Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 21 Jkappar viðhafa jafnan stór orð fyrir keppni sín í milli en sjaldgæft verður að aríkjamaðurinn Mike Tyson verji heimsmeistaratitil sinn í þungavigt á Wem- Bruno og er hann ekki talinn eiga mikla möguleika gegn Tyson sem rotað ustur og á blaðamannafundi sagði Bretinn: „Tyson verður myrtur, ekki ég.“ -SK/Símamynd/Reuter fþróttir Geysisterkt Flugleiðamót - flögur ólympíulið leika á mótinu Flugleiðamótið í handknattleik fer fram nú um helgina. Er það einróma mál manna að aldrel hafi veriö haldið eins sterkt mót á íslandi en auk íslendinga taka þátt á mótinu lið Sovétríkjanna, Tékkóslóvakíu, Sviss og Spánar auk þess sem íslendingar tefla fram B-liöi. Mótiö hefst á laugardag en þá leikur A-liö íslands gegn Tékkum í Laugardalshöll klukkan 17. Sama dag leika hin liöin saman á Akureyri og Selfossi. Leikjunum er dreift niður á sex staöi og.er það til að gefa íbúum úti á landi tækifæri til þess að fylgiast með þessum sterku handknattleiks- þjóöum. Auk Reykjavíkur verður keppt á Akureyri, Húsavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akra- nesi. Á blaðamannafundi á Hótel Loftleiðum í gær lýsti Jón Híalta- lín Magnússon, formaður HSÍ, því yfir að leikir þessir væru einnig nokkurs konar prófraun á íþróttahúsin utan Reykjavíkur því ijóst er að öll þau hús, sem leikið verður í, koma til með að verða keppnisstaðir í heims- meistarakeppninni ef íslendingar halda hana 1993. Geysisterkt mót Flugleiðamótið í ár er án efa langsterkasta handknattleiksmót sem haldið hefur verið á íslandi. Auk íslendinga leika á mótinu þrjár þjóðir sem verða með á ólympíuleikunum í Seoul í sept- ember. Sovétmenn verða sem kunnugt er með okkur í riðli þar en Spánverjar og Tékkar leika í hinum riölinum. Svisslendingar eru hins vegar ekki með á leikun- um en þeir munu leika í B-heims- meistarakeppninni í Frakklandi. Allar þjóðirnar munu að öllum líkindum koma til íslands með sína bestu menn enda er þetta lokaundirbúníngur hðanna fyrir sjálfa leikana í Seoul. Sovétmenn verða að öllum lík- indum meö sterkasta liðið - ef dæma má af frammistöðu þeirra á síðstu mánuðum. Þeir hafa unnið h vert stórmótið á eftir öðru og verða án efa illviðráðanlegir á Flugleiðamótinu. Lið Tékka og Spánveija eru einnig firnasterk og í mjög svip- uðum styrkleika og íslenska liöið. íslendingum hefur gengið illa með Spánverja en vonandi verð- ur þar breyting á að þessu sinni. Leikir íslendinga og Tékka hafa ávallt verið mjög jafnir og spenn- andi. Tveir síðustu leikir þjóð- anna hafa verið gífurlega spenn- andi. íslendingar lögðu þá tékk- nesku í fyrra með eins marks mun en þar á undan höfðu Tékk- ar unnið eins marks sigur með frægu marki markvarðarins Barda á síðustu sekúndunúm. Lið Svisslendinga er einnig sterkt þó það hafi ekki komist á ólymp- íuleikana. Svisslendingar leika kannski ekki áferðarfallegan handbolta en hann hefur reynst þeim árangursríkur í gegnum árin. íslendingar tefla að sjálfsögðu fram sínu sterkasta liði á mótinu og það verður gaman að fylgjast með liðinu glima við þessa sterku andstæðinga. Nú erum við á heimavelli og ætti það að reynast íslenska liðinu vel og vonandi að áhorfendur fjölmenni á leikina og hvetji liðið af krafti. íslenska B-liðið hefur enn ekki verið end- anlega valið en ef að líkum lætur mun það eiga á brattann að sækja gegn hinum liðunum. Liöiö verð- ur sennilega að mestu leyti skip- að leikmönnum úr U21 árs lands- liöinu og verður það endatflega valið á morgun. -RR Laudrup hrrfst af Eindhoven „Beittur sálfræði- legum þvingunum" - segir danski leikmaðurinn. Juventus gefur ekki grænt ljós Danski landshðsmaðurinn kunni, Michael Laudrup, á þessa dagana í viðræðum við forráðamenn Evrópu- meistaranna PSV Eindhoven. Eins og kunnugt er lýstu aðalráðamenn ítalska stórliðsins Juventus því yfir að ekki væri lengur þörf fyrir Laudr- up og að hann mætti hafa sig á brott frá félaginu. í staðinn ætlaði ítalska liðið að reyna að fjárfesta í einhverj- um öðrum leikmanni og var sovéski landshðsmaðurinn Zavarov efstur á óskalista Juventus. Laudrup fastur hjá Juve Eftir að Laudrup hafði staðið í við- ræðum við forseta Eindhoven gripu forráðamenn Juventus