Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Fréttir Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vantrúaðir á niðurfærsluleið: Kratar að einangrast vegna niðuifærslunnar Innan stjórnarflokkanna hefur niöurfærsluleiöin lítinn stuöning utan Alþýöuflokksins. Það veröur því ótrúlegra meö hverjum degin- um aö ráðgjafamefnd ríkisstjórn- arinnar leggi til viö ríkisstjórnina aö niðurfærsluleiðin veröi farin. Alþýðuflokksmenn, og þá eink- um Jón Baldvin Hannibalsson, hafa í raun þegar sett niðurfærslu- leiöina efst á sinn lista. Röksemd þeirra er einfóld. Það er einungis um tvo kosti aö velja og hvorugan góöan. Ef niðurfærslan tækist gæti hún skilaö þeim árangri aö verð- bólga minnkaöi mikiö og yröi jafn- vel svipuð og í nágrannalöndunum. Gengisfellingarleiðin skilar hins vegar engum árangri öörum en að hér þyrfti aö grípa til annarrar gengisfellingar um áramót. Framsóknarmenn halda enn í þær tillögur sem þeir lögðu fram í mai. í þeim var stór gengisfelling og frysting launa og verölags til þess aö draga úr verðbólguáhrifum af henni. Þá voru Framsóknar- menn meö fjöldann allan af tillög- um til þess aö minnka fjármagns- kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Þeir hafa boöaö svipaðar tillögur nú en taka fram að þær muni verða harðari. Steingrímur Hermanns- son hefur lýst yfir vantrú sinni á að grípa til niðurfærslu á meðan þenslan kraumar undir. Sjálfstæðismenn eru tregir til þess aö grípa til þeirra ráöstafana sem óneitanlega þurfa að fylgja niöurfærslunni. Grípa þarf inn í samninga og lækka laun, afnema frjálsa verðmyndun og jefnvel aö lækka vexti með lögum. Hvorki Framsóknarmenn né kratar hafa trú á því að markaðurinn muni sjálfvirkt taka við sér ef laun lækk- uðu. Þeir treysta honum ekki til þess að lækka vöruverð. Sjálfstæð- ismenn leggja auk þess á það áherslu nú, eins og áður, að efna- hagsmál séu sífellt til meðferðar. Menn eigi ekki að einblína á stórar aðgerðir sem leysa eigi allan vanda í einni svipan. Niðurfærslan mætir síðan and- stöðu bæði í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki fyrir það að hún bætir stöðu útflutningsveganna ekki ýkja mikið. Ef þessi leið verð- ur farin mun það ekki hindra að mörg frystihús á landsbyggðinni munu verða gjaldþrota. Lands- byggðarþingmenn þessara flokka vilja aögerðir sem duga til að bjarga þessum fyrirtækjum. -gse Magnús Gauti tekurviðafVal Stjóm KEA samþykkti á stjómar- fundi í 'gær að ráða Magnús Gauta Gautason, fjármálastjóra KEA, í starf aðstoðarkaupfélagsstjóra og jafnframt að hefja viðræður við hann um að taka við af Val Amþórssyni kaupfélagsstjóra þegar hann hættir. Þetta var samþykkt þegar fyrir lá á fundinum að Axel Gíslason, aðstoð- arforstjóri Sambandsins, vildi ekki kaupfélagsstjórastarflð en mikill ein- hugur var í stjóminni um að hann tæki þaö að sér. „Magnús Gauti hefur reynst mjög vel í starfi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Hann er mjög hæfur maður,“ sagði Jóhannes Sigvaldason, stjómarfor- maður KEA, í morgun. Magnús er rekstrarhagfræðingur. Hann er Akureyringur, fæddur 8. ágúst 1950 og hefur unnið hjá KEA- frá 1974 eða í 14 ár. Hann er kvæntur Hrefnu Torfadóttur og eiga þau