Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. 53'* Ferðamál Sannir múhameðstrúarmenn biöja fimm sinnum á dag og fyrir hverja bænagjörð verður að lauga sig. Sjóræningjar voru áður fjölmennir á ströndum Marokkós en nú hafa ferða- mennirnir tekið við af þeim. á ferðaskrifstofu bæjarins (syndicat d’initiative), svo og á öllum stærri gistihúsunum, Ekki er hægt að heimsækja mar- okkóska borg án þess að fara í medín- una, sem svo er kölluö, en hún sam- svarar gamla bænum í vestrænum borgum. í medínunni í Fes el Bah eru fjöldamargar fallegar byggingar, eins og gamli guðfræðiskóhnn Bou Inan- ia. Hann var byggður um miðja 14. öld, í spænsk-márískum stíl. Mesti dýrgripur borgarinnar er þó Karaouinemoskan. Bygging hennar hófst á 9. öld en í aldanna rás hefur verið bætt við hana og hún fegruö á ýmsan máta. í dag getur hún hýst þúsundir tilbiðjenda og fegurð henn- ar er ótrúleg. Þeir sem eru annarrar trúar en íslamskrar fá ekki að fara inn í moskuna en margar og breiðar dymar inn í hana gefa ferðamannin- um færi á að virða fyrir sér það sem fram fer. Það em þó ekki bara moskur og aðrar fagrar byggingar sem hehla ferðamanninn. Mannlífið er óendan- lega íjölbreytt. Handverksmenn stunda iðju sína á götum úti, skyrtu- gerðarmenn eða leirkerasmiðir. Og ekki má gleyma markaðstorgunum, eða souk, eins og heimamenn nefna þau, þar sem öllu ægir saman: mat- vælum, lækningagrösum, hljóðfær- um og öðru hefðbundnu handverki. Vin í eyðimörkinni Marrakesh er sunnarlega í landinu, við rætur Atlasfjallanna, þar sem snævi þaktir tindar þeirra blasa hvarvetna við augmn. Hrjóstr- ug fjöllin og kyrkingsleg sléttan allt í kringum Marrakesh em í hrópandi andstöðu við ræktarlega og græna borgina. í nær þúsund ár hefur Marrakesh- verið öflug borg og nú er hún mið- stöð verslunar í sunnanverðu Mar- okkó, nútímaleg borg meö breiðum strætum. Við austurenda breiðgötu Múhameðs V. stendur Esjan þeirra Marrakeshbúa, Koutoubiabæna- turninn, byggður af márum á 12. öld og sá glæsilegasti sinnar tegundar. Bænaturninn stendur við endann á löngum tijágöngum með hmandi appelsínulundum á aðra hönd. Jemaa el Fna-torg er hjarta Marra- kesh og um leið líflegasti staður borg- arinnar. Nafnið er því ekki beint rétt- nefni þar sem það þýðir „samkomu- staður hinna útdauðu". Það kom til vegna þess að grimmur soldán, sem eitt sinn réð yfir borginni, hengdi höfuð andstæöinga sinna til sýnis á torginu. Torgið er ahsheijar skemmtistaður allan hðlangan daginn og langt fram á kvöld. Þar rekst maður á múham- eðstrúarprédikara, eldgleypi og gler- ætu, mann, sem drekkur sjóðandi vatn, og spákonur. Dansarar eru þar öhum stundum, nema yfir kaldasta vetrartímann, og byrja aö hrista sig Konungsins riddarar Rabat, núverandi höfuðborg Mar- okkós, er yngst konungsborganna íjögurra. Hún stendur við ósa árinn- ar Bou Regreg. Upphaf borgarinnar má rekja til klausturvirkis sem reist var á þessum stað á 10. öld. Þegar landið lenti undir stjóm Evr- ópumanna 1912 settu þeir höfuð- stöðvar sínar upp í Rabat og við sjálf- stæðiö varð borgin stjórnsýslusetur konungdæmisins. Sem víðar er helsta gata borgarinn- ar kennd við Múhameð V. Þar eru opinberar byggingar, bankar, versl- anir, veitingastaðir og járnbrautar- stöðin. Þar er gott að setjast niður og fá sér enn einn bolla af myntútei Atlasfjöllin sjá Marrakesh fyrir neysluvatni og svalir fjallavindar halda hita- stiginu i skefjum. og skaka um leið og einhver sýnilega stöndugur maður nálgast. Uti við hliöarlínuna selja kokkar gestum og gangandi hina íjölbreytilegustu rétti. Ferðir Keppt við Versali Á svipuðum tíma og Loðvík 14. Frakkakóngur var að koma upp glæshegustu hirö allra tíma tók Moulay Ismail, soldán í Meknes, sig