Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUK 15. OKTÓBER 1988. 49 Knattspyma unglinga 2. flokkur: Valsmenn í ham gegn ÍR-ingum - Lárus markvörður hefur skorað tvö mörk ÍR-liðið er ekki svipur hjá sjón nú ef miðað er við frammistöðu þess í riðlakeppni íslandsmótsins í 2. flokki þar sem þaö sigraði í B-riðli. Á haust- mótinu var það því fremur létt bráð fyrir frískt Valslið sem sigraði 4-0. Val vantar aftur á móti herslumun- inn til að vera samhliöa KR-ingum að stigum. Jafnteflið gegn KR var góður árangur en 1-1 gegn Fram ger- ir að öllum líkindum út um mögu- leika'á sigri (sjá töflu). Mörk Vals í leiknum gegn ÍR gerðu þeir Þóröur Bogason og Gunnlaugur Einarsson, 2 mörk hvor. Athygli vek- ur að Lárus Sigurösson, markvörður Valsliðsins, hefur gert 2 mörk (víta- spyrnur) og er hann að öllum líkind- um markahæstur markvarða á öllu landinu eftir keppnistímabilið. Þórð- ur Bogason er markahæstur Vals- - Þetta er stórkostlegasti mark- mannssamningur sem ég hef gert. 10 þúsund kall fyrir hvert mark sem ég skora. Frábært!!! manna í haustmótinu með 11 mörk. -HH Þetta er hinn röggsami fyrirliði 6. flokks KR, Arnar Jón Sigurgeirsson. Hann er hér nýbúinn að taka viö verðlaunum eftir sigur á KA i úrslitaleik í bráðabanakeppni íslands sem KR vann, 4-2. Úrslitaleikurinn fór fram á Framvelli og er myndin tekin i Framheimilinu. Þar var margt um manninn og gestkvæmt því uppskeruhátið 1. deildarliðanna var sama kvöld. Það kom því vel út að Ijúka bráðabanakeppninni á þessari stundu. Pétur Ormslev afhenti sigurvegurunum verðlaunin. DV-mynd HH Frá leik 3. flokks KR og Fram í A-riðli íslandsmótsins, sem Framarar unnu, 3-0. Framarar eru i sókn og sóknar- menn þeirra, Rikarður Daðason og Friðrik Sigurðsson, reyna að skalla að marki KR. Markvörður KR-inga, ívar Reynisson, reynir að trufla og tekst það reyndar en svona í leiðinni gefur hann Friðrik smáklapp á kinnina, svona upp á gamlan kunningsskap. DV-mynd HH Úrslitleikjaá haustmótinu . ■ T , 2. flokkur: Víkingur-Fram 5-0 Fy lkir - Leiknir -1-0 Þróttur - KR 0-5 3. flokkur (A): V íkingur - Þróttur 6-1 Leiknir - KR 1-8 Staðan í 2. og 3. flokki Ólokið er keppni í 2. fl. og 3. fl. (A) á haustmóti KRR. Staöan eftir leiki síð- ustu helgár er þéssi: 2. flokkur: Valur Víkingur ÍR Fram Fylkir Þróttur Leiknir b a 1 U 2Í>- 4 11 6 4 2 0 25- 8 10 6 4 0 2 10- 8 8 6 3 0 3 9-10 6 6 2 1 3 6-13 5 6 2 0 4 9-18 4 6 2 0 4 6-23 4 6 0 0 6 2-26 0 Síöasta umferðin verður leikin í dag ogámorgun. 3.f|0kkur(A) Fylkir Fram KR Víkingur Vaíur Leiknir Þróttur 4 4 0 0 25- 3 8 3 3 0 0 24- 1 6 5 3 0 2 16- 7 6 4 2 0 2 12- 8 4 4 1 0 3 6-14 2 3 0 0 3 5-18 0 3 0 0 3 3-28 0 Leikur Fylkis og Fram, sem var frestað, verður nk. þriðjudag á gervi- grasinu kl. 18.10. 3. flokkur (A): Stórsigur KR-inga KR-ingar unnu léttan sigur á Leikni í 3. flokki (A) sl. sunnudag. Lokatölur urðu 8-1 fyrir KR-inga. Kristinn Kjærnested og Árni Sig- urðsson gerðu báðir þrennu og Sig- urður Ómarsssn 2 mörk. Kristinn er langmarkahæstur sinna félaga í haustmótinu, með 10 mörk. Mark Leiknis gerði Alfreð Clausen. Hann er og iðinn við kolann því drengur- inn gerir yfirleitt eitt mark í leik sem erfrábært. -HH Grunnskólamót KRR Grunnskólamót KRR hófst sl. laug- ardag með fjórum leikjum. Mesta athygli vöktu hinir stóru sigrar Breiðholtsskóla í A-riðli og Álfta- mýrarskóla í B-riðli. Annars urðu úrslit leikja sem hér segir: A-riðill: Hagaskóli-Hvassaieitisskóli 2-1 Breiðholtssk.-Æfingaskóli KHÍ 5-1 B-riðill: Ölduselsskóli-Réttarholtsskóli 1-0 Austurbæjarsk.-Áiftamýrarskóli 1-8 Mörk Álftamýrarskóla: Kristján Baldursson 4, Vilhjálmur Vilhjálms- son 3 og Gísli Róbertsson 1. - Mark Austurbæjarskóla gerði Kristján Magnússon. Fjórir leikir í dag í dag leiða saman hesta sína í A-riðli: Hólabrekkuskóli-Hagaskóli kl. 9.30 Hvassal.sk.-Breiðag.sk. kl. 10.50 B-riðill: Fellaskóli-Ölduselsskóli kl. 12.10 Réttarh.sk.-Austurb.sk. kl. 13.30 Mótið heldur áfram næstu helgi, 22. október, og þá mætast þessir skól- ar: Breiðh.sk.-Hólabrekkusk. kl. 9.30 Æf.sk. KHÍ-Hvassal.sk. kl. 10.50 Austurbæjarsk.-Fellask. kl. 12.10 Álftamýrarsk.-Réttarh.sk. kl. 13.30 Mótinu lýkur 13. nóvember með úr- slitaleik. -HH. - Þaö er alltaf sama plágan þeg- ar skólamótin fara i gang. Sérðu, læknir, hvort það var tíkall eða fimmtíukall sem hann gleypti í þetta skipti??? Gústi „sweeper“: - Ég ber aldrei neina virðingu fyrir andstæðingunum! Ekki til i dæminu!!! 3. flokkur Akurnesinga stóð sig með miklum ágætum á því keppnistímabili sem nú er að enda. Strákarnir töpuðu engum leik í íslandsmótinu og léku um 3. sætiö gegn Fylki og sigruðu þá, 3-1. Myndin er tekin á Tungubökkum í Mosfellssveit eftir leikinn gegn Aftureldingu i riðlakeppninni þar sem strákarn- ir sigruðu, 4-0. Liðið lék mjög skemmtilega knattspyrnu og árangurinn er náttúrlega eftir því. Þjálfari liösins er gamla landsliðskempan, Matthías Hall- grímsson. DV-mynd HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.