Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 36
52 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Ferdamál DV Marokkó: Þegar Ólympsgoöin, undir forystu Seifs, höfðu hrifsaö völdin yfir heim- inum úr höndum títana voru risarn- ir sendir í útlegö og nauðungar- vinnu. Einn þessara títana hét Atlas og hann fékk þaö hlutverk aö halda uppi himninum á öxlum sér til eilífö- arnóns. Með tímanum breyttist hann í stein og varð að fjallakeðju þeirri sem enn í dag ber nafn hans. Þannig segir þjóðsagan frá upphafi sögunnar á þeim staö á norðvestur- homi Afríku sem nú heitir Marokkó. Arabar kalla Marokkó al-Maghrib, eða landið í vestri. Það gera þeir vegna þess aö þar er vestasta vígi trúar þeirra, íslams. Marokkóbúar sjálfir kalla landiö sitt stundum Sharifiveldiö af þvi að konungur þeirra er kominn í beinan karllegg af Múhameö spámanni. Afríkumenn hta á landiö sem brú úr frjósamri mold sem tengir auönir Sahara viö Evrópu sem er aðeins steinsnar í burtu, handan Gíbraltarsundsins. í ATLANTSHAF Gibraltar Tanger ^€3t Ceuja(Sp.) étouan Meliliaíip.) 400 Km RabÍl/ ^Oudj ^ w MeknésJ. Eddar al Beida<^(&' (Casablancaj'S^'T .. ^ATLASFJÖLL* ® Marrákech 4165 Jelp Toupkal VESTUR- SAHARA augum Evrópubúans er Marokkó fullkomin blanda hins framandi og þess kunnuglega, með austurlensk- um markaðstorgum og vestrænum diskótekum og öllu þar á milli. Snjór og brennheitar eyðimerkur Fjölbreytni er það orö sem einna best hæfir til aö lýsa Marokkó. Þar finnur feröamaðurinn fijósamar sléttur, snævi þakin fjöll, brennheit- ar eyöimerkur og bláan sjó. Fjölbreytnina er líka aö finna í fólkinu sem byggir landið. Berbar, sem teljast til hvíta kynstofnsins, hafa búið í Norður-Afríku frá ómunatíð og viöhalda enn eigin sið- um og tungumáli. Enginn veit hvað- an þeir komu en kenningar eru uppi um skyldleika þeirra við Baska og kelta. Arabískir herflokkar lögöu Norö- ur-Afríku úndir sig á 7. öld og fluttu meö sér mestu menningu miöalda. Þeir komu með nýtt tungumál, arab- ískuna, bókmenntir og stórfengleg listaverk. Marokkó komst svo undir evrópsk yfirráð 1912 og var landið frönsk nýlenda til 1956. Evrópumenn færðu efnahagslíf landsins í nútímalegt horf, lögöu vegi, byggðu bóndabæi og verksmiðjur. Frönsk ítök eru enn töluverð í landinu og franskan það erlenda tungumál sem hvaö flestir landsmenn tala, að minnsta kosti þeir sem hafa hlotið einhverja menntun. Marokkó býður upp á allt sem hug- ur ferðamannsins gimist. Þar geta menn legið í sólbaði við strendur þar sem voru sjóræningjar, fjallgöngu- menn geta haldið á vit títansins Atlas í fjöllunum hans og þeirra hugrökku bíður eyðimörkin með úlfaldalestum sínum og hiliingum. Ekkert jafnast þó á við konungsborgirnar fjórar, Fez, Marrakesh, Meknes og Rabat. Borgir þessar eiga það sameiginlegt að hafa eitt sinn verið höfuðborgir ríkisins. Rabat er þaö raunar enn. Kjörinn féiayi Tímarit fyrir 2^ OKTÓBER1988 Heilbrigð skynsemi og 9e,n™* Hörmung og hrakninga SSSSSS^ Ástarlíf eftir faeðingu tyrsta bar M komakrökkunum í háttinn. Gendblóð veldur vonbrigðum æSSXSSZsz, isianrímsferð" til Ameriku..._ llrakúla ma-lis mc>l h.itlaúl. Jarlíf eftir Z fæðingu barneignir fvrsta barns - ws. 51 Konur a Gígólóar NYTT HEFTI jr A BLAÐ- SÖLU- STÖÐUM UM LAND ALLT ÁSKRIFT: 27022 Fez: þrjár borgir í einni Fez er elst og stórfenglegust kon- ungsborganna. Reyndar er hún þrjár borgir í einni. Fyrst varð til Fes el Bali. Hún var stofnuð á 8. öld af ætt Idrissa. Fimm hundruð árum síðar stofnuöu Merenidar Fes el Jédid. Loks varð Ville Nouvelle, eða nýja borgin, til á 20. öldinni þegar Evr- ópubúar höfðu öll ráð landsins í hendi sér. Hassanturninn við gröf Múhameðs V. soldáns í höfuðborginni, Rabat, var byggður á 12. öld og útskornar hliðar hans eiga engan sinn líka í öllu Marokkó. Þegar kvölda tekur í Fez halda ferðamenn upp í nýja borgarhlutann þar sem mestallt næturlífið fer fram. Avenue Hassan II, sem heitir í höfuð- ið á núverandi konungi landsins, er helsta gatan í þessum bæjarhluta með kaffihúsum, verslunum og öðru tilheyrandi. Breiðstræti Múhameðs V., en sá var faðir Hassans, er þó tahð skemmtilegra og þangað halda bæjarbúar, þó aðahega yngri kyn- slóðin, til að drekka myntute, sýna sig og sjá aðra. I Fes el Jédid haldast í hendur glæsileiki og daglegt líf fólksins. Þar er konungshöllin (Dar el Makhzen) sem kóngurinn gistir þegar hann heimsækir borgina. Hölhn sú er hins vegar ekki til sýnis almenningi. TU- vahð er að ganga um gamla gyðinga- hverfið, eða Mellah, þar sem úir og grúir af sölubúðum. Austan borgar- múranna eru Boujeloudgarðar, með fuglagargi og bambusviði. í garðin- um er einnig áveitukerfi frá 13. öld. Að villast í völundarhúsi Elsti borgarhlutinn, Fes el Bah, er völundarhúsi líkastur og því vissara að ráða sér leiðsögumann áður en könnunarleiðangurinn hefst. Ann- ars kunna menn aö missa af áhuga- verðum stöðum eða einfaldlega að týnast. Leiðsögumenn er hægt að fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.