Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. 55 Ferðamál Ljósmyndir úr fríinu: Myndavélin alltaf með Hver kannast ekki viö það að hafa skilið myndavélina eftir uppi á hótel- herbergi, einmitt þegar besta mynd- efni feröalagsins skýtur óvænt upp kollHium? Þeir eru líklega ófáir sem hafa nag- að sig í handarbökin yfir þvílíkri klaufsku. Það þýðir nefnilega sjaldan að hlaupa eftir véhnni eða æfla sér að taka myndina seinna. Myndefnið er þá venjuiega horfiö. Eitt einfalt og gott ráð kemur í veg fyrir að svona nokkuð gerist hafi menn á annað borð áhuga á að varð- veita sem fjölbreyttastar minningar úr ferðalaginu: hafið myndavélina ávallt við höndina. Ekki bara á áfangastað, heldur einnig á leiðinni þangað, hvort sem það er um borð í flugvél, járnbrautarlest eða rútu. Þá skyldu menn heldur ekki skilja véhna eftir heima á dumbungsdög- um og rigningar. Lífið er jú ekki ei- líft sólskin í ferðamannaparadísum heimsins, og bæði lifandi hlutir og dauðir fá á sig annan svip í leiðinda- veðri, svip sem getur verið alveg jafn mikils virði að festa á filmu. Myndavélabúnaðurinn, sem fólk hefur með sér í ferðalög, skiptir ekki alltaf öllu máh. Mun mikilvægara er að kunna vel á þau tæki sem menn eiga, þekkja möguleika þeirra og tak- markanir. Sérfræðingar mæla ekki með því að menn hlaupi til og kaupi ný tæki rétt fyrir upphaf ferðar þar sem árangur myndatökunnar geti valdiö vonbrigðum. Nýjustu gerðir myndavéla eru þó yfirleitt fremur einfaldar í notkun og ætti í flestum tiffellum að nægja að lesa leiðbein- ingabæklinginn vandlega. A nýjum stöðum er ekki alltaf auð- velt að vita hvaða byggingar og borg- arhluta vert er að ljósmynda. Einfóld leið til að komast að shku er að skoða póstkortin og reyna síðan að taka öðruvísi og jafnvel betri myndir en á þeim eru. Forvitni um hagi annars fólks, svo og vakandi auga fyrir um- hverfmu eru einnig góðir og nauö- synlegir eðlisþættir ferðaljósmynd- arans. Þegar teknar eru myndir af íands- lagi og byggingum er gott að hafa í huga að það eru oft smáatriðin í því sem fyrir augu ber sem lýsa betur hvers vegna myndatökumaðurinn hreifst næghega af umhverfi sínu th aö mynda það. Verið því óspör á film- una. Það er miklu betra aö taka of margar myndir en of fáar, ekki síst þegar ferðast er um staði sem menn eiga væntanlega ekki eftir að sjá aft- ur. Fólk er líka nauðsynlegur þáttur í Góður ferðaljósmyndari verður aö vera forvitinn og vakandi fyrir umhverfi sinu. Ferðir ahri ferðaljósmyndun, hvort sem það eru samferðamenn eða íbúar lands- ins sem heimsótt er. Tvær aðferðir eru notaðir th að mynda fólk. Ann- ars vegar myndataka þar sem við- komandi veit ekki að verið er að mynda hann. Og hins vegar mynda- taka þar sem ljósmyndarinn beinlín- is stillir viðfangsefnum sínum upp og stjórnar þeim þangað til hann er búinn aö fá réttu myndina. Flestir nota fyrri aðferðina, en oft getur ver- ið skynsamlegt að fá leyfi fólks til að mynda það. YSrleitt er það líka auð- sótt mál. Þar sem trúin er snar þáttur dag- legs lífs í Austurlöndum er best að fara varlega í myndatökur á helgi- stöðum. Menn skyldu því afla sér upplýsinga, þegar komið er á áfanga- stað, um hvort einhveijar hömlur eru á notkun myndavéla og koma þannig í veg fyrir ahan misskilning. Þá er oft bannað að mynda mann- virki eins og járnbrautarstöðvar, brýr og annað sem gæti haft hernaö- arlega þýðingu. -gb Gullfarrými Amarflugs: Farþegar sóttir á morgnana Við erum með sérstaka innskrán- Arnarfiug er nú komið í hóp þeirra flugfélaga sem bjóða upp á sérstakt kaupsýslumannafarrými og er það kallað Gullfarrými. Það er ætíað þeim farþegum sem ekki geta notfært sér afsláttarfargjöld af einhverjum ástæðum en það eru aðahega menn sem fara utan í við- skiptaerindum. Þessi nýja þjónusta hófst hinn 1. október og er boðið upp á hana á öhum flugleiðum fé- lagsins. „Þessi pakki er þannig hjá okkur að við byrjum á því aö sækja fólk heim og keyrum það th Keflavíkur. ingu í Keflavík sem er bæði fyrir þá sem ferðast á Guhfarrýminu og þá sem eru í svokölluðum Amar- flugsklúbbi. Þegar farþegar koma um borð sitja þeir fremst í vélinni og við reynum að hafa miösætið laust ef það er mögulegt þannig að það siija bara tveir í hverri röð. Þá er boðið upp á brottfarardrykk sem er ávaxtasafi þegar fariö er héðan á morgnana. Þegar flogið er síðdeg- is er það annaðhvort kampavín eða ávaxtasafi," sagði Hahdór Sigurðs- son, forstööumaöur þjónustusviðs Arnarflugs, í samtali við DV. En þá er ekki aht upp tahð. Far- þegum á Guhfarrými er jafnframt boðið upp á fjölbreytt lesefni, bæði íslenskt og erlent Barþjónustunni svipar til þess sem gerist á fyrsta farrými. Pantanir eru teknar niður og drykkir eru bomir th farþega á bökkum. Maturinn er sérlagaður fýrir farþegana en matseðiilinn er þó bara einn og borðað er af postu- línsdiskum og drukkið úr kristals- glösum. Með kaffinu era svo born- ar fram nokkrar tegundir koníaks og konfekts. í lok ferðarinnar fær hver farþegi minjagrip, einn post- ulínstaflmann sem Glit framleiðir sérstaklega fyrir Arnarflug. Þegar menn hafa safnað öhum taflmönn- unum 32 fa þeir skákborð og verður það væntanlega úr marmara. Hahdór Sigui'ðsson segir að Am- arflug hafi orðið aö stíga þetta skref, m.a. th að ná th sin útlend- ingum sem hingað koma í við- skiptaerindum, enda eru 80% þeirra sem eiga bókað á Gullfar- rými hingað í október erlendir. -gb ‘>s Halldór Sigurösson, forstöðumaö- ur þjónustusviðs Arnarflugs: Með Gulllarrýminu vill Arnarflug ná til sin erlendum mönnum sem koma til Íslands I viðskiptaerindum. STÖBIN SEM HLUSTBD Eff 'A! ... XI TOPRNUM! Haraldur Gíslason ER Á VAKTINNI Á LAUGARDAGS- OG SUNNUDAGSMORGNUM. Hann hefur starfað á Bylgjunni í tæp tvö ár og hefur sýnt að hann kann að taka púlsinn á hlustendum. Það er enginn svikinn af morgni með tónlist Haraldar. 989 BYLGJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.