Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. DV Harrison Ford snýr baki við Indiana Jones Eftir að hafa í áratug verið ein eftir- sóttasta hetja kvikmyndanna leggur Harrison Ford nú upp í síðasta leið- angur sinn í hlutverki Indiana Jones. Þetta er ein vinsælasta röð ævintýra- mynda sem gerð hefur verið á síðari árum. Fyrsta myndin, Ránið á týndu örkinni, er þar frægust en hún var í gærkvöld sýnd á Stöð 2. Steven Speelberg vinnur nú með mikilh leynd að þriðju Indiana Jones myndinni í Cannon Elstree kvik- myndaverinu. Myndin á að heita Indiana Jones og síðasta krossferöin. Nafniö bendir til að þessi verði sein- ust í röðinni. Því er reyndar spáð af áhugamönnum að í þessari mynd láti hetjan sjálf, fornleifafræöingur- inn Indiana Jones, lífið að leiðarlok- um. Harrison Ford er nýorðinn 46 ára gamall. Hann hefur verið kvik- myndaleikari í 11 ár eða frá því hann kom fyrst fram í Star Wars í hlut- verki Han Solo og þótti þá þegar fæddur í hlutverk hetjunnar. Indiana Jones í þriðja sinn Ford hefur leikið Han Solo í þrí- gang og nú á líka allt aö vera þrennt með Indiana Jones. Ford hefur auðg- ast mjög á þessum 11 árum og ekki hafa framleiðendur mynda hans síð- ur náð að raka saman peningum. Harrison Ford hefur löngu sannað að hann er góður leikari. Hann hlaut frábæra dóma fyrir leik sinn í Vitn- inu sem sýnd var hér við góða aðsókn fyrir þremur árum. Hann þótti líka standa sig vel í Mosquitoströndinni þótt sú mynd næði ekki sömu frægð og fyrri myndir. Nú þykjast menn sjá að Ford standi á krossgötum á leikferli sínum. Hann hefur fjarlægst ímynd hetjunnar í Frantic sem Roman Polanski leik- stýrði og nú hefur verið sýnd hér í nokkra mánuði. í mörg ár hefur Ford viljað koma því til skila að hann sé leikari. „Ég vil fremur vera þekktur sem leikari en stjama. Ég vil fá við- urkenningu fyrir það sem ég er að gera, sem er að leika,“ er haft eftir honum. Harrison Ford hefur aldrei verið um frægðina gefið. Þegar hlé er frá vinnu býr hann í einangrun á bú- garði sínum í Wyoming ásamt konu Yves Montand er mjög stoltur af Carole, elnkarltara sínum og barnsmóður. Yves Montand að verða faðir Franski leikarinn Yves Montand á nú bam í vændum. Þótt hann sé orö- inn 68 ára og hafi lengi þótt mikiö kvennaguU er hann ekki orðinn faðir enn. En nú líður senn að því að París- arbúar fái að sjá þennan dáða leikara arka um götur með bamavagn á undan sér. Móðirin heitir Carole Amiel. Hún er nærri 40 árum yngri en Montand. Amiel verður léttari um jólaleytið ef Guð lofar. Einnig er sagt að þau ætli að ganga í hjónaband um jóhn. Þeir sem talaö hafa viö Montand síöustu mánuðina segja að hann sé ntjög rogginn. Hann visar öllum sög- um um elUmörk á bug og segir að sér Uöi eins og hann væri tvítugur. Montand er af Frökkum taUnn einn mesti kjartaknúsari sem sú þjóð hef- ur ahð og eru þó margir um hituna. Hann var árum saman kvæntur leik- konunni Simone Signoret. Hún lést úr krabbameini áriö 1986. Dauði hennar gekk mjög nærri Montand en nú hefur hann tekið gleöi sína á ný. Þau h)ón voru barnlaus en nú mun barnsgrátur hljóma áður en langt um líður í húsi Montands. Hans heitt- elskaða er einkaritari hans. „Carole er yndisleg kona,“ segir Montand. „Við erum mjög samrýnd." Carole er nú 29 ára gömul. Hún hóf tvítug aö vinna fyrir Montand sem einkaritari og hefur sinnt því starfl aUar götur síöan. Sviðsljós með mikilh leynd árið 1983. Athöfnin tók 15 minútur á skrifstofu borgar- fógeta í Santa Monika. Svo mikil leynd hvíldi yfir hjónavigslunni að nánustu vinir þeirra höfðu ekki hug- mynd um hana fyrr en löngu seinna. Ford talar ógjama um líf sitt og ver einkalífið