Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Fréttir Jón Baldvin gefur Sj alfstæðisflokknum lága einkunn: „Soiglegt slys“ - segir Þorsteinn Pálsson um ummæli Jóns Þorsteinn Pálsson segir ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar í Alþýöu- blaöinu fyrir skömmu stafa af ójafnvægi og vera sorglegt slys eins og öli framganga Jóns við stjórnarslit síðustu stjórnar. Jón sagði Þorstein vera sléttan og felldan mann en að honum hefði mistekist að uppfylla þær kröf- ur sem hann gerði til forsætisráðherra. „Með yfirlýsingum sínum að und- anfömu hefur Jón Baldvin Hanni- balsson verið aö draga pólitíska um- ræðu áratugi aftur í timann þegar hún snerist fyrst og fremst um per- sónuníð og rógburð. Þetta viðtal í Alþýðublaðinu er kannski hápunkt- urinn á því af hans hálfu,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. í viðtali við Alþýðublaðið á fimmtudag ræðir Jón Baldvin um samstarfið í síðustu ríkisstjórn sem Jón segir aö hafi veriö ríkisstjórn Alþýðuflokksins. Hann segir ástæö- una fyrir falli síðustu stjórnar hafa verið tillögur Þorsteins og að þær hafi lýst ótrúlegu dómgreindarleysi. Jón lætur mörg þung orð falla um Sjálfstæðisflokkinn sem hann lýsir sem nánast ónýtum flokki. Jón fellir einnig palladóma um samstarfsráðherra sína og fær Þor- steinn stærsta skammtinn. „Þorsteinn Pálsson er vænn mað- ur. Sléttur og felldur á yfirborðinu en lokaður og dulur. Honum er ekki sýnt um að laða að sér fólk - skapa í kringum sig vinnuanda, áhuga fólks eða kveikja starfslöngun og eldmóð í samstarfsmönnum sínum,“ segir Jón meðal annars um Þorstein. Síðar segir hann að Þorsteinn sé:.ungur maður og lítt lífsreyndur". Jón Baldvin er ekki í jafnvægi „Ég held að þetta sé nú bara eitt- hvert stundarupphlaup hjá Jóni. Honum finnst þetta aðferð til aö rétt- læta hringsnúning Alþýðuflokksins og uppgjöfma að ráðast þannig á fyrr- verandi samstarfsmenn. Ég ætla ekki að elta ólar við slík ummæli. Ég er viss um að Jón Baldvin kemst í jafn- vægi á nýjan leik. Mér þykir trúlegt að það sé einhver óstöðugleiki sem veldur þessum ummælum," sagöi Þorsteinn Pálsson um þessi ummæh. „Svona persónuníð hefur maður ekki séð í áratugi en ég er viss um að hann jafnar sig á þessu aftur. Ég á ekki von á því að þetta marki nein þáttaskil og stjórnmálaumræðan fari að einkennast af þessu á nýjan leik. Ég held að allir hafi fagnað því þegar þessi þáttur stjómmálaumræðu dvínaði út. Ég á ekki von á því að hún verði allsráðandi aftur og lít á þetta sem sorglegt slys af hálfu Jóns Baldvins hvernig hann hefur farið hamfömm eftir stjómarslitin í þess- um efnum. Mig tekur það sárt að hann skuli fara út á þessa braut, annars ágætur stjórnmálamaður," sagði Þorsteinn. Bulleins ogannað í viðtalinu Jón Baldvin lýsir þingflokki Sjálf- stæðisflokksins sem eins konar mál- fundarklúbbi. Segir hann ósamstæð- an hóp, agalausan og tvistraðan. „Þótt við Þorsteinn handsöluðum lausn mála svo sem við afgreiðslu fjárlaga, þá var reynslan sú aö menn komu í bakið á honum, bæöi ráð- herrar flokksins og einstakir upp- vöðsluseggir í þingflokknum," segir Jón. Síðar segir: „Forysta flokksins er farin aö líta á þessa menn sem vand- ræðagripi, sem ekki er treystandi fyrir málum.“ „Kaflinn í viötalinu sem fjallar um þingflokk Sjálfstæðisflokksins er al- veg sams konar bull og allt annað í viðtalinu, hvort sem það em afrek hans sjálfs í síðustu ríkisstjórn, sem er ekkert annaö err upptalning á því sem þegar var búið að gera, eða ein- kunnir hans um samstarfsmenn hans, fyrrverandi og núverandi," sagði Ólafur G. Einarsson, formaöur þingflokks sjálfstæðismanna. Jón Baldvin er líka fyrirgreiðslupólitíkus „Ég þekki Jón ekki í þessu við- tali,“ sagði Halldór Blöndal en hann fær einnig sneiö. „Er Stefán Valgeirsson fyrir-, greiðsluplottari? Hvað er þá Halldór Blöndal - í bankaráði Búnaðarbank- ans, í stjórn stofnlánadeildar land- búnaðarins, í stjórn Byggðastofnun- ar?