Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Síða 17
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. Lesendur 17 DV Verðhrun á olíu erlendis Sigurður Sígurðsson skrifar: Furöu vekja áhrif Alþýðu- bandalagsmanna við myndun núverandi ríkisstjórnar. Þeir fengu fjármálaráöuneytið í sinn hlut, en það kallar ÓMur Ragnar „stjórastöð ríkiskerfisins", og mun þó Jón Baldvin ekki hafa verið fús að láta það af hendi þótt hann fengi utanrikisráðu- neytið í staöinn. Ég vi) raunar taka fram að sum- ar þeirra breytinga, sem Jón Baldvin kom á, era til verulegra bóta dg munu síðar koma betur í Ijós. Þá gerðu Alþýðubandalags- menn það að skilyrði að einn stjómmálaflokkurinn yrði ekki með í stjórainni. En ef svo skyldi samt tara þá yrði einn þing- maima hans ekki ráðherra! - Þessum skilyrðum virðist Stein- grímur Hermannsson hafa orðið að kyngja, þegjandi og hljóða- laust. Slikur var ákafi hans í að verða forsætisráðherra. - Sem sé: Ekkert kaífi, bara hátta! Bjarni P. hringdi: Olíuverð hefur verið að lækka und1 anfarið á alþjóðamarkaði og er nú komið niður í 11.50 dollara fatið. Ég veit til þess að verð á bensíni hefur nú þegar lækkað á Norðurlöndunum um nokkra aura og von er á enn meiri lækkun þar. Hér á íslandi er allt við það sama, engin lækkun sjáanleg og ekki reikn- að með neinni lækkun í bráð, að því er manni skilst á talsmönnum olíufé- laganna. „Lækkun á olíu erlendis getur aldrei skilað sér hingað um leið því að olíufélögin veröa að eiga birgðir til lengri tíma,“ segir einn talsmaðurinn. Hækkanir erlendis skila sér þó svo að segja samstundis. Og það er alveg með eindæmum hvernig íslensk olíu- félög túlka sinn málstað. í Morgun- blaðinu í dag er t.d. viðtal við einn talsmann Olíufélagins hf. og segir hann þar: „Þessi lækkun getur þó ekki skilað sér strax og ég vil benda á að olíuverðiö fór ekki aö lækka fyrr en nú í september!" - Og þá spyr ég: Hvers vegna segir maðurinn „nú í september"? Það vita allir að það er kominn október! - Eða skyldi Mbl. hafa rætt við manninn í síðasta mánuöi? Ég veit sannarlega ekki hvað veld- ur því að hér á landi er eins og ekk- ert falli að tímans rás. Allir, einstakl- ingar og ríki, reyna að pretta. Ein- staklingarnir pretta hver annan og sameiginlega pretta einstaklingarnir ríkið og ríkið svo aftur einstakling- ana þar til hringnum er lokað og enginn kannast við neitt. Það er því kannski ekki að undra þótt olía lækki ekki á íslandi í samræmi við þaö sem gerist í öðrum löndum. Það er bara eftir öðru. Áfram heldur eftirlltið: Og nú leynilogregla Þorsteinn Ó. hringdi: Það hefur löngum verið haft á orði, að hér á landi beindist hið alsjándi auga „stóra bróður“ ríkisins um of að almenningi. Við búum jú sannar- lega við ýmis þau höft og reglur sem annars staðar væru ekki talin sæma í lýðræðisríki. Og það einkennilega er að fólk virðist sætta sig við þetta á borði, þótt í orði sé það lítt hrifið af of miklum ríkisafskiptum. En þetta eftirlit með hinum al- menna borgara gengur í mörgum til- fellum allt of langt og hreinasta furða að ekki skuh fleiri en raun ber vitni bera sig upp við alþjóðamannrétt- indadómstól. - Það nýjasta í