Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Giftí 30 ár leikur nú einkennilegasta hlut- verk sem hún hefur tekiö að sér hingað til. Hlutverkið er i sjón- varpsmyndinni „Rock Momma" og leikur hún móður frægs rokk- ara. Móðirin er þó ekkert venju- leg mamma því hún gengur í hljómsveit sonar síns og á í ástar- sambandi við mann sem er ekki eldri en þaö aö hann gæti verið sonur hennar. Það er enginn ann- ar en David Lee Roth sem leikur soninn. Þaö er í sjálfu sér ekki í frásög- ur færandi þó aö hjón séu búin að vera gift í þrjá tugi ára enda er ætlast til þess þegar maöur og kona eru gefin saman að sam- band þeirra vari um aldur og ævi og aö aðeins dauöinn geti aðskiliö þau. Eitthvaö hefur þetta þó farið fyrir ofan garð og neðan bjá raörgum kvikmyndastjömum og er mun algengara á þeim bæ að fólk skilji heldur en hangi saman gegnum súrt og sætt. Paul New- man og Joanne Woodward em þó undantekning því á þessu ári halda þau upp á þrjátíu ára hjú- skaparafmæli. Og geri aðrir bet- ur. Enn að faðmast eftir þrjátiu ár, Paul Newman og Joanne Wood- ward halda upp á perlubrúö- kaupið á þessu árf. Tom Selleck Verður faðir í desember Mel Gibson kom þremur ungum stúlkum skemmtilega á óvart. Þær voru í bíltúr og höfðu numið staðar á rauðu ljósi. Vissu þær þá ekki fyrr til en Mel var kominn að bílnum og fór að dáðst að bleika r kadillaknum. árgerð 55. Þær buöu honum auðvitað að reyna bílinn og Mel líkaöi svo vel við hann að hann gat ekki slitið sig frá honum fyrr en eftir rúmlega klukkutíma. Farrah Fawcett Madhav breytti lífi Jenny i algjöra martröð. Heillaðist af persónutöfrunum Jenny og Madhav voru gift í sjö ár. „Við hefðum aldrei átt að giftast en ég varð heilluö af persónutöfrum hans. Brúðkaup okkar var stórkost- legt en það liðu ekki margir mánuðir uns ég komst að raun um hvaða mann hann hafði að geyma. Hann hafði til dæmis logið um menntun sína. Hann sagðist hafa lært í Oxford en þaö var hrein og klár lygi,“ sagði Jenny. Leikkonan Jenny Seagrove er nú loksins laus úr járngreipum Indverjans Madhav Sharma og býr nú með hinum 22 árum eldri Michael Winner. Það var Michael sem fékk Jenny til að losa sig úr viðjum hjónabands- ins. Madhav var ekki viðstaddur þeg- ar dómur var kveöinn upp enda hélt hann að hann gæti haldið í Jenny meö því hreinlega að læsa hana inni. „Hann hefur ef til vill haldið að dómarinn myndi segja: Gerðu svo vel, hún er þín,“ sagöi Jenny að lok- um. Þess er að vænta að leikarinn Tom Selleck, 43 ára, verði faðir í desemb- er. Hann og hin enska eiginkona hans, dansarinn Jillie Mack, verða sem sagt foreldrar innan skamms. Sögur hafa gengið um misklíð þeirra á milli og jafnvel um hugsanlegan skilnað en svo virðist að meöan kjaft- að var sem mest hafi hjónakornin verið aö skipuleggja komu erfingja í þennan heim. Tom varð ástfanginn af Jillie þegar hann sá hana í söngleiknum Cats fyrir flmm árum. Að sjálfsögðu gat hún ekki annað en fallið kylliflöt fyr- ir persónutöfrum Toms sem þykir eitt helsta kyntákn heims. Vanda- málið var bara að hún vildi ekki hætta að vinna á Englandi, en að lokum gaf hún sig þó. Tom fór því með Jillie til Hawaii þar sem hann lék í Magnum P.I. þáttunum. Parið gifti sig fyrir um einu ári en það var einmitt þá sem sögur um aöskilnað risu sem hæst. Jillie varð þreytt á því að sitja bará heima og bíða eftir aö Tom kæmi heim úr