Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. IHOI Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Tæplega hálfur sigur Þótt hreinsanirnar í æöstu stöðum Sovétríkjanna séu hinar mestu þar eystra í þrjá áratugi, fer því fjarri, að Gorbatsjov hafi unnið sigur í styrjöldinni innan komm- únistaflokksins. Hann hefur í mesta lagi unnið hálfan varnarsigur í einni orrustu af mörgum í þessu stríði. Erkifjandinn Ligatsjev er ekki lengur opinber hug- myndastjóri flokksins, en hann er orðinn landbúnaðar- stjóri í staðinn. Hinn óvinurinn, Tsjebrikov, er ekki lengur lögreglustjóri, en er orðinn dómsmálastjóri í staðinn. Nýju störfin eru jafnvaldamikil og hin gömlu. Athyglisvert er, að þessir tveir kunnustu andstæðing- ar „perestrojka" og „glasnost“ bera nú ábyrgð á ein- mitt þeim málaflokkum, þar sem einna mest reynir á, að stefna Gorbatsjovs nái árangri sem fyrst, það er að segja í matvælaframleiðslu og í lögmætu réttarfari. Eftir hreinsanirnar getur Gorbatsjov reitt sig á fylgi fimm af tólf miðstjórnarmönnum. Hann verður því sem fyrr að gera bandalag við miðjumenn til að fá málum sínum framgengt. Og þeir gera sér grein fyrir, að al- menningur hefur hingað til ekki grætt á Gorbatsjov. Hin nýja stefna hefur einkum komið fram í kröfum um aukin afköst og meiri samvizkusemi, en ekki enn skilað árangri í meira vöruúrvali eða betri lífskjörum. Og líklegast er, að almenningur í Sovétríkjunum verði enn um sinn að þreyja þorrann, áður en birta tekur. Þetta veldur Gorbatsjov vandræðum, því að andstæð- ingar hans kenna hinni nýju og tvíeggjúðu stefnu hans um vandamálin, þótt þau séu í raun og veru afleiðing hinnar langvinnu stöðnunar á tímum fyrirrennara hans. Khrústjov féll á sínum tíma á svipuðu máli. Ekki má vanmeta langvinna þjálfun skriffmna flokks- ins á öllum valdastigum. Þeim hefur hingað til tekizt að drepa flestum umbótum Gorbatsjovs á dreif. Þótt sumir þeirra séu hreinsaðir á þessum staðnum, koma þeir aftur fram í nýju hlutverki á hinum staðnum. Aðgerðir Gorbatsjovs felast mest í hinni alkunnu aðferð að leggja niður gamlar stofnanir og búa til nýjar. í báðum tilvikum eru þær skipaðar gömlum flokks- hundum, sem kunna afskiptasemi eina til verka. Þetta fyrirbæri er meira að segja vel þekkt á íslandi. Vandinn felst nefnilega í valdaeinokun flokksins í Sovétríkjunum. Búast má við, að tilraunir til markáðs- búskapar, svo sem frjálsrar verðmyndunar, gangi afar stirðlega í harkalega miðstýrðu þjóðfélagi, enda hefur flestum slíkum hugmyndum verið slegið á frest. Hinn rússneski kjarni í flokknum hefur þungar áhyggjur af áhrifum stefnu Gorbatsjovs á þjóðernis- hyggju og trúarofstæki í ýmsum lýðveldum ríkisins. Baltnesku ríkin eru farin að efla sjálfræði sitt, til dæm- is á kostnað rússneskumælandi aðkomumanna. Ennfremur veikir það Gorbatsjov, að öflugustú iðnað- arríkin austantjalds láta umbætur hans eins og vind um eyru þjóta. Austurþýzkir ráðamenn hafa skýrt tekið fram, að þeir anzi ekki ábendingum hans. í Tékkó- slóvakíu sitja eftir aðeins erkiíhaldssamir ráðamenn. Kyndugt er, að hinn svokallaði „frjálslyndi“ Gor-- batsjov, sem segist vilja valddreifingu, tvöfaldaði emb- ætti sín um daginn, þegar hann var kosinn forseti, án umræðu á klukkustundar fundi, með 1.500 atkvæðum gegn engu. Þetta er eins og hjá Stahn í gamla daga. Hin „rússneska kosning“ Gorbatsjovs í embætti for- seta varpar þó dulu á þá staðreynd, að hans bíður lang- vinnur skotgrafahernaður gegn valdamiklum óvinum. Jónas Kristjánsson Þjóðarrígur ofan á neyðarástand í Júgóslavíu Aður