Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988.
Utlönd
Thatcher fagnað
í átta mínútur
Flokksþingi breska íhaldsflokks-
ins lauk í gær. Margrét Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, hélt
klukkustundarlanga ræðu í gær og
ræddi um það sem hefði áunnist í
stjórnartíð flokksins og helstu mark-
mið á komandi árum.
Thatcher sagði aö það heföi verið
hlutskipti íhaldsflokksins að leiða
Bretland inn í tíunda áratuginn og
ef til vill lengur.
í ræðu sinni dró Thatcher upp
mynd af Bretlandi sem gróskumiklu
landi með vaxandi félagslega ábyrgð.
Thatcher sagði að sá efnahagsbati
sem orðiö hefði í Bretlandi undir
hennar stjórn hefði gert það að verk-
um að Bretland væri ekki lengur eig-
ingjarnt þjóðfélag heldur örlátt. Með
þessum orðum var hún að svara ár-
ásum Neill Kinnocks, formanns
Verkamannaflokksins.
Thatcher sagði að ríkisstjórn sín
myndi aldrei láta undan hryðju-
verkamönnum og lagði áherslu á að
linkind gagnvart hryðjuverkum
leiddi einungis af sér meiri hryöju-
verk.
Thatcher geröi umhverfismál að
umtalsefni og sagði aö til að búa í
haginn fyrir framtíðina væri nauð-
synlegt fyrir Breta að hlúa bæði að
iðnaði og umhverfisvernd.
í lok ræðu sinnar bar hún lof á
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta
sem lætur af embætti þann 20. janúar
næstkomandi en löngum hefur verið
kært með þeim tveimur. Sagði hún
að Reagan hefði endurreist styrk og
sjálfsöryggi Vesturlanda, reyndar
með smáhjálp sagði hún og átti þar
greinilega við sjálfa sig.
Aö ræðunni lokinni var Thatcher
fagnað í heilar átta mínútur.
Thatcher átti sextíu og þriggja ára
afmæli á fimmtudag.
Reuter
Margrét Thatcher veifar til flokksmanna sinna eftir ræðu sína á flokksþingi
íhaldsflokksins en henni var fagnað í átta mínútur. Simamynd Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 10-12 Allir nema Ib.SP
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 12-14 Sb.Ab
6mán. uppsogn 13-16 Ab
12 mán. uppsogn 14-18 Ab
18mán. uppsogn 22 Ib
Tékkareiknmgar. alm. 3-7 Ab
Sértékkareiknmqar 5-14 Ab
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán: uppsógn 2 Allir
6 mán. uppsogn 4 Allir
Innlánmeðsérkjörum 11-20 Lb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 7.25-8 Vb.Ab
Sterlingspund 9.75-10.50 Vb.Ab
Vestur-þýsk mork 4-4,50 Vb.Sp,- Ab .
Danskarkrónur 7.50-8.50 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar (forv. 23.5 Allir
Viöskiptavíxlar(forv) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 25-36 Bb.lb.- Vb.Sp
Vtóskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr) 26-28 Sb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 9-9.50 Bb.Sb,-
Útlán til framleiðslu Sp
Isl. krónur 23-34 Lb
SDR 9-9.75 Lb.Úb,- Sp
Bandarikjadalir 10.25-11 Úb.Sp
Sterlingspund 12,75- 13.50 Úb.Sp
Vestur-þýsk mork 7-7,50 Allir . nema Vb
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 33,6 2.8 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverötr. okt. 88 25.0
Verðtr. okt. 88 9.1
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala okt. 2264 stig
Byggingavísitalaokt. 398stig
Byggingavísitalaokt. 124,5stig
Húsaleiguvísitala Engin hækkun 1. okt. Veröstoövun
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóóa
Einingabréf 1 3.285
Einingabréf 2 1.880
Einmgabréf 3 2.128
Fjolþjóðabréf 1.268
Gengisbréf 1.5424
Kjarabréf 3,305
Lífeyrisbréf 1.651
Markbréf 1.736
Sjóðsbréf 1 1.596
Sjóðsbréf 2 1.377
Sjóðsbréf 3 1,139
Tekjubréf 1.538
HLUTABRÉF
Soluverð að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 118 kr. •
Eimskip 346 kr.
