Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 30
46 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Nunn fór í smiðju til Tals - og Portisch tapaði tveimur skákum eins Nú fer að síga á seinni hluta heimsbikarmóts Stöðvar 2 í Borg- arleikhúsinu og þá er hætt við að leikurinn fari enn að æsast. Heims- meistarinn, Garrí Kasparov, sem flestir spáðu auðveldum sigri, hef- ur ekki náð að sýna sitt rétta and- lit og enginn stórmeistaranna hef- ur náð öruggri forystu. Er átta umferðir höfðu verið tefldar var ógjömingur að spá um úrslit. Stórmeistarajafnteflin hvim- leiðu, sem eru óviðráðanlegir fylgi- fiskar svo sterka móta, hafa verið með minnsta móti. Hugsanlega mun þeim fjölga eitthvað er líða tekur á mótið og sumir meistar- anna taka að þreytast. Aörir munu reyna að sækja í sig veðrið. Einkum þeir sem tefla um efstu sætin og svo hinir sem óttast að missa skákstig- in sín. Fram að þessu hafa áhorf- endur svo sannarlega átt góðar stundir. Jóhann teflir allra manna skemmtilegast en Tal og Kasparov eru næstvinsælastir. Tíunda umferð, sem hefst í dag kl. 17, býður upp á margar skemmtilegar. skákir. Jóhann og Margeir eiga í höggi við tvo fyrr- verandi heimsmeistara. Jóhann teflir með svörtu gegn Spassky og Margeir hefur hvítt gegn fléttu- meistaranum Tal. Þriðja skákin sem vekur athygli er skák Kortsnojs, sem hefur hvitt, og Ka- sparovs. Er þeir mætast við skák- borðið er jafnan allt lagt undir á báða bóga. Þá hefur sókndjarfi Eistlending- urinn Ehlvest hvítt á Andersson sem hann mátaði í 18 leikjum á heimsbikarmótinu í Belfort, Timm- an hefur hvítt gegn Ribli, Beljavsky hvítt á Portisch, Sax hefur hvítt gegn Speelman, Nunn hvítt á So- kolov og Nikolic hvitt á Jusupov. Ellefta umferð verður tefld á sunnudag og þá mæta Jóhann og Margeir sovésku stórmeisturunum Beljavsky og Jusupov. Jóhann stýrir hvítu mönnunum gegn Beijavsky en Margeir hefur svart á Jusupov. Viðureign stórreykinga- mannanna, Tals og Kortsnojs, gæti þó orðið skák kvöldsins, þ.e.a.s ef eitthvað sést á skákborðið fyrir reyk. Margir minnast fallegrar fléttuskákar Tals gegn Kortsnoj á IBM-mótinu í Reykjavík í fyrra. Þess má geta til gamans að í 18 manna keppendahópi reykja þeir einir. Önnur skák á sunnudag sem gæti orðið fjörug er milli heims- meistarans Kasparovs og stærð- ffæðidoktorsins Nunn. Þá teflir Sokolov við Spassky, Portisch við Timman, Speelman við Ehlvest og Andersson við Nikolic. Það er hins vegar vafamál hvort telja á skákina Ribh - Sax með. Ég spái ung- verskri hraðsuðu í 14 leikjum. Tólfta og þrettánda umferð verða tefldar á mánudag og þriðjudag og hefjast kl. 17 að vanda en á mið- vikudag verða einungis tefldar bið- skákir. Síðan er teflt á fimmtudag, fóstudag og laugardag; bioskákir verða sunnudaginn 23. og lokaum- ferð mótsins verður tefld mánudag- inn 24. október. Portisch leikinn grátt Fáir stórmeistarar eru eins lærðir í skákfræðum og Ungverjinn Lajos Portisch. Sagnir