Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. 65 Afmæli Ölafur F. Hjartar Ólafur F. Hjartar bókavöröur, Mosgeröi 9, Reykjavík, er sjötugur í dag. Ólafur Þóröur er fæddur á Suðureyri við Súgandaíjörð og varö stúdent frá MA1939. Hann lauk kennaraprófi 1942 og var kennari í bamaskólanum í Vestmannaeyjum 1942-1943, bamaskólanum á Siglu- firði 1943-1944 og gagnfræöaskólan- um á. Akranesi 1944-1946. Ólafur var í námi í bókasafnsfræði í School of Librarianship í University College í Lorídon 1946-1947 og aöstoöarbóka- vörður í Háskólabókasafninu 1947- 1953. Hann var kennari í gagnfræða- skólanum í Flensborg í Hafnarfiröi 1953- 1954 og lauk B A-prófi í ensku meö dönsku sem aukagrein frá HÍ 1954. Ólafur var kennari í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar í Rvík 1954- 1955 og starfsmaður íjármála- eftirlits skólamála 1955-1956. Hann var bókavörður í Borgarbókasfni Rvíkur 1957-1958 og í Landsbóka- safni íslands frá 1958, deildarstjóri 1. janúar 1973. Ólafur var stunda- kennari í bókasafnsfræði í HÍ1960- 1961 og 1963-1973 og organisti í stú- kunni Einingin nr. 14 um árabil. Hann var gæslumaður bamastú- kunnar Æskan nr. 11951-1954, 1959- 1961 og 1967-1971 og fram- kvæmdastjóri bindindis- og áfengis- málasýningar 1955. Ólafur var fræðslustjóri í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands 1957-1970 og í stjórn Bókavarðafélags íslands 1960- 1961 og 1963-1973 og í stjórn Útgarös 1979-1982. Rit Ólafs: Bóka- safnsrit 1,1952, Bókasafn IOGT, Bókaskrá, íslenska deildin, 1964, Vesturheimsprent 1968, Skrá um doktorsritgerðir íslendinga, prent- aðar og óprentaðar, 1966-1980, ís- lensk bókfræði, 1972, Eining - blað um bindindis- og menningarmál, Efnisskrá 1943-1971,1973. Meðhöf- undur: Alþingismannatal 1845-1975, 1978. Meöritstjóri ársritsins Vorbló- mið frá 1964, Söngbók unglingaregl- unnar, 1973. Ólafur kvæntist 27. desember 1947 Jóhönnu Sigríöi Sigurðardóttur, f. 22. júlí 1927. Foreldrar hennar eru Sigurður Guðmundsson, smiður á Akranesi, og kona hans, Guðlaug Ólafsdóttir. Börn Ólafs og Sigríðar em Svavar, f. 2. febrúar 1951, verk- stjóri í Svíþjóð, sambýliskona hans er Ulla Britt Söderlund; Sverrir, f. 29. júní 1955, við nám í guðfræði og hebresku í Uppsalaháskóla, sambýl- iskona hans er Marianne Blomberg, og Þóra, f. 18. desember 1960, fóstra í Rvík, gift Magnúsi G. Gunnarssyni guðfræðinema. Systkini Ólafs eru Sigríður, f. 4. nóvember 1914, gift Þórleifi Bjamasyni námsstjóra; Jón, f. 15. ágúst 1916, skrifstofumaður í Rvík, kvæntur Rögnu Hjartardótt- ur; Svavar, f. 7. júlí 1923, d. 12. febrú- ar 1933; Guðrún, f. 24. mars 1926, gift Adam Þorgeirssyni múrara á Akranesi, og Ingibjörg, f. 9. apríl 1928, gift Þorgils Stefánssyni, skrif- stofumanni á Akranesi. Foreldrar Ólafs vom Friðrik Hjartar, skólastjóri á