Flugleiöir 273 kr.
Hampiðjan 130 kr
Iðnaðarbankinn 172 kr.
Skagstrendingur hf. 160 kt.
Verslunarbankinn 134 kr.
Tollvorugeymslan hf. 100 kr.
(T) Við kaup á viðskiptavfxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Otvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
Bush kominn á skrið
George Bush vann öruggan sigur á Michael Dukakis í seinni kappræðum
þeirra sem fram fóru á fimmtudag. Telja margir stjórnmálaskýrendur að
hann sé nú kominn með annan fótinn í gættina á Hvíta húsinu.
Símamynd Reuter
Stjórnmálaskýrendur og almenn-
ingur í Bandaríkjunum dæmdu Ge-
orge Bush varaforseta í gær öruggan
sigurvegara í kappræðunum sem
hann átti við Michael Dukakis, fram-
bjóðanda demókrata, á fimmtudags-
kvöldið.
Sumir stjórnmálaskýrendur voru á
þeirri skoðun í gær að þessari kosn-
ingabaráttu væri í raun lokið. Bush
hefði tryggt sér sigur á fimmtudags-
kvöldið, sigur sem ekkert nema stór-
kostlegt áfall gæti komið í veg fyrir.
Samkvæmt skoðanakönnunum,
sem gerðar voru i gær, virðast tveir
þriðju hlutar bandarískra kjósenda
álíta Bush sigurvegara í kappræðun-
um.
Dukakis þurfti nauðsynlega á því
að halda að vinna afgerandi sigur í
þessum kappræðum, sem eru þær
síðustu fyrir kosningarnar sem fram
fara 8. nóvember næstkomandi,
vegna þess að hann hefur hingað til
átt undir högg að sækja í baráttunni.
Það tókst ekki og nú eru margir á
þeirri skoöun að einungis kraftaverk
geti bjargaö framboði Dukakis. Tals-
menn Dukakis eru þó ekki á þeim
buxunum að játa sig sigraða og segja
að Dukakis hafi tekist þaö sem hann
ætlaði sér í þessum kappræðum að
sýna sig sem mun mannlegri mann
en áður hefði komið fram. Skoðana-
kannanir sýna að almenningur er
ekki sammála þessari skoðun.
Samkvæmt skoðanakönnunum um
fylgi frambjóðendanna, sem gerðar
voru í gær, hefur Bush nú að minnsta
kosti 5% forskot á Dukakis yfir
landið allt. Sumar kannanir sýndu
allt að 10% forskot.
Ef taldir eru kjörmenn virðist nú
ljóst að Bush hefur tryggt sér tvö
hundruð og tuttugu kjörmenn og um
eitt hundrað og áttatíu í viöbót virð-
ast vera innan seilingar hjá honum.
Tvö hundruð og sjötíu kjörmenn þarf
til að ná kjöri. Dukakis virðist hafa
tryggt sér innan við eitt hundrað
kjörmenn.
