Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Page 15
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. 15 Hnignun Sjálfstæðisflokksins Asmundur Einarsson skrifaöi nýlega grein í DV þar sem hann leiddi rök að því að fylgi Sjálfstæð- isflokksins mundi halda áfram að minnka á næstu árum. Daginn eft- ir, 27. sept., birtist grein eftir Örn Jónsson sem fjallaði um hversu takmarkaðar auðlindir landsins væru orðnar. Vil ég hér á eftir tengja þá hugmynd um takmarkað- ar auöhndir við hnignun Sjálfstæð- isflokksins. Ásmundur álítur aö kreppa Sjálf- stæðisflokksins haíi byijað upp úr 1963 þegar viðreisn efnahagslífsins lauk. Upp úr 1970 hafi flokkurinn síðgn í raun orðið að velja milli aukinnar vinstri stefnu eða hægri stefnu; milli þess aö reyna að koma í auknum mæli til móts við velferð- arþjóðfélagið og verða í auknum mæli flokkur allra stétta, eða þá að höfða í auknum mæli til at- vinnurekenda og þeirra fylgis- manna. Samkvæmt Ásmundi valdi flokkurinn síðari kostinn og leift- ursóknin og frjálshyggjan urðu hugmyndafræöi hans. Þó álítur Ásmundur að þessi leið hafi mis- tekist af því hún höfðaði til þrengri kjósendahóps en áður. Er þetta frjálsleg túlkun mín á máli Ás- mundar. Kjallariim Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur Blómaskeið burgeisa Trúlega er of snemmt að segja fyrir um hnignun Sjálfstæðis- flokksins en ef sú yrði raunin, væri hægt að hugsa sér ýmsar ástæður í sögulegu samhengi: Hvenær myndi maður búast við að fylgi flokks atvinnurekenda yrði sem mest? Væntanlega þegar sjálf- stæöur atvinnurekstur væri það afl sem almenningi fyndist hann vera sem virkastur þátttakandi í. Svo þetta sé heimfært á íslands- söguna í stórum dráttum má segja að fram að 19. öld, þegar aðalat- vinnurekendurnir voru smáir sjálfseignarbændur, hafi ekki verið grundvöllur fyrir auðvaldsflokki því ekki var nógur auður til sam- eiginlegra stórframkvæmda. Á19. öld fara að myndast sjávar- þorp og stórútgerðarmenn að verða til. Þeir höfðu fjármagn og hafa því virst mörgum vera líklegasta aflið til framfara í atvinnulífmu. Auk þess hafði margt fólk beina atvinnu hjá þeim. Á fyrri hluta 20. aldar fór fiskiðn- aður síðan vaxandi og verslun einnig. Einkaframtakið virtist einna líklegasta leiöin fyrir af- burðamenn til að skapa sér trygga afkomu. Fyrir þá sem ekki voru sjálfir framkvæmdamenn hefur virst hvað vænlegast fyrir bætta afkomu þeirra að styðjast við einkaframtakið í kosningum. Ríkisforsjá vinnur á Nú er svo komið að vaxandi hluti þjóðarinnar vinnur hjá ríkinu, sem sérhæfir sig mest í þjónustu, og í atvinnurekstri sem skilar litlum hagnaði. Kjósendur eru því í minnkandi mæli í virkum tengsl- um við einkaframtakið. Stærsti geiri einkaframtaksins, fiskiðnað- urinn, missir æ meir hugsjóna- ljómann í augum hins almenna þátttakanda í því einkaframtaki, þ.e. fiskvinnslufólksins, því annars vegar fækkar störfum vegna tækniframfara og hins vegar hætta launin og vinnuskilyrðin að bjóða upp á samkeppnishæfa lífsafkomu. Svipað gerist hjá bændum. Vaxtarbroddurinn er í verslun og ferðamannaþjónustu sem hvort tveggja snýst fyrst og