“ spyr Jón. „Auövitað er Jón Baldvin fyrir- greiðslupólitíkus eins og hver annar og Stefán Valgeirsson er týpískur nýkrati eins og við sjáum þá mann- gerð til dæmis hjá Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Jón sýndi það sinn síðasta dag í fjármálaráðuneytinu að hann veitti ýmsar aukafjárveitingar af greiðasemi við þingmenn sína, til dæmis til Verkmenntaskólans á Ak- ureyri. En auðvitað flokkast þetta undir fyrirgreiðslupóhtík." Jón Baldvin segir einnig að ein af ástæðum þess að síðasta ríkisstjóm sprakk hafi verið æðibunugangur Halldórs. „Ég er mjög ánægður með að Jón Hin umdeilda kvikmynd „Síðasta freisting Krists“ verður tekin th sýn- inga í Laugarásbíói í nóvember, strax og sýningum á „í skugga hrafnsins“ lýkur. Biskupinn yfir Islandi, fulltrúi ríkissaksóknara og kvikmyndaeftir- htið skoðuðu myndina í fyrradag. í gær skýrði DV frá áliti herra Péturs Sigurgeirssonar biskups. Egill Stephensen, fuhtrúi saksóknara, sagöist ekki hafa séð neitt í myndinni sem telja mætti til guðlasts'ög kvik- myndaeftirhtið telur ekkert því til fyrirstöðu að myndin verði sýnd en að hún verði bönnuö börnum innan 16 ára. Baldvin þakkar mér það að þessar tillögur komu fram. Það var forsætis- ráöherra sem lagði þessar tillögur fram en auðvitað bar hann þær und- ir samstarfsmenn sína í þingflokkn- um og aðra. Hann Jón Baldvin hefur verið að þakka okkur Davíð Odds- syni þessar thlögur og við erum að sjálfsögðu þakklátir honum fyrir það,“ sagði Halldór. Matarskatturinn það eina frumlega Jón Baldvin kallar síðustu stjórn „ríkisstjórn Alþýöuflokksins“ í við- talinu og segir aö flest afrek henn- ar megi rekja th ráðherra flokks- ins. „Sá sem lítur á málaskrá Alþingis, eða flettir upp í umræðum á Alþingi, gæti haldið að þetta hefði verið ríkis- stjórn Alþýðuflokksins." Um hlut sjálfstæðismanna segir formaður Alþýðuflokksins: „Ég mah th dæmis ekki eftir neinu máli sem Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir og tíðindum sætti.“ „Ég hafði dálítið gaman af þessu. Það er rétt að þaö hefur orðið nánast -bylting í fjáröflunarkerfi ríkissjóðs en þá er nú fyrst th að taka að stað- greiðslukerfi skatta var lögfest í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar að frumkvæði og fyrir for- göngu mína sem fjármálaráðherra," sagði Þorsteinn Pálsson. „Endurskoöun tollalaganna hófst í sömu ríkisstjórn undir forystu Al- berts Guömundssonar og henni var lokið undir minni verkstjórn í fjár- málaráðuneytinu vorið 1987 og var svo flutt á þingi þá um haustið af Jóni Baldvdni. Virðisaukaskattsfrumvarpiö var endurflutt frumvarp sem ég háfði hutt áður með litlum breytingum. Það eina sem Alþýðuhokkurinn lagði th frumlegt af sinni hálfu inn í þessa umræðu var skattlagning á matvæh. Ég er ekkert að gera lítiö úr störfum Jóns Baldvdns. Hann tók þátt í að framkvæma allt þetta og á vissulega þakkir skildar fyrir það. En þessar úthstanir sýna að upphrópanimar einar og sér duga ekki ahtaf th að auka hróður manna.“ Sjálfstæðismennirnir voru ekki fúsir th að fella pahadóma yhr Jóni Baldvdni. „Ég held að Jón Baldvdn Hanni- balsson sé miklu betri stjórnmála- maður en ætla mætti af þessu vdð- tah,“ var einkunn Hahdórs Blön- dal. Sæmundur Vigfússon, prestur ka- þólskra á íslandi, sagðist að vísu ekki hafa séð myndina en hann sagðist hafa lesið lýsingar á henni og hafa fylgst með vdðbrögðum manna vdð hénni erlendis í gegnum fréttir. Sagðist hann ekki telja að kaþólskir menn á íslandi myndu gera athuga- semdir við sýningu myndarinnar hér á landi. „Það er nú svo með skáldskap að skáldaleyfi er alltaf nokkurt og mér skilst að hér sé á ferðinni skáldlegur hugarbtirður og að höfundurinn sé að skrifa sig frá hugmyndum sín- um,“ sagði Sæmundur. -S.dór Banaslys á Reyðarfirði: Ökumaður dæmdur í Hæstarétti Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm yhr manni sem varð þess valdandi að ungur drengur