þrjú börn. -JGH Biðraðir við Gjaldheimtuna á enda: Staðgreiðsla skatta með gíróseðlum „Við erum að vinna að þvi að breyta skilagreinum yfir í gíróseðla. Þær breytingar eru nokkuð langt á veg komnar. Það verður hklega hægt að staðgreiða skatta með gíróseðlum eftir nokkrar vikur," sagði Skúh Eggert Þórðarson, forstöðumaður staðgreiösludeildar hjá ríkisskatt- stjóra, við DV. DV birti í gær.mynd af langri biö- röð fyrir utan Gjaldheimtuna í Reykjavík. Slíkar biöraðir hafa verið fastur liður fyrir utan Gjaldheimt- una þann 15. hvers mánaðar sem er eindagi fyrir skatta og fasteignagjöld. „Það er ákveðinn kostnaður við þessar breytingar og þar em giró- seðlarnir sjálfir stærsti liðurinn. Greiðslurnar þurfa að fara inn á 30 bankareikninga jafnmargra inn- heimtumanna á landinu og er verið að ganga frá kerfisbreytingum í sam- bandi við það. Skúli sagöi að einnig væru væntan- legar breytingar á staðgreiðslunni í ljósi fenginnar reynslu sem ættu að einfalda hana. Ætti þá að sameina greiösluseðla þannig að þeir sem væru með eigin rekstur og greiddu laun og skiluðu tveimur seðlum í hverjum mánuði þyrftu ekki aö skila nema einum seðh. Væri möguleiki á að þessi breyting kæmist á um næstu áramót, annars ári seinna. -hlh Sorpeyöingarstöð Suðumesja: Of lítil og mengar of mikið Tíu ára gömul er Sorpeyðingarstöð Suðurnesja orðin of gömul og and- fúl. Stööin annar ekki sorpinu frá byggðinni suður með sjó, herstöðv- arrusl meðtalið, og reykurinn frá henni er svo rammur að setja verður upp sérstakan hreinsibúnað ef sorp- brennsla á að halda áfram. Aö sögn Eiríks Alexanderssonar, formanps Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, er til umræðu að byggja nýja sorpbrennslu og verður ákvöröun um það tekin fyrir ára- mót. Eiríkur sagði að ef ný brennsla yrði tekin í gagnið myndi hún vera meö fullkomnum hreinsibúnaöi. Stöðin var byggö 1979 og kom tækjakosturinn frá Frakklandi. Þetta er eina sorpbrennsla landsins sem notar ofna til að brenna rush. Tíu árum eftir byggingu brennslunnar er ljóst að hún annar ekki því rush sem fellur til. Bandaríski herinn leggur til helminginn af sorpinu sem er brennt í stöðinni. Birgir Þórðarson hjá Hollustu- vernd ríkisins sagði að Sorpeyöing- arstöðin myndi fá starfsleyfi innan skamms meö því fororði að setja yrði upp búnað til að hreinsa reykinn frá brennsluofninum. pv Höfuðlaus her sögöu menn um ríkisstjórnina f gær þar sem bæði formann og varaformann Framsóknar- og Sjálf- stæöisflokks vantaði. Nafnarnir Jón Sigurðsson og Hannibalsson voru alvarlegir en Birgir ísleifur og Matthías Á. Mathiesen voru glaðir í bragðl þegar þeir komu út af rikisstjórnarfundi í gær. DV-mynd KAE Ríkisstjómin: Vantaði fonnenn og varaformenn Á ríkisstjórnarfund í gær vantaði formenn og varaformenn bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Aðrir ráöherrar sátu þennan fund sem var í stysta lagi. Af þeim ráðherrum sem voru fjar- verandi voru Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson í sumarleyfi er- lendis, Halldór Ásgrímsson á ráð- stefnu í Finnlandi og Steingrímur Hermannsson rétt ókominn í bæinn úr laxveiði. .cse Björk Guðmundsdóttir varð hás: Tónleikar Sykurmolanna í Denver féllu