Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Sæl og blessuð!... Sovétrikin eiu að poppast upp smámsam- an, ekki nóg með að vestrænir popparar séu famir að vera daglegir gestir austan við tjald og sovéskir popparar vestan við tjald. heldur er sovéskt popp- timarit farið að birta banda- ríska Billboard vinsaaldalist- ann!... Bandaríska hljómsveitin The Beastie Boys hefur yfirgefið hljómplötufyrirtækiö Def Jam Records og eru liðsmenn hljóm- sveitarinnar byrjaðir að endur- virma plötu sem þeir voru með i vinnslu hjá fyrirtækinu. Def Jam er dótturfyrirtæki CBS hl jómplötufyrirtækisins og þar á bæ segja menn að Beastie Boys séu með þessu uppátæki að stefna framtið sinni í voða því langvinn málaferli séu i uppsiglingu... Á næstunni kem- ur út tvöfalt plötualbúm þar sem ýmsir heimsfrægir lista- menn leggja sitt af mörkum til minningar um bandariska þjóð- lagasöngvarann Woodie Gut- hrie. Meðal stómafna á þessum plötum má nefna U2. Bruce Springsteen og Bob Dylan... Breska tríóið Bros hefur höfðað mál á hendur blaðinu The Sunday People fyrir að bendla hljómsveitina við glæpsamlegt athæfi. Málavextir em þeir að í sömu ibúðarblokk og einn Bros bræðra býr komst upp eiturlyfjasala. The Sunday Pe- ople blés málið upp og fór ekk- ert í launkofa með hver væri nágranni dópsalans. Og til þess að allir lesendur gætu betur gert sér grein fyrir þessu öllu var birt mynd af húsinu þar sem ibúðir eitursalans og popparans vom rækilega merktar... Hum- an League. sem eitt sinn sótti okkur heim, er nú vöknuð til lífsins eina ferðina enn. Ný smáskifa er væntanleg frá sveitinni með laginu Love Is All That Matters.... Forsöngv- ari irsku þjóðiagaponkaranna The Pogues. Shane McGowan, var lagður inn á spítala á dögunum vegna taugaálags... Gömlu brýnin i Greatful Dead enduðu á dögunum mikla tón- leikaröð i Madison Square Garden i New York. Undir lok niundu og siðustu tónleikanna birtist mikill stjörnufans á sviðinu og tók lagið með Jerry Garcia og félögum. Mátti þar sjá Hall & Oates, Suzanne Vega og Bruce Hornsby & The Range svo einhverjir séu nefndir... bless... -SþS- Popp DV Frá Auchtermuchty til Leith Það er ekki greindarlegri ásjónu fyr- ir að fara hjá þeim bræðrum Craig og Charlie Reid í Proclaimers en á bak við hnausþykk gleraugu pilt- anna býr hæfileiki sem þeir hafa tek- ið inn með móðurmjólkinni og þróað svo eftir þeim var tekið. Söngur og hljóðfærasláttur fórst þeim betur úr hendi en öðrum tvíburum í Auch- termuchty og í lok árs 1986 var einum aðdáanda bræðranna farið að leiðast þófið. Honum fannst hlédrægni pilt- anna helst til mikil þannig að hann tók af skarið sjálfur og sendi Paul Heaton, söngvara Housemartins, hráa demoupptöku með tvíeykinu. Þar með má segja að frægðarsól dúettsins hafi kviknað því Paul bauð bræðrunum að hita upp fyrir Housemartins í stórum Bretlandstúr í upphafi árs 1987. í kjölfarið var þeim boðið að koma fram í sjón- varpsþættinum Tube auk þess að vera hampað í bresku tónlistarblöð- unum. This Is the Story Vorið 1987 sendi Proclaimers frá sér lagið Throw the ’R’ away, smell- inn brag sem oft heyrðist á öldum ljósvakans hér á landi þá um sumar- ið. í kjölfarið fylgdi fyrsta breiðskífa þeirra Reidbraeðra, This Is the Story. Tónhstin var hressilegt kassagítar- rokk, raddsett snilldarlega á einlæg- an en húmorískan hátt. Fleiri hljóð- færi en raddir og gítarar voru ekki notuð á plötunni, sem endurspeglar styrk tónlistar og flytjenda. Af lögum This Is the Story bar mest á Letter from America, sterkum ádeilubrag á stjórn efnahagsmála í Skotlandi sem vakti athygli á landflótta atvinnu- leysingjum. Lagið varð á tímabih í vetur almennur baráttusöngur lág- stéttanna í Skotlandi og mikið sungið á fótboltavöllum landsins. Leith