Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Qupperneq 16
16
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988.
Spumingin
Hafa íslenskir fjölmiðlar
verið of neikvæðir í garð
íslensku ólympíufaranna?
Garðar Siggeirsson. Já. íslenskur
fréttaflutningur er yflrleitt neikvæð-
ur.
Haraldur Benediktsson: Nei. Frétta-
flutningur hefur verið sanngjarn.
Helga Aðalgeirsdóttir: Nei, það held
ég ekki. Annars hef ég ósköp lítið
fylgst með þessu.
Gylfi Magnússon: Nei, þó hefur þaö
verið misjafnt eftir fjölmiðlum en
þaö má fjaila um þetta eins og annað.
Sigríður Baldursdóttir: Nei, þaö
flnnst mér ekki. Geröu ekki allir eins
og þeir gátu.
SigurðurSigurliðason. Já, mér finnst
þaö. En landsliðið stóð sig heldur
ekki vel.
Lesendur
Eiga Flugleiðir biðsalinn?
Úr hinum umdeilda biðsal í Leifsstöð. - Eiga Flugleiðir eitt félaga að sitja að aðstöðunni?
Jón Björnsson hringdi:
í frétt DV sl. laugardag kemur
fram aö Flugleiðir hf. meini Arnar-
flugsfarþegttm, þeim sem kaupa
farseðla á dýrara farrými félagsins,
að nýta biðsal þann sem til staðar
er í nýju flugstööinni á Keflavíkur-
flugvelli. í fréttinni kemur fram að
í samningi flugmálayfirvalda við
Flugleiðir hf. sé sérstaklega áréttaö
að Flugleiðir skuli heimila öðrum
flugfélögum, innlendum jafnt og
erlendum, sem veita sambærilega
þjónustu og hér um ræðir, aðgang
aö þessum biðsal.
Með neitun Flugleiða kemur
fram hjá fulltrúa fyritækisins mjög
svo einkennileg röskemdafærsla.
Einkennilegust eru þau rök að „er-
lendu félögin sem hingað fljúga,
SAS og Lufthansa, neiti farþegum
erlendra flugfélaga, þar á meðal
Flugleiða, um aðgang að eigin biö-
sölum í heimalöndum sínum“! Eru
þá Flugleiðir að hefna sín á Arnar-
flugsfarþegum vegna ófamaðar í
erlendum flughöfnum?
Önnur rök framkvæmdastjórans
hjá Flugleiðum eru harla fánýt, t.d.
þau að félagið hafi við „upphaf
teikninga flugstöðvarinnar", eins
og það er orðað, óskað eftir að fá
þessa aðstöðu til að bæta þjónustu
við farþega sína en ekki til að bæta
þjónustu annarra flugfélaga! Það
segir sig nú auðvitað sjálft, en það
réttlætir ekki að útiloka önnur
flugfélög frá eina biðsalnum í flug-
stöðinni sem er fyrir þessa þjón-
ustu. Ekki nema Flugleiðir hf. eigi
salinn og hafi kostað sérstaklega
til innréttinga og búnaðar.
Þær skýringar Flugleiðafulltrú-
ans að nú hafi leigusamingsdrögin
verið send til flugvallarstjóra með
beiðni um að þeim verði breytt
þannig að félagið sitji eitt að bið-
salnum eru, svo vægt sé til orða
tekið, hrokafullar og hljóta að vera
óaðgengilegar með öllu. - Og nú
stendur málið þannig, eins og haft
er eftir markaðsfulltrúa Flugleiða:
„Við höfum þessa stofu og rekum
hana fyrir okkur og ætlunrað gera.
Það var ásetningur okkar frá byij-
un.“ Já, miklir menn erum við,
Hrólfur minn.
Hvað verður um gróðann?
Reykvíkingur skrifar:
Hvað verður um verslunargróða
KRON og Sambands ísl. samvinnufé-
laga? Maður opnar varla svo blað
vinstn pressunnar að ekki sé sífellt
verið að tíunda sögur um hinn mikla
verslunargróða í Reykjavík! - En svo
kemur frétt í sjónvarpinu eins og
þruma úr heiðskíru lofti um alvar-
legan taprekstur KRON og Sam-
bandsins, og það um margra ára
skeið. Og þó hefur vöruverð hjá þess-
um aðilum jafnan verið í hærri kant-
inum. Hvað hefur þá orðið um versl-
unargróðann hjá þessu félagshyggju-
liði sem svo nefnir sig?
Hvemig hafa þessar verslanir get-
að gengið árum saman með sífelldu
tapi en samt stöðugt verið aö þenjast
út? Er þetta ekki verðugt rannsókn-
arefni? Þetta eru kannski verslanir
sem settar eru á laggimar einungis
fyrir forstjóra fyrirtækjanna - og þá
af forstjórahyggju en ekki félags-
hyggju! Eða hvaða bankar lána þess-
um fyrirtækjum endalaust af sparifé
okkar? - Er þessi frétt sjónvarpsins
ekki einmitt skýringin á því m.a.
hvers vegna bankamir hafa ámm
saman hlunnfarið spariíjáreigendur
og spanaö upp veröbólgu og vaxtaok-
úr sem fólk kiknar undan?