fremst um tilfærslu á verömætum frekar en verðmætasköpun. Einnig um mun- aöarvörur fremur en nauðsynjar. Slíkt hlýtur því að beina huga starfsmanna þeirra greina að fé- lagshyggju frekar en einstaklings- hyggju. Örn Jónsson nefnir dæmi um auölindir sem virðast nær fullnýtt- ar: Fiskurinn, beitilandið, hvalirn- ir, veiðiárnar, smáiðnaöur með út- flutning í huga, stóriðja, orka fall- vatna, ferðamannaþjónusta. En þessar greinar hljóta einnig að vera undirstaöa einkaframtaksins öðr- um fremur og því benda þær ekki til að einkaframtakið, og þar með Sjálfstæðisflokkurinn, muni auka skerf sinn í þjóðarvitundinni á næstunni. Tryggvi V. Líndal „Nú er svo komið að vaxandi hluti þjóðarinnar vinnur hjá ríkinu, sem sérhæfir sig mest í þjónustu, og í at- vinnurekstri sem skilar litlum hagn- aði.“ Til heilla fyrir land og þjóð Ekki dreg ég í efa að þorri lands- manna hefir fyrir löngu fengið sig fuflsaddan á pólitískri umræðu og skrifum sem þar að lúta. Mönnum kann því að þykja að borið sé í bakkafullan lækinn þegar ég nú hyggst bæta hér enn einni pófl- tískri grein við allt það sem á und- an er gengið. En það sem fyrir mér vakir er fyrst og fremst að vekja athygli fólks á þeirri staðreynd að þegar grannt er skoðað pólitískt moldviðri síðustu vikna er augljóst að aðeins einn flokkur stendur upp úr hinu iflvíga pólitíska hreti og á ég þar við Borgaraflokkinn. Þáttur fjölmiðla Trúlega eru landsmönnum öflum enn í fersku minni orsakir þess að Borgaraflokkurinn varð tU og ástæðulaust að rifia það upp. En mig fýsir m.a. að drepa UtiUega á þátt fiölmiðla og þá sérstaklega sjónvarpsstöðvanna sem hafa aUt frá stofnun flokksins og hins eftir- minnilega kosningasigurs hans sniðgengið fréttaflutning af Borg- araflokknum sem þrátt fyrir mjög skamman tíma tU undirbúnings í framboðum um allar byggðir landsins vann án nokkurs vafa stærsta og eftirminnflegasta kosn- ingasigur síðari ára með því aö fá sjö menn kjörna tU Alþingis. Fjöl- miðlar hér heima gerðu ekki mikið úr þessu fágæta afreki Borgara- flokksins en lögðu því meira kapp á að hefia upp tíl skýjanna kosn- ingasigur stefnulausra samtaka Kjallariim Þorvaldur Sigurðsson skrifstofumaður kvenna sem valið hafa þann furðu- lega kost í öUum sínum málflutn- ingi aö lofa öUum betri launum og efla mjög sitthvað það sem aö heim- Uum og börnum lýtur. Allt er þetta góðra gjalda vert en kostar þjóðina gífurlega fiármuni. TUlögur um leiðir til þess að kosta allar þessar kvennaUsta-umbætur hef ég enn ekki heyrt koma frá viskubörkum þessara annars ágætu kvenna. Hinir ötulu og dugmiklu þing- menn Borgaraflokksins hafa hins vegar ekki legið á Uði sínu í flutn- ingi á raunhæfum tfllögum á Al- þingi þar sem að sjálfsögðu hefur af stakri gaumgæfni verið kannað hvernig afla mætti fiár til að standa undir þeim framkvæmdum sem flokkurinn hefir beitt sér fyrir, í stuttri blaðagrein er ekki unnt að telja upp hinn langa Usta þingmála sem Borgaraflokkurinn hefir beitt sér fyrir, en víst er að þau eru fleiri og merkari en fólk kann að gruna og því væri verðugt verkefni fyrir sjónvarpsstöðvamar, sem alla tíð hafa látið undir