herma að hann sitji yfir taflborðinu a.m.k. í átta stundir á dag og jafnvel lengur. Þau afbrigði, sem þannig verða til, eru hér uppi á Fróni gjaman nefnd „eldhúsborðsafbrigði". Það er því ekki að ósekju að Páll Magnússon á Stöð 2 skuli kenna Ungveijana þijá sem hér tefla við „ungverska eldhúsið". Stundum er Portisch líkt við fyrr- verandi heimsmeistara, Mikhail Botvinnik. Skákstíll þeirra er áþekkur og vinnubrögðin álika kerfisbundin. Ekki þótti Botvinnik sérlega líflegur maður. í nýlegu viðtali í hollenska skáktímaritinu „New in Chess“ sagðist hann aldrei hafa teflt skák sér til ánægju. Síð- ast tefldi Botvinnik hraðskák árið 1929 í lest á leið á skákmót. Slegiö var upp íjögurra manna hraðskák- móti og fylgdi sögu Botvinniks að hann hefði orðið hlutskarpastur. Hann er nú 77 ára gamall - kominn á raupsaldurinn. Mörgum þykir Portisch einnig fremur þurr á manninn en undir yfirborðinu leynist listamaðurinn. Þannig kom hann rækilega á óvart í lokahófi IBM-skákmótsins í fyrra er hann söng eina aríu, gestum til óblandinnar ánægju. Hann er söngmaður mikill, hefur djúpa og sterka rödd. Stundum talar hann um það að hann hefði frekar átt að leggja sönglistina fyrir sig en skák- ina. Skák Jón L. Árnason Portisch var næstum hættur við þátttöku á heimsbikarmótinu. Hann tapaði þremur síðustu skák- um sínum í Tilburg, rétt fyrir heimsbikarmótið, og kvartaði yfir lasleika. Kannski tekur hann mótið ekki sérlega alvarlega. Á fyrstu dögunum fékk hann fullan kassa af videospólum upp á herbergi. Svo má vera að ætlunin hafl verið að hafa ofan af fyrir konunni á meðan hann fæst við skákrannsóknir. Portisch teflir gjaman ævafomt afbrigði af spænska leiknum frá dögum kolaeldavéla. Þetta afbrigði er kennt við fyrsta heimsmeistar- ann, Wilhelm Steinitz, en Emanuel Lasker og Capablanca héldu einnig tryggð við það. Svartur fær trausta stöðu en óvirka og af þeim sökum er afbrigðið nánast horíið af sjónar- sviðinu. Nú vilja flestir eignast virkari stöður með gagnsóknar- möguleikum. Þetta afbrigði var leynivopn Port- isch í einvígi við Nunn í fyrra um réttinn til að tefla í Saint John. Portisch fékk 1,5 vinninga af tveim- ur í afbrigðinu sem nægði til að sigra í einvíginu. Stund hefndarinnar var rannin upp sl. miðvikudag. Nunn haföi þá hvítt gegn Portisch og Steinitzaf- brigðið var enn á dagskrá. Að þessu sinni var Nunn betur með á nótun- um. Hann þurfti svo sem ekki mik- ið að hafa fyrir hlutunum sjálfur því að Mikhail Tal var búinn að sýna honum hvemig ætti að bijóta vöm svarts á bak aftur. Skákir Nunns og Tals gegn Portisch em keimlíkar eins og sjá má hér á eft- ir. Skyldi Portisch nú leggja af- brigðið til hliðar eða freista gæf- unnar í þriðja sinn? Hvitt: Mikhail Tal Svart: Lajos Portisch Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rffi Steinitz lék oftast 3. - d6 strax en leikjaröðin skiptir ekki öllu máli. Hins vegar er leikiu* Portisch nefndur Berlínarvöm ef svartur drepur í næsta leik á e4 með ridd- ara. Þannig tefldi Portisch reyndar gegn Tal á fyrsta heimsbikarmót- inu - hélt jafntefli eftir miklar brengingar. 