Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 15. OKTÖBER 1988. 15 Að tapa og viðurkenna það „Halldór Ásgrímsson, þungavigt- armaður í Framsókn og kannski besti strákurinn í þessu gengi; þungur á brún, fastur fyrir, þrjósk- ur, óbifanlegur. Hægt aö bóka, að sé eitthvað bundið fastmælum, þá blífur það.“ Þetta eru ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanrík- isráðherra og formanns Alþýðu- flokksins, um samráðherra sinn í núverandi og fyrrverandi ríkis- stjórn, Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra. Þijóskur og óbif- anlegur er sjávarútvegsráðherr- ann, það er dómur samstarfsmanns og kemur alþýðu manna ekki á óvart. Halldór hefur í embætti sínu verið fastur fyrir og haggast ekki fremur en klettur í hafmu svo grip- ið sé til vinsællar samlíkingar frá því í síðustu kosningabaráttu. Dæmi þessa þekkja menn frá um- deildum flskveiðikvótum og ekki hvað síst harðri afstöðu Halldórs sjávarútvegsráðherra í hvalveiði- málum íslendinga. Góöir kostir og vondir Festa er nauðsynleg í stjóm- málum. Um það geta flestir verið sammála og þurfa ekki annað en líta til stjómmálasögu þessa lands að undanfómu. Þar hefði festan oft mátt vera meiri. Það er svo annað mál hvort ósveigjanleiki er góöur kostur. Allir þurfa einhvem tíma að bakka, breyta afstöðu sinni eða jafnvel viðurkenna ósigur sinn. Menn sem það gera em menn að meiri. Fyrirstaðan getur orðið of mikil haldi menn áfram þar til í óefni er komið. Spumingin er sú hvort ekki stefnir í þetta óefni með hvalveiðistefnu okkar íslendinga. Erum við ekki að leika okkur með fjöreggið, afurðasölu okkar á stærstu mörkuðum, til þess að vernda deyjandi atvinnugrein, hvalveiðarnar? Hvalveiðar skipta okkur þjóðhags- lega tiltölulega litlu. Veiðarnar eru stundaðar í stuttan tíma að sumri til á tveimur bátum. Þær veita fáum mönnum vel launaða sumar- vinnu. Laun starfsmanna og af- rakstur þess eina fyrirtækis, sem veiðarnar stunda, hafa þó dregist verulega saman undanfarin ár vegna minni leyfilegra veiöa. Hval- ur hf., sem rekur útgerðina, hefur fengið langan aðlögunartíma og því getað búið sig undir það sem í vændum er. Arður þess fyrirtækis hefur því verið lagður í kaup á nýjum og má nefna kaup á hluta- bréfum í Granda hf. sem dæmi. Slíkur viðbúnaður forráðamanna fyrirtækisins er af hinu góða og eðlilegur sé htiö til framtíðar. Skip útgerðarinnar og tæki verksmiðju eru löngu afskrifuð og menn því væntanlega í stakk búnir að leggja þennan atvinnurekstur niður. Eru umhverfisverndarmenn óvinir okkar? Vegna hvalveiðanna eiga íslend- ingar í stríði við sterk alþjóðleg umhverfisverndarsamtök. Menn geta haft hvaða skoðanir sem er á þessum samtökum en ekki má van- meta óvininn. Hann er sterkari en margir halda. Umhverfisverndar- sinnum hefur vaxið mjög flskur um hrygg beggja vegna hafsins, bæði félagasamtökum og stjórnmála- samtökum. Það er svo spurning hvort við íslendingar eigum að líta á þessi samtök, eins og til dæmis Greenpeace, sem óvin? Fáar þjóðir eiga meira undir umhverfisvernd en einmitt íslendingar. Við lifum á þeim fiski sem fæst úr hafmu. Þær fiskveiðar byggjast á því að ekki verði umhverfisslys sem mengi hafið og komi í veg fyrir arðbærar veiðar sem standa undir hfsgæðum okkar. Erfitt að verja máistaðinn Það hefur komið í ljós í skoðana- könnunum að meirihluti þjóðar- innar hefur stutt hvalveiðarnar og stefnu sjávarútvegsráðherrans í þeim málum. Slíkt er eðhlegt. Við erum smáþjóð og málinu er stillt upp sem baráttu okkar gegn hinu illa í útlöndum. Slík afstaða þjapp- ar þjóðinni saman. Menn muna þá samstöðu sem var meðal þjóðar- innar í þorskastríðunum þar sem þjóðin stóð sem einn maður gegn ofbeldisaðgerðum stórþjóðar. Munurinn er bara sá að þá höíðum við góðan málstað. ísland var þá vemdunarsinni, var að koma í veg LaugardagspistiU Jónas Haraldsson fyrir útrýmingu fiskistofna og stuðla að skynsamlegri nýtingu þeirra. Því var hægt að beita sér af fullu afli á alþjóðlegum vett- vangi. Afstaða flestra ríkja breytt- ist smátt og smátt og aðrir urðu okkur samstíga. Nú er málstaðurinn þannig, hvort sem okkur hkar það betur eða verr, að erfitt er að veija hann. ísland er skyndilega komið hinum megin við borðið. Við erum í hlut- verki dráparans, þess sem sagður er vilja eyðileggja og útrýma. Þetta er sú mynd sem dregin er upp af okkur. Hér heima þykjumst við vita að hvalveiðar okkar gangi ekki nærri stofnunum og það sé aðeiris eðlileg nýting á auðlindum hafsins að veiða hval. Rannsóknir vísinda- manna okkar sýna enga fækkun á hvalastofnum hér við land, nema síður sé. Þetta er bara ekki máhð úr því sem komið er. Viö höfum tapað þessari orrustu og mætti ætla að tími væri tíl kominn að viður- kenna það. Ef við viðurkennum það ekki og höldum áfram að berja höfðinu við steininn gæti skaði okkar orðið meiri en við sjáum fyr- ir.