Akranesi, og kona hans, Kristín Þóra Jónsdóttir. Föðurbróðir Ólafs var Ólafur, faðir Hjartar Hjartar, fyrrv. fram- kvæmdastjóra skipadeildar SÍS, og afi Ólafs Ragnars Grímssonar. Frið- rik var sonur Hjartar, b. í Arn- kötludal í Reykhólasveit, Bjarna- sonar, b. á Hamarlandi, Eiríksson- ar, b. á Rauðará í Rvík, Hjartarson- ar, af Arnarhólsættinni í Rvík. Móð- ir Friðriks var Sigríður Friðriks- dóttir, prófasts á Stað á Reykjanesi, Jónssonar, og konu hans, VaJgerðar Pálsdóttur, prests á Stað, Hjálmars- OlafurF. Hjartar sonar. Móðir Páls var Filippía Páls- dóttir, systir Bjarna landlæknis. Þóra var dóttir Jóns, íshússtjóra og útgerðarmanns á Suðureyri, Ein- arssonar, og konu hans, Kristínar Kristjánsdóttur, útgerðarmanns á Suðureyri, Albertssonar. Ólafur verður að heiman í dag. Pétur Pétursson Pétur Pétursson útvarpsþulur, Garðastræti 9, Reykjavík, er sjötug- ur á morgun. Pétur er fæddur á Eyrarbakka og var í námi í Kvöld- skóla alþýðu í Rvík veturinn 1935- 1936. Hann var í námi í lýðháskólan- um í Tama og í skólum sænska Alþýðusambandsins og samvinnu- sambandsins í Svíþjóð og Pittman’s College í London 1937-1938. Pétur var sendill og síðar bankaritari í Útvegsbanka íslands í Rvík 1931- 1942 og þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941-1955 og frá 1970. Hann var kaupmaður í Rvík og rak skrifstofu skemmtikrafta 1955-1970. Pétur var leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1950-1960 og auglýsinga- stjóri Alþýðublaðsins 1958-1959. Pétur hefur samið Réttvisina gegn Ólafi Friðrikssyni, 1986. Pétur kvæntist 8. mars 1941 Ingibjörgu Birnu Jónsdóttur, f. 2. desember 1919. Foreldrar hennar vom Jón Bjarnason, læknir á Kleppjárns- reykjum, og kona hans, Anna Krist- ín Kristjana Þorgrímsdóttir. Dóttir Péturs og Ingibjargar er Ragnheiður Ásta, f. 28. maí 1941, útvarpsþulur, gift Jóni Múla Árnasyni útvarps- þuli. Systkini Péturs eru Jón Axel, f. 29. september 1898, er látinn, bankastjóri Landsbankans, kvænt- ur Ástríði Einarsdóttur; Steinunn, f. 20. apríl 1901, d. 8. ágúst 1911; Nellý, f. 1. júní 1903, gift Jóni Helga- syni, b. á Miðhúsum í Álftanes- hreppi; Guðmundur, f. 10. septem- ber 1904, símritari í Rvík; kvæntur Ingibjörgu Jónasdóttur; Ásgeir, f. 15. febrúar 1906, umsjónarmaöur í Kópavogi; kvæntur Dýrleifu Árna- dóttur, d. 15. maí 1988; Auðpr, f. 28. júlí 1907, gift Kristófer Jónssyni, verkamanni í Hólabrekku í Garöi; Tryggvi, f. 25. nóvember 1909, fyrrv. bankastjóri í Hveragerði; Steinunn, f. 7. október 1912, gift Þormóði Jón- assyni, húsgagnasmið í Rvík; Ásta, f. 21. júní 1915, d. 5. júní 1938, og Bergsteinn, f. 31. október 1920, d. 20. ágúst 1921. SystkiniPéturs, sam- feðra, eru Petrónella, f. 6. nóvember 1890, d. 11. júní 1958, gift Árna Helga- syni, organista í Grindavík og Har- aldur, f. 15. ágúst 