Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 16
16 Spumingin Viltu geta horft á eriendar sjónvarpsstöðvar? Eygló Magnúsdóttir: Alls ekki, við höfum ekkert við það að gera. Guðmundur V. Friðjónsson: Já, endi- lega. Það er sjálfsagt að hafa sem fjöl- breyttast efni svo hægt sé að velja og hafna. Jón Grétar Magnússon: Já, það væri alveg ágætt. Það er ágætt að hafa f]öl- breytni í þessu. Ósa Knútsdóttir: Ég myndi gjarnan vilja hafa meiri fjölbreytni í efninu hérna, meira frá Evrópu og Norður- löndunum. Hans Gunnarsson: Ég vil geta ráðið því sjálfur hvort ég geri það, frjálst val. Ég vil að Póstur og sími setji ákveðnar kröfur um tækjabúnað en ríkið láti það alveg afskiptalaust. Jón Þór Þórisson: Já, alveg hiklaust. Meira efni. MIÐVIKUDAGUR 17, ÁGÚST 1988. Lesendur Þakkir til ferðaskrifstofu okkar og óskir var viðmótið ágætt, en þegar í ljós kom með hveijum (þ.e. BSRB) við ætluðum að fljúga, var okkur bent á að samtalinu væri lokið, ekkert frekar við okkur rætt. Þetta viðmót var okkur sýnt á öllum þeim ferðaskrifstofum sem við höfðum samband við. Vorum við orðin úrkula vonar að úr rætt- ist, er okkur var bent á ferðaskrif- stofuna Ratvís. Sú þjónusta sem okkar beið þar var einmitt sú þjónusta sem við bjuggumst við að fá hjá hinum ferðaskrifstofunum, sem sagt til fyrirmyndar. Þau hjá Ratvís gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að útvega okkur sumarhús á Ítalíu. Gátu þau, eftir símhringingar og telexsendingar, útvegað okkur sumarhús á Lignano í gegnum hol- lenska ferðaskrifstofu. Það sem okkur þótti einkennileg- ast við afgreiðsju hinna ferðaskrif- stofanna var það að við farþegamir skyldum þurfa að vera þolendur í þeim ósigri íslenskra ferðaskrif- stofa að hreppa ekki pakkann hjá BSRB og fleiri félögum. Við héldum að regla númer eitt hjá öllum ferða- skrifstofum væri að þjóna öllum viðskiptavinum, hvernig sem þeir komast úr landi, en það var greini- lega mikill misskilningur. Það vaknaði sú spurning hvort einok- unin væri til staðar þarna líka. Kærar þakkir, Ratvís, fyrir ógleymanlega viku á Lignano. Ferðaskrifstofan Ratvís í Kópavoginum útvegaði bréfritara sumarhús á Lignano. J.I.B. og ferðafélagar skrifa: Fyrr í sumar fómm við fimm saman til Evrópu. Flugum við til Kölnar á vegum BSRB á ódýru far- gjöldunum. Við ákváðum að aka frá Lúxemborg niður Þýskaland og Sviss til Ítalíu. Þar langaði okkur að fá sumarhús í viku. Ekki ætla ég að fara að rekja ferðasögu okk- ar, heldur aðdragandann að ferð- inni. Upphófst nú ganga okkar á milli ferðaskrifstofa. Móttökurnar á þeim ferðaskrifstofum sem við höfðum samband við, og þær voru ekki svo fáar, vom slíkar að undr- un okkar sætti. Þær móttökur vil ég gera að ritefni hér. Þegar við útskýrðum ferðalag Vafasöm brúargerð Bjarni Júlíusson hringdi: Um daginn átti ég leið norður um land og fór akandi. Fyrstu brýrnar sem verða á vegi manns eru Elliðaár- brú og brú yfir Fossá. Báðar þessar brýr eru glæsilegar og með tveimur akreinum. En margar aðrar brýr á leiðinni norður eftir eru ekki eins glæsilegar. Á leiðinni norður verða meðal annars á vegi manns Gljúf- Borgarfjarðarbrúin er breið með tveimur akreinum og ætti að vera auð- velt að mætast á henni. urárbrú, nýleg brú í Norðurárdal, Víðidalsbrú og fleiri sem eru ein- göngu með einni akrein, og ekki er hægt að mæta öðrum bíl á. Hvemig er þetta hægt að gera brýr á þjóðvegi landsins númer eitt, þar sem ekki geta mæst tvær bifreiðar? Miðað við hraðann í umferðinni hef- ur þetta mikla slysahættu í fór með sér, þegar menn koma á fullum hraða úr sitt hvorri áttinni, þar sem annar verður að gjöra svo vel aö víkja ef ekki á að hljótast slys af. Því miður veit ég til þess að misbrestur verður oft á. Sonur minn var í sumar leiðsögu- maður við Víðidalsárbrú, og hann varð vitni að eigi færri en 3 árekstr- um á henni vegna þessa. Ég get ómögulega skihð af hverju engin heildaráætlun virðist vera í brúar- gerð, því ýmist er gert ráð fyrir einni akrein, eða tveimur. Það væri fróð- legt að vita hver stjórnar í þessu máli. Annar lesandi DV hringdi og minntist á brú sem svipað er ástatt um og háfði svipaðar kvartanir fram að færa. Umrædd brú er þegar kom- ið er fram hjá virkjuninni Ljósafossi á leið frá Þingvöllum. Þar blasir við skilti sem leyfir 80 km hámarks- hraða, en rétt á eftir kemur brúin með einni akrein. Þess konar merk- ingar eru glæpsamlegar og stór- hættulegar að mati hans. Fegurð nætur- himins Ingvar Agnarsson skrifar: Víða á byggðum hnöttum annarra sólkerfa mun himinsýn vera mun fegurri en hjá okkur jarðarbúum, og þurfum við þó síst að kvarta í þeim efnum. Stjörnufræðingar segja okk- ur að um sumar jarðstjörnur okkar eigin sólkerfis gangi fjölmörg tungl, t.d. tvö um Mars, en a.m.k. 16 um Satúrnus. En jörð okkar hefur aðeins eitt tungl, og er það hin mesta nætur- prýöi og gleður mjög augu okkar mannanna. Gera má ráð fyrir, og er raunar vitað með vissu, að um sumar byggð- ar reikistjörnur annarra sólkerfa, ganga fleiri eða færri tungl, fylgi- hnettir, sem eru hið mesta augna- yndi fyrir íbúa viðkomandi jarða. Ef betur hagaði til á jöröu okkar, ef sambönd við íbúa annarra stjarna væru nánari en enn er af að segja, mundu fjarsýnir til slíkra staða vera algengar og til ómetanlegs fróðleiks og yndisauka þeim er shkt gæfist að sjá og reyna. Viða um alheim mun stjörnuhiminn vera allólíkur útlits þeim sem héðan er að sjá. Veski týndist Óheppinn hringdi: Ég týndi veski aðfaranótt laug- ardagsins síðasta í raiðbænum. Veskið er dökkblátt að lit, merkt Sparisjóði Hafharfiarðar, og í því voru skilríki og peningar. Eg hef líklega tapað því um miðnætur- bil, aðfaranótt laugardagsins, og ef emhver getur gefiö mér upp- lýsingar eða hefur fundið veskið, vinsamlegast hringi í síma 51104. Mótorhjóla- hjálmur týndist Jóhann Kárason skrifar: Síðasta Iaugardagskvöld gleyradist mótorhjólahjálmur, svartur að lit, við fótboltavöllinn í Litla-Skerjafiröi. Tegund hjálmsins er Nolan og er áletrað 33 pro á hlið hans. Einhver virð- ist hafa fundið liann og tekið með sér og vil ég biðja þá persónu aö skila hjálminum gegn 1000 króna fundarlaunum. Ég er í síma 623090. Kom ekki á óvait 4822-6264 hringdi: Það kom mér svo sannarlega ekki á óvart þegar ég las frétt DV þess efnis að íslendingar notuöu þjóöa mest Visa-greiðslukortið. Islendingar nota kortið aö jafnaöi 10 sinnum í mánuði, en meðaltal- ið í heiminum er 3 færslur. Þetta rennir enn og einu sinni stoðum undir það aö íslendingar þjáist fyrst og fremst af sjúklegri nýj- ungagimi. Það er alveg sama hvaða nýj- ung kemur hingað til lands, allt skulum við gleypa. Þar með flokkast kreditkortin, Ginseng- vitleysan, Orobronze, blóma- fræflar, Clairol fótanuddtæki (sem nú þjóna hlutverki blóma- potta um allan bæ), Zink-plötur, kvöldvorrósarolía, fjórhjólaæðiö, o.fl o.fl. Islendingar era svo ruglaðir að • ef einhver tæki upp á því að aug- lýsa blásýru sem gott lyf til þess að lækna raagaþerabu, myndi fjöldi íslendinga örugglega hlaupa upp til handa og fóta og taka hana inn til aö öðlast bata.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.