Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 9 Útlönd Bush tekur af skarið Norræn samvinna byggist á nefndakjaftæðí Gizur Helgasan, DV, Rærsnæs: Norræn samvlnna er á leiöinni að núllmarki og vantar allan þrótt, segir sænski þingmaöurinn Lars P. Gammelgárd. „Það verður að endurvekja áhrifamátt norrænnar samvinnu,“ sagði hann á sumar- fundi Norræna félagsins í fyrra- dag. „Afnám vegabréfaskoöunar, samnorrænn vinnumarkaður og sameiginlegar reglur á félagslega sviðinu eru ágætisárangur út af fyrir sig. En það er ekki hægt að hvíla að eilifu á lárviðarkrönsun- um.“ „Það verður að hreinsa rækilega til meðal hundraða stofnana, nefhda, vinnu- og verkefnahópa en þetta virðist vera það sem norræn samvinna byggir á í dag. Það verð- ur að leggja áherslu á einhvern árangur út úr samvinnu Norður- landa og einnig verða þau að fara að ræöa hinn innri markað Evr- ópubandalagsins en þar verða kaflaskipti hjá tveimur Noröur- landaþjóðum árið 1992 og hvað ætla ■ hin sér aö gera?“ Hitinn víða um fimmtíu stig Arma Bjamason, DV, Denven Steikjandi hiti samfara mjög röku lofti hefur plagaö tugmilljónir Bandaríkjamanna undanfama daga. Hitakófið náði til eystri helmings Bandaríkjanna og var mun verra norðan til en sunnan. Hitastigið var viöa 95-105 gráöur á Fahren- heit eða 35-41 stig á Celsíus í for- sælu. Þegar reiknað var með raka- stiginu samsvaraði hitakófið þetta frá 110-122 gráðum á Fahrenheit eða 43-52 stigum á Celsíus. I New York voru öll loftkælingar- tæki og viftur alls staðar uppseld- ar. Minnkandi loftraka er spáð á austurströndinni en sama kófið verður í mið-vesturrikjunum þessa vikuna að sögn veðurfræðinga. Þar hefur hver hitabylgjan af annarri gengiö yfir í sumar. Stjómvöld hafa nú staðfest að komuppskeran i Bandaríkjunum verði fjömtíu prósentum minni en í fyrra og sojabaunaframleiðslan íjóröungi minni. Byxjað er að skipta tæplega fimm milljarða rík- isstyrk á milli bænda. George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna og forsetaframbjóðandi repúblikana í forsetakosningunum þann 8. nóvember, tilkynnti í gær að hann hefði loks tekið af skarið um hver yrði varaforsetaefni sitt. Það var Dan Quayle, 41 árs öldungadeild- arþingm^ður frá Indiana, sem Bush tilnefndi. Miklar bollaleggingar hafa veriö í gangi hvern Bush myndi velja sem varaforsetaefni sitt og hafa margir þekktir menn verið nefndir í því sambandi. Má þar t.d. nefna öldunga- deildarmanninn Robert Dole, sem þótti koma sterklega til greina, og þingmanninn Jack Kemp en val á Kemp hefði styrkt stöðu Bush meðal íhaldsamari afla flokksins. Bush hefur ekki enn sem komið er gefið ástæður sínar fyrir valinu að öðru leyti en því að Quayle sé fær á sviði varnarmála og hafi til að bera leiðtogahæfileika til að virkja vinnu- afl Bandaríkjanna. Val Bush kemur mjög á óvart þar sem Quayle er tiltölulega óþekktur maður. Sérfræðingar á Wall Street sögöu í gær að þaö gæti skapað nokkra óvissu með sigurmöguleika repúblikana í nóvember en Quayle er ekki eins þekktur meðal kaup- sýslumanna og Lloyd Bentsen, sem Michael Dukakis, forsetaframbjóð- andi demókrata, hefur tilnefnt sem varaforsetaefni sitt. Stjómmálaskýrendur telja að þar eð Quayle sé talinn í íhaldssamari kantinum muni það hjálpa honum til að hljóta stuöning meðal kaup- sýslumanna. En afstaða hans varö- andi mörg mál, sem koma til með að setja mikinn svip á kosningabarátt- una, til að mynda viðskiptahalla Bandaríkjanna og flárlög, er enn óþekkt. Valið á Quayle yngir upp framboð George Bush, frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum i haust, til- kynnti í gær að hann heföi valið Dan Quayle sem varaforsetaefni sitt. Simamynd Reuter repúblikana. Quayle er 41 árs gam- aUa en Bush er kominn yfir sextugt. Aö sögn fréttaskýrenda styrkir þaö þó ekki stöðu Bush á þann hátt sem Bentsen styrkti stöðu Dukakis. Heimafyllki Quayle, Indiana, hefur aðeins tólf kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að sigra í kosningunum. Val- ið á Quayle mun því ekki færa Bush aukinn fjölda kjörmanna eins og tal- Mlchael Dukakis, forsetaframbjóðandi demókrata, gagnrýndi val Bush í gær og sagði Quayle reynslulausan. Sfmamynd Reuter ið er að Bentsen muni gera fyrir Dukakis en heimafylki Bentsens, Texas, hefur aUs 29 kjörmenn- Að áUti stjómmálaskýrenda mun val Bush á Quayle kaUa á gagnrýni á tveimur sviðum. í fyrsta lagi vegna reynsluleysis en Bush hefur marg- sagt aö hann þurfi á reyndum manni að halda sér við hUð og í öðru lagi mim vaUð á Quayle, sem er tiltölu- lega auðugur maður, renna enn frek- ari stoðum undir þá skoðun að Bush, sem er ríkur maður, geti ekki sett sig í samband við meðalmanninn. Tveir ríkir frambjóðendur geta þvi skaðað framboð repúblikana. Dukakis hefur hamrað á þeirri staðreynd aö hann sé „bara venjulegur Bandaríkjamað- ur“ en Bush hefur hlotið gagnrýni demókratra fyrir að vita ekki viö hvaöa aðstæður meirihluti Banda- ríkjamanna býr. Fréttskýrendur telja aö persónu- legar ástæður hafi veriö þyngri á metunum þegar Bush valdi Quayle en pólitiskar. Valið mun einnig hafa góð áhrif hvaö varðar almannatengsl en Bush er nokkrum stigum á eftir Dukakis í skoöanakönnunum. Demókratar voru fljótir til aö gagn- rýna val Bush og segja aö hann sé reynslulaus og honum sé sama um þarfir vinnandi Bandaríkjamanna. Reuter lækka kosninga- jIh m ' aiour Stjórnvöld í Brasiliu tilkynntu í gær að ákveðið heföi verið aö lækka kosningaaldurinn þar í landi. Framvegis fá íbúar þar kosnlngarétt sextán ára gamlir og er Brasilía fyrsta landiö sem færir kosningarótt þetta langt niður. Brasilíumenn eru skyldugir til þess að neyta kosningai’éttar síns þegar þeir eru orðnir átján áræ Farsíma til lengri og skemmri tíma til einstaklinga og fyrirtækja Sjónvörp í sumarbústaðinn og við önnur tæki- færi, t.d. á sjúkrahús eða þegar tæki þitt bilar. Video-myndatökuvélar. Taktu mynd af fjölskyldunni, vinum og ævintýrum sem aldrei koma aftur. Sendum ef óskað er. Góð tæki - góð þjónusta. Pöntunarsímar 651877 og 53776. HLJÓÐRITI LEIGJUM UT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.