Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Síða 3
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. 3 Fréttir Fiskvinnslan: Vaxtagreiðslur um 8 prósent af tekjum Samkvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar greiddu fiskvinnslufyrir- tæki rúm 9 prósent af heildartekjum sínum í vexti á síðasta ári. Frystingin greiddi um 10 prósent í vexti en sölt- unin um 7 prósent. Þetta er ívið meiri vaxtakostnaður en í flestum öðrum atvinnugreinum. Til frádráttar þessum vaxtagreiðsl- um fyrirtækjanna koma vaxtatekjur þeirra. Hreinn vaxtakostnaður í fisk- vinnslunni var því um 8 prósent í fyrra; 8,8 prósent hjá frystingunni og 5,8 prósent í söltun. Samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofn- unar má búast við því að sjálfur rekstur fiskvinnslunar skili um 2.350 milljónum á ársgrundvelli miðað við núverandi rekstrarskilyröi. Það eru um 8,1 prósent af tekjum eða ívið meira en vaxtabyrði fyrirtækjanna var í fyrra. Ef vextir haldast svipaðir og þeir voru í fyrra má því búast við að fiskvinnslufyrirtækin standi und- ir þeim miðað við núverandi aðstæð- ur. Eins og fram kom í DV er staða fyrirtækja í fiskvinnslu afar misjöfn. Ef meðaltalshúsið er á núlhnu eru jafnframt til hús sem hafa dágóðan hagnaö og önnur sem eru í botnlausu tapi. I ársreikningum fyrirtækja koma vaxtagreiöslur til frádráttar þeim bókfærðu tekjum sem fyrirtækin fá vegna þess að birgðir þeirra og eign- ir hækka í verði. Þegar tekið hefur verið tillit til þessa lækkar vaxta- byrði fiskvinnslunar úr 8 prósentum í 2,75 prósent miðað við árið í fyrra. Þetta hlutfall er ef til vill hinn raun- verulegi fjármagnskostnaður. í fyrra skilaði rekstur fiskvinnsl- unar svipuðu hlutfalli af heildartekj- um greinarinnar og vaxtagreiðslur námu. Þá skiluðu fyrirtækin hins vegar um 3,2 prósent bókfærðúm hagnaði þegar tekið hafði verið tillit til tekna vegna verðhækkunar á eignum og birgðum. -gse Selur eignir til að geta greitt skuldir Stjórn Kaupfélags Önfirðinga á Flat- eyri hefur gripið til þess ráðs að stofna hlutafélag um fiskverkunar- hús kaupfélagsins á staðnum. Er þetta gert til að hægt sé að greiða brýnustu skuldir kaupfélagsins. Hef- ur Einar Harðarson kaupfélagsstjóri sent þeim aðilum sem kaupfélagið skuldar bréf þar sem þeim er boðið að gerast hluthafar í Sjávarútvegs- deild kaupfélagsins. Er fyrirhugað að þetta nýja fyrirtæki taki yfir veru- legan hluta skulda kaupfélagsins. „Að öðrum kosti liggur beint við að óskað verði eftir greiðslustöðvun eða nauðungarsamningum sem leitt geta til gjaldþrots," segir í bréfi kaup- félagsstjóra. Ennfremur segir: „Veð- skuldir kaupfélagsins eru það miklar að út úr gjaldþroti fengist vart mikið upp í almennar kröfur. Viljum vér fara þess á leit við yður að þér breyt- ið skuldum vorum við yður í hluta- bréf í hinu nýja fyrirtæki...“ Einar Harðarson sagði í viðtali við DV að lausafjárstaðan væri óneitan- lega slæm eins og fram kæmi í bréf- inu. Margar ástæður lægju til þess, m.a. minnkandi velta fyrirtækisins á undanfórnum árum. Nú virtist hins vegar bjartari tíð fram undan. Veltan væri farin að aukast aftur og eins væri unnið að ýmsum breytingum kaupfélaginu til hagsbóta. Þá mætti nefna úreldingu á sláturhúsinu sem skilaöi af sér fjármunum. „Staða kaupfélagsins er þannig að eignir eru töluvert umfram skuldir í bókfærðu verði,“ sagði Einar. „Kaupfélagið stefnir því ekki í gjald- þrot í bráð. En það er búið að ganga á lausaféð þannig að ekki er til fyrir skuldum. Þessu erum við að kippa í lag núna og það er ekkj einu sinni víst að þaö þurfi að selja eignir til að laga lausafjárstöðuna." -JSS SOL + INNKAUP Örstuttar haustferðir fyrir þá sem gleymdu að fara í sumarfrí og eiga eftir að gera jólainnkaupin. BRO ir [FAR 23. OKTOBER 6 DA6A 28. OKTÓBER 8 DAGA 4. NÓVEMBER 8 DAGA Á þessum tíma er ágætisveður á Mallorca, hitastig yfir 20 gráður. Óvíða er betra að gera innkaup en í Palma. Þar fæst tískuvarningur á góður verði. ÞETTA ER TILVALIÐ FYRIR SAUMAKLÚBBA OG AÐRA HÓPA. VERÐ FRÁ KR. á (6 DAGAR A MANN TVEIR í STÚDÍÓI). Oadgo Dodge Aries Við rýmum fyrir 1989 árgerðinni af Dodge Aries og seljum síðustu bílana af '88 árgerðinni á fádæma góðum kjörum. Við bjóðum 100.000 króna afslátt og allt niður í 25% útborgun og eftirstöðvar til 18 mánaða á óverðtryggðu láni. Dodge Aries, 2 dyra, á kr. 741.300,- Dodge Aries, 4 dyra, á kr. 790.300,- Dodge Aries station á kr. 841.900,- Innifalið í verði m.a.: sjálfskipting - aflstýri - afl- hemlar - 4 cyl. 2.2 I vél með beinni innspýtingu, 101 ha - framhjóladrif, litað gler, stereo AM/FM útvarp með stöðvaminni og 4 hátölurum. Dodge Aries stati- on hefur auk þess styrkta fjöðrun (heavy duty). JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2, SÍMI 42600 OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA OG 13-17 LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.