th og hóf uppbyggingu borgar, sem átti að keppa við París, og hallar sem skyldi verða jafningi Versala. Sol- dáninn gekk sjálfur til verks og naut aðstoðar allra þeirra þræla, þjóna og kristinna fanga sem thtækir voru. Hahir soldáns eru nú mikiö til rústir einar en engu að síður eru þær th- komumikil sjón. Meknes skiptist í tvær borgir, þá gömlu konunglegu og medínuna annars vegar og nútímaborgina hins vegar. Meöal þess sem vert er að skoða í medínunni er Dar Jamai. Fyrir einni öld bjó þar ráðherra nokkur en í dag hýsir þessi höh safn yfir hefðbundna marokkóska hst. Þar gefur að hta hvert meistaraverkið af öðru, skorið í tré, bróderað í shki eða mótað úr málmi. áður en næsti staður er heimsóttur. Einn slíkur sem ahir verða að sjá er grafhýsi hins sama Múhameðs V. Þar. eru á verði riddarar konungs á glæshegum fákum sínum. Bygging^, arnar voru reistar 1960 en þær eru gott dæmi um hefðbundna marokk- óska hst. í grafhýsinu sjálfu og minn- ingarmoskunni eru skreytingar úr skínandi kopar og marmara og yfir kistu soldánsins fyrrverandi hangir risastór lampi sem varpar daufri birtu sinni yfir umhverfið. Meiri ró hvhir yfir medinunni í Rabat en öðrum borguro og þar eru viðskiptavinirnir flestir innfæddir eða erlendir stjórnarerindrekar. Þar er ekki mikh hætta á því að hthr strákar komi hlaupandi og bjóðist th að leiða gestinn um völundarhús þröngra gatnanna. Skemmtilegasta gatan í medínunni er Konsúlagata, Rue des Consuls, með ótal verslunum sem selja skart^ gripi, teppi og fomgripi. Margar selja hka kaftana og djehöbur, sem eru hefðbundnar skikkjur þeirra inn- fæddu, og kaupmennirnir vita oft upp á hár hvaö passar á útlending- ana. Hér hefur aðeins fjögurra borga verið stuttlega getið en þær eru miklu fleiri sem vert er að heim- sækja, bæði smáar og stórar. Ein þeirra er Tanger á norðurströndinni en þar hefst ferðalag flestra þeirra sem koma yfir sundið th Marokkó frá meginlandi Evrópu. -gb Maturinn: Ekki er hægt að skilja við Mar- á bragðið og það íslenska. Réttur er orðið stökkt. okkó án þess að geta matargerðar- þessi er þannig geröur að soðið Marokkóbúar drekka myntute í listar landsmanna. Hún er með fjöl- grænmeti af ýmsu tagi og soðið tima og ótíma og neyslu þess fylgja breyttara mótinu og gagnstætt því kjöt er lagt ofan á sérstök hveiti- miklar séremóníur. Þegar teið hef- sem halda mætti þarf raaturinn grjón. Herlegheitin eru síöan borð- ur verið bmggað í þar th gerðum alls ekki að vera sterkt kryddaður. uð með fingrunum ef menn trey sta könrnnn er miðinum heht í pínulít- Aftur á móti era Marokkómenn sér th þess. Vestrænir ferðamenn h glös sem haldiö er um hálfan mikið fyrir ahs kyns sætindi, aht geta þó fengið venjuleg hnífapör. metra frá könnustútnum. Gestgjaf- frá eilífu myntuteinu yfir í alls Annar réttur, sem rétt er aö huga inn verður því að vera hittinn vel. kyns bakkelsi. að, sé hann á boöstólum, er bstilla. Svo er ekki ólíklegt að einhver Couscous er sá þjóðarréttur Mar- Undirbúningur hans er mjög tíma- verslunareigandinn loki búðinni á okkóbúa sem allir verða að frekur og þess vegna er hann ekki meðan hann býður gestum sínum smakka. Hann er einstaklega Ijúf- jafnalgengur á matseðlum og cous- upp á tesopa. Ekkert liggur á að fengurogættiíslendingumaðfaha cous. Þar er soðið dúfnakjöt sett eyða peningunum. hann sérstaklega vel í geð þar sem ofan á þunnt deig og ofan á bætt -gb í hann er gjaman notaö lambakjöt sykri, saffrankryddi og möndlum. og þaö marokkóska er ekki ósvipaö Þetta er síöan bakaö þar th deigiö Marokkóbuar eru hinar mestu aætindaætur. Þaö er þvi titvalið að tylla sér niöur og narta i eina góóa köku með myntuteinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.