Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1988, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988. Jarðarfarir Valgerður S. Austmar lést 29. sept- ember sl. Hún fæddist á Húsavík 17. nóvember 1909, dóttir Sigurðar J. Austmar og konu hans, Svanfríðar Jónasdóttur. Vaigeröur var tvígift. Fyrri maður hennar var Leó Áma- son. Þau eignuðust saman tvö böm. Þau shtu samvistum. Síðari eigin- maður hennar var Sigurgeir Eiríks- son en hann lést árið 1979. Þau eign- uðust saman fimm böm. Útför Val- gerðar veröur gerð frá Bústaða- kirkju í dag kl. 14. Þór Benediktsson lést 27. september. Hann fæddist í Reykjavík 17. júní 1937, sonur hjónanna Benedikts Kristjánssonar og Fríöu Eggerts- dóttur. Hann lauk prófi í bygginga- verkfræði frá verkfræðiháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1963. Hann fluttist heim árið 1965 og réðst þá til starfa hjá verkfræðistofunni Hönn- un hf. í Reykjavík. Árið 1981 lét Þór af störfum hjá Hönnun og hóf eigin ráðgjafarstarfsemi. Skömmu síðar stofnaði hann verkfræðistofuna Ný- verk með bróður sínum Leifi þar sem hann starfaði til dauðadags. Hann kvæntist Huldu Jónasdóttur en þau slitu samvistum. Þau eignuðust tvær dætur. Útför Þórs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Albert Gunnlaugsson, Þinghólsbraut 23, Kópavogi, verður jarösunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 11. október kl. 13.30. Sveinsína Narfadóttir, Austurgötu 43, Hafnarfirði, sem lést á Sólvangi 30. september sl., verður jarðsungin frá Hafnarfj arðarkirkj u föstudaginn 7. október kl. 13.30. Ingibjörg Sigurðardóttir, Bergstaða- stræti 53, sem andaðist í Borgarspít- alanum sunnudaginn 2. október, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 7. október kl. 10.30. Ingibjörg Vilborg Benjaminsdóttir verður jarðsungin frá Laugames- kirkju föstudaginn 7. október kl. 15. Magnús Hallsson frá Gríshóli, Háa- leitisbraut 44, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. októb- er kl. 13.30. Bjarni Þórarinsson lést 25. septem- ber sl. Hann fæddist í Reykjavík 12. júlí 1915. Foreldrar hans voru Þórar- inn Bjamason og kona hans, Guðrún Hansdóttir. Bjarni lærði eirsmíði og starfaði lengst af f vélsmiðjunni Héðni. Eftirlifandi eiginkona hans er Þómnn Guðmunda Kristinsdóttir. Þau hjónin eignuðist þijú börn. Útför Bjarna verður gerð frá Neskirkju í dag kl. 13.30. Úlfur Gunnarsson, heiðursborgari ísafj arðarkaupstaðar og fyrrverandi yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði, verður jarðsunginn frá kapellu ísafj arðarsafnaðar í Mennta- skólanum á ísafirði föstudaginn 7. október kl. 14. Lovísa Magnúsdóttir, Ennisbraut 23, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ól- afsvíkurkirkju laugardaginn 8. okt- óber kl. 14. Útför Bjargar Árnadóttur, Seljalandi 7, fyrrum húsfreyju á Stóra-Hofi, Gnúpveijahreppi, fer fram frá Bú- staðakirkju föstudaginn 7. október kl. 13.30. Ferð verður frá Félags- heimilinu Ámesi kl. 11.30, Fossnesti, Selfossi, kl. 12. Sigrún Jónasdóttir, Eskihlíð 12a, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 7. október nk. kl. 15. Andlát Helgi Jónsson, írabakka 6, lést í Borgarspítalanum 4. október. Pétur Grétar Steinsson, Tunguvegi 96, Reykjavík, andaðist aðfaranótt 4. október. Sigríður Guðmundsdóttir, Öldugötu 14, Hafnarfirði, lést á Landspítalan- um 4. október. Kristín Gísladóttir frá Mosfelli, til heimilis í Fumgerði 1, andaðist í Landspítalanum þann 3. október. Tilkyniúngar Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 8. október kl. 14. Spilað í Húnabúð, Skeifunni 17. Vetrar- fagnaður félagsins verður laugardaginn 22. október í Félagsheimili Seltjamar- ness. Allir velkomnir. Félagsvist og dans í Templarahöliinni Föstudaginn 7. október hefst vetrarstarf- semi SGT með félagsvist og dansi í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5. Vegleg kvöldverðlaun verða veitt í félagsvistinni sem hefst kl. 21 en dansinn síðan kl. 22.30. Hljómsveitin Tíglar heldur uppi stans- lausu fjöri til kl. 1.30. Hljömsveitina skipa: Sigurgeir Björgvinsson, Birgir