1895, er látinn, safnhúsvörður, afi Margeirs Péturs- sonar stórmeistara. Foreldrar Péturs voru Pétur Guð- mundsson, skólastjóri á Eyrar- bakka, og kona hans, Elí sabet Jóns- dóttir. Pétur var sonur Guðmundar, b. í Langholtsparti í Flóa, Sigurðs- sonar, bróöur Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, fööur Sigur- geirs biskups, föður Péturs biskups. Bróðir Guðmundar var Sigurður á Svínavatni, langafi Ágústu, móður Danfríðar Skarphéðinsdóttur al- þingismanns og langafi Jónínu í Úthlíð, móður Gísla ritstjóra og Jóns Hilmars háskólakennara Sig- urðssona. Annar bróðir Sigurðar var Magnús á Votamýri, langafi Bjama Sigurðssonar, dósents í HÍ. Móðurbróðir Péturs var Berg- Pétur Pétursson steinn, langafi Atla Heimis Sveins- sonar. Móðursystir Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagn- fræðings. Elísabet var dóttir Jóns, b. og alþingismanns á Eyvindarm- úla í Fljótshlíð, Þórðarsonar. Móðir Jóns var Ólöf Beinteinsdóttir, lög- réttumanns á Breiðabólstað í Ölf- usi, Ingimundarsonar, b. í Hólum, Bergssonar, b. í Brattsholti, Stur- laugssonar, ættföður Bergsættar- innar. Móðir Elísabetar var Guðrún Jónsdóttir, systir Eyvindar, langafa Sigríðar, móður Jóhanns Sigurjóns- sonar sjávarlíffræðings. Bárður Jensson Bárður Jensson, formaður Verka- lýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík, er sjötugur á morgun, sunnudag. Bárður er fæddur á Svalbarða í Ólafsvík og þar hefur hann átt heima síðan, utan rúm fimm ár sem hann dvaldist í Reykjavík. Eftir barnaskóla fór Bárður á sjó- inn og fékk vélstjóraréttindi árið 1940. Hann var mest á sjónum en vann einnig á vélaverkstæðum. Ár- in 1966-1972 var Bárður í Reykjavík, starfaöi þá m.a. við leigubíla- og strætisvagnaakstur. í rúm 10 ár hef- ur Bárður verið formaöur V erka- lýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík. Kona Bárðar er Áslaug Aradóttir, f. 6.8.1924, húsmóðir, dóttir Ara Bergmanns skipstjóra, en hann var síðasti árabátaformaðurinn á Ólafs- vík, og Friödóru Friðriksdóttur hús- freyju. Börn Bárðar og Áslaugar eru Auð- ur, f. 11.4.1942, húsfreyja, býr í Stykkishólmi, gift Eyþóri Lárentín- ussyni, verksjóra, eiga 3 börn; Frið- rik Bergmann, f. 25.7.1943, lést 1. maí 1981 frá fimm börnum og konu sinni, Þórdísi Hjálmarsdóttur frá Dalvík; Garðar Eyland, f. 28.2.1945, gjaldkeri hjá Steintaki í Rvík, kvæntur Guðbjörgu Sveinsdóttir, eiga þrjú börn; Lillý, f. 27.2.1947, d. 26.9. sama ár; Jenetta, f. 12.5.1949, húsmóðir, býr í Rvík, gift Benoný Ólafssyni, framkvæmdastjóra, eiga saman tvö börn, Jenetta átti tvö böm í fyrra hjónabandi, annað þeirra er látið; Sigurður Skúh, f. 1.9. 