berkla en segja að honum hafi farið mikið fram síðan hann var fluttur á sjúkrahús til þess að ná vökva úr vinstra lunga hans. Ordaskakið heldur áfram Fimmtán ungverskir liðsforingjar héldu í gær áleiðis Ul landamæra ír- ans og iraks þar sem þeir verða hluti fríðargæslusvelta Sameinuðu þjóðanna. Slmamynd Reuter Undirbúningur heldur nú áfram íyrir vopnahlé það milli írans og íraks sem ganga mun í gildi innan fárra daga. Þrátt fyrir að vopnuðum átökiun eigi nú að Ijúka milli ríkjanna tveggja heldur orðaskak þeirra áfram með væmum ásökunum um árásir, trúnaðarbresti og tvöfeldni. ar segja að íranar hafi gert ítrekaðar árásir á sveitir þeirra nærri vfgstöðvunum. íranar neita öllum ásökunum en fullyröa að írakar hafi í hyggju aö framkvæma stórsókn rétt áður en vopnahlé gengur í gildi. sínum fyrir í ríkjunum tveim. Tveir láta lífið í fangabúðum Tveir Palestínumenn létu lífið í róstum sem brutust út í Kétziot fangabúðunum sem eru í ísrael, við landamæri Egyptalands. ísraelskir lögreglumenn skutu táragasi og byssukúlum aö miklum mannfjölda sem safnaðist saman í búðunum að sögn yfirvalda og létust mennirnir af völdum skotsára. Ekki er enn vitað hverjir mennirn- ir voru en þó er talið að annar sé íbúi Gaza-svæðisins og hinn búi á vesturbakkanum. Frekari skýringar á atburðinum voru ekki gefnar. Talsmaður ísraelshers neitaði orð- rómi um að tveir fangar til viðbótar hefðu látist í átökunum en sagði aö einn fangi hefði særst lítillega. Heimildir innan ísraelshers segja að þrjú þúsund fangar séu hafðir í haldi í fangabúðunum. Flestir þeirra voru handteknir og settir í varðhald án þess að til réttarhalda yfir þeim hefði komið. Flestir fanganna eru haföir í gæslu ásakaðir um að hafa hvatt til uppþota á herteknu svæðun- um þar sem Palestínumenn hafa á níunda mánuð staðið fyrir mótmæl- um gegn hernámi ísraela. Á Gaza-svæðinu lést einn fullorð- inn Palestínumaður í gær af völdum táragass sem hermenn skutu að mót- mælendum. Mótmælin á Gaza-svæð- inu héldu áfram í gær þrátt fyrir útgöngubann yfirvalda i ísrael sem sett var á á sunnudag. Leiðtogar Palestínumanna á her- teknu svæðunum hafa hvatt til alls- herjarverkfalls á herteknu svæðun- um í dag og kalla þeir daginn Jerú- salem-dag til að mótmæla yfirráðum ísraela yfir vesturhluta Jerúsalem. Reuter Leiðtogar Palestinumanna á herteknu svæðunum hafa hvatt tii allsherjar- verkfalls i dag til að mótmæla yfirráðum ísraela yfir austurhluta Jerúsaiem þar sem þessi mynd var tekin. Símamynd Reuter Leggja fram friðaráætlun Rauðu kmerarnir lögðu í gær fram friðaráætlun til að reyna að binda enda á nær tíu ára styijöld í Kampútseu og vama því að kmer- amir komist aftur til valda í landinu. Áætlun kmeranna gerir ráð fyrir að herir allra deiluaðila yrðu undir eftirliti alþjóðastofnana. Hún hvet- ir til að bráðabirgðastjórn verði sett á laggirnar undir forystu Si- hanouks prins og gengið verði til þingkosninga sem yrðu undir eftir- liti alþjóðastofnana. Þingiö myndi síöan setja á laggimar nýja ríkis- stjóm til frambúðar. Áætlunin leggur einnig til að stofhaður veröi her sem fulltrúar allra fjögurra sem settur var upp til að reyna að styrjaldaraðila eigi jafnan hlut i. miðla málum milli þeirra íjögurra Kmeramir leggja til að þegar aöila sem aðild eiga að styijöld- samkomulag miUi deiluaöila hafi inni, þremur skæruUðahópum og náðst verði komið á alþjóðaráð- leppstjóm Víetnama, sem studd er stefnu um styrjöldina í Karapútseu af Sovétríkjunum, tók til starfa. sem fulltrúar ASEAN, ríkja Suð- VinnuhópurinnáaðskUaálitifyrir austur-Asíu, og styrjaldaraðila eigi lok þessa árs um hvernig best sé hlut að. að setja á stofn alþjóöaráðstefnu Þeir hvetja tíl að fnðarsamkomu- um ástand mála í Kampútseu. lag verði undirritað af deiluaðilum Líklegt var talið að tfilögum til að koma í veg fyrir að kmerarn- kmeranna veröi hafnaö af yfirvöld- ir komist til valda á ný og aö eng- um í Víetnam sem réðust inn í inn einn flokkur nái einhUða völd- landið seint á árinu 1978 til að um í landinu. steypa stjóm rauöu kmeranna. Áætlun rauöu kmeranna var gerð opinber áður en vinnuhópur, LURIE Skopmyndateiknarinn LURIE virðist telja að eitthvað sé um falskar nótur i „hagvaxtarsinfóníu“ Bandaríkjamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.