Nýja plata Proclaimers, Sunshine on Leith, er einkum óhk hinni fyrri hvað hljóðfæraskipan áhrærir. Trommur og ýmis hljóðfæri, sem hægt er að stinga í samband við raf- magn, eru notuð á nýju plötunni en voru bræðrunum framandi og fjar- læg á This Is the Story. Lögin eru engu að síður gædd sama ferskleika og áður, laglínur léttar og skemmtílegar. Sunshine on Leith er í hehd aðgengilegri en frumburður- inn án þess að vera léttvæg og text- arnir eru fjölbreyttari en áöur. Smá- skífulagið I’m Gonna Be er t.d. ástar- söngur með gamla laginu og lagið Sean er theinkað ungum syni Charlie. Hefur texti þess lags yfir sér föðurlegt yfirbragð þar sem ekki eru hafðar neinar vöflur á hlutunum, heldur strax imprað á helstu stað- reyndum lífsins: „The best one came from Tupelo, Mississippi, I’ll teh you now...“ Bræðurnir Craig og Charlie Reid í Proclaimers. U2: Rattle and Hum Frá árinu 1983 hefur það ávallt tahst th tíðinda þegar rokkrisar 9. áratug- arins, hljómsveitin U2 sendir frá sér plötu. í vikunni var 6. stúdíoplata hljómsveitarinnar gefin út og sú fyrsta tvöfalda sem U2 lætur frá sér fara. Plötumar tvær (einn diskur) inni- halda 72 mínútur af tónhst sem deh- ist niður á 17 lög. Hér er ekki ætlun- in aö setjast í Lögréttu og dæma grip- inn heldur aðeins að renna yfir laga- hsta Rattle and Hum og láta smá- væghegar staðreyndir faha um hvert lag plötunnar. Vonandi verður þetta U2 aðdáendum th ánægju og yndis- auka er þeir fá tónhst plötunnar í eyru í fyrsta sinn. Helter Skelter: Útgáfa U2 á þessum Bítla-klassíker Lennons og McCart- ney’s, hljóðritað í Denver síðasthð- inn vetur. Van Diemen’s Land: Eitt hinna nýju U2 lága. Textinn eftir gítarleik- arann The Edge sem einnig syngur lagið. Theinkað írska skáldinu John Boyle O’Rehly. Desire: Nýtt lag og fyrsta smáskífu- lag Rattle and Hum. Fór á topp breska hstans strax í aqnarri viku, en féh í annað sætið í þessari viku. Hljóðritað í heimaborg hljómsveitar- innar fyrr á árinu. Hawkmoon 269: Nýtt U2 lag, hljóð- ritað í Los Angeles. Bob Dylan pump- ar aldinn Hammond garm í laginu. Ah along the Watchtower: Utgáfa U2 á þessu gamla Dylan klassíker. Hljóðritað á Save the Yuppie tónleik- unum í San Francisco 8. nóv. í fyrra. I Sthl Have n’t Found ... : Gospel útgáfa lagsins þar sem ýmsir gesta- söngvarar stigu á sviö með U2 í Madi- son Square Garden. Freedom for my People: U2 kemur ekkert nálægt þessu lagi. Þetta er 38 sek. verk tveggja götumúsíkanta frá New York. Shver and Gold: Bono samdi þetta lag upphaflega fyrir Sun City plötuna góðkunnu. Hljóðritað á tónleikum í Colorado. Pride: Þetta er orðið klassískt U2 lag. Hér í hljómleikaútgáfu. Angel of Harlem: Nýtt U2 lag, hljóð- ritaö í hinu fræga Sun stúdíói í Memphis. Einkar óvenjulegt af U2 að vera, „soul“ andi svífur yfir vötn- um, espaður af brass-bandi. „Love Rescue Me: Nýtt U2 lag, sam- ið í félagi við Bob Dylan sem og syng- ur bakrödd. When Love Comes to Town: Hressi- legur blúsari þar sem B.B. King og Bono fara á kostum. Heartland: Nýtt frá U2. Brian Eno heiðrar hljómsveitin með nærveru sinni. Hann leikur á hljómborð. God Part 11: Nýtt lag, hljóðritaö í Los Angeles. * The Star Sprangled Banner: Útgáfa Jimi Hendrix á bandaríska þjóð- söngnum. U2 notaði þennan stúf sem forleik að Bullet the Blue Sky á tón- leikum. All I Want Is You: Nýtt frá U2. Benmont Tench úr Hjartarbrjótum Tom Pettys er á hljómborði í þessu lagi. Um útsetningar á Rattle and Hum sá hinn frægi Jimmy Iovine og vekja athygli htil afskipti Brian’s Eno.af gerð hennar. Hvað um það Para- mount Pictures frumsýna sam- nefnda mynd um U2 seinna í þessum mánuði og verður fróðlegt að sjá hversu fljótt hún berst hingaö til lands. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.