4. 0-0 Be7 5. Hel d6 6. d4 exd4 7. Bxc6+ bxc6 8. Dxd4!? Harla óvenjulegur leikur en það mætti segja mér að hann ætti eftir að verða vinsæll. Lög gera ráð fyr- ir að hvítur drepi með riddara og þá leikur svartur 8. - Bd7 en þann- ig tefldust einvígisskákir Nunn og Portisch. 8. - 0-0 9. Rc3 Bg4 10. Dd3 Bxf3 Portisch fækkar valdsmönnum hvíts yfir e5-reitnum og reynir að létta á stöðu sinni um leið. Á hinn bóginn spfiar hann út einu helsta trompi stöðunnar, biskupaparinu. Ef dæma má af þessum tveimur skákum nægir þessi áætlun ekki tfi tafljöfnunar. 11. Dxf3 Rd7 12. b3 Bf6 13. Ba3 He8 14. Hadl He6 15. Re2 Be5 16. Dd3 c5 17. f4 Bffi 18. e5! Lykfileikur í áætlun hvíts. Jafnvel þótt þessi framrás kostaði peð væri hún reynandi því að peðakeðja svarts á drottningarvæng myndi slitna í sundur. í þessu tilviki er þó ekkert peðstap í sjónmáli. Svar- ið við 18. - dxe5? yrði auðvitað 19. Dxd7 og maður fyrir borð. 18. - Bh4 19. Hfl Be7 20. Bb2 Tal stefnir nú mönnum sínum yfir á kóngsvænginn. Svartur virðist ekki hafa nokkur tök á að losa um sig. 20. - Bf8 21. Rg3 Db8 22. Re4 Db6 23. c4 Be7 24. Hf3 ABCDE FGH Stöðumyndin segir meira en nokkur orð um yfirburði hvíts. Svartur er í hræðfiegri klemmu. 24. - Hd8 25. exd6 Bxd6 Eftir 25. - cxd6 verður svartur að reikna með 26. Hh3 og 27. Hxh7,27. Rg5 og 27. f5 eru alvarlegar hótanir. 26. Rg5 Hg6 27. Df5 Rf6 Um annað er ekki aö velja. En nú riðlaðst kóngsstaðan og hrókurinn lokast inni á g6. 28. Bxf6 gxf6 29. Re4 Kg7 30. Hg3! Be7 31. Hxd8 Bxd8 32. Hd3 Da5 33. Hd2 Be7.34. h4 h5 Örvænting í tapaðri stöðu. Svarið við 34. - Hg3 gæti t.d. verið 35. Kf2 og hrókurinn yrði að hrökklast til baka. 35. Dxh5 f5 36. Dxf5 Bxh4 37. De5+ Bf6 38. Rxf6! Hxf6 39. Hg3 Db6 40. f5 Og Portisch gafst upp, enda getur hann hvorki hreyft legg né lið. Hvítt: John Nunn Svart: Lajos Portisch Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 Nú teflir Portisch Steinitz-afbrigðið í eflítið breyttri mynd. Þetta hefur veriö nefnt „endurbætt útgáfa af Steinitz-vöm“ en endurbótin felst ekki í öðm en því að svart peð er ÓL í Feneyjum: Von um sæti í úrslitum í opna flokknum Góðar fréttir berast um þessar mundir frá ólympíumótinu á Ítalíu þar sem landslið okkar etja kappi við allar bestu bridgeþjóðir heimsins. Þegar þetta er skrifað er landslið okkar í opna flokknum að blanda sér í baráttuna um hin fjögur eftirsóttu sæti í úrslitakeppninni. Hér skal- engu spáð hvort það tekst en strák- amir hafa staðið sig með sóma það sem af er. Danska landsliðið er einnig í bar- áttunni eftir að hafa fengið fljúgandi start fyrsta daginn þegar því tókst að leggja að velli bæði ítali og Breta og tapa síðan naumlega fyrir Brasil- íumönnum. Þeir unnu ítali, 25-3, Breta, 20-10, og töpuðu 12-18 fyrir Brössunum. Góður dagur