almenn- ingseftirlitinu er að nú eiga óein- kennisklæddir lögreglumenn að fara um höfuðborgarsvæðið til að fylgjast með því hvort ökumenn virði um- ferðarljósin! Það þykir sem sé ekki nóg að lög- reglan sé á ferðinni eins og maður á að venjast og aUs staðar er viðtekin regla, heldur á nú að koma upp leyni- lögreglu í umferðinni og fólk getur búist við aö fá á sig kæru og heim- sendan sektarmiða, án þess að hafa nokkurn tímann orðið vart við að það hafi brotið af sér. Er þetta ekki alveg dæmigert fyrir okkar þjóðfélag? Þetta er svipaðs eðl- is og er að gerast þessa dagana, þegar óeinkennisklætt fólk bankar upp á hjá íbúðareigendum og spyr hvort þar sé óskráð sjónvarpstæki og vill gjarnan fá að koma inn og rannsaka húsnæðið! - Er hér verið að koma á leynilögregluríki í stað þess lögreglu- ríkis sem við höfum átt að venjast? Á sama tíma og verið er að slaka á í Rússlandi í þessum efnum, færumst viö í aukana hér og komum upp leynilögreglu! Þeim orðrómi hefur líka skotið upp nú allra síðustu daga að skattaeftir- litið muni, samkvæmt fyrirskipun „að ofan“, hafa útsendara á helstu og dýrustu matsöluhúsunum til að komast að hverjir leyfi sér að eyða fiármunum í slíkan óþarfa, sem senn verður tahnn, að fara á veitingahús og borða. - En er það nokkuð ótrú- legra en sú ráðstöfun að liggja í leýni við umferðarljós eða ganga í hús og skrifa upp heimilistæki hjá fólki? Herför gegn sjónvarpseigendum og laumast á gatnamótum. - Er næsta skrefið að horfa á þig við sælkeraboróið? PERMANENT Ef þú ert að hugsa um að fá permanent hafðu þá samband við okkur. Við munum með ánægju leið- beina þér. Opið til kl. 7 á föstudögum og til hádegis á laugardögum. VALHÖLL HÁROREIÐSLUSTOFA ÓÐinSGÖTU 2, REYKJAm • SIMI:22138 AUGLÝSING FRÁ IÐNAÐAR- RÁÐUNEYTINU Ráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi atriði í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar um fyrstu aðgerðir og stefnu í ríkisfjármálum, með vísan til bráðabirgðalaga nr. 83, 28. september 1988: „Gjaldskrár fyrirtækja á vegum ríkis eða sveitarfélaga og gjaldskrár sjálfstætt starfandi sérfræðinga, verða óbreyttar til 28. febrúar 1989, að öðru leyti en því, að heimilt verður að taka tillit til hækkana á erlendu innkaupsverði aðfanga. Sama gildir um hvers kyns útselda vinnu og þjónustu." Þannig munu gjaldskrár hitaveitna og rafveitna yfir- leitt haldast óbreyttar til 1. mars á næsta ári. Þá er einnig vakin athygli á því, að útseld vinna sér- fræðinga rannsóknastofnana ríkisins mun haldast óbreytt til 1. mars á næsta ári, sem og annarra sjálf- stætt starfandi sérfræðinga. & í helgarkálfi föstudags- blaðsins verða sérstaklega kynnt tvö íslensk leikrit sem frumsýnd verða um helgina. Þjóðleikhúsið frumsýnir Hvar er hamarinn eftir Njörð Njarðvík og verða sýningar í Gamla bíói og á Akureyri verður frumsýnd Skjald- bakan kemst þangað líka eftir Árna Ibsen. Þá verður gerð úttekt á vetrardagskrá ríkisútvarps- ins sem hefur að venju að geyma ýmislegt áhugavert og skemmtilegt. Þá er sagt frá nýjum myndlistarsýn- ingum, hvað er nýjast í kvik- myndahúsum og mörgu fleiru sem er að gerast um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.