Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. 17 Systirin í aðalhlutverki I skugga hrafnsins leikur Tinna, systir Hrafns, aðalhlutverkið og enn þarf hann að svara fyrir sögur um að hann sé að hygla ættingjum sín- um. „Þetta er svo lítiö þjóðfélag," segir Hrafn og brosir. „Ég get eðlilega ekkert að því gert þótt móðir mín og systir séu leikkonur og mágur minn Helgi Skúlason eftir slaginn um hvalinn. Samvinna hans og Hrafns hefur staðið í 14 ár. Sune Mangs og Kristbjorg Kjeld I hlutverkum blskupshjónanna. ekki tilbúinn til að sýna honum og gera sjálfur. Ég útfæri alla hluti fyrst sjálfur áöur en leikarinn gerir það ef einhver hætta er á ferðum. Leik- stjórinn er herforingi sem leiðir flokk manna í gegnum undarlegan og óraunverulega heim. Þetta starf er miskunnarlaust og grimmt og því fylgir hrikalegur ein- manaleiki en um leið heimtar það mýkt, andlega snertingu við leikar- ann og árangur leikarans er það sem skiptir máli. Allt hitt eru bara um- búðir. Leikstjóri verður að einangra sig og gæta sín svo vel að missa ekki sjónar á hugsýninni. Það sem keyrir mig áfram er hugsýn sem heimtar að verða að mynd.“ Sýn á Hjalteyri „Ég var einu sinni staddur fyrir tilviljun á bryggjunni á Hjalteyri með Ingva Hrafni. Allt í einu sá ég sýn og þaö er kirkja úti á bryggjunni og síldarverksmiðjan að baki breytist í 12. aldar bæ. í einu vetfangi gengur upp sýnin sem hafði blundað í mér frá því ég var krakki. Um leið og þessi möguleiki hefur birst er ekki hægt að hætta fyrr en búið er að framkvæma hann. Eins er það með kirkjuna í Námaskarði. Einn daginn, þegar ég var þar á ferðalagi með fjöl- skyldunni, sá ég kirkju efst á fjallinu. Ég held að ég sé rómantískur innst inni þótt talað sé um hráan veruleika í myridunum. En það er líka viss bölsýni í minni rómantík. Það er svartsýn rómantik í Hrafninn flýgur. Gestur ætlar að frelsa systur sína og fara með hana aftur tíl írlands og heldur að hann geti snúið viö hjóli tónlistarmaður. Ég hef haft hundruö 'tækifæra til að trana mér og minni fjölskyldu fram. Ég hef bara ekki gert það. Ég var löngu búinn að lofa mér því að láta aldrei neinn úr fjölskyldunni leika í mínum myndum. Þetta er í fyrsta sinn sem þaö gerist. Ég byija stundum á að æfa leikara en skipti honum svo út viku fyrir tökur á myndinni. Þetta hefur gerst í öllum mínum myndum. í Hrafninn flýgur skipti ég Borgari Garðarssyni út fyrir Flosa Ólafsson viku fyrir töku. Þá allt í einu sá ég að karakterinn gekk ekki upp og ég fékk Flosa í hlutverkið. Þannig verð- ur að hugsa. Ekki vegna þess að Borgar væri verri leikari heldur hafði karakterinn breyst og dæmið gekk ekki upp. Það eitt skiptir máli aö dæmið gangi upp. Leikstjóri verður að vera það sterk- ur að hann geti skýrt út fyrir leikur- unum að hann verði aö skipta út. í svona starfi verður að halda öllu persónulegu fjarri. Það er árangur- inn sem skiptir máh. Það eina sem kvikmyndaleikstjóri má einblína á er hvemig mynd hann ætlar sér að gera. Hinn endanlegi dómur kemur þeg- ar verkið er sýnt. Þau tár, sem féllu meðan á upptökunni stóð, breytast í gleðitár ef verkið er vel heppnað.“ Drap Helgi sel? Ýmsar sögur hafa gengið um í skugga hrafnsins alveg frá því tökur á henni hófust. Hestaatið við Gullfoss varð frægt í fyrra. „Það er kraftmik- il sena,“ segir Hrafn sposkur. „Ég á líka að hafa neytt Helga Skúlason til að drepa sel. Ég neyði aldrei leikara til að gera neitt. Ég læt leikara aldrei gera það sem ég er Reine Brynolfsson og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverkum Trausta og ísoldar. tímans. Þetta er rómantísk andhetjudýrk- un. Þegar verk Gests er fullkomnaö visar systir hans honum á dyr. Ætl- unarverkið er unnið fyrir gýg. Þann- ig er þaö með flest mannanna verk.