vinn- unni og vildi því reyna fyrir sér í Los Angeles. Tom fór að eyða meiri tíma með sínum gömlu félögum og hann sást orðið æ sjaldnar með eiginkon- unni. En svo lék Tom í Three Men and a Baby og fór þá að hugsa um að hann langaði til að eignast sjálfur lítið barn. Krakkinn, sem lék í mynd- inni, stal alveg hjarta hans. Tom var áður giftur fyrirsætunni Jacqueline Ray. Hann var þá stjúp- faðir sonar hennar en missti allt samband við stjúpson sinn þegar þau skildu. Hann sá mikið eftir því að hafa ekki haldið sambandinu og hef- ur nú endurnýjað sambandið við stjúpsoninn. Jillie átti engri velgengni að fagna til Toms á Hawaii og hlakkar bara í Los Angeles svo hún er flutt aftur til aö verða mamma. Tom Selleck verður faðir I desember. Hann ætti aö vera I ágætis æfingu eftir að hafa leikiö i myndinni Three Men and a Baby. Sviðsljós Loksins frjáls „Loksins er ég frjáls,“-sagði leik- konan Jenny Seagrove og andaði léttar eftir að dómstólar í London höfðu veitt henni skilnaö frá Indveij- anum Madhav Sharma. Madhav mun, eftir því sem Jenny og önnur vitni sögðu, hafa breytt lífi hennar í hreina martröð og reyndi í lengstu lög að koma í veg fyrir skiln- aöinn. Hann fór fram á það að Jenny yrði dæmd fyrir að hafa verið honum ótrú og að dóftiarinn myndi sjálfur kreflast skilnaðar en það hefði seink- að skilnaðinum um allavega þrjú ár. „Hjónaband er ekki eins og einnota pappí^svörur sem maður getur vööl- að saman og hent,“ sagöi Madhav sem varði sig sjálfur en Jenny naut aðstoðar frægs lögfræðings Jenny býr nú með hinum 52 ára gamla leikara og margmilljónamær- ingi, Michael Winner. Ekki mátti tæpara standa með skilnaöinn því Jenny er nú sokkin í mikið skuldafen eftir að hinn fyrrverandi notaði greiðslukort hennar til að taka út vörur fyrir hundruð þúsunda. Símtölin hleruð „Hann hélt mér í járngreipum. Hann sagði mér hvað ég ætti aö gera, hveiju ég ætti að klæðast og hvað ég ætti að hugsa. Hann þvingaði mig til að segja sér allt sem ég gerði. Hann hleraði jafnvel símtölin mín. Ef ég ætlaði út í garð eða út til að versla þá varö ég aö spyija hann fyrst um leyfi. Það versta var að hann átti það til að trufla mig í vinnunni og vera meö uppistand,“ sagði Jenny fyrir rétti. Michael Winner er 22 árum eldri en hin þrítuga Jenny en hún heldur því fram að hann sé fullkominn fyrir sig. Hún er líka ástfangin upp fyrir haus af milljónamæringnum sem á stórt hús í London, aö andvirði um 180 milljónir. Jenny vildi þó ekki flytja.inn til hans fyrr en skilnaður- inn væri kominn í höfn. Að undanfómu hefur hún búiö í íbúð ekki flarri Michael. Húsiö í Suf- folk, sem þau Madhav áttu saman, héfur hann haft til umráða. Hann hefur meinað Jenny aðgang að hús- inu þrátt fyrir þá staðreynd að hún ætti innbúiö. Madhav þarf nú aö borga fyrir þessa hegöan sína. Ólyginn sagöi . . . Larry Hagman hefur ekki alltaf verið ríkur og frægur. Áöur en hann varð fræg- ur fyrir hlutverk sitt í sjónvarps- myndaflokknum um Dísu í flösk- unni, þá bjó hann ásarat Maj konu sinni eins og hamingjusam- ur hippi í gömlum skólabíl. Þó að þau eigi allt til alls nú á tím- um, söknuöu Maj og Larry svo gamla bílsins að þau fóru að leita hans um allt og gáfust ekki upp fyrr en hann var fundinn. Hafa þau nú látið gera hann upp og ætla að nota hann þegar þau fara í útilegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.