það. Hér er góð alslemma sem Danir tóku gegn Bretum. A/Allir. ♦ Á V K10987 ♦ K7 ♦ D10763 * KD108643 V 432 ♦ 85 + G * G95 ¥ 5 ♦ DG10964 + 942 V ÁDG6 ♦ Á32 + ÁK85 Bridge Stefán Guðjohnsen Með Danina Villy Dam og Ame Mohr í n-s gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass 1L 1S 2H pass 4T pass 4G pass 5S pass 5G pass 6L pass 6T pass 7H pass pass pass Fjögurra tígla sögnin sýndi tígul- fyrirstöðu og hjartastuðning, fiögur Bridgefelag Reykjavíkur Nú er 29 umferðum lokið af 43 í barómeterkeppni Bridgefélags Reykjavíkur og staöa efstu manna er þannig. 1. Aðalsteinn Jörgensen-Ragnar Magnússon 369 2. Ásgeir Ásbjömsson-Hrólfur Hjaltason 313 3. Einar Jónsson-Matthías Þorvalds- son 312 4. Jakob Kristinsson-Magnús Ólafs- son 277 5. Jón Þorvarðarson-Guðni Sigur- bjamarson 272 6. Rúnar Magnússon-Páll Valdi- marsson 266 7. Jacqui McGreal-Þorlákur Jónsson 261 Bridge ísak Örn Sigurðsson Bridgefélag Breiðfirðinga Nýhafin er aðalsveitakeppni félags- ins með þátttöku 18 sveita og voru spflaðar tvær fyrstu umferðirnar síð- astliðinn fimmtudag. Staöa efstu sveita: 1. Páll Valdimarsson 45 2. Albert Þorsteinsson 42 3. Guðmundur Kr. Sig. 41 4. Björn Svavarsson 40 5. Karen Vilhjálmsdóttir 36 Bridgefélag Breiðfirðinga vill að gefnu tilefni benda spfiamönnum á að ekki verður spilaður landství- menningur næsta fimmtudag (20. okt) heldur haldið áfram með sveita- keppnina. Þeir félagar í B. Breið- firðinga, sem hafa hug á að spila landstvímenning, þurfa því að leita til annarra félaga sem taka þátt. -ÍS grönd spurðu um ása og fimm grönd buðu upp á alslemmu. Mohr sýndi síðan laufakóng með sexlaufasögn- inni og sex tíglar hjá Dam spurðu um trompdrottningu. Þar með var brautin rudd upp í alslemmuna. Þetta voru 13 impar tfi Danmerkur því Englendingarnir stoppuðu í sex hjörtum á hinu borðinu. Nánar verð- ur fiallað um ólympíumótið í næsta þætti. Bridgefélag Hafnarfjarðar Síðasta mánudagskvöld var síðari hluti tveggja kvölda tvímennings spilaður. Úrslit kvöldsins urðu: 1. Björn Amarson - Guðlaugur Ell- ertsson 266 2. Árni Hálfdánarson - Jón Gíslason 246 3. Sverrir Jónsson - Ólafur Ingi- mundarson 245 Gunnar Birgisson-Jóngeir Hlina- son 228 Efstu pör samanlegt urðu því: 1. Bjöm Amarson - Guðlaugur Ell- ertsson 482 2. Sverrir Jónsson - Ólafur Ingi- mundarson 478 2. Baldvin Valdimarsson - Ólafur H. Ólafsson 464 4. Gunnar Birgisson - Jóngeir Hlina- son 458 5. Jón H. Elíasson - Sigurpáll Ingi- bergsson 445 Næsta mánudagskvöld verður lands- tvímenningur Bridgesambandsins spfiaður en þar á eftir hefst aðaltví- menningur félagsins. Ársþing Cíiiníiaiirl Bridge- c Tclínirlc j dlIlU cLI 111 Ársþing Bridgesambands fslands veröur haldið í Sigtúni9 laugardag- dagskrá era venjubundin aöal- fundarstörf. Rétt til setu á þinginu inn 5. nóvember næstkomandi og hefst það klukkan 10 árdegis. A eiga fulltrúar yfir 50 félaga innan vébandaBSÍ. -ÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.