Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. 21 Kvikmyndir Smáfréttir Hörð mótmæli hafa fylgt sýningum á The Last Temptation of Christ hvar sem hún hefur verið sýnd. Fréttir um óeirðir hafa borist frá Bandaríkj- unum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu og nú síðast frá Frakklandi þar sem mótmælin hafa verið hörðust. Þrett- án lögreglumenn særðust þegar hóp- ar rómversk-kaþólskra manna gengu um götur Parísar og höfðu með sér mólótofkokkteila sem hent var í lögreglu. Vegfarendur máttu hafa sig alla við að flýja hina æstu kaþólikka. Sams konar fréttir bárust frá Lyons og Marseille. Prestar, sem höfðu orð fyrir mótmælendum, voru óragir að fordæma myndina í viður- vist blaöamanna en eins og svo margfr aðrir mótmælendur höfðu þeir að sjálfsögðu ekki séð hana. Þess má geta að Laugarásbíó mun sýna The Last Temptation of Christ þegar sýningmn á í skugga hrafnsins lýk- ur. ★ ★ ★ James Caan, sem átti ágæta endur- komu í kvikmynd Francis Coppola, Gardens of Stone, er nýbyrjaður að leika í Ahen Nation og hlutverkið er lögreglumaður sem þykir kaldur og ákveðinn. Þetta er framtíðarmynd og gerist í nánustu framtíð. Félagi hans hefur verið myrtur af nýju kyni manna sem hefur verið búið til af mannlegum verum. Eitthvað hefur farið úrskeiðis og verður að grípa til skjótra aðgerða. í fljótu bragöi minnir söguþráðurinn á Blade Runner. Mótieikarar Caans eru Ter- ence Stamp og Mandy Patkinkin. ★ ★ ★ Sá ágæti leikstjóri Martin Ritt er sjaldan aðgerðalaus. Hann hefur nú fengið til hðs við sig tvær af skær- ustu stjömum kvikmyndanna, Jane Fonda og Robert De Niro, til að leika í Union Street og eru tökur hafnar í Kanada. Fonda leikur ekkju sem tek- ur að sér að kenna fullorðnum manni aðlesaogskrifa. ★ ★ ★ Albert Finney hefur þegið boð Bry- ans Forbes um að leika aðalhlutverk- ið í The Endless Game sem Forbes leikstýrir og gerir handrit eftir eigin skáldsögu. George Segal, Ian Holm, Anthony Quayle, Jenny Linden og Nenette Newman em meðal annarra leikara. ★ ★ ★ Tuttugu ár em nú hðin frá því Wood- stock var gerð. Leikstjórinn Michael Wadleigh leikstýrði myndinni og er nú að gera The Vihage at the End of Universe sem fjallar um fólkið sem stóð að hátíðinni og atburði er leiddu til að hún var haldin. Phil Collins þykir fara á kostum i hlutverki lestarræningjans Busters Edwards. Buster: Einn af lestarraehingjunum Með lestarráninu fræga 8. ágúst 1963, rétt fyrir dögun, skrifuðu fimmtán smákrimmar kafla í söguna og urðu forsíðuefni blaða um ahan heim þeg; ar þeir frömdu „glæp aldarinnar". Á fáum tímum frömdu þeir eitt djar- fasta og árangursríkasta rán sem sögur fara af. I vel heppnaðri aðgerð höfðu þjóf- amir á brott með sér 2,6 milljónir punda sem í dag jafngildir yfir 19 mihjónum punda. Einn í fimmtán manna hópnum var Buster Edwards, lítill smákrimmi sem talar með cockney-hreim og sel- ur núna blóm fyrir utan Waterloo járnbrautarstöðina. 1963 var hann, sem fyrr segir, einn af ræningjunum. Meðan lögreglan var að hirða ræn- ingjana hvern á fætur öörum og dæma þá í aht að þrjátíu ára fangelsi slapp Buster ásamt félaga sínum, Bruce Reynolds. Með June eiginkonu sinni og ungri dóttur flúði hann th Acapulco og lifðu þau um skeiö í vehystingum. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Acapulco átti samt ekki við þau, sérs- taklega var June pirruö og saknaði London mikið. Að endingu flutti hún ásamt dóttur þeirra til Englands. Fyrir Buster var líf án eiginkonu og dóttur ekkert líf og hann tók því þá ákvörðun að snúa aftur th Englands og taka afleiöingum gerða sinna. Hann var að sjálfsögðu handtekinn við komuna og var dæmdur th fimmtán ára fangelsisvistar. Hann þurfti þó aðeins að vera níu ár innan múranna, fékk vægari dóm en flestir félagar hans. Leikstjórann David Green hafði lengi langað th að kvikmynda ævi Busters Edwards og hafði mikinn hug á að ráða Phil Cohins í hlutverk- ið en var hikandi enda Collins popp- stjarna en ekki leikari. Það var ekki fyrr en hann sá hann í gestahlutverki í Miami Vice að hann var öruggur um að þetta væri rétt ákvörðun. Hann þarf heldur ekki að iðrast þeirrar ákvörðunar því Colhns slær eftirminnhega í gegn og virðist þessum hæfileikamikla manni ekkert vera ómögulegt á hsta- sviðinu. Hin góða frammistaða Julie Walters kemur minna á óvart. Hún sló eftirminnhega í gegn í Educating Rita og þótt ekki hafi farið mikið fyr- ir henni síðan er þar á ferðinni góð leikkona. í hehd þykir Buster vel gerð kvik-' mynd, skemmtheg og spennandi. Sumum hefur fundist óviðeigandi að gera úr alvörusakamanni hálfghd- ings hetju sem áhorfendum hkar við frá byrjun, en þær raddir heyrast aðeins hjá íhaldssömum Bretum. Almenningur kann svo sannarlega að meta þessa ágætu skemmtun. -HK habitat, LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK, S. 91-625870. Vönduð og falleg gjáfavara í eldhúsið. Hringið og pantið vörulista Habitat 1988. Póstverslun um land allt. 91-625870 eldhúsið VISA EURQCARD Vínglös - kristall, verd frá kr. 150. Ofnpottur, leir, f/kjúklinga o.fl., kr. 585. 24 st. hnífapör m/upphengi, kr. 1.960. MUNID AFSLATTARKORTID SEM VEITIR VIÐSKIPTAVINUM HABITAT GÓÐAN AFSlATTI Teflon álpönnur, veró frá kr. 680. Sósuhitari, leir, kr. 695. BARTON matar- og kaffistell, dæmi: 6 manna (30 stk.) kr. 9.306. STÖBIN SEM HLUSTMD SR 'R / ...29 TOPPNUMi Ók>f María Úlfarsdóttir ■■ á laugardögum frá 16-18. Ölöf María feryfir stöðu 40 vinsælustu laga landsins í hverri viku. Hér er ekki þurr upptalning á númerum heldur margþætturfróðleikur um listamennina sem flytja lögin. Hlust- endum íslenska listans er þoðið I ævintýraferð um tónlistarheiminn á laugardögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.