Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Svæðisstjórn málefna fatlaðra, Austurlandi Deildarþroskaþjálfar Svæðisstjórn málefna fatlaðra, Austurlandi, auglýsir tvær stöður deildarþroskaþjálfa við þjónustumið- stöðina Vonarland lausa til umsóknar frá áramótum eða eftir samkomulagi. Aðstoð við útvegun hús- næðis. Upplýsingar veitir forstöðumaður Vonarlands í síma 97-11577 frá 8-16 alla virka daga. ÚTBOÐN Snjómokstur á Norðurlandi eystra veturinn 1988-1989 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjómokstur með vörubílum á eftirtöldum köflum: 1. Akureyri-Kross 2. Kross-Húsavík 3. Auðbjargarstaðir-Raufarhöfn-flugvöllur Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri frá og með 17. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 31. október 1988. Fjölirúðlar Ríkisfjölmiðlarnir hafa nú hætt afskiptaleysi sinu af pólitískum fréttum. Vegamálastjóri RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Húsbyggjendur Þeim húsbyggjendum sem þurfa á rafmagnsheim- taug að halda í hús sín í haust eða vetur er vinsam- legast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost er komið í jörðu. Gætið þessaðjarðvegursé kominn ísem næst rétta hæð þar sem heimtaug verður lögð og að uppgröft- ur úr húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar ef frost er komið í jörðu nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því hlýst. Nánari upplýsingareru gefnará heimtaugaafgreiðslu Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, í síma 686222. Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum Ar Mazda 323 1988 Lada Samara 1987 MMC Lancer 1986 Peugeot 505 st., dísil 1986 Lada 1500 1986 Lada Lux 1985 Nissan Sunny 1985 Mercedes Benz 300D 1984 Toyota Corolla 1982 Datsun Cherry 1981 Mazda 929 1980 Daihatsu Charmant 1978 Toyota Celica 1976 Honda XR 500, bifhjól 1984 Suzuki Katana 1100, bifhjól 1982 Daihatsu Charade turbo 1984 Blfrelðarnar verða til sýnis mánudaginn 17. okt. í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tllboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. VERNDQEONVA TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI 621110 Frjálslyndi og réttsýni Þá er blessuð löggj afarsamkundan okkar komin til starfa að nýju eftir sumarleyfi og vafalítið verða fréttir af þingstörfum fyrirferöarmiklar í fjölmiðlum fyrsta kastið. Ekki svo að skilja að pólitíkin hafi orðið út- undan í fréttum síðustu vikurnar, öðru nær, en nú breytast áherslur, óvissa stjórnarslita og stjórnar- myndunar er aö baki, framundan er harður reynslutími nýrrar ríkis- stjórnar og vafalítið mikil átök þegar ný mál hennar líta dagsins ljós. Ekki verður hér farið út í þá sálma en ekki er úr vegi að minnast nokkrum orðum á þá miklu breytingu sem orðið hefur á umOöllun fjölmiðla um stjómmál síðustu árin. Þá var hver á sínum staö. Ef við hverfum eins og aldarfjórðung aftur í tímann þá var umfjöllun um stjórnmál í ís-' lenskum fjölmiðlum harla einfóld. Dagblöðin fimm voru rammpólitísk og svo var Ríkisútvarpið sem keppt- ist við að vera svo hræðilega ópóh- tískt að það gat varla tekið á nokkru máli. Það lá undir stöðugri skothríð frá póhtísku blöðunum, jafnvel svo að þegar fréttamenn með ákveönar póhtískar skoðanir í sínu einkalífi fjöhuðu um pólitískar fréttir rembd- ust þeir við að vera svo hlutlausir að samheijar þeirra köhuðu þá öh- um illum nöfnum og voru sannfærð- ir um að óvinimir á fréttastofunni heíöu staðið fyrir skrifunum. Þaö skal þó skýrt tekiö fram að frétta- flutningur þessi var ákaflega vand- aður, jafnvel svo aö menn trúöu ekki ótíðindum fyrr en þau komu í út- varpinu. Þá þurfti ekki lengur vitn- anna við. Dagblöðin fimm voru ná- tengd póhtísku flokkunum. Sum þeirra voru beinlínis gefin út af þeim eins og dæmi eru um enn í dag. Onn- ur voru gefin út af hlutafélögum, eins og nú er algengast, en engu aö siður voru þau ákveöin málgögn póhtískra flokka. Svo rammt kvaö aö þessu að þaö var nánast vonlaust að koma þar á framfæri skoðun sem ekki sam- rýmdist skoðun viökomandi blaðs, jafnvel ekki aö bera hönd fyrir höfuð sér ef málstaðnum hentaði ekki. Þá var hver hlutur á sínum stað, menn voru umsvifalaust stimplaöir fram- sóknarmenn ef þeir unnu á Tíman- um, sjálfstæðismenn á Morgunblaö- inu og Vísi, kratar á Alþýðublaöinu og kommar á Þjóðvhjanum. Þá var hver á sínum stað og ekkert múöur með það. Aukið frjálslyndi Miklar breytingar hafa orðiö á blööunum síðan þetta var. Andstæð- ar skoðanir fá að blómstra, við sjáum greinar eftir þingmenn Alþýöu- bandalagsins í Morgunblaðinu og í þetta