Reuter
Fréttafrelsi
ógnað í austri
og vestri
Alda Þóa, DV, Vestur-Beriin: Sem ^aÖ er komÍÖ á da8skrá kjá
-----------------... Bandaríkjamönnum. Jessie Jack-
Vesturþýskir blaöamenn eru son, fyrrum forsetaframbjóðandi,
bálreiðir þessa dagana. hefur heimtað opinbera rannsókn
Ástæðan er sú aö í síðustu viku » á vinnubrögðum iögreglunnar í
septembermánaöar komu hingaö Vestur-Berlín.
til Berlínar tíu þúsund manns úr í Austur-Berlín eru líka mót-
banka- og viðskiptaheiminum til mælagöngur. Að minnsta kosti var
aö vera viöstaddir Alþjóðabanka- ein síöasta mánudag þar sem tvö
ráöstefnuna. Auk þeirra komu hundruð Austur-Þjóöverjar mót-
jafnmargir vesturþýskir lögreglu- mæltu afskiptum yfirvalda af mál-
menn Berlínarlögreglunni til aö- fiutningi austurþýsku kirkjunnar.
stoöar því aö pólitískir minnihluta- Þar var fréttamaður frá áður-
hópar höfðu skipulagt and-al- nefndri vestur-þýskri sjónvarps-
þjóöa-bankadagskrá sem fór aðal- stöð, ZDF, tii aö taka upp á mynd-
lega fram á götum borgarinnar. . band mótmæli, séð frá austur-
Vesturþýskir fréttamenn, sem þýskum bæjardyrum.
fylgdust með mótmælunum, ásaka En austurþýska lögreglan var
nú lögregluna fyrir ofbeldi í sinn engu ánægöari með myndatökur
garö og fyrir að hafa hindrað þá en starfsbróðirinn hinum megin
við vinnu sína. Á þriðjudaginn við múrinn og sló fréttamanninn í
gerði lögreglan upptækt myndband götuna og baröi hann.
úr fórum vesturþýsku sjónvarps- Nú var vesturþýskum yfirvöld-
stöövarinhar ZDF. Myndbandið um nóg boðið og- gagnrýndu aust-
geymir upptöku af aögerðum lög- urþýsku lögregluna fyrir 'brot á
reglunnar í einni mótmæla- milliríkjasamningi um athafna-
göngunni frelsi fréttamanna.
Þetta mál nær út fyrir Berlin þar
11 milljarða
skekkja í fjárlögum
Gunnar Guðmundsson, DV, KaupmJiöfn:
Þegar danska ríkisstjórnin lagði
fram tillögu um fjárlög fyrir 1989 var
reiknað með 7,8 milljöröum danskra
króna í hagnað. En samkvæmt nýj-
um útreikningum frá þjóðhagsstofn-
un danska ríkisins er nú halh á til-
lögunni sem svarar 3 milljörðum.
Skekkjan er þannig 11 milljarðar
danskra króna.
Þrátt fyrir þennan halla og þrátt
fyrir aö stjórnin sé í minnihluta á
þingi lítur þó út fyrir að tillagan verði
samþykkt að mestu óbreytt.
Eftir fyrstu umræðu á þingi er
óljóst hvaðan stjórnin fær stuðning.
Þó er vitað að hún verður ekki felld
þar sem enginn ræðumanna í fyrstu
umræðu haföi áhuga á kosningum
eins og er.
Þó fannst jafnaðarmönnum vafa-
samt að samþykkja íjárlög sem byggð
væru á útreikningum sem þegar
hefðu reynst vera rangir. Jafnaðar-
menn hafa þó sagst vera reiðubúnir
til aö styðja tillöguna að hluta til.
Samvinna í
geimferðum
Gizur Helgason, DV, Reersnæs:
V-Þýskaland og Sovétríkin ráðgera
nú samning um samvinnu á sviði
geimferðamála. Málin eru komin það
vel áleiðis að reiknað er með því að
smiðshö’ggið verði rekið á verkið þeg-
ar Helmut Kohl kanslari kemur í
opinbera heimsókn til Moskvu 24.
október næstkomandi.
Vikuritiö Spiegel hefur skýrt svo
frá að Michael Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, hafi sýnt persónuleg-
an áhuga á geimferðasamvinnu ríkj-
anna. Nú þegar er ákveðið að v-
þýskur geimfari verði sendur upp í
sovésku geimstöðina sem nú hring-
sólar um jörðu.