beiö bana. Slysið varð nærri skóla, íþróttahúsi og leikvelh á Reyðar- hrði. I dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Hluti af starh ákærða var að flytja skólaböm frá Hólmum til Reyðarfjarðar. Var hann því gagnkunnugur staðháttum og mátti gera ráð fyrir bömum báð- um megin vegarins þar sem grunnskóli og íþróttahús voru á aðra hönd en dagheimih hina. Meö því að hta um stund til vinstri hhðar þykir ákærði ekki hafa fylgst nægilega með vegin- um fram undan frá hægri og þannig ekki hafa sýnt þá var- kárni, er krafist er.. Ökumaðurinn segist hafa ör- stutta stund htiö th vinstri th að fylgjast með hópi barna þar og ekki hafa orðið var við drenginn fyrr en hann skah á bifreið hans. Hann taldi sig hafa ekiö hægt og varlega. Leikfélagi drengsins kom fyrir sakadóm, en hann er nú á ellefta ári, og sagði aö þeir heföu verið þrír saman uppi vdð íþróttahús og að veröa of seinir í tíma. Heföu þeir hlaupið eins hratt og þeir gátu og ætlað yfir Heiöarveg. Drengurinn, sem lést, fór fyrstur. Leikfélagi lians segist ekki alveg hafa séð hvaö geröist og ekki hvemig drengurinn lenti á bif- reiðinni. Leikfélaginn telur að bifreiðinni hafi verið ekiö var- lega. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ökumaöurinn hafi gerst sekur um manndráp af gá- leysi og brotlegur á umferðarlög- um. Hann var dæmdur til að greiða 40 þúsund króna sekt í rik- issjóð og th greiðslu alls sakar- kostnaðar. Th vara var hann dæmdur í fimmtán daga varð- hald. Þá var hann sviptur öku- réttindum í sex mánuði. Hæstaréttardómaramir Magn- ús Thoroddsen, Benedikt Blön- dal, Bjami K. Bjamason og Guð- mundur Jónsson og Haraldur Henrysson, settur hæstaréttar- dómari, dæmdu málið. . -sme Svemn fékk Hrafnsstólinn: Á mér mörg óskaverkefni „Þetta leggst vel í mig enda mjög spennandi starf. Ég á mér mörg óskaverkefhi og sé þau raunar ahs staðar,“ sagði Sveinn Einarsson sem í gær var ráðinn í stöðu dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgeröar sjónvarpsins. Hann fékk 5 atkvæði í atkvæða- greiðslu útvarpsráðs, Bryndís Schram fékk l en aðrir umsækj- endur ekkert. Magdalena Schram, systir Bryndísar, vék af ftmdi meöan atkvæðagreiösla fór fram. Sveinn er ráðinn í startið til fjögurra ára en þá tekur Hrafn Gunniaugsson aftur viö þvi. „Mér finnst of snemmt að vera með miklar yfirlýsingar enda tek ég ekki við starfinu fýrr en um áramót,“ sagði Sveinn. „Draum- urinn er aö stórefla innlenda dag- skrárgerð og það er raunar lífs- nauðsynlegt. En eins og allir vdta er sjónvarpið í Qársvelti svo þetta er vafalaust gamah draumur en ekki nýr.“ Sveinn starfar nú hjá mennta- málaráðuneytinu. „Ég kann vel við mig þar og vona að mér verði ekki sparkaö þótt þetta hafl kom- ið opp á,“ sagöi Sveinn og var þar með þotinn enda i miðri upptöku á bamaleikriti í sjónvarpinu þeg- ar DV truflaði hann. -JSS Lögreglan á ísafiröi: Lýsir eftir manni og hvítri bifreið - mannsins saknað síðan á miðvikudagskvöld A Isafirði hefur staðið yfir mikh leit aö Gfsla Jósepssyni, 46 ára gönhum sjómanni. Gísla hefttr ver- iö saknað frá þvi á miövikudags- kvöldiö 12. október. Gish sást um klukkan 21.30 á raiðvikudagskvöld við togarann Pál Pálsson sem lá vdð bryggju. Lögregla hefur fengið eina vís- bendingu um að Gísh hafi, ásamt fleira fólki, komiö í Hnífsdal skömmu fyrir miönætti. Sam- kvæmt vísbendingunni var Gísh og fólkið í hvítum japönskum bíl. Mikh leit hefur farið fram á ísafirði. Höfnin var lokuö í gær vegna köfunar. Leit veröur haldið áfram í dag. Gísli Jósepsson er meðalmaður á hæð. Hann var klæddur dökk- brúnum kakíbuxum, köflóttri skyrtu og í ljósbrúnni úlpu. Lögreglan biður alla þá sem hafa séð th feröa Gísla eöa japanska bíls- ins að hafa samband viö lögreglu- stöðina á ísafirði. -sme -SMJ/gse „Síðasta freisting Kristsu Ekki guðlast að mati saksóknara - engar athugasemdir, segja kaþólikkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.