í nágrannalöndum okkar em
bankastjórar látnir íjúka og mega
þakka fyrir að lenda ekki í fangelsi
ef þeir lána fé til gjaldþrota fyrir-
tækja. En hér á landi er það nefnt
hinu misnotaða orði „félagshyggja".
Það er ekki ónýtt fyrir KRON að
hafa nýja fjármálaráðherrann ráöa-
mann yfir hinum nýja „skussasjóði"
innan sinna vébanda. - Hann mun
síöar geta upplýst okkur um hvað
varð af verslunargróða þeirra.
„Sifellt tap en stöðug útþensla," segir bréfritari m.a. um verslanir KRON
og Sambandsins.
Ostjóm á póstburði
Dóra Jónsdóttir hringdi:
Fyrir stuttu kvaddi maöur dyra hjá
mér. Hann var með bréf í hendi og
spurði hvort það ætti heima hér.
Bréflð var sennilega eitt þeirra sem
borin em út sérstaklega (ábyrgð eða
„express“ eða hvemig þau em flokk-
uö) og þakið mörgum frímerkjum.
Samkvæmt heimilisfangi var mað-
urinn á réttum stað en skráður viö-
takandi á umslaginu fannst ekki í
húsinu og hafði ekki verið þar, a.m.k.
ekki sl. 12 ár. Ég gat því engar upplýs-
ingar gefiö og viö svo búið hvarf
maðurinn á braut.
Daginn eftir kemur svo bréfberinn
okkar meö póstinn. Og viti menn -
þama var bréfiö komið aftur! Hvem-
ig skyldi nú standa á svona vinnu-
brögðum hjá Pósti og síma? Segir
ekki heilbrigð skynsemi aö maöur-
inn, sem kom með bréflö upphaflega,
hefði átt aö geta þess utan á bréfinu
áöur en hann skilaði því af sér aö
viðkomandi mann væri ekki að finna
í þessu húsi? - Eöa tóku viökomandi
aöilar ekki mark á þeim athuga-
semdum hans og sendu bréfið því
aftur í umferö? Spyr sá sem ekki veit.
Lögregian völd að
umferðaróhöppum
Sjónarvottur skrifar:
Mig hefur stundum furðað á
vinnubrögðum lögreglunnar þeg-
ar hún er á árekstrarstað. Hún
virðist ekki leggja mikla áherslu
á að færa bílana svo aö þeir teppi
sem minnst umferðina.
I morgun (28. sept.) varö árekst-
ur á Njaröargötu. - Annar bíl-
anna tveggja stóð út í hina ak-
reinina. Bílar komu að og reyndu
að komast fram hjá með þvi að
aka upp á eyjuna. Það tókst þó
ekki betur til en svo, að einn bfll-
inn skrapaði endilanga hlið
árekstrarbílsins.
Enginn var úti að mæla en lög-
reglan sat inni í sinum bíl og var
að skrifa. - Ég hefði haldiö að
þarna heföi þurft að færa bílana
fýrst og skriía svo. Sennilega tug-
þúsunda króna tjón í seinni
árekstrinum.
Framtið Borgara-
flokksins
Magnús Hafsteinsson skrifar:
Framtíö Borgaraflokksins, eins
og annarra lýðræðisflokka, bygg-
ist á fijálsri hugsun, tjáningar-
frelsi og því að standa og falla
með sannfæringu sinni um fram-
tíð lands og þjóðar.
Til þess að svo geti oröið, verö-
um viö, stuðningsmenn Borgara-
flokksins, að tileinka okkur allar
hugmyndir, hvaðan sem þær
koma, ef þær miða að því að ein-
staklingurinn fái aö nióta sín á
hvaða.sviði sem er, til orðs og
æðis - innan laga og réttar.
Við erum svo heppin að eiga
sterkan og heiðarlegan foringja,
Albert Guðmundsson sem, eins
og flestir vita, áttí aö' útiloka frá
pólitískum afskiptum af öfund og
vegna vinsælda hans í Sjálfstæö-
isflokknum.
Enginn okkar er fullkominn, en
það lengsta sem maöurinn getur
komÍ8t er að vera einstaklingur,
en ekki hópsál. Við munum heyja
harða baráttu gegn skrímsli
kommúnismans. Eg undanskil þó
ekki suma sjálfstæðismenn um
að þjóna þeirri ófreskju, því mið-
ur. - Óttumst ekki, grátum ekki,
því aö lokum munum viö verða
dæmd af verkum okkar sjálfra,
en ekki verkum annarra.