Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. T iffctfll Klósettstíflur: Eins misjafnar og mennimir eru margir - segir Anton Aðalsteinsson Dömubindi og bómull Þriðji aðilinn í stíflulosun er Ásgeir Halldórsson. „Orsök klósettstíílna er bómull, dömubindi eða aðrir að- skotahlutir í 60-70% tilvika,“ segir Ásgeir. Einnig leika bilaðar pípur stórt hlutverk. Ásgeir rekur sólahringsþjónustu. Hann hefur starfað við stíflulosanir í 14 ár, yfirleytt einn. Nú er hann með aðstoðarmann. „Bærinn hætti að sinna þessu um síðustu áramót. Þá tók þetta kipp,“ segir Ásgeir. Vegná þessa er hann hættur að sinna viðgerðum á lögnum, það er ekki lengur tími til þess. Verð og verkfæri Verðlag er svipaö hjá öllum aðilun- um enda samkeppni mikil. Anton kvaðst taka kr. 2.700 fyrir léttari los- anir en ef um veigameiri verk væri að ræða hækkaði verðið upp í kr. 3.700. Fer verðið eftir þeim verk- færum sem þörf er á hverju sinni. Anton sagði að yflrleitt væri notast við handverkfæri í þessari vinnu. „Þetta eru sniglar af ýmsum stærð- um og tveggja metra langar fíber- stengur." Stengumar eru notaðar til „Algengustu stífluvaldar þessa dag- ana eru htil plaststykki sem fólk hengir innan á klósettin með lyktar- eyðandi sápu. Aðrir algengir stíflu- valdar eru dömubindi, gólftuskur og jafnvel nærbuxur. Ég hef meira að segja veitt htla vekjaraklukku upp úr klósetti," segir Anton Aðalsteins- son en hann er einn þriggja „stíflu- losara" í Reykjavík. Stíflulosun virðist ekki vera mjög arðbær atvinnugrein. Anton vinnur aðra vinnu með til að framfleyta sér. „Ég er í þessu til að skerpa á launun- um,“ bætti Anton við. Þjónusta allan sólarhringinn Bjarni Guðmundsson tók í sama streng og Anton. „Markaðurinn er sVeiflukenndur en það er yfirleitt eitthvað að gera.“ Því má bæta við að fyrirtæki Bjarna veitir þjónustu ahan sólarhringinn. „Maður verður að veita kúnnanum þjónustu," sagði Bjarni. Bjarni vinnur í stíflulosun ásamt Val Guðmundssyni. Að sögn Bjarna er algengt aö klósettpappír valdi stífl- um. „Pappír stíflar þegar komin er Algengasta orsök stíflu i klósetti er að fólk missir aöskotahluti í það. Þá er bara um.þrennt að ræða: Að hringja á stifiulosara, skemmd í rörin,“ bætti Bjarni við. „Vaskar stíflast yfirleitt af hár- um,“ sagði Bjami. Að losa stíflur í vöskum er yfirleitt einfaldara verk en að losa klósettstíflur og sagði Bjarni það vera ódýrari þjónustu. Viltu selja bu? Viltu kaupa bil? Á bílamarkaði DV á laugardögum auglýsir ffjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bíja af öllum gerðum og öllum verðflokkum. Auglýsendur, athugið! Auglýsingar í DV-Bíla þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. ... að útbúa kamar, Neytendur að hreinsa stíflur frá brunnum. „Þær eru skrúfaðar saman og lagnirnar þræddar," sagði Anton að lokum. Algengt verð hjá Val og Bjarna er kr. 2.500-2.700 fyrir venjulega stíflu í klósetti og vaskurinn getur kostað kr. 2.000. Utkall utan vinnutíma er dýrara. Ef um skemnid er að ræða í lögnum verður að kalla til pípulagninga- mann. „Við erum hættir að gera við slíkt, það svarar - ekki kostnaði," sagði Bjarni að lokum. Bjarni sagði að þeir Valur losuðu allar gerðir af stíflum. „Við emm með allar gerðir af tækjum,“ sagði Valur. Þeir eru með háþrýstitæki, loftþrýstitæki, auk snigla. Erfitt að áætla Ásgeir er á svipuðu róli og hinir. Algeng klósettstífla kostar kr. 2.700 og vaskur kr. 1.900. „Ef maður er ... eða hlaupa á núllið þegar kallið kemur. mjög snöggur lækkar verðið,“ sagði Ásgeir. Ef verkiö vindur upp á sig er tekið tímakaup. „Maöur veit aldr- ei i hvaö maður er að fara,“ bætti Ásgeir við að lokum. -PLP Ólögleg aukefni í sælgæti: Böm á varðbergi Ólögleg htarefni er aö finna í ótrúlegustu vörum. DV hefur bo- rist bréf frá 10 ára gamalh stúlku frá Borgarnesi, en hún fann ekki færri en þrjú azo-htarefni í sleiki- bijóstsykri sem hún keypti. Bréfið fer hér á eftir: „í meðfylgjandi sælgæti eru htar- efni númer E102, tartrazine, EllO, sólarlagsgulur FCP, E124 Ponceau 4R. Keypt í Borgamesi í júh 1988.“ Undir þetta skrifar svo Unnur Maria tíu ára. Bréfinu lýkur svo með eftirmála sem hljóðar svo: „Hér eftir skoða ég sko hvaða E eru í sælgæti." Þetta er dæmi um neytanda sem er á varðbergi. En til aö neytendur geti verið á verði þurfa þeir að vita hvaö er bannað og hvaö ekki. DV hefur reynt aö fá lista yfir bönnuð aukefni en það hefur ekki te.kist hingaö til. Ekki er heldur hægt að fá uppgefið hvaða efni em leyfileg, en ný reglugerö tekur gildi fljót- lega. Þar til hún tekur gildi er hún trúnaðarmál þeirra sem um hana fjalla. Neytendur veröa því aö Þesslr slelkibrjóstsykrar innihalda treysta á forsjá heilbrigöiseftirlits hvorkl melra né mlnna en þrjú þar til hún tekur gildi. ólögleg litarefni þó litlir séu. -PLP Dv-mynd S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.