“ Gömul og nú hugboð „Hugmyndir mínar eru yfirleitt sóttar langt aftur í æsku mína eða löngu liðinn tíma og þær eru lengi aö þróast. Ég kem á stað og finn að ég á eftir að koma þangað aftur og þar á eitthvað eftir að gerast. Ég fann þetta þegar ég kom fyrst að Jökulsár- lóni fyrir 12 árum. Ég nota staðinn í upphafi myndarinnar í fyrrasumar. Þá voru hðin 10 ár. Ég trúi á hughrif og að þau búi í umhverfi og hlutum. Hugmynd eða tilfmning getur blundað í mér í tíu ár og hún er alltaf jafnný því tíminn er afstæður. Minningin ein stendur kyrr. Það þekkja flestir einhveija reynslu af þessu tagi. Það þykir ekk- ert undur þótt útvarpstransistor geti flutt mönnum boð. Við höfum sjáh miklu fullkomnara tæki en útvarp á milh axlanna og það heitir heih. Ég gef htið fyrir hehann ef hann hefur ekki upp á merkhegri mögxUeika að bjóða en venjulegt útvarp. Leyfi til að fara í heimsóknir Um áramótin hefst fjögurra ára leyfi frá Sjónvarpinu hjá Hrafni. „Ég fer að vinna að samnorrænum verk- efnum en ætla jafnframt að láta það eftir mér að taka frí,“ segir hann. „Ég hef aldrei gert það á ævinni. Ég ætla að taka góða heimsreisu og sinna heimboðum sem ég á allt frá Japan tfl Suður-Amer&u. Þegar komið er svona nærri frum- sýningu hugsa ég meira um að yrkja ljóð eða að skrifa. Ég vil ekki skipu- leggja framtíðina. Ég vU ekki búa til nýja mynd nema það sé sýn innra með mér sem ýtir mér af stað. Fjögurra ára leyfi þýðir ekki að ég sé hættur þjá Sjónvarpinu. Þetta er rétt eins og gerist í kosningum og menn sitja hjá í eitt kjörtímabU. Þetta er eitt kjörtímabU. Þaö er ágætt að skipta um á fjögurra ára fresti. Ég var búinn að lofa að klára Vikivaka, norrænu óperuna, og ætla að gera það og fleiri norræn verkefni. Annað er óráðiö," sagði Hrafn Gunnlaugs- son. -GK hlutverk í nýjustu myndinni. „í Blóðrauðu sólarlagi byijuðum við Helgi Skúlason að vinna saman. Hann fór þar með aðalhlutverkið," segir Hrafn. „Það var árið 1974 og nú, fjórtán árum seinna, fær hann útnefningu fyrir leik í myndunum í skugga hrafnsins og Leiðsögumann- inum. Ég held að ég hafi uppgötvað leik- stjómaraðferð mína mjög mikið í samvinnu við Helga. Þegar við gerð- um Blóörautt sólarlag var spuming- ing hvernig við gætum búið til kar- akter án þess að einbhna á skrifað samtal. Þá fóram við að búa til manninn. Hann átti að segja sögu í myndinni og við létum hann segja öftustu setninguna fyrst og segja sög- una aftur á bak - brutum upp text- ann. Við bmtum niður handritið og spurðum hvemig þessum manni hði án þess að hann segði nokkuð en beitti aðeins augunum og innri geð- hrifum. Þannig fann ég mína leik- stjómaraðferð mikið í gegnum Helga. Hann hafði mikh áhrif á mig sem leikari og ég hef skrifað hlut- verkin sem hann leikur í myndum mínum sérstaklega fyrir hann. Ég hef treyst mikið á Helga sem leikara og treysti á hans smekk og innsæi. Helgi leikur svohtið óvenjulegt hlutverk í í skugga hrafnsins. Hann leikur mann sem á stöðugt undir högg að sækja og er þjakaður af mjög erfiðri persónulegri reynslu. Þetta er aht öðmvísi hlutverk en hann hefur leikið í fyrri myndum. Leikarar eins og Helgi geta leikið aht frá betlara upp í konung. Það skiptir ekki máli hvort hlutverkið hann tekur að sér.“ Leikstjóri Leiðsögumannsins hefur sagt að hann hafi vahð Helga eftir að hann sá hann í Hrafninn flýgur. Hann hefur líka sagst hafa orðið fyr- ir miklu áhrifum frá myndinni. Hvað flnnst Hrafni um það. „Það er gaman að frétta slíkt,“ svarar hann. „Ég lít á það sem viðurkenningu ef einhver nennir að herma eftir því sem ég er að gera.“ í% rviÆMtAchia Átímum verðstöðvunar er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að neytendur hafi eftirlit með verðhækkun- um og reyni að fylgjast með verði á hverjum tíma. Til þess að auðvelda þetta hefur DV reglulega birt verðkannanir af ýmsum toga. Þær eiga að virka hvetj- andi á fólk að stunda verðgæslu upp á eigin spýtur. Neytendasíða DV kannaði verð á nokkrum vöruteg- undum í verslunum í Árbæ og Grafarvogi. Niðurstöð- urnar birtast á neytendasíðunni á mánudag. Þær eru um margt forvitnilegar og leiða í Ijós talsverð- an verðmun milli einstakra vörutegunda. Milli versl- ana í heild er hins vegar minni munur. ' 1 Ml Á síðustu árum hefur orðið til nýtt skólastig innan íslenska menntakerfisins og utan við lög þess og reglur. Sífellt fleiri launþegarsækja námskeiðsem tengjast endurmenntun og símenntun í starfi og er þá ekki meðtalin sú fræðsla sem á sér stað inni í fyrir- tækjunum. Þessi starfstengdu námskeiðsækir nær fjórðungurvinnuaflsá landinu. Állarstarfsstéttirsækja námskeið í sínum atvinnu- greinum: verkafólk, háskólafólk, opinberirstarfsmenn og starfsmenn einkafyrirtækja. Allir eiga kost á endur- menntun. í lífsstíl á mánudag verður fjallað um námskeiðagleði íslendinga og endurmenntun vinnandi manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.