1950, hótelstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Jóhönnu Hauksdóttur, eiga tvö börn, Siguröur Skúh á eitt barn fyrir hjónaband; Jóhanna, f. 13.5. (á sjómannadaginn) 1954, gift Lárusi Sigurði Hólm verkfræðingi, búa í Rvík og eiga tvo drengi. Systkini Bárðar voru átta en af þeim er aðeins eitt á lífi. Faðir Bárðar var Jens Guðmunds- son sjómaður, f. 1877 á Ögri í Helga- fehsveit, lést í febrúar 1922. Móðir Bárðar var Metta Kristjánsdóttir, f. 13.3.1880, d. í nóvember 1960, frá Búöum á Snæfehsnesi. Faðir henn- Bárður Jensson ar, Kristján Jónsson, var handhafi fyrsta konunglega hafnsögumanns- bréfsinsáíslandi. Báröur verður að heiman á af- mæhsdaginn. Til hamingju með daginn 86 ára Svavar Jónsson, Öxl 1, Sveinsstaðahreppi. Lilja Oddsdóttir, Hátúni 8, Reykjavík. 50 ára Ehn Grímsdóttir, 80 ára Mýrarbraut 3, Blönduósi. Ingimar Númason, Ægisbyggð 1, ólafsfirði. Gunnar Sigvaldason, Hombrekkuvegi 16, Ólafsfirði. Svanhildur Sigfúsdóttir, Hliðarvegi 30, Kópavogi. 70 ára 40 ára Magnús Þorsteinsson, Skipholti 50a, Reykjavik. Eyjólfur Stefánsson, Hraunbæ 42, Reykjavík. Ragnheiður Amkelsdóttir, Hátúni 15, Reykjavík. Ólafur Guðjónsson, Sigtúni 31, Reykjavík. Þorsteinn Bragason, Stórateigi 19, Mosfehsbæ. Baldur EUertsson, Eikarlundi 11, Akureyri. Soffia Guðmundsdóttir, Hagalandi 11, Mosfellsbæ. Eiríkur R. Hermannsson, Barmahlíö 51, Reykjvík. 60 ára Jóhann Gunnar Bjömsson, Lindarflöt 32, Garðabæ. Guðmundur K. Egilsson, Hvassaleiti 26, Reykjavík. Til hamingju með morgundaginn 85 ára Digranesvegi 91, Kópavogi. Þórunn Hansdóttir, Guðjón Kristjánsson, Langanesvegi 27, Þórshöfn. Reykjum, Mjóafjarðarhreppi. Helgi S. Guðmundsson, Hringbraut 74, Hafnarfirði. Þorvarður Björn Jónsson, Austurgerði 2, Reykjavík. 80 ára Kristrún Bjarnadóttir, Bústaðavegi 61, Reykjavik. Vigfúsína Bjarnadóttir, Austurvegi 12, Seyöisfirði. 50 ára Anna Jónsdóttir, Kirkjubraut 6, Akranesi. Gishna Helgadóttir, 75 ára Skagfiröingabraut 41, Sauðárkróki. Grétar Óskarsson, Áslaug Theódórsdóttir, Þórkötlustöðum, Grindavík. Guðmundur A. Ársælsson, Brautarholti 6, Ólafsvík. Sigríður Ingimundardóttir, Aðalgötu 18, Ólafsfirði. Jóhann Bjarnason, Ásvegi 8, Vestmannaeyjum. Stefán Jónsson, Auðarstræti 9, Reykjavík. Þórufehi 20, Reykjavík. Jóhann Hólmgrímsson, Vogi, Presthólahreppi. 40 ára Bragi Jónsson, Hagaseh 28, Reykjavík. Herbert Haíldórsson, Lágholti 13, Mosfellsbæ. Jóhanna Lámsdóttir, Brekku, Mjóafjarðarhreppi. Snæbjörn Ádolfsson, Skúlabraut 15, Blönduósi. Anna R. Skarphéðinsdóttir, Hólavegi 13, Sauðárkróki. Margrét Óskarsdóttir, Fossgötu 1, Eskifirði. 60 ára Eggert Jónsson, Skólastíg 9, Akureyri. Sjöfn Magnúsdóttir, Lindarhvammi 14, Hafnarfiröi. Leiðrétting í afmælisfrétt af Aage V. Mic- okt. Einnig féll það niður að Hauk- helsen á fimmtudag var ranghermt ur Logi, sonur Aage, á tvö böm. að Aage ætti afmæh þann dag, af- Blaðið biðst velvirðingar á þessum mælið hans var daginn eftir, 14. mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.