blað skrifa allra flokka kvikindi eins og þau lystir. Meira að segja þau blöð, sem enn eru fastast tengd ákveðnum stjórnmálaflokkum, telja sjálfsagt að birta andsvör pólitískra andstæðinga ef þeir óska eftir því. Ríkisútvarpið hefur opnast mikið fyrir pólitískri umfjöllun síðari árin og fréttamenn þess og aðrir dag- skrárgerðarmenn fjalla um bráðeld- fim efni innan skikkanlegra marka án þess að athugavert sé talið. Með tilkomu nýrra ljósvakamiðla hafa menn enn frekar sleppt fram af sér beislinu og nú er búiö að sprengja ríkisstjórn í beinni útsendingu! Þessi aukna umfjöllun fjölmiðla um stjórnmál frá ýmsum hliðum hefur haft margvísleg áhrif á þau og stjórn- málamenn. Gætnir og vinnusamir stjórnmálamenn falla í skuggann fyrir þeim sem tala ávallt galvaskir við fjölmiðla og kunna aö búa til eða sviðsetja atburði sem fjölmiölar telja ómaksins vert að ijalla um. Eitt gleggsta dæmið um þetta er nokk- urra ára gamalt þegar einn fjölmiðill- inn fór að skipta alþingismönnum í hópa eftir dugnaði þeirra. Einn Fjölmiðlar Magnús Bjamfreðsson þeirra sem tahnn var afkasta htlu var þáverandi formaður fjárveiting- arnefndar sem vann myrkranna milh og vel það ásamt meðnefndar- mönnum sínum og hafði þarafleið- andi lítinn tíma, og sjálfsagt enn minni vilja, th að vera sígasprandi utan dagskrár í þinginu. Ýmsir þeir stjórnmálamenn, sem við teljum til genginna þjóöskörunga, hefðu vísast aldrei komist í framboö, hvað þá ver- ið kallaðir til meiri ábyrgöar, ef fjöl- miðlun áður fyrr hefði verið eins og nú. Erfrjálslyndi sama og réttsýni? Sú spurning er vissulega forvitni- leg hvort fjölmiðlarnir séu nú hlut- lausari en áður, hvort fjallað sé um mál af meiri réttsýni en fyrr og hvort betur megi treysta þeim. Ég held að svarið hljóti nú að vera já en meö ýmsum fyrirvara. Réttast væri hk- lega að segja að ástandið hefði skán- aö mikið. En menn veröa að athuga að þaö er regindjúp milh þess að hleypa andstæðum skoðunum að og að vera algerlega hlutlaus. Lítum fyrst á fréttirnar. Enda þótt blað leggi metnað sinn í það að láta engan frétt- næman atburð fram hjá sér fara og segi frá mönnum og málefnum án þess að halla í texta á nokkurn aöila fer því þó fjarri að öllum sé gert jafnt undir höfði að því er varðar staðsetn- ingu frétta, stærð fyrirsagna og svo framvegis. Vitaskuld er þaö heldur alls ekki hægt, ekki komast ahar fréttir fyrir á forsíðu með stríðsfyrir- sögnum. En skyldi það aldrei fara eftir pólitískum skoðunum starfs- manna blaðanna hvaða fréttir eru taldar merkilegastar? Skyldi mis- sætti innan allra stjórnmálaflokka vera tahö jafnmerkilegt? Skyldu öll blöö til að mynda telja jafnmerkilegt hvort fyrirtæki, sem fer á hausinn, er í einkaeigu eða samvinnuhreyf- ingarinnar? Lítum einnig aðeins á frjálslyndið. Kannast nokkur við það að frétt á áberandi stað í blaði hafi haft alvarleg áhrif á afkomu fyrir- tækis eða gengi einstakhngs, svo nauösynlegt hafi verið talið aö leið- rétta það sem menn töldu rangt með farið. Skyldi athugasemdin yfirleitt birtast á sama stað og með sömu fyr- irsögn og fréttin? Fuhnægir þaö öllu réttlæti og gerir blaö fuhkomlega réttsýnt að hola athugasemd niður einhvers staðar inni í blaði og halda síöan ásökun áfram á útsíðum eða leiðara? Vitaskuld ekki. Nú er ég alls ekki að halda því fram að allar at- hugasemdir þeirra sem aö er vegið séu réttar og vissulega eiga fréttir eða ásakanir blaöanna oft fullan rétt á sér. En því miöur held ég aö sorg- lega mörg dæmi séu um það að eftir- leikurinn fari ekki eftir því. Blöð viröast eiga afskaplega erfitt með að segja: Því miöur, okkur skjátlaðist, við biðjumst afsökunar. Þaö er helst ef ruglingur verður í myndatextum eða minningargreinum sem slík orð sjást. Er þó enginn minni maður af því að viðurkenna að sér hafi skjátl- ast. Fjölmiölar, sem birt hafa ásakan- ir, virðast ekki telja það í sínum verkahring að fara ofan í málin ef hlutaöeigendur telja á sinn hlut gengiö. I staö þess rembast þeir við að halda staðhæfingum sínum til streitu en gera afsökun sína með því aö fallast náðarsamlegast á að menn fái að mótmæla á einhverjum lítt áberandi staö og telja sig fyrirmynd annárra hvað víðsýni varðar. Hér hefur veriö talaö um þessa hluti al- mennt. Stjórnmál lúta vissulega ekki alveg sömu lögmálum og einstakl- ingar eða fyrirtæki. En þó hygg ég að tök flokkakerfisins á dagblöðun- um séu enn býsna sterk, þótt mis- sterk séu, og menn þurfi enn aö kunna þá hst að lesa milli lína, hvað sem líður öllu frjálslyndi fiölmiðl- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.