skyndilega í taumana og vilja ekki gefa Laudrup færi á að semja við hollenska liðið. Forráðmenn Juventus hafa ekki géf- ið neina skýringu á þessu en víst er að þeir myndu fá háar fjárhæðir frá PSV fyrir danska landsliðsmanninn. Sjálfur hefur danski landshösmaður- inn lýst því yfir að hann sé mjög hrifinn af liði PSV og hann hafi mik- inn áhuga á að leika með því. Þótti orðið vænt um félagið „Það virðist sem Juventus sé að reyna einhverjar sálfræðilegar þvinganir í minn garð,“ segir Laudr- up. „Ég var að sjálfsögðu ekki ánægður þegar mér var hreinlega sagt upp í síðustu viku. Ég hef mikinn metnað og eftir öll þessi ár hjá Juventus var mér farið að þykja vænt um félagiö. Mér er hreint óskiljanlegt hvernig þeir geta gert mér þetta. Það er alla vega lágmark að þeir leyfi mér að fara og reyna fyrir mér annars staðar ef Juventus þarf ekki á mér að halda.“ PSV hefur mikinn áhuga Stjórnendur Eindhoven hafa alltaf haft mikinn áhuga á Laudrup og hafa nokkrum sinnum sett sig í sam- band við hann en ítalska liðið aldrei gefið kost á þessum snjalla leikmanni fyrr en skyndilega núna. Forráða- menn hollensku meistaranna vilja hins vegar fá Laudrup yfir til Holl- ands strax í vikunni til þess að hann geti æft með liðinu. Hollendingarnir vilja sem sagt fá endanlegt svar fyrir helgi en allt strandar nú á ítalska hð- inu sem fyrir nokkrum dögum vildi losna við Danann sem fyrst. -RR DV-lið vikunnar Þorsteinn Bjarnason ÍBK (1) Sigurbjörn Jakobsson Leiftri (2) Erlingur Kristjánsson KA (4) Júlíus Tryggvason Þór (1) Jón Kristjánsson KA (1) Oiafur Þórðarson ÍA (2) Atli Einarsson Vikingi (2) Ómar Torfason Fram (1) Arnljótur Davíðsson Fram (4) Sigursteinn Gíslason ÍA (2) Sigurjón Kristjánsson Val (3) íslandsmót ölduriga: Jakobína og Þor- bjöm unnu mötið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þorbjörn Kjærbo, Golfklúbbi Suð- urnesja, og Jakobína Guðlaugsdóttir unnu örugga sigra á íslandsmóti öld- unga í golfi sem haldið var á Jaðars- velli á Akureyri um helgina. Þorbjörn lék 54 holur 142 höggum og var fjórum höggum betri en næsti maður sem var Knútur Björnsson, Golfklúbbnum Keili. Þriðji varð Al- freð Viktorsson, Golfklúbbnum Leyni, Akranesi, á 247 höggum, Þor- steinn Steingrímssón, Keili, fjórði á 248 og næstir og jafnir á 249 höggum voru Eiríkur Smith, Keili, Gísli Sig- urðsson, Keili, og Jón Árnason, Nes- klúbbnum. Með forgjöf sigraði Gísli Sigurðs- son, GK, á 139 höggum, Alfreð Vikt- orson, GL, var á 140 og Eiríkur Smith, GK, og Þorbjörn Kjærbo, GS, á 142 höggum. í kvennaflokki hafði Jakobína Guðlaugsdóttir, Golfklúbbi Vest- mannaeyja, mikla yfirburði. Hún lék 36 holur á 175 höggum. Önnur varð Steindóra Steinsdóttir, Nesklúbb- num, á 187 og Guðrún Eiríksdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, þriðja á 191 höggi. Með forgjöf sigraði Steindóra Steinsdóttir, NK, á 133 höggum, Patricia Jónsson, Golfklúbbi Akur- eyrar, var á 141 höggi og Þóra Þór- mundsdóttir, Golfklúbbi Húsavíkur, þriðja á 141 höggi. Rétt tæplega 100 kylfingar tóku þátt í mótinu en aldurstakmark er 55 ár fyrir karla og 50 ár fyrir konur og fór mótið mjög vel fram. Nú stendur fyrir dyrum að velja tvær sveitir karla til að keppa á móti erlendis. Þorbjörn Kjærbo, sem velur sveitina sem keppir án forgjafar, mun varla geta annað en valið sjálfan sig eftir frammistöðuna, en Lands- samband eldri kylfinga velur sveit- ina sem mun keppa með forgjöf. KSfékkskil- orðsbundinn dóm - fær að leika á heimavelli gegn UBK Guðmundur Davíðeson, DV. Siglufirði' Siglfirðmgar fengu góða afmæl- isgjöf fyrir vígsluleikinn á hinum nýja grasvelli sínum í gær. Fyrir leikinn tilkynnti Ellert B. Schram/ formaður KSÍ, að heimaleikur liös- ins gegn Breiðabliki yrði ekki dærndm- af liðinu eins og gera átti eftir að kæra haíði borist KSÍ um ólæti á leik gegn FH fyrir hálfum mánuöi. Dómstóll aganeftidar ákvað að veita Siglfirðingum skilorðisbund- inn dóm í málinu og þurfa þeir því ekki að 'taka út refsingu sína sem lá í að liðiö átti aö leika næsta hei- maleik í 100 km flarlægð frá Siglu- firöi. Siglfirðingar fógnuðu í gær af- mæh bæjarins og léku gegn ís- landsmeisturum Vals í tilefiú af því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.