Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Breidsíðan Fékk staríið í arf frá Jónínu Ben - segir Halldóra Bjömsdóttir sem sér um morgunleikfimi útvarpsins skllnaöi Whoopi Goldberg hefur ákveðið að skilja við sinn ástkæra eigin- „Ég fékk þetta starf í arf frá Jónínu Benediktsdótt- ur,“ segir Halldóra Björns- dóttir sem sér um þaö fyrir Ríkisútvarpiö hvern virk- an morgun 1 vikunni aö rífa landsmenn fram úr rúmunum til aö taka nokkrar léttar æfmgar. „Ég var að vinna fyrir Jónínu þegar hún hætti og hún benti á mig. Það varð úr aö ég tók starfið,“ segir Halldóra. Hún hefur nú séð um morgunleikfimina í nokkra mánuði án þess að mikið fari fyrir. Fyrir- rennarar hennar hafa látið meira. „Ég er svo hóg- vær,“ útskýrir Halldóra. Fólk í salnum „Mér líkar mjög vel 1 þessu starfi," segir hún. „Ég reyni alltaf að hafa fólk með mér viö æfingarnar til að gera þær eðlilegri. Það er reyndar misjafnt hvernig mér gengur að draga fólk með mér. Ef fólk er-í salnum við upptökur fmn ég að ég er að tala til einhvers og æfingarnar verða eðlilegri. Það er hægt að leiðrétta fólk og eins hætt- ir stjórnandanum til að fara of hratt í æfingarnar ef enginn gerir þær um Halldóra Björnsdóttir, æfingameistari í morgunleikfiminni, og sonurinn, Kjartan Þór. DV-mynd KAE leið. Ég fæ starfsfólk hér í útvarpinu og vini og vandamenn til að vera með mér.“ Halldóra er íþróttafræðingur að mennt. Hún lærði í Kanada eins og margir aðrir íþróttafræðingar hér á landi. „Þetta er tískufag," segir Halldóra. „Fólk hugsar mikið um að þjálfa líkamann þótt það sé reyndar alls ekki ný bóla.“ Halldóra segist halda sjálfri sér í formi heilsunnar vegna en ekki um- fram það. Hún keppti áður fyrr á skíðum en er hætt því núna. „Ég fékk áhuga á skíðaíþróttinni þegar fóður- bróðir minn bauð mér á námskeið í Kerlingarfjöllum," segir hún. „Ég var þá 10 ára. Eftir það æfði ég reglu- lega og náði ágætlega langt þótt ég yrði aldrei íslandsmeistari. Ég keppti síðast árið 1981.“ Kennir þroskaheftum Að jafnaði vinnur Halldóra sem íþróttakennari í Öskjuhlíðarskólan- um sem er sérskóli fyrir þroskaheft börn. Hún byrjaði þar í haust. „Það er mjög skemmtilegt að kenna- þess- um börnum," segir Halldóra. „Ég hef ekki kennt í skóla áður en ég geri ráð fyrir að það þurfi að hafa meira fyrir þeim en öðrum en þetta er samt mjög gaman. Ég vann áður nokkur sumur á Reykjalundi." Halldóra er í sambúð meö Birgi Þór Baldurssyni sem einnig er kennari. Þau eiga einn son sem heitir Kjartan Þór. -GK Þú ert 2000 krónum ríkari Stundum er ekki ástæða til að brosa við tilefni sem þetta. Hér var þó ekki alvara lífsins á ferðinni heldur aðeins æfing og svo virðist sem allt hafi gengið að óskum. Því er ástæða til að verðlauna þá brosmildu lengst til hægri á myndinni. Hún getur komið hingað á ritstjórn helgarblaðs DV, Þverholti 11, og vitjað peninganna sinna. DV-mynd S mann. Sá heitír David Claessen og er hollenskur kvikmynda- tökumaður. Þau kynntust árið 1986 þegar þau unnu saman að töku heimildarmyndar. Goldberg er nú 38 ára gömul en eiginmaður hennar tíu árum yngri. Þau hafa ekki búið saman nú um skeið og illar tungur segja reyndar að hjónabandið hafi ver- ið misheppnað frá upphafi. Gold- berg býr nú með Eddie Gold sem einnig er kvikmyndatökumaöur. Goldberg hefúr hlotíð mesta frægð fyrir leik sinn í Purpura- litnum. Hún hefur einnig komið fram í gamanmyndum ognú leik- ur hún í mynd sem á að heita Hjarta Klöru og verður senn til- búin tíl frumsýningar. Marilyn Monroe gefur mönnum enn tilefni til að þræta Málaferli vegna ástarbréfs eru nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Þaö er kona að nafni Anna Stras- berg sem hótar að kæra ef ástar- bréf sem Marilyn Monroe skrif- aði manni sínum, Joe DiMaggio, veröur selt á uppboði. Anna þessi er ekkja Lee Stras- berg sem eitt sinn var eiginmaður Marilyn Monroe. Anna heldur því. ffam að Monroe hafi arfleitt Lee að öllum eigum sínum og því eigi hún sera ekkja hans kröfu til þessara eigna. Bréfið var skrifað árið 1962, skömrau áður en Monroe lést, Ekkert hefur verið vitað um það áður. Ef svo fer fram sem horfir verður bréfið boðið upp þann 25. þessa mánaðar. Elvis Presley er nú aftur kominn í útlegð tii Þýskalands. Bronsstytta af Elvis Presley var hífö frá boröi í höfninni í Bremer- haven í Vestur-Þýskalandi þann fyrsta þessa mánaöar. Styttan er í fullri hkamsstærð. Þennan dag voru nákvæmlega 30 ár hðin frá því rokkgoöið gekk niður landganginn á herflutn- ingaskipi í þessari sömu höfn. Hann var þá pð hefja þjónustu sína í bandaríska hernum í Þýskalandi en merkum kafla í sögu rokksins að ljúka. Stytfan var gerð í Lundúnum. Henni veröur komið fyrir viö herstöðina í Bad Nauheim þar sem Presley hafði aösetur þann tí ma sem hann var í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.