höfuð leggjast að greina frá þingmálum Borgara- flokksins, að bæta nú ráð sitt og fialla af sanngirni og hlutleysi um þau merku mál sem flokkurinn hefir og mun berjast fyrir, innan þings og utan, fyrst og fremst til heUla og hagsbóta fyrir langhijáða launþega þessa gjöfula lands. Staða Borgaraflokksins nú ÖUum þegnum þessa lands er nú ljós sú staðreynd að nú hefur sest hér að völdum ríkisstjórn Fram- sóknar, krata og Alþýðubandalags. Borgaraflokkurinn tók af heiUnd- um þátt í stjórnarmyndunarvið- ræðum og setti þar á oddinn ýmis þau mál sem flokkurinn er einhuga um að verða mundu til ómældra bóta fyrir þjóðina alla og þá ekki hvað síst fyrir þá allt of mörgu þegna þessa lands sem Ulu heUU verða að sætta sig við laun sem tæpast duga tfl brýnustu þarfa og hindra fiölda fólks í því að geta lif- að sönnu menningarlífi í okkar rómaða velferðar- og menningar- þjóðfélagi. FuUtrúar Borgaraflokksins tóku þátt í stjórnarmyndunarviðræðum undir handleiðslu og verkstjórn eins af virtustu stjómmálamönn- um þessa lands, Alberts Guð- mundssonar, og gerðu að skilyrði að niður yrði felldur hinn Ulræmdi matarskattur svo og að lánskjara- vísitalan yrði numin úr gUdi. Vissulega gerðu menn sér grein fyrir að þama yrði að koma tíl ein- hvers konar málamiðlun og að þessum markmiðum yrði tæpast náð í einum áfanga. Borgaraflokkurinn vann aUar sínar tiUögur í nánu samstarfi við hinn almenna flokksmann með þeim hætti að opnir fundir voru haldnir tvisvar í viku hverri og oftar ef þurfa þótti. Slíkir fundir hafa verið haldnir reglulega og mun það ekki tíðkast í herbúðum annarra flokka þar sem fámennir valdahópar ráöa ferðinni. Þessir fundir hafa í allt sumar verið afar vel sóttir og vakið gleði og hrifn- ingu flokksmanna sem þarna hefir gefist tækifæri til þess að skiptast á skoðunum við þingmenn og aðra trúnaðarmenn flokksins. Á þessa fundi hefir komið mikiU fiöldi fólks sem ekki var í flokknum og hefir nú stór hópur þess gerst meðUmir. Eins og fyrr er getið höfum við nú fengið yfir okkur vinstri stjórn því þátttöku Borgaraflokksins var með öUu hafnað af Alþýðubanda- laginu, þeim flokki sem ásamt kröt- um viU kenna sig við verkafólk og aðra launþega, en þessir flokkar hafa nú lagst á eitt með því að svipta launþega þeim mannréttind- um sem felast í fijálsum samnings- rétti, ásamt því að hafa með bless- un Framsóknar ákveðið að stór- auka álögur á vinnandi fólk. Trú mín og von er sú að þetta vinstri samkruU verði ekki langlíft og nái ekki að vinna þjóðinni skaða sem seint yrði bættur. VU ég að lokum hvetja launþega og aðra sem vflja þróttmikið Uf í anda hins frjálsborna einstakUngs til að kynna sér frábæra stefnuskrá Borgaraflokksins og sækja fundi hans og kynnast þannig stefnu „mfldi og mannúðar“ sem hvorki er tfl hægri né vinstri en er fyrst og fremst sniðin að þörfum og að- stæðum okkar gagnmerku þjóðar. Þorvaldur Sigurðsson „Fjölmiðlar hér heima gerðu ekki mik- ið úr þessu fágæta afreki Borgara- flokksins en lögðu því meira kapp á að heíja upp til skýjanna kosningasigur stefnulausra samtaka kvenna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.