Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. Utlönd Eyðm - engin lækning fundin enn Nú, þegar liðinn er næstum ara- tugur í návígi við eyðniveiruna, hafa sjúklingar í Bandaríkjunum, sem þjást af eyðni, litlu meiri von en í upphafi um að fá lyf sem vonir gefur um árangur. Margir eyðnisjúkhngar eru til- búnir að prófa ný lyf, jafnvel lyf sem hafa ekki verið prófuð til hhtar og samþykkt af lyfjaeftirliti Banda- ríkjanna. Sjúkhngar eru sérlega reiðubúnir til að prófa lyf sem not- uð hafa verið með einhveijum ár- angri í öðrum löndum. Tími eyðnisjúklinga er naumur Sjúkhngar, sem líkur eru á að deyi áður en bandaríska lyfjaeftir- htið hefur gert rannsóknir á lyfum og samþykkt þau, reyna nú mjög að þrýsta á opinberar stofnanir um að stytta það ferh sem lyf þarf að fara í gegnum áður en það hlýtur samþykki en undir eðliiegum kringumstæðum hða átta til tíu ár frá því að nýtt lyf er uppgötvað og þar til þaö er sett í hihur lyfjaversl- ana. „Þegar átt er í höggi við smitandi faraldur, sem frnnst út um ahan heim, þarf að gera tilslakanir á stöðlum," segir Martin Delaney, sem er framkvæmdastjóri hjá fé- lagi í San Fransisco sem einbeitir sér að því að láta eyönisjúklinga vita um nýjustu möguleika á sviði meðferðar. „Breytingar á stefnu stjómvalda (í sambandi við eyðni) hafa mistek- ist hrapallega," segir hann. „Þeir hafa hraðað pappírsvinnunni en það er eins og dropi í hafið.“ Þann 11. október næstkomandi er búist við að nokkur þúsund mótmælendur safnist saman í Was- hington th að mótmæla stefnu lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (Food and Drug Administration). Takmarkið er að „ná stjórn yfir lytjaeftirlitinu með friðsamlegum mótmælaaðgerðum og borgara- legri óhlýðni til að leggja áherslu á vonbrigði fólks með hve tafist hef- ur að setja tilraunalyf á markaðinn fyrir eyðnisjúkhnga," segir skipu- leggjandi mótmælanna, Urvashi Vaid. Eitt frægasta fórnarlamb eyönisjúkdómsins er án efa Rock Hudson. AIDS. PREVENTION IS THE ÖNLY CURE WE VE GOT Eina lækningin sem viö höfum gegn eyðnivirusnum, enn sem komið er, er aö forðast að fá hann yfirleitt. Stjórnvöld bjartsýn Talsmenn stjórnvalda segjast hins vegar fagna þeim árangri sem náðst hefur, bæði læknisfræðilega og hvað varðar stefnumörkun. „Aldrei áöur hefur verið ráðist gegn neinum sjúkdómi af jafn- mikilh hörku af okkar hálfu og ahra annarra viðkomandi,“ segir Dr. Frank Yong, yfirmaður lyfjaeft- irhtsins. Þrátt fyrir að eftirhtið hafi ekki fengist th að breyta reglum sínum um þrautkönnun lyfja áður en veitt sé samþykki fyrir þeim hefur af- staða þeirra mhdast í nokkrum eyðnithfellum. Stofnunin hefur lofað að stytta tímann sem þaö tekur að sam- þykkja nýtt lyf gegn eyðni úr tveimur árum í sex mánuði. í ágúst síðastliðnum samþykkti stofnunin að nota mætti í thrauna- skyni lyfið Trimetrexate, sem hef- ur lofað góðu í baráttunni gegn lungnabólguvírus, sem er algeng dauðaorsök eyðnisjúkhnga. Áður en þetta var ákveðið gátu um eitt hundraö sjúklingar, sem ekki þoldu önnur