Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Qupperneq 33
LAUGARDAGUK 15. OKTÓBER 1988. 49 Knattspyma unglinga 2. flokkur: Valsmenn í ham gegn ÍR-ingum - Lárus markvörður hefur skorað tvö mörk ÍR-liðið er ekki svipur hjá sjón nú ef miðað er við frammistöðu þess í riðlakeppni íslandsmótsins í 2. flokki þar sem þaö sigraði í B-riðli. Á haust- mótinu var það því fremur létt bráð fyrir frískt Valslið sem sigraði 4-0. Val vantar aftur á móti herslumun- inn til að vera samhliöa KR-ingum að stigum. Jafnteflið gegn KR var góður árangur en 1-1 gegn Fram ger- ir að öllum líkindum út um mögu- leika'á sigri (sjá töflu). Mörk Vals í leiknum gegn ÍR gerðu þeir Þóröur Bogason og Gunnlaugur Einarsson, 2 mörk hvor. Athygli vek- ur að Lárus Sigurösson, markvörður Valsliðsins, hefur gert 2 mörk (víta- spyrnur) og er hann að öllum líkind- um markahæstur markvarða á öllu landinu eftir keppnistímabilið. Þórð- ur Bogason er markahæstur Vals- - Þetta er stórkostlegasti mark- mannssamningur sem ég hef gert. 10 þúsund kall fyrir hvert mark sem ég skora. Frábært!!! manna í haustmótinu með 11 mörk. -HH Þetta er hinn röggsami fyrirliði 6. flokks KR, Arnar Jón Sigurgeirsson. Hann er hér nýbúinn að taka viö verðlaunum eftir sigur á KA i úrslitaleik í bráðabanakeppni íslands sem KR vann, 4-2. Úrslitaleikurinn fór fram á Framvelli og er myndin tekin i Framheimilinu. Þar var margt um manninn og gestkvæmt því uppskeruhátið 1. deildarliðanna var sama kvöld. Það kom því vel út að Ijúka bráðabanakeppninni á þessari stundu. Pétur Ormslev afhenti sigurvegurunum verðlaunin. DV-mynd HH Frá leik 3. flokks KR og Fram í A-riðli íslandsmótsins, sem Framarar unnu, 3-0. Framarar eru i sókn og sóknar- menn þeirra, Rikarður Daðason og Friðrik Sigurðsson, reyna að skalla að marki KR. Markvörður KR-inga, ívar Reynisson, reynir að trufla og tekst það reyndar en svona í leiðinni gefur hann Friðrik smáklapp á kinnina, svona upp á gamlan kunningsskap. DV-mynd HH Úrslitleikjaá haustmótinu . ■ T , 2. flokkur: Víkingur-Fram 5-0 Fy lkir - Leiknir -1-0 Þróttur - KR 0-5 3. flokkur (A): V íkingur - Þróttur 6-1 Leiknir - KR 1-8 Staðan í 2. og 3. flokki Ólokið er keppni í 2. fl. og 3. fl. (A) á haustmóti KRR. Staöan eftir leiki síð- ustu helgár er þéssi: 2. flokkur: Valur Víkingur ÍR Fram Fylkir Þróttur Leiknir b a 1 U 2Í>- 4 11 6 4 2 0 25- 8 10 6 4 0 2 10- 8 8 6 3 0 3 9-10 6 6 2 1 3 6-13 5 6 2 0 4 9-18 4 6 2 0 4 6-23 4 6 0 0 6 2-26 0 Síöasta umferðin verður leikin í dag ogámorgun. 3.f|0kkur(A) Fylkir Fram KR Víkingur Vaíur Leiknir Þróttur 4 4 0 0 25- 3 8 3 3 0 0 24- 1 6 5 3 0 2 16- 7 6 4 2 0 2 12- 8 4 4 1 0 3 6-14 2 3 0 0 3 5-18 0 3 0 0 3 3-28 0 Leikur Fylkis og Fram, sem var frestað, verður nk. þriðjudag á gervi- grasinu kl. 18.10. 3. flokkur (A): Stórsigur KR-inga KR-ingar unnu léttan sigur á Leikni í 3. flokki (A) sl. sunnudag. Lokatölur urðu 8-1 fyrir KR-inga. Kristinn Kjærnested og Árni Sig- urðsson gerðu báðir þrennu og Sig- urður Ómarsssn 2 mörk. Kristinn er langmarkahæstur sinna félaga í haustmótinu, með 10 mörk. Mark Leiknis gerði Alfreð Clausen. Hann er og iðinn við kolann því drengur- inn gerir yfirleitt eitt mark í leik sem erfrábært. -HH Grunnskólamót KRR Grunnskólamót KRR hófst sl. laug- ardag með fjórum leikjum. Mesta athygli vöktu hinir stóru sigrar Breiðholtsskóla í A-riðli og Álfta- mýrarskóla í B-riðli. Annars urðu úrslit leikja sem hér segir: A-riðill: Hagaskóli-Hvassaieitisskóli 2-1 Breiðholtssk.-Æfingaskóli KHÍ 5-1 B-riðill: Ölduselsskóli-Réttarholtsskóli 1-0 Austurbæjarsk.-Áiftamýrarskóli 1-8 Mörk Álftamýrarskóla: Kristján Baldursson 4, Vilhjálmur Vilhjálms- son 3 og Gísli Róbertsson 1. - Mark Austurbæjarskóla gerði Kristján Magnússon. Fjórir leikir í dag í dag leiða saman hesta sína í A-riðli: Hólabrekkuskóli-Hagaskóli kl. 9.30 Hvassal.sk.-Breiðag.sk. kl. 10.50 B-riðill: Fellaskóli-Ölduselsskóli kl. 12.10 Réttarh.sk.-Austurb.sk. kl. 13.30 Mótið heldur áfram næstu helgi, 22. október, og þá mætast þessir skól- ar: Breiðh.sk.-Hólabrekkusk. kl. 9.30 Æf.sk. KHÍ-Hvassal.sk. kl. 10.50 Austurbæjarsk.-Fellask. kl. 12.10 Álftamýrarsk.-Réttarh.sk. kl. 13.30 Mótinu lýkur 13. nóvember með úr- slitaleik. -HH. - Þaö er alltaf sama plágan þeg- ar skólamótin fara i gang. Sérðu, læknir, hvort það var tíkall eða fimmtíukall sem hann gleypti í þetta skipti??? Gústi „sweeper“: - Ég ber aldrei neina virðingu fyrir andstæðingunum! Ekki til i dæminu!!! 3. flokkur Akurnesinga stóð sig með miklum ágætum á því keppnistímabili sem nú er að enda. Strákarnir töpuðu engum leik í íslandsmótinu og léku um 3. sætiö gegn Fylki og sigruðu þá, 3-1. Myndin er tekin á Tungubökkum í Mosfellssveit eftir leikinn gegn Aftureldingu i riðlakeppninni þar sem strákarn- ir sigruðu, 4-0. Liðið lék mjög skemmtilega knattspyrnu og árangurinn er náttúrlega eftir því. Þjálfari liösins er gamla landsliðskempan, Matthías Hall- grímsson. DV-mynd HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.