Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBF.R 19SS. Merming Þýðing og lestur Helga Hjörvar lyftu sögunni af Bör í annað veldi Johan Falkberget: BÖR BÖRSSON Helgi Hjörvar þýddi. Almenna bókafélagið - 2. prentun. Verð kr. 2.498,- Þegar Helgi Hjörvar, frægasti galdrameistari íslensks tungutaks í útvarpi hérlendis, þýddi og las norska þjóöarreyfarann Bör Börs- son á öldum ljósvakans, veturinn sem íslendingar gengu með lýð- veldisfóstrið, hittust kveikjan og tundriö og glæddust í loga. Það ber sjaldan við en jafnan dregur til tíð- inda þegar þeir samfundir verða. Fyrri heimsstyrjöldin fór með nokkrum hætti fram hjá íslending- um, færði þeim að minnsta kosti engan gullkálf sem stæði undir nafni og Jón sterki úr Skugga- Sveini hélt áfram að vera helsti brosgjafi þeirra og skopmynd hins aldagamla lifsgildis. En Norömenn frændur okkar fóru ekki varhluta af lífsbyltingu þessa fyrra heims- stríðs og hlutu þar sína gullskírn. Bör Börsson varð mögur hennar og Johans Falkberget. Norska þjóð- in var þegar með á nótunum og gerði sér óspart gaman að þessari stílmynd af sjálfri sér í hinu nýja hlutverki stríðsgróðans. En þótt íslenska þjóðin hefði lesið eða hlýtt á Bör Börsson um svipað leyti og Norðmenn hefði hún lik- lega ekki skihð hann og alls ekki getað hlegiö að honum. Tími henn- ar var ekki fullnaöur til þess. En síðan gekk síðari heimsstyrjöldin yfir og íslendingar fengu sína gull- skírn í henni og börar íslands Helgi Hjörvar aö leggja upp í ferðalag. höfðu undið sér í uppsveilluna. Þá var það að Pálmi Hannesson, menntaskólarektor og útvarps- ráðsmaður, benti Helga Hjörvar á að þýða Bör og lesa hann í útvarp- iö. Og þá hittust kveikjan og tund- rið og varð af bál sem logar enn í þjóðminningunni nær hálfri öld síðar. Þjóðin var reiðubúin að með- taka þegar meistarinn flutti. Og hún hlýddi með öllum eyrum og hló af hjartans lyst, ekki fyrst og fremst að hinum norska Bör heldur hliðstæðum hans á íslandi, hinum nýríku burgeisum sem menn þekktu úr næstu húsum og komu ljóslifandi fram í hugann í allri sinni dýrð þegar Helgi las. En auðvitaö var þetta ekki allur galdurinn - aðeins helmingur hans og hefði ekki orðið neitt stórgrín hér ef innsæi höfundarins og meist- araþýðing og snillilestur Helga Hjörvar hefði ekki komiö til. Lestur Helga varð kóróna verksins Ég held að hlutur Helga Hjörvar sé mestur í ævintýri Börs hér á landi. Það er haft fyrir satt að höf- undinum hafi þótt heldur lítið koma til þessarar sögu sinnar, sem hann samdi sem framhaldssögu í dagblað og birti hvern dagsþátt áöur en sá næsti var saminn og taldi sig vera að skrifa ýkjukennda skrípisögu en ekki sígilda dæmi- sögu. En sagan af Bör hafði samt svo mikinn safa dæmisögunnar að hún liíði lífi hennar í huga fólks. Dæmisaga er oftast mergjuð af djúpri alvöru og þungi hennar mestur þegar menn finna hann á sjálfum sér. En þegar maður getur tahð sér trú um aö hún eigi við náungann en ekki mann sjálfan verður hún kitlandi aðhlátursefni. Svo fór bæöi um Norðmenn og ís- lendinga en íslenska miðlunin færði út áhrifasvið hennar að mikl- um mun. Ég hef það fyrir satt að Helga Hjörvar hafi sett hljóðan um stund þegar hann blaðaði fyrst í Bör með þýðingu og flutning í huga. Sagan hefur varla verið gædd þeirri hnit- miðun og heildarsamhengi sem Helga hugnaðist. En hann sá og skildi hvað hér var á ferðinni og honum duldist ekki hvernig á þessu yrði aö taka ef sagan ætti að njóta sín í eyrum íslendinga - þá yrði ekki aðeins aö þýða hana held- ur íslenska - þjóöfæra hana - og það gerði hann. Honum tókst það svo vel að sagan hófst í annað veldi að áhrifamætti og varð skáldskap- ur orðsins, hvað sem um efnið og efnistök má segja. Þýðing norskrar mállýsku og kringilyrða varð eng- inn leikur en Helgi greip til þess ráðs að finna hliðstæður tímans hér á landi. Þessi orðatiltæki voru flest börn síns tíma og þjónar hans og önnur hafa löngu leyst þau flest af hólmi í takt við nýja tíma. Helgi skildi það að þetta voru aðeins flug- ur en ekki borgarar i íslensku máli. Þess vegna varð hann að nota þær en skildi vel á milli þeirra og þýð- ingar megintexta, segist meira aö segja hafa forðast að draga úr af- káraskap þeirra til þess að minni hætta væri á að þær ynnu sér frið- helgi í málinu. Lestur Helga var síðan kóróna verksins og auðsætt er að hann beygði þýðinguna oft undir nauðsyn lesarans. Með radd- blæ sínum og áherslunum gaf Helgi sögunni af Bör seiðmagn og and- rúmsloft dæmisögunnar og geröi hana alla að alvörugamni. Og ofan á allt saman bættust töfrar sem orð brestur til að skýra en Helgi einn hafði á valdi sinu, engum öðrum líkur. Bókmenntir Andrés Kristjánsson Hljóðsnælda minningarinnar Bör var geflnn út 1944 á bók og varð auövitað vinsæl lesning og nautn þeim sem gátu þá endurliiaö lestur Helga með því að fylgja lín- unum. Og nú er Bör kominn aftur á bók í snoturri og vandaðri „texta- útgáfu“. Hjörtur Pálsson ritar bráðskemmtilegan og fallega skrif- aöan formála í anda minningar og færir söguna og líf hennar hér á landi nær lesanda. Ýmsum gæti þó þótt vafamál að gefa Bör út öðru sinni á bók að hálfri öld liðinni því að nú eru uppi aðrar kynslóþir sem hafa skipt um lýsingarorð og leika með öðrum hætti að gullinu þó að enn sé sinnan hin sama. Vera ma að unga fólkið skilji þessa sögu ekki eins vel og feður þess eða mæður, afar eða ömmur. En það er aðeins af því að táknin eru önn- ur, margt er þó eins enn. Tvennt gefur þó að mínu viti þessari nýju útgáfu fullt réttmæti: Hún er gerð í minningu aldaraf- mæhs meistara og auðmjúks þjón- ustumanns íslenskrar tungu og aldinni kynslóð, sem sjálf hlýddi á lestur Helga, getur hún orðið „hljóðsnælda" minningarinnar um lestur og túlkun Helga. Maður hef- ur lesturinn hægt og fmnst ef til vill að þetta sé nú heldur dauflegra en mann minnti. En áður en varir íklæðir rödd Helga Hjörvar orð og setningar og sagan lyftist í nýtt veldi. Maður nemur staðar við setningar og tilsvör og „heyrir" hljómfall, áherslur og tungutak Helga Hjörvar á þessum orðum. Þannig lifna gamlar minningar. Þannig getur aldraö fólk sem hlýddi forðum á Bör í flutningi Helga lesið þessa bók við ljós glaðra minninga. Andrés Kristjánsson Látlaus eðlisfræði - um sýningu Alcopleys í Norræna húsinu Á endurreisnartímanum mun hafa verið skammt á milli skapandi hugsunar í vísindum og listum. En upp úr því fór bilið á milli þessara tveggja sköpunargeira gleikkandi og þykir jafnvel óbrúanlegt enn í dag. Margt bendir þó til þess að það viðhorf sé á undanhaldi. Hvort tveggja vísindi og listir eru orðin svo plássfrek fyrirbæri í daglegu lífi okkar að þau skarast hvað ofan í annað. Á það skal þó bent að hér er ekki átt við altarisþjónustu fjöl- miðla' eða ámóta nafladekur. Það sem hér um ræðir er ekki talið ætilegt í íjölmiðlum. Með skammtakenningunni og fleiri nýj- um uppgötvunum í eðlisfræði eru visindamenn sem sé að komast á þá skoðun að það sé ekki bara já eða nei til í heiminum, heldur líka kannski og ef til vill. Heimurinn er ekki lengur tvíhliða heldur marghliða. Þannig eru eðlisfræð- ingar ósjálfrétt orðnir „veikir" fyr- ir hinu óvænta; kraftbirtingar- hljómi listarinnar. Um þessar mundir sýnir lífeðlisfræðingurinn Alfred L. Copley, öðru nafni L. Al- copley, myndlistarmaður listrænar Myndlist Ólafur Engilbertsson afurðir sínar í Norræna húsinu. Um það skal ekkert sagt hvort Al- copley sé endurrisinn skammta- kennari eður ei, en sjálfsagt er best að leyfa honum sjálfum að skýra málið: „Það sem knýr mig til aö gera myndir er að sýna einingu alheimsins. Margar mynda minna ffá síðustu þrjátíu árum sýna hreyfmgar og form í rými sem er ætlað að víkka mannlegá reynslu út í geiminn inn í okkur og utan viö. Þetta er að hluta til byggt á minni reynslu af grundvallarhugs- un og viðfangefnum vísindanna." Á sýningu Alcopleys er mikill fjöldi verka, yfir þrjú hundruð tals- ins, en fæst stór í sniðum. Áber- andi eru litlar „músíkalskar" myndir, litauðug og rytmísk andar- taksportrett. Alcopley mun raunar hafa leikið þann leik á tónleikum hjá Edgar Varése í New York að mála tónfallið. Slík list hlýtur að sjálfsögðu aö vera upp og ofan og engin ástæöa til að halda að hvert andartak sé sýningarhæft þrátt fyrir góð móttökuskilyröi. Galdur- inn í andartakslistinni er einmitt sá að velja og hafna. Alcopley virð- ist fara fyrst og fremst þá leiö að velja. Sýning hans hefði án alls efa gefið marktækari vísindalega nið- urstöðu ef myndimar hefðu verið ögn færri. Olíuverk eins og Bjartur Alcopley við nýjustu mynd sína, Véfréttina. himinn, Vindur og Ljósaskipti eru skemmtilega upp byggð og látlaus. Sterkasta hlið Alcopleys er einmitt látleysið og sá þáttur hefði örugg- lega nötið sín betur á úrtaksminni sýningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.