lyf gegn lungna- bólgunni, notað lyfið í sérstakri th- raunameðferð undir eftirhti lyfja- eftirhtsins. Eftir að reglurnar voru rýmkaðar hefur um eitthundrað manns í viðbót verið gefinn kostur á lyfinu. Ekki nóg gert? Delaney segir að þessi rýmkun sé smávægheg ef skoðað sé hve far- aldurinn er útbreiddur og að trime- trexate sé eina lyfiö sem lyfjaeftir- htiö hefur samþykkt á thraunastig en það var gert í júní í fyrra. „Tilraunaáætlun lyfjaeftirlitsins átti að vera homsteinn breyttrar stjómarstefnu," segir hann, „en hún hefur mistekist iha.“ Bandarísk heilsuverndaryfirvöld áætla að á mhh ein og ein og hálf mihjón manna hafi nú mótefni gegn eyðnivírusnum. Aðeins eitt lyf, andvíraslyfið AZT, hefur fengið fuht samþykki lyfjaeftirlitsins til meöferðar gegn eyðni. Þrátt fyrir að AZT (azidothymid- ine) lengi lífslíkur sumra eyðni- sjúkhnga læknar það ekki eyðni. Meðferð með AZT kostar um hálfa mihjón íslenskra króna á hvem sjúkhng á hverju ári. AZT hlaut viðurkenningu lyfja- eftirhts Bandaríkjanna á síðasta ári eftir aðeins tuttugu og tveggja mánaða rannsókn og er það met hjá þeirri stofnun. Judee Schuler, talsmaður sam- taka lyfjaframleiðenda í Bandaríkj- unum, sem í em meira en eitt- hundrað stærstu lyfjaframleiðend- ur í Bandaríkjunum, segir að nú séu áttatíu og sex eyðnhyf í þróun og er það aukning um þrjátíu og sex lyf frá því fyrir ári. Ótti viö málshöfðun tefur Schuler segir hins vegar að sú aðferð, sem nú er notuð viö þróun á þessum lyfjum, það er að þróa þau hvert í sínu lagi, sé ófuhnægj- andi þegar thlit sé tekið th þess mikla fjölda fólks sem þjáist af eyðni. Það tekur tíma fyrir fyrirtækin að undirbúa sig, hefja framleiðslu, dreifa og auglýsa upp nýtt lyf og það gera þau ekki fyrr en fuht leyfi hefur fengist frá lyfiaeftirhtinu. Fyrirtæki em einnig hikandi við aö sækja um rétt th að taka þátt í thraunaáætlun lyfiaeftirhtsins vegna þess að þau óttast skaðabóta- kröfur ef lyfin hafa einhver auka- áhrif sem finna hefði mátt með frekari rannsóknum. Dr. Young hjá lyfiaefdrhtinu seg- ir að einungis þijú fyrirtæki hafi sótt um þátttöku í tilraunaáætlun stofnunarinnar en að búist sé viö að umsóknum fiölgi mjög á næstu fiórum ámm. Hann bendir á að stofnunin hafi aðeins gefið grænt ljós á sjö andvímslyf á þijátíu ára sögu sinni og þar af þijú á síðustu fiórum árum. „Við erum að fást við ipjög kraft- mikh tilraunalyf sem verða að fara í gegnum vísindalegar rannsókn- ir,“ segir Marshah Mohoy, tals- maður fyrir fyrirtækið Wamer Lambert, sem framleiðir trimetrex- ate. „Við finnum góð viðbrögö hjá lyfiaeftirhtinu og það er greinhegt að þar er borin umhyggja fyrir þessu máh og menn em allir af vhja gerðir th að hraöa þessum málum.“ Reuter Þeir sem sýkjast af eyðni eru dæmdir til að falla fyrr en ella fyrir mann- inum meö Ijáinn því að enn virðast vera nokkur ár að minnsta kosti þar til lækning getur fundist. A.f' „ ,,, ___ .. WiJtt,: . .— ui —■ - : __ |___i_____|__Vt -• / ■ , ■ ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.