Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 23
.833 r aaaðTJio .3r huoaohaouaj LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. 23 Vísnaþáttur Alltaf hélt þó vísan velli „En svo vér snúum oss nú enn aö skáldskap og fogrum fræöum, þá er það einkenni góðra ljóöa aö þau fara einsog kuldastraumur um líkama manns í hitum, en einsog hita- straumur í kuldum. Þau ljóðskáld tel ég meðal vorra mestu velgerðar- manna, sem borið hafa gæfu til að yrkja vísur sem ég get raulað mér til afþreyingar þegar ég er einn á gangi á slæmum vegi og hvassviðri er á, eða bundinn við erfitt starf, eða staddur lángt burtu frá konunni minni, sorgbitinn og peningalaus." Þannig komst Halldór Laxness að orði í grein um bækur í Alþýðubók- inni, sem kom út fyrir 60 árum. Þessi orð eru í fullu gildi enn í dag, þeir eru bara alltof fáir sem gera sér grein fyrir því. Við bakdyrnar er heiti ljóðabókar sem kom út árið 1950, höfundur er Sverrir Haraldsson, prestur í Borg- arfirði eystra, sem fylgir henni úr hlaði með eftirfarandi ljóði: Hér eru ljóðin mín litlu letruð á fáeinum blöðum árangur minnar iðju árin tuttugu og fimm. Sett hafa svip á kvæðin sorgir mínar og gleði ótal andvökunætur, örlögin köld og grimm. Við ykkur sem ljóðin lesið langar mig tú að segja: Hvorki til fjár nje frama fæddust þau kvæðin smá, heldur til þess að hjálpa höfundi sínum að bera þrautir og þunga dagsins þegar að mest reið á. En þeir eru fleiri sem hafa leitað á náðir skáldgyðjunnar sér til hug- hreystingar, hafi þörfin verið brýn. íslendingur í Kaupmannahöfn orti: Að finna og hugsa í ferskeytlum finnst mér löngum gaman, þegar eg fer einfórum með ólund dögum saman. En það hefur sjaldnast veriö gróða- vegur að gefa út ljóðabók, ef marka má eftirfarandi vísu Káins: Þegar ég fór að fást við ljóð fór nú verr en skyldi. Bláfátækri bauð ég þjóð bók sem enginn vildi. Og ekki fara þó allir í föt Káins hvað vísnagerð snertir, a.m.k. ekki sá sem fékk þennan ritdóm frá Sveini frá Elivogum: Létt er pund hjá ljóðasmið, listin undra skitin. Hugsun undin öll úr lið orðin sundurshtin. Haraldur Zophóníasson frá Dalvík játar trú sína á þennan hátt: Þrátt mér óður yndi lér eins og bróðir náinn. Mér í blóðið borin er blessuð ljóðaþráin. Halldór Helgason á Ásbjarnarstöð- um tekur í sama streng: Gegnum íslenzkt aldarfar er sú reynsla fengin: Þar sem engin vísa var vantaði tón í strenginn. En hvað þarf til að gera góða vísu? Sveinn frá Elivogum svarar því: Hugsun skæra hafa má, hlaupa á glærum ísum, til að læra tökin á tækifærisvísum. Sameiginlegur áhugi á ljóðum brú- ar oft bilið milli tveggja. Sveinbjörn Beinteinsson frá Draghálsi: Okkur bæði ljóðið leiddi, lokkuðu fræðin dul og há. Rokkið næði nóttin breiddi nokkrar kvæðastundir á. Þegar skáldastyrkurinn var til umræðu á Alþingi 1913 orti Þorsteinn Gíslason um hann lítið ljóð sem byrj- ar svo: Ég vil að skáldin séu svöng, mér sýnist að hljóðakraftinn magni hin tómu gamagöng, en gömul reynsla að engin söng fagurt með fullan kjaftinn. Tveir göfgir bændur í Kjós heim- sóttu Hjálmar á Hofi á Kjalarnesi og hótuöu að taka hann með sér nema hann keypti sig lausan meö vísu. Þá orti hann: Eg við gæði uni mér, þó efni kvæða banni - heimanæðið hentast er hálfáttræðum manni. Ekki veit ég um neinn sem ort hafi betur um vísuna en Halldór Kfelga- Vísnaþáttur Torfi Jónsson son á Ásbjarnarstöðum í Borgarfirði, en kvæði hans, sem hér fer á eftir, er eins konar héraössöngur Borg- firðinga, enda eru hagyrðingar og skáld þar á flestum bæjum. Borgfirzka Tímans bára í Borgarfirði braut hin gömlu skip, löngu er orðin einskis virði askurinn með svigagirði, hlóðargrind og hrip. - Alltaf hélt þó vísan velli, varðist þvi að deyja úr elli, skipti bara um söngvi og svip. Agli fló hún fram af vörum fyrst, er öndvert blés, varð hans traust á skreipum skörum, skilmingin á heimafjörum móti hamför Hlés. Stórt hann hjó með stæltu sverði, - strandhögg einnig tungan gerði víðar en um næsta nes. Eru þeir af Egils kyni allir þessir menn? (Svo spyr fólk í fróðleiksskyni). Flögrar kringum héraðssyni dúfa andans enn? Hvetur jafnvel héraðsdætur, er hlynna’ö barni um dimmar nætur, að yrkja og vagga - allt í senn? Sumsstaðar í lofti liggur - líkur til þess sjást, kannske meiri en margur hyggur - morgunbjarminn sá, er þiggur blik frá orðsins ást,' hvaö sem ættarsambönd segja: sólstafir, er aldrei deyja, eyöast hvorki eða mást. Ennþá stráir ungum geislum yfir Borgarfjörð aldasól. - Aö orðsins veizlum, enn er hleypt við dyn í beizlum, skeiöar söngvinn svörö fákur ljóðs, er samkvæmt sögum sýndi fimi á liðnum dögum. - Egill stendur veizluvörö. Draumar rætast, vonir vaxa, vel í horfið snýr. Spegla sig í flæði Faxa, fer um rót og leggi axa gróskuhugur hlýr. - Yrking tungu, yrking jaröar á að vera Borgarfiarðar endalausa ævintýr. 7 Torfi Jónsson Þú rekur þig á ýmis óþægindi ef rafmagnið fer! Varla er hægt að hugsa sér betri eða þægi- legri orku en rafmagnið. Hljóðlaust og öruggt bíður það í leiðslunum, reiðubúið að verða við óskum okkar um næga birtu, hrein föt, hressandi kafíisopa eða stundar- korn fyrir framan sjónvarpið. Þeir sem draga að greiða rafmagnsreikn- inginn verða fyrir óþægindum. Háir dráttar- vextir leggjast á skuldina og ef lokað er fyrir rafmagnið standa þeir allt í einu uppi án helstu lífsþæginda, nánast í myrkri miðald- anna! Þá er ekkert mikilvægara en rafmagnið sem hvarf úr leiðslunum — og ekkert sjálf- sagðara en að greiða fyrir það! Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMl 68 62 22 ARGUS/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.