£' Aögerðir í stað hótana Long John Silver hringurinn í Bandaríkjunum ákvað á dögunum aö kaupa ekki fisk af Iceland Sea- food vegna hvalveiða íslendinga. Fyrirtækið, sem er stærsti kaup- andi á íslenskum fiski í Bandarikj- unum, fylgir þar með í fótspor yfir- valda í Boston sem hafa ákveðið að kaupa ekki íslenskan fisk vegna hvalveiða okkar. Hve lengi á að halda áfram hval- veiðum vegna stolts og þrjósku? Hve lengi eigum við að halda þvi fram að við látum útlendinga ekki beygja okkur og breytum afstöðu okkar ekki vegna hótana? Nú er ekki um hótanir um aðgerðir að ræða lengur. Við stöndum frammi fyrir því að viðskiptavinir okkar hafa sagt stopp. Þeim er hótað heima fyrir og óttast því um hags- muni sína. Þurfum við ekki að hugsa um hagsmuni okkar rétt eins og bandarísk stórfyrirtæki? Höfum við efni á því aö tapa stórum hluta okkar á bandarískum fiskmarkaði? Verð á þeim markaði hækkar og lækkar eins og dæmin sanna en menn hafa þó verið sammála um að markaöur okkar fyrir fiskafurð- ir í Bandaríkjunum sé okkar mikil- vægasti markaöur. í viðtali, sem væntanlegt er við Halldór Ásgrímsson sjávarútvégs- ráðherra í DV, kemur fram að vissulega hafi hann áhyggjur af ákvörðun Long John Silver. Hann segir hins vegar að sérhvert fyrir- tæki og sérhvert þjóðfélag, sem byiji aö láta undan hótunum eins og grænfriðungar eru með, komist 1 mikinn vanda. Menn, sem láti undan slíkum hótunum í dag, hafi engar tryggingar fyrir því að ekki komi nýjar á morgun. Álit ráð- herrans er því það að aldrei eigi að láta undan slíkum hótunum í alþjóðlegum viðskiptum. Víst er það virðingarvert aö standa staðfastur gegn hótunum en öll mál verður aö vega og meta með köldum rökum. Við eigum ekki ein- göngu í stríði við umhverfisvernd- arsamtök. Bandarísk stjórnvöld hafa farið fyrir í baráttunni gegn hvalvöiðum og það eru væntanlega aðilar sem taka verður mark á. Það hefur komið fram hjá íslenskum fiskframleiðendum að augljóst sé að komi til hagsmunaárekstra, eins og nú hefur gerst með fiskveiðar og hvalveiðar, þá verði minni hags- muni að víkja fyrir meiri hagsmun- um. Undir þetta er óhætt að taka. Hagræðing ráðuneyta í kjallaragrein Gunnars Eyþórs- sonar í DV í gær kemur fram að við íslendingar séum að tapa áróð- ursstríðinu vegna hvalveiða hér við land. Ekki sé við öðru að búast í landi eins og Bandaríkjunum þar sem hvalurinn sé allt að þvi heúög skepna. „Hvað vill svo Halldór Ás- grímsson upp á dekk að segja Bandaríkjamönnum að það sé allt í lagi að drepa hvali?“, segir Gunn- ar í grein sinni og heldur áfram: „Sektarkennd Bandaríkjamanna vegna hvalveiða er svo djúp að þeir hlusta ekki á neinar tölur um stofn- stærð og tímgunarhlutfóll, það er einfaldlega rangt að drepa hvah og þar með útrætt mál.“ Gunnar bendir síðar í grein sinni á það að borgarbúar mifljónaþjóð- anna hafi ekki skilning á veiöi- mannaþjóðfélagi eins og því ís- lenska. Rök hvalveiðimanna komi því fyrir lítið. Fólk í milljónasam- félögunum sjái til dæmis lítið sam- hengi milli lifandi nautgripa og hamborgara. Hamborgaramir komi bara úr vélum. Við stöndum því ráðþrota í þessari baráttu. íslensk stjórnvöld verða því aö finna leiöir til þess að leggja af hvalveiðamar án þess að stolt yfir- valda og þjóðar særist um of. Það mun ekki um það deilt að réttmætt er að Halldór Ásgrímsson sitji í rík- isstjórn á meðan Framsóknarlokk- urinn á þar sæti. Hitt hefði verið auðveldara fyrir hann og aðra að skipta ráðuneytum svo við nýléga stjómarmyndun að Halldór fengi annað ráðuneyti en sjávarútveg- inn. Nýr sjávarútvegsráðherra heföi átt auðveldara með að pakka saman og viðurkenna ósigurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.