en Josip Tító féll frá 1980 beitti hann sér fyrir að setja Júgó- slavíu stjórnskipan sem átti að vera sniðin til að halda saman sam- bandslýðveldi margra mismunandi þjóöa. Meginatriði stjórnkerfisins er tið mannaskipti í æðstu valda- stofnunum þar sem fulltrúar sam- bandslýöveldanna skiptast á að gegna störfum forsætisráðherra sambandsstjórnar og foringja í valdaflokknum, Kommúnista- bandalagi Júgóslavíu. Þetta valdakerfi hefur reynst herfilega. Miðstjórn ríkisins í Belgrad hefur verið veik og stefnu- mörkun hennar ómarkviss og van- burða. Af hörðum efnahagsþreng- ingum og þjóöernaríg er sprottin kreppa í málefnum Júgóslavíu. Þeir sem dýpst taka í árinni segja að hún sé svo alvarleg að innan- landsfriður og sjálf tilvera sam- bandslýöveldisins séu í hættu. Ástæða þess að nú keyrir um þver- bak er að upp er risinn með fjöl- mennustu þjóð Júgóslavíu, Serb- um, stjórnmálaforingi sem gerir sig liklegan til að notfæra sér ástandið til að auka sem mest veg Serba og eigin völd. Slobodan Milosevic, foringi Kommúnistabandalags lýðveldis- ins Serbíu, hefur sett sér tvö mark- mið. Annað er að koma undir beina stjóm Serba tveim sjálfsstjórnar- svæðum, sem að verulegu leyti er byggð fólki af öðrum þjóðernum og trúarbrögðum. Hitt er aö koma til leiðar víðtækum mannaskiptum eftir sínu höfði í æðstu stofnunum Kommúnistabandalags Júgóslav- íu, miðstjórninni og forsætisnefnd hennar. Gert er ráð fyrir aö þau eigi sér stað á fundi á mánudag. Serbar eru rúmur þriðjungur af 23 milljónum íbúa Júgóslavíu. Meðal þeirra hefur á undanfórnum mánuðum veriö efnt til íjöldafunda að undirlagi Milosevic þar sem gerður hefur verið aðsúgur að stjórnvöldum sem hann hefur talið standa í vegi fyrir áformum sínum. Á oddinn er sett krafan um stór- aukin völd stjórnar lýðveldisins Serbíu yfir sjálfsstjórnarsvæðun- um Vojvodina norðan Dónár og Kosovo í fjalllendinu viö landa- mæri Albaníu. Vojvodina er aö meirihluta byggð Serbum en þar á líka heima fjölmennt þjóöarbrot Ungverja sem eru rómverskka- þólskrar trúar. í Kosovo eru aftur á móti Albanir í miklum meiri- hluta, 1,7 niilljónir á móti 200.000 af serbnesku og öðru slavnesku þjóðerni. Arið 1981 kom til mannskæðra átaka milli þjóðarbrota í Kosovo og reri þar undir aðskilnaðarhreyf- ing sem vill sameina héraðið Al- baníu. Viöbrögð þáverandi yfir- valda í Belgrad voru aö auka mjög fjárframlög til framkvæmda í Kosovo, sem er fátækasta svæði Júgóslavíu, og leiða fólk af al- bönsku þjóðerni til aukinna áhrifa. Albanir eru múslimar en Serbar og aörir slavar á þessum slóðum játa orþódoxa kristni. Erlend tíöindi Magnús Torfi Ólafsson Milosevic og skoðanabræður hans í Serbíu saka yfirvöld í Kosovo um að hafa eytt fjármun- um, sem þeim voru fengnir í hend- ur, í fjárdrátt og vitleysu. Bent er á að í höfuöstaðnum Pristina úir og grúir af betlurum á strætum innan um tómar og hrörnandi byggingar sem verða skyldu bankahalhr eða glæsihótel. Mestri úlfúö veldur þó að Albanir í Kosovo eru sakaðií um að neyta fjölda síns til ofsókna gegn slövum í því skyni að hrekja þá á brott úr héraðinu svo það verði með tíð og tíma hreinalbanskt. Sögur ganga af nauögunum, drápi búpenings og brennum. Er því haldið fram að síöustu ár hafi 30.000 manns af slavneskum þjóðernum, þaö er að segja Serbar og Svartfellingar, flúið Kosovo undan ofsóknum Albana. Erjur þjóðerna eru ærið efni í hættuástand í Balkanlandi en í Júgóslavíu bætíst við ófremdar- ástand í efnahagsmálum. Meðán vestrænir bankar voru að koma .innlánum olíufursta í lóg á síðasta áratug voru þeir