Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 31 Lífsstm Málningarbakki hreinsaður á svipstundu Þegar bakki er notaöur við að mála getur verið sóðalegt verk að hreinsa hann á eftir. Þetta má forð- ast með því að leggja plast í botninn - plas(tpokar eru heppilegir. Plastið er fest með límbandi. Að notkun lokinni er pokanum hent og bakk- inn er jafnhreinn og áður. Furuborð hreinsað Hver kannast ekki við bletti á furuborðum sem erfitt er að losna við? Rauðvín og kafíi t.d. situr fast í furu. Ráð við þessu er að bera blöndu af vatni og klórín á boröið. Láta það vera á í hálftíma og þvo svo af með sápuvatni. Þetta ætti að duga í flestum tilvikum. Slætti í görðum lýkur þegar .... Grasspretta í görðum er misjafn- lega mikil. Vöxtur er mestur í vel nærðum garði - þar sem gefinn hefur verið áburður. Að öðru leyti er vöxtur í minna lagi þetta árið þegar á heildina er litið. Nú fer senn að líða að vetri. Þá er vert að hafa í huga að slá ekki of snöggt. Verið viss um að grasið sé a.m.k. 5 sentímetra hátt fyrir veturinn. Þannig er flötin best und- irbúin fyrir kulda. Eggjaskurn sem blómaáburður Gamalt ráð um blómaáburð segir að gott sé að blanda saman vatni Strigi og plast getur verið gott skjói fyrir rósaplöntur á veturna. Lumar þú á heimilisráðum? Ef þið hafið hugmyndir eða ráö sem geta oröiö öðrum lesendum til gagns eða gamans sendiö þá Heimilissíðu DV. Hér getur veriö um ýmsan fróöleik að raeða. Þannig er vel þegiö að fá ráðgjöf um heimilisstörf, garðinn, pottaplöntur, viðhald og viðgerö- ir og margt fleira. Krumpaðar gardínur og vatn Stundum eru gardínur krumpað- ar þegar þær eru hengdar upp. Það má laga með því aö úöa á þær vatni með úðunarkönnu. Þegar þær þorna ætti efnið að vera orðið slétt. í þessum tilfellum má gjarna þyngja gardínuna að neðan með þvottaklemmum eða öðru slíku. Stærri gróður getur skemmt Háar fjölærar plöntur skemma oft minni gróður í beðum þegar hvasst er. Fyrir veturinn getur því verið heppilegt að klippa stöngul þeirra af. Þrátt fyrir það'blómgást plönturnar engu að síður næsta ár. Dæmi um þetta eru lúpínur, venus- vagn og riddarasporar. Plaköt og tannkrem Mesta vandamálið við plaköt er að hreinsa límið þegar þau eru tek- in niður. Tannkrem er í þessu sam- bandi mjög heppilegt. Það heldur myndunum vel uppi og auðvelt er að hreinsa það á eftir - það gerist með sjóðandi vatni. Ef notað er milt lím má hreinsa það meö hjálp klakapoka sem lagð- ur er upp að. Þannig á límið að detta af eftir um tvær mínútur. -ÓTT Plast yfir rósirnar á veturna Sumar rósategundir eru við- kvæmar fyrir kulda. Þetta á sér- staklega viö um ágræddar rósir. Plönturnar eru í mestri hættu vegna.snjóa og rigningar. En það er hægt að búa til „gróðurhús" fyr- ir rósirnar á einfaldan hátt: - Útvegið ykkur plastdúk. Gerið síðan grind, t.d. úr trélistum, sem hægt er að hefta plastiö við. Þannig mætti festa vegglista með skástíf- um til að foröast að þurfa að bora. Við jörð mætti festa niður hæla fyrir þverlista. Þess verður að gæta að rósirnar fái loft - best er einfald- lega að hafa „húsið“ oþið til end- anna. Gluggar sem myndarammar Ertu að skipta um glugga eða leynast einhverjir gamhr í kjallar- Til aö forðast það leiðindaverk að hreinsa málningarbakka má setja anum eða í geymslunni? Þessa plast í botninn og festa með limbandi. Þvi loðnari sem grasflötin er því betur er hún undirbúin fyrir veturinn. Þannig má miða við 5 cm hæð. Séu plaköt limd upp með tannkremi er auðvelt að þrifa vegginn á eftir. Fyrir veturinn er ráðlegt að athuga vöxt sumarsins og aðgæta að stærri plöntur lemji ekki þær minni i hvassviðrum vetrarins. og eggjaskurn. Einn lítri af vatni á móti 15 eggjaskurnum í flösku. Þetta skal geymast vel lokað með tappa í einn mánuö. Aö þeim tíma loknum er pottaplöntum gefinn um einn bolli af „áburðinum". Blöðin og rætur styrkjast við þetta. Svo skal þetta endurtekið einu sinni í mánuði. Brún sápa á kopar Að pússa kopar er ærið verkefni á mörgum heimilum. Það verk verður mjög létt ef fljótandi brún sápa er borin á malminn. Látið vökvann liggja á í klukkutíma. Að því loknu veröur pússningin leikur einn - málmurinn verður sem nýr. Þó ankannalegur litur kunni að myndast á yfirborðinu er ekkert að óttast. Hann hverfur eftir að búið er að strjúka yfir. gripi er vel hægt að nota sem myndaramma. Þannig eru litlir gluggar (fransk- ir) mjög heppilegir. Umgjörðina má gjarna afsýra, slípa upp, mála eða meðhöndla eftir hugmyndum hvers og eins. Betra getur verið að nota en ekki henda. Gamalt og nýtt getur farið mjög skemmtilega sam- an.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.