Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Líkamsrækt rP/. Stjömumerkin og íþróttir: Hvaða íþrótt hentar þínu stjömumerki? ÖUu hefur stjörnuspekin svar viö. Efþér er farin aö leiðast sú íþrótt sem þú stundar getur meira en vel veriö aö hún henti einfaldlega ekki per- sónuleika þínum eða öllu heldur stjörnumerkinu sem þú ert í. Samkvæmt hugmyndum banda- ríska stjörnuspekingsins Evu Shaw getur hver og einn auðveldlega fund- iö sér íþrótt við hæfi með hliðsjón af stjömumerki sínu. Athugum hvaða íþrótt hentar best hverju stjörnumerki. Vatnsberinn: Sund, frískleg ganga, fjörugir leik- fimitimar. Fiskar: Jóga, hjólreiöar, skylmingar. vatnsíþróttir, Hrútur: Skokk, sundknattleikur, sund, ís- knattleikur. Naut: Tennis, sund, siglingar, brimbretta- svif. Tvíburar: Hjólaskautar, skíði, karate, maga- dans. Krabbi: Brimbrettasvif, siglingar, ganga, borðtennis. Ljón: Líkamsrækt með lóðum, róður, jógji, jassballett, bogfimi. Hve margar kaloríur eyðast? Margir stunda íþróttir eða aðra hreyfmgu í þeim tilgangi að losa sig við aukakílóin. Sú leið er líka talin sú besta samfara heilbrigðu mataræði. En það er mismunandi hversu margar kaloríur eyðast viö hinar ólíku tegundir líkamsþjálf- unar. Ekki þarf heldur alltaf að fara langt út úr húsi. Dijúgur skerfur hitaeininga brennur við húsverkin, svo tekið sé gamalt og sígilt dæmi Lítum á töflu sem gefur til kynna hversu margar hitaein- ingar brenna við hálftíma iðkun viökomandi hreyfmgar: Veggtennis 357 he. Ballett 282 he. Sipp 310 he. Skíði 200he. Sund 285 he. Tennis 185 he. Badminton 165 he. Ganea I35he Hlaup... 150-450 he. (fer eftir hraöa) Ryksugun 75 he. Eldamennska 75 he. Garösláttur Straujun 54 he. Hreinsun 105 he. Meyjan: Dans, karate, hjólreiðar, ganga. Vogin: Spaðaíþróttir, körfubolti, ballett, hópíþróttir. Sporðdrekinn: Skíði, fótbolti, ísknattleikur. Bogmaðurinn: Sipp, útreiðar, fjallgöngur. Steingeitin: Þjóðdansar, skokk, jóga, þolfimi. Sértu vatnsberi, hrútur eða naut er sund einmitt íþróttin fyrir þig. Svo telur að minnsta kosti bandarískur stjörnuspekingur sem fundið hefur út hvaða líkamsþjálfun hentar hverju stjörnumerki. Lærin tekin Spáðu þær í stjörnumerkin? Nokkur orð um megrun Þá er komið að blessuöum lærun- um sem mörgum þykja of fyrirferð- armikil. Við skulum styrkja þau. í fyrri æfmgunni tökum við ytri hliðarvöðvana í gegn. Leggist á hlið- ina eins og sýnt er. Höfuðið hvílir á hægri hendi en hægri olnboginn er látinn hvíla þægilega á gólfmu. Vinstri fótleggur er dreginn beint til hliðar, eins hátt og mögulegt er, og svo látinn síga hægt niður aftur. Æfingin er gerð 2030 sinnum hvorum megin. I seinni æfingunni er setið eins og sést á myndinni. Hendur eru látnar hvíla fyrir aftan bak. Svo er hjólað en aðalatriöiö er að halda þeim fæti, sem teygður er fram, beinum. Þessi æfing reynir jafnt á kviðvöðvana sem lærin. Þeir sem eru að halda í við sig í mat eða eru jafnvel í strangri megrun kannast við þreytutilfinningu og máttleysi sem fylgt getur fyrstu dög- unum. Pirringur getur líka gert vart við sig sé ekki rétt staðið aö málum. Mikilvægt er að taka vítamín auka- lega samhliða megrun. Líklegt er að jám og B-vítamín séu þau bætiefni sem helst skortir, sérstaklega þegar um er að ræða konur. Sé ekki nóg af þeim efnum í fæöunni fylgir slapp- leiki gjarnan í kjölfarið. Takið því járn- og B-vítamíntöflur. Boröið oftar yfir daginn. Þótt veriö sé aö halda í við sig verður líkaminn að fá einhvern forða. Finnist ykkur þið hressast mikið eftir að kvöldmat- urinn hefur veriö borðaður er líklegt að of lengi hafi verið beðið með að fá sér eítthvað í gogginn. Sniðugra getur verið að minnka hveija máltíð fyrir sig en borða oftar yfir daginn. Þannig helst blóðsykurinn frekar í jafnvægi allan daginn en ella. Reynið að hugsa ekki um mat. Þeim sem eru í megrun hættir til að hugsa ekki um annaö en girnilegt fæði sem þá langar að leggja sér til munns. Slíkur þankagangur leiöir vitaskuld til leiöa og pirrings þ'egar ekkert annað er á borðum en hrátt grænmeti og vatn. Góð leið er að verða mun virkari en við venjulegar aöstæður. Reynið að hafa eitthvað að gera öllum stundum, sama hvað það er, bara að láta hugann reika frá mat og sælgæti og láta viðhorfið veröa það að eitthvað örlítið verði að fá sér í svanginn til aö halda sér gangandi. Stundið íþróttir stífar, tak- ið upp handavinnu eöa gerið lestur að aðaláhugamáli sé mikið um dauð- ar stundir. Hver þekkir ekki reykingamann sem hvað eftir annað segist ætla að hætta reykingunum á morgun eða hinn? Fæstir þeir sem reykja eru sáttir við það ástand mála. Flestir ef ekki allir óska þess svo innilega að hafa aldrei byijaö á þeim Ijóta ávana en þaö er hægara sagt en gert að ætla að hætta þegar á annað borð er byijað. í könnun, sem gerö var á Bret- landseyjum, kemur í Jjós að um íjórðungur þjóðarinnar reykir og af þeim hópi eru 70% stöðugt að hugsa um aö hætta og hafa jafnvel reynt það. Það er heldur ekki skrýtið. Fyrir utan aö þaö þykir orðið sóðalegt og hallærislegt á meðal unga fólks- ins þarf vart aö tíunda skaðsemi reykinga: lungnakrabbamein og aðrir kvillar hafa stytt mörgum manninum aldur. Þið sem eruö að hugsa um að hætta skuluö taka af skarið og byija sem fyrst. Ef til vill ættuð þið að fylpjast með auglýsingum í dag- blöðunum þar sem Krabbameins- félagiö og aðrir hafa verið að aug- lýsa sérstök námskeiö til stuönings þeim sem vilja hætta að reykja. Slík hjálp ber árangur og reynist mörgum eina leiðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.