Ott- ósson, Eggert Kristjánsson og Sigfús Am- þórsson. Leiknir verða bæði gömlu og dansamir og samkvæmisdansar. Allir sem vilja skemmta sér án áfengis em hvattir til að mæta. Nemendum í dans- skólum er sérstaklega bent á að koma og æfa sig á besta dansgólfi bæjarins. Miðasala hefst kl. 20.30. Miðaverð fyrir félagsmenn er kr. 500 fyrir félagsvistina og dansleikinn en kr. 400 fyrir dansleik- inn einan. t Úlfur Gunnarsson, heiðursborgari ísafjarðar- kaupstaðar og fyrrverandi yfirlæknir Fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði, verður jarðsunginn frá kapellu ísafjarðarsafnaðar í Menntaskólanum á ísafirði föstudaginn 7. okt. kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta fjórðungssjúkra- húsið á ísafirði njóta þess til tækjakaupa. Fyrir hönd fjölskyldu hins látna og bæjarstjórnar ísafjarðar. Bæjarstjórinn á ísafirði Meiming Orð í tíma töluð - um syningu Dagmar Rhodius í Nýlistasafninu Nú stendur yfir í Nýlistasafninu allsérkennileg sýning. Þýska lista- konan Dagmar Rhodius sýnir þar flennistórar ljósmyndir af fiöru- grjóti sem í hafa verið felld ólæsileg orð. Dagmar hefur semsé þann hátt á við skriftimar að hún setur stafina hvem ofan á annan svo úr verður þykkur, svartur og ólæsi- legur massi. Þessi massi er for- vitnilegur fyrir margra hluta sakir. í honum birtist svart á hvitu mi- sjöfn „veðrun“ tungumálanna. Eða svo vitnað sé í orð Jean Baud- rfilards í sýningarskrá:..tungu- málsklettar rísa skyndilega upp, undirorpnir óumflýjanlegri veðr- un, árþúsundagömul setlög, hverra þversækin dýpt kemur til af upp- blæstri (merkingin spratt af veðr- un orðanna, þýðingin af veðrun táknanna) og er þetta Kjörið til náttúrufriðlýsingar eins og öll menning nú á dögum.“ Sýiiingar- skráin er raunar óvenju vönduð og skemmtileg. Þar má meðal annars finna þessa hugleiðingu eftir Einar Guðmundsson: „Orð era ratvís; þeirra leið er löng, þau taka breyt- ingum eins og steinar sem vatns- dropar hola.“ Orð þýska spekings- ins Wilhelms von Humboldt, um það „þegar viss, mikilvæg hljóð fara að linast og slípast", hljóta einnig að eiga erindi á þessari gós- enöld kjaftavaðalsins. Hinu djúp- hugsaða líkingamáh Dagmar Rhodius virðist á þann hátt beint að háværu brimróti fiölmiðlanna, en hið ógnvekjandi myndhögg tímans er þó tæpast minni þáttur í því máh. Skyldi Uða á löngu áður MyncUist Ólafur Engilbertsson en aUar nefnifaUsmyndir í íslensku detta upp fyrir og bátur verður að bát eða kannski bat? Auglýsinga- kenningar dagsins í dag ganga ein- mitt út á slík orð- og tímahögg. Orð mega hvorki vera plássfrek í tíma né rúmi og því um að gera að slá tvær flugur í einu höggi: sneiða af þeim skankana og hækka í þeim rostann. Burt séð frá hugmyndafræðinni er sýningin skemmtilega útfærð. Þama skiptast á hreinar ljósmynd- ir af sorfnu grjóti, ljósmyndir með orðum og stórar týpógrafískar myndir af orðum, þ.á m. orðinu „trekt" sem er vel sUpuð mynd hins latneska og löguleg trajectorium. Orðinu „orð“ dugir hins vegar ekk- ert minna en að greypast í stein. Það væri óráð aö láta þessa sýningu framhjá sér fara. Henni lýkur á sunnudag. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag kl. 14. Frjáls spilamennska. Kl. 19.30 fé- lagsvist, hálft kort. Kl. 21 dans. Námskeið í Tómstundaskólanum hefjast bráðlega. Kennslugreinar: enska, danska, þýska, sænska, Ijósmyndun, skrautritun og bók- band. Leitið nánari upplýsinga hjá Tóm- stundaskólanum, sími 621488. Tónleikar Smekkleysukvöld íTunglinu í kvöld, 6. október, kl. 22 verður haldiö Smekkleysukvöld á skemmtistaðnum Tunglinu við Lækjargötu en Tunglið var nýverið opnað á ný eftir gagngerar end- urbætur. Fram kemur hljómsveitin HAM og auk hennar hljómsveitin Hið afleita þríhjól en hana skipa þeir Þór Eldon syk- urmoli og ljóðskáldið Jóhamar. Þeir sem sótt hafa Smekkleysukvöld kannast eflaust við Hið afleita þríhjól en þetta eru fyrstu tónleikar þeirra um langt skeið. Auk þess eru þetta fyrstu tónleikar HAM með nýrri hðsskipan þar sem hún mun kynna efni af væntanlegri plötu. Fundir Friðarömmur í kvöld kl. 20.30 halda fiiðarömmur fund á Hótel Sögu. Þórdis Þórðardóttir fóstra heldur erindi um friðaruppeldi fóstra. Allar ömmur velkomnar. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar í kvöld, 6. október, kl. 20. Sýndar verða myndir fi-á sumarferðalaginu í Keriingarfjöll. Svan- hildur Sveinbjömsdóttir syngur einsöng. Kaffi verður drukkið og að lokum verður hugvekja sem sr. Ragnar Fjalar Lárusson flytur. Fundurinn er opinn öhum konum. Mætið vel og stundvíslega. Ráöstefnur Tækni og umferðaröryggi Föstudaginn 7. október efnir Verkfræð- ingafélag íslands, í tilefni af Norrænu tækniári 1988, til ráðstefiiu með ofan- greindu heiti. Ráðstefnan verður haldin í A-sal Hótel Sögu og stendur kl. 9 -17.30. Á ráðstefnunni verður fjallað um hönnun bíla, vega, gatnalýsingar og umferðar- Ijósa með tilliti til umferðaröryggis. Auk íslenskra fyrirlesara, frá Vegagerð ríkis- ins, Reykjavíkurborg og verkfræðistof- um, verður fyrirlesari frá Saab-Scania, sem fjallar um nýjustu þróun í öryggis- málum bíla, frá Jamkonst AB, sem fjall- ar um gatnalýsingu, og frá Dansk Signal A/S, sem gerir grein fyrir nýjustu tækni í samstýringu umferðarljósa. Ráðstefnan er öllum opin en hún ætti að vera sér- staklega áhugaverð fyrir tæknimenn og umferðamefndir sveitarfélaga, svo og löggæslumenn. Skráning er á skrifstofu Verkfræðingafélags íslands í síma 688505 kl. 9-13. Þátttökugjald er kr. 2.500. Nýtt verk eftir Leif Þórarinson verður Nýr stjórnandi hjá Sinfóníuhljóm- flutt á tónleikunum í kvöld og nefnist sveit íslands er Finninn Petri Sakari. það För 88. Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld: Nýtt tónverk efti r Leif Þórarinsson í kvöld heldur Sinfóníuhljómsveitin tónskáld, flautukonsert eftir Þorkel fyrstu áskriftartónleika sína á þess- Sigurbjömsson, eftir hálfan mánuð, um vetri. Sfiórnandi er Finninn Petri síöan verk eftir Áskel Másson, Atla Sakari. Þótt hann sé aðeins þrítugur Heimi, Jón Ásgeirsson og Magnús að aldri þykir hann mjög fær og mun Bl. Jóhannsson og loks verða tónleik- stjóma allmörgum tónleikum næstu ar í maí eingöngu með verkum Jóns misseri. Leifs. Paul Zukofsky sfiórnar minn- Fyrsta verkiö á tónleikunum í ingartónleikunum um Jón Leifs sem kvöld er eins og vera ber bæði nýtt hefði orðiö níutíu ára á þessu vori. og íslenskt. Það heitir För 88 og er Fastir áskriftartónleikar era eftirLeifÞórarinssonsemerlesend- haldnir hálfsmánaðarlega en inn á um DV að góðu kunnur fyrir tónhst- milli koma oft aukatónleikar. Einir argagnrýni sína. Upphaflegur efni- slíkir verða haldnir næsta fimmtu- viður þess var tónhst sem Leifur dag, þann 13. október, til að styrkja samdi fyrir fáum árum viö leikrit byggingu á nýrri tónhstarhöll en það eftir Strindberg, Til Damaskus, þeg- er orðið mjög brýnt verkefni. Tólf ar það var flutt í útvarpi. ungir einsöngvarar og tveir karla- í kvöld verður einnig flutt fyrsta kórar, Karlakórinn Fóstbræður og sinfónía Sibehusar og tríókonsert Karlakór Reykjavíkur, koma þá fram Beethovens. Fontenay-tríóið frá með Sinfóníuhljómsveitinni og Þýskalandi kemur þar við sögu. Síð- syngja ýmis óperulög undir sfiórn ar í vetur verða alhr einleikskonsert- Anthony Hose. ar Beethovens fluttir smátt og smátt, Enn er hægt aö fá áskriftarkort í eingöngumeðíslenskumflyfiendum. Gimh við Lækjargötu og einhveijir Á efnisskránni í vetur verður flutt miðar munu óseldir á tónleikana í ahnokkuð af verkum eftir íslensk Háskólabíóiíkvöld. -ihh Ljóðspor Vegna fréttar um hið stórvinsæla ljóðasafn Ljóðspor í blaðinu á mánu- dag vih Námsgagnastofnun koma því á framfæri aö það voru Kolbrún Sig- urðardóttir, Sverrir Guðjónsson og Þórdís S. Mósesdóttir sem ljóöin völdu. Þorsteinn Þorsteinsson kann- aði síðan heimildir og samræmdi stafsetningu. Verksfióm haföi á hendi Ami Ámason, en hann hefur yfirumsjón með gerð alls námsefnis í íslensku. Tíu þúsund eintökum af Ljóðsporum hefur verið dreift í grunnskóla landsins, en að vísu eru þau ekki seld heldur fá skólamir þau endurgjaldslaust. Dreifinguna ann- ast sérstök afgreiðsludeild í Brautar- holti 6.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.