af sömu ákefð og hann leik- ur hetjumar í kvikmyndunum. sínum en neitar að koma fram þess utan. Steven Speelberg hefur sagt um Ford að hann sé eins konar blanda af Emol Flynn og Humphrey Bogart. „Haiin getur bæði verið harður og rómantískur í senn,“ segir Speel- berg. Ford var ekki efstur á óskaUsta Speelbargs þegar hann var að velja leikara í aðalhlutverk Star Wars og um tíma stóð til að Tom Selleck léki Indiana Jones. Nú er Ford efstur á óskahsta margra leiksljóra og hann hefur úr ótal hlutverkum að velja. Hann þarf ekki lengur að bíða eftir aö einhver leikstjórinn velji hann í hlutverk. Hann hefur nóg að gera við að hafna hlutverkum og nú þarf hann ekki að leika frekar en honum <- sýnist. I hlutverki Han Solo, lyrstu hetjunnar sem Harrison Ford lék. Harrison Ford í hlutverki Indiana Jones. Hann leikur nú fornleifafræö- inginn í seinasta sinn. sinni, MeUssu Mathison. Hún er handritshöfundur og skrifaði söguna um geimálfinn ET sem Steven Speel- berg framleiddi. Þau eiga tveggja ára gamlan son. Ford á einnig tvo syni á tvítugsaldri frá fyrra hjónabandi. Feluleikur Melissa og Ford gengu í hjónaband I Frantic sneri Harrison Ford baki við hetjunum sem hann hafði leikið áður. Hann er sagður ósáttur viö þá stað- reynd að stjörnur verða, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að fóma hluta af einkalífi sínu. Hann neitar að leika hlutverk stjörnunnar. Hann tekur þátt í kynningum á myndum iíiliii Jean-Michael Jarre vill hafa hátt til lofts og vltt til veggja á tónleikum sínum Jean-Michael Jarre berst fyrir tónleikum „Það er engin leið aö hætta,“ eru einkunnarorð franska hátæknitón- skáldsins Jean-Michel Jarre. Hann hefur notað skýjakljúfa í Houston í Texas, byggingar NASA, torg í Peking, Shanghæ og Lyon til að halda tónleika fyrir mfiljónir áheyrenda og áhorfenda. Núna hef- ur Jarre fengið augastaö á hafnar- svæöinu í Lundúnum. Undantekningarlaust hefur Jarre verið ráðið frá að halda tón- leika sína. Þeir kosta mikla pen- inga, eru hættulegir og alltaf meira og minna fáránlegir. Hann heldur aðeins tónleika undir berum himni og notar leysigeisla til að lýsa upp himinhvolfiö og háhýsi. í Houston lét hann klæða skýjakfjúf með segldúk og notaði hann fyrir sýn- ingartjald. Tónleikarnir í Lundúnum hafa veriö á dagskrá í allt haust en borg- aryfirvöld þvælast fyrir. Um síö- ustu helgi átti allt að vera til reiöu en þá varð enn að fresta tónleika- haldi því leyfi var enn ófengiö. Þetta er töluvert fjárhættuspil því hverjir tónleikar kosta um 200 milljónir króna. Þaö sem yfirvöld óttast mest á hverjum stað er aö tónleikar Jarre setji alla umferö úr skorðum. Á tónleikum hans skipta gestir hundruðum þúsunda og sýningin er svo skrautleg að ökumenn, sem eiga leið hjá, gleyma sér. Jarre segir aö yfirvöld rugli sín- um tónleikum öllum stundum sam- an við venjulega rokktónleika og reikni meö að allur áhorfendaskar- inn gangi af göflunum. Jarre segist aöeins bjóða gestum sínum upp á fallega sýningu viö undirleik Ijúdfra tóna. Engin ástæða sé því til aö óttast uppþot á tónleikum hans. Jarre er vanur aö beijast fyrir leyfum til að halda tónleika. Hann hélt tónleika við heimsókn Jóhann- esar Páls páfa til Lyon í Frakklandi áriö 1986 þrátt fyrir andstöðu yfir- valda. Frakkar vita ekki hvort þeir eiga að dá þennan listamann eða hneykslast á honum. Hann hefur sótt um aö fá aö halda tónleika í París á tvö hundruð ára afmæh frönsku byltingarinnar á næsta ári en fær trúlega ekki. Mit- terrand forseti vill ekki aö nærvera Jarre skyggi á fund sjö leiðtoga vestrænna ríkja í París á sama tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.