örlátir á lán við Júgóslavíu eins og fleiri ríki á sömu slóöum án þess að gera sér rellu af hvort fjármagnið væri í raun lík- legt til að skila aröi til frambúðar. Júgóslavía skuldar nú erlendum lánardrottnum 21 milljarð Banda- ríkjadollara og á í greiðslukrögg- um. Iðnfyrirtækin, sem áttu að standa undir skuldabyrðinni, reyn- ast ósamkeppnisfær á heimsmark- aði. Ríkisstjórn sambandsríkisins, undir forsæti Branko Mikulic, greip til strangra aöhaldsaðgerða í maí í vor til að greiða fyrir sam- komulagi við Alþjóða gjaldeyris- sjóöinn og aöra lánardrottna um skuldbreytingu. Verðlag, innflutn- ingur og skráning á gengi dínarsins voru gefin frjáls en hömlur lagðar á kaupgjald og opinber útgjöld. Af hefur hlotist aukið atvinnuleysi og verðbólgualda, úr 147% í maí upp í 217% í september. Hafa þá lífskjör versnað um helming í Júgóslavíu síðustu átta árin. Afleiðingin er ókyrrð á vinnu- markaði, komið hefur til 800 verk- faha í ár. Fellur óánægja alþýðu manna með versnandi iífskjör saman við þjóðernisólguna út af ástandi í Kosovo. í síðustu viku settist manngrúi um aðsetur flokksforystunnar í Novi Sad, höf- uðstað Vojvodina, og létti ekki fyrr en hún sagði öll af sér. Var þar með rutt úr vegi einni hindrun fyr- ir áformi Milosevics að sölsa sjálfs- stjórnarsvæðin undir Serbíu. Síðar í vikunni var sömu aðferö beitt í Títógrad, höfuðstaö Svart- fjallalands. Mannfjöldi gerði aðsúg að stjórn þess lýðveldis sem ekki hefur viljað taka undir kröfur flokksforingjans í Serbíu þótt Svartfellingar í Kosovo kvarti yflr að sæta sömu kárínum og Serbar þar um slóðir af hálfu Albana. í Títógrad varð endirinn sá sami og í Novi Sad, afsögn valdhafa sem stóðu í vegi fyrir áformi Milosevics. í vestustu rómverskkaþólsku lýðveldunum, Slóveniu og Króatíu, er hagsæld mun meiri en á svæði Serba og þar hafa menn illan bifur á valdabrölti serbneska flokksfor- ingjans og þeirri aðferö hans að beita fyrir sig æstum lýð. í ræðu á miðvikudag sagði flokksforinginn í Slóveníu að kominn væri tími til að rynni af þeim sem væru í vímu þjóðernisderrings áður en verra hlytist af. Stöðva yrði þá sem not- uöu sér bágindi fólks til að tefla framtíð Júgóslavíu í hættu. Áður hafði Stanislav Marinkovic, ritstjóri Borba, aðalmálgagns Kommúnistabandalags Júgóslav- íu, látið svo um mælt að fjöldafund- irnir minntu fólk á hörmungar hð- inna tíma þegar þjóðir Júgóslavíu böröust innbyrðis. „Fái þessi fyrir- bæri að dafna' geta afleiðingamar fyrir landið orðið ískyggilegar. Sumt fólk er farið aö óttast borg- arastyrjöld,“ sagði ritstjórinn. Til úrslita hlýtur að draga á mið- stjórnarfundinum sem boðaður hefur verið á mánudag. Þar verður fyrirsjáanlega skipt um menn í miklum hluta af forustustöðum Kommúnistabandalags Júgóslav- íu. Gert er fyrirfram ráð fyrir að aht aö þriöjungur 165 miðstjómar- manna verði látinn víkja úr sæti. Mestu varðar þó hvað gerist í for- sætisnefndinni, framkvæmdaaðha flokksins. Ráðgert er að breytt mið- stjóm greiði atkvæði um hvern um sig af 25 forsætisnefndarmönnum. Haldi enginn sæti í forsætisnefnd- inni nema hann fái yfir tvo þriðju atkvæða miöstjómarmanna. Milosevic skipulagði atlögur múgsins að flokksstofnunum í Voj- vodina og Svartfjallalandi til að reyna að tryggja sér og banda- mönnum sínum undirtökin á þess- um fundi. Serbneskir þjóðernissinnar með kröfuspjöld og mynd af Vuk Karadsic sem geröi þjóðinni nútímalegt ritmál á siðustu öld. Áhrifin af burði ikóna- mynda í skrúðgöngum orþódoxu kirkjunnar ieyna sér ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.