Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. 13 T T-r>páhaldsmatur á suimudegi Gamaldags klassískur Vestmanna- eyjalundi - frá Páli Magnússyni fréttastjóra Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðv- ar 2, leggur að þessu sinni til í sunnu- dagsmatinn það sem hann kaliar „klassíska, gamaldags Vestmanna- eyjauppskrift aö lunda“. Nú er nóg af lunda á markaðnum eftir gott veiðisumar og krásimar á góðu verði. „Ég veiddi mikið af lunda í sum- ar,“ sagði Páll. „Ég fór í Bjarnarey í sumar eins og önnur sumur og það gaf vel af sér. Það fylgir því líka allt- af sérstök stemning að borða það sem maöur hefur veitt sjálfur. Þá spillir heldur ekki að matreiða bráðina sjálfur." Páll mælir með því aö aðeins bring- urnar séu notaðar enda er nú að mestu hætt að hamfletta lunda á annan hátt en að henda öllu öðru en bringunum. Bringurnar eru brúnaðar vel á pönnu með salti og pipar. Fullvöxn- um mönnum þarf að ætla tvær til þrjár bringur en börn borða ekki fleiri en eina. Brúnaðar bringumar eru settar í pott og vatniö látið vera við það að fljóta yfir þær. Vatnið má ekki vera of mikið til að soðið verði gott. Bring- umar eru soðnar í einn og hálfan til tvo tíma eftir smekk. í vatnið er sett smjörklípa eða svínaspekk til að gera kjötið meyrara. Eftir aö bringurnar hafa verið færðar upp er soðið síað eða það fleytt með fiskispaða. „Soðið er mjög gott og hentar vel í sósuna sem er aðalatriðið. í hana má bæta salti og pipar eftir smekk og ég bragðbæti hana oft með gráðaosti," segir Páll. Sósan er þykkt með maisenamjöli og bætt með rjóma áður er hún er borin fram. Páll mæhr með brúnuðum kartöfl- um í meölæti og salati sem búíð er til úr eplum, seUeríi og banana- og appelsínujógúrt. PáU segir að í Vestmannaeyjum telji margir best að sjóða lundann nokkru áður en hann er borinn fram. Lundinn er þá látinn kólna í soðinu og hitaður upp aftur þegar komið er að matmálstíma. Með þessu móti á lundinn að veröa bragömeiri. Páll mæhr með kraftmiklu rauð- víni með. Chateu Fonteres er efst á óskaUstanum hjá Páli. „Þetta er með betri rauðvínum sem fást í Ríkinu núna og einnig eitt það ódýrasta,“ segir Páll. I þessa uppskrift fara því: lundabringur, 2-3 á mann svínaspekk eða smjör gráðaostur rjómi maisenamjöl salt og pipar í salatið: epli sellerí banana- og appelsínujógúrt ERTÞUIVANDA VEGNA VÍMU ANNARRA? Brengluð tjáskipti á heimilum geta skapað mikla vanlíðan. Oft er orsök vandamálsins misnotkun áfengis eða annarra vímuefna. Hér gæti verið um að ræða foreldri, maka, systk- ini eða barnið þitt. Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í líðan þinni: • Erfitt að tjá tilfinningar • Erfitt að taka sjálfstæðar ákvarðanir • Skortur á sjálfstrausti • Skömmustutiifinning og sektarkennd • Kvíði og ótti Við ætlum að benda þér á leiðir til betra lífs á námskeiðum sem hefjast á næstu dögum í Þverholti 20, Reykjavík. A. Næsta kynningarnámskeið laugard. 22. okt. kl. 9.00-17.00. B. 10 vikna framhaldsnámskeið (einu sinni í viku) byrja í lok okt. Skráning hafin. Sigurlína Davíösdóttir Ragnar Ingi Aðalsteinsson , Nafnleynd og algjör trúnaður. Nánari upplýsingar í síma 623550. A^KRýSUVfKURSAMljÍKIN Páll Magnússon segir að best sé að hafa veitt iundann sjálfur. DV-mynd GVA Nýir íslenskir skrautveggir # ■ a syningu 20% kynningarafsláttur um helgina ídag ogámorgun frá kl. 14—18 verður sýning á TH B skilrúmum í Smiðsbúð 12 í Garðabæ. Hér er um að ræða hilluveggi, skápa- veggi, glerveggi og skrifstofuveggi. Þetta eru skilrúm sem ýmist halda eða brjóta sjónlinu i vistarveru, opin eða iokuð. Framleiðslan hentar sem skilrúm eða skrautveggir, t.d. á milli eldhúss og stofu eða gangs, þar sem stóru rými er skipt niður, einnig i skrifstofur o.il.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.