niður „Þetta var ekkert alvarlegt Björk var orðinn eitthvaö hás enda hefur verið mikil keyrsla á henni. Hún syngur á sérstakan hátt og reynir mikið á röddina. Með því að sleppa þessum tónleikum þá fengu þau fjögurra daga frí sem var vel þegiö enda voru þau oröin þreytt," sagði Árni Benediktsson, rekstrar- stjóri Hugleysusem er rekstrarfyr- irtæki Sykurmolanna. Sykurmolamir eru nú á heilmik- illi tónleikaferð um Bandaríkin sem hófst 27. júlí í Washingtonborg og lýkur í Los Angeles 23. ágúst Viötökur hafa veriö mjög góöar og Fá mest 200.000 krónur fyrir tónleikana hljómsveiön fengiö góöa fjölmiöla- umflöllun. Þann 13. ágúst átti hljómsveitin aö leika í Denver en tónleikamir féllu niður vegna áð- urgreindra ástæðna og Sykurmol- amir héldu í frí á Rockaway beach, rétt fyrir utan San Fransisco, þar sem þeir hafa eytt deginum á ströndinni og á brimbrettum. „Auðvitað er ekki vinsælt að hætta viö svona tónleika. Sykur- molamir áttu að koma þar fram í viðtölum í sjónvarpi og gefa eigin- handaráritanir i sölubúö. Þau fá hins vegar svo mikla athygli að við óttumst ekki að hún dvíni. Auk þess leggur fóik skilning í það þeg- ar söngkonan forfallast. Það töpuð- ust einhverjir peningar vegna þess- ara tónleika, því þaö er ákveðið tryggingagjald sem þarf að greiða ef tónleikar falla niður, ég held að þaö hafi veriö í kringum 1000 doll- arar (46.000 krónur)," sagöi Ámi. Um það hvort einhver hagnaður yrði af tónieikaferðinni sagði Ámi: „Það þykir gott ef svona túr kemur út með ekki meira en 50.000 punda tapi (4 milljónir króna). Það er allt dýrt í kringum þetta, flug, uppi- hald, hótel. Það er dæmi um hve þessi ferð gengur vel að við slepp- um sennilega á núllinu. Tónleika- ferðalög eru eingöngu til kynning- ar fyrir plötusölu, þau em ekki gróöafyrirtæki," sagði Árni. Hvað fa þeir greitt fyrir hverja tón- leika? „Það er mismunandi eftir stöðum en það em engir stórpeningar. Þetta er á bilinu KKXM000 dollarar (46.000-184.000 krónur). Það kæmi enginn listamaður á Islandi í dag fram fyrir minna en 200.000 krón- ur,“ sagöi Ámi Benediktsson. JFJ --------------t_______________ Alþjóðaskákmótið á ísafirði: Guðmundur vann Popovych Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Úrslit í 3. umferð urðu þannig að Finninn Rantanen sigraði Magnús Pálma Örnólfsson, Helgi Ólafsson yngri gerði jafntefli við Svíann Jo- hansson og Helgi eldri gerði jafntefli viö Ægi Pál Friðbertsson. Schandorff sigraði Guðmund Halldórsson og Guðmundur Gíslason sigraöi Popovych. Skák Andra Áss og enska • stórmeistarans Flear fór í bið. Staðan ' á mótinu er dálítið ófjós vegna bið- skáka en stórmeistarinn Helgi Ólafs- son er efstur með 2'Á vinning. Skákþing íslands: Hannes og Margeir efstir 3. umferðin á Skákþingi íslands var tefld í gærkvöldi og urðu úrslit þann- ig aö Þröstur og Jón L. gerðu jafn- tefli, Margeir vann Þráin, Ásgeir Þór vann Benedikt, Jóhannes vann Ró- bert, Karl tapaöi fyrir Ágústi og Hannes vann Davíð. Hvítt hafði sá sem talinn var upp á undan. Efstir eru nú þeir Hannes Hlífar og Margeir en þeir hafa unniö allar sínár skákir. Jón L. kemur í humátt á eftir með 2 'A vinning. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.