Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1988, Síða 36
52 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988. Ferdamál DV Marokkó: Þegar Ólympsgoöin, undir forystu Seifs, höfðu hrifsaö völdin yfir heim- inum úr höndum títana voru risarn- ir sendir í útlegö og nauðungar- vinnu. Einn þessara títana hét Atlas og hann fékk þaö hlutverk aö halda uppi himninum á öxlum sér til eilífö- arnóns. Með tímanum breyttist hann í stein og varð að fjallakeðju þeirri sem enn í dag ber nafn hans. Þannig segir þjóðsagan frá upphafi sögunnar á þeim staö á norðvestur- homi Afríku sem nú heitir Marokkó. Arabar kalla Marokkó al-Maghrib, eða landið í vestri. Það gera þeir vegna þess aö þar er vestasta vígi trúar þeirra, íslams. Marokkóbúar sjálfir kalla landiö sitt stundum Sharifiveldiö af þvi að konungur þeirra er kominn í beinan karllegg af Múhameö spámanni. Afríkumenn hta á landiö sem brú úr frjósamri mold sem tengir auönir Sahara viö Evrópu sem er aðeins steinsnar í burtu, handan Gíbraltarsundsins. í ATLANTSHAF Gibraltar Tanger ^€3t Ceuja(Sp.) étouan Meliliaíip.) 400 Km RabÍl/ ^Oudj ^ w MeknésJ. Eddar al Beida<^(&' (Casablancaj'S^'T .. ^ATLASFJÖLL* ® Marrákech 4165 Jelp Toupkal VESTUR- SAHARA augum Evrópubúans er Marokkó fullkomin blanda hins framandi og þess kunnuglega, með austurlensk- um markaðstorgum og vestrænum diskótekum og öllu þar á milli. Snjór og brennheitar eyðimerkur Fjölbreytni er það orö sem einna best hæfir til aö lýsa Marokkó. Þar finnur feröamaðurinn fijósamar sléttur, snævi þakin fjöll, brennheit- ar eyöimerkur og bláan sjó. Fjölbreytnina er líka aö finna í fólkinu sem byggir landið. Berbar, sem teljast til hvíta kynstofnsins, hafa búið í Norður-Afríku frá ómunatíð og viöhalda enn eigin sið- um og tungumáli. Enginn veit hvað- an þeir komu en kenningar eru uppi um skyldleika þeirra við Baska og kelta. Arabískir herflokkar lögöu Norö- ur-Afríku úndir sig á 7. öld og fluttu meö sér mestu menningu miöalda. Þeir komu með nýtt tungumál, arab- ískuna, bókmenntir og stórfengleg listaverk. Marokkó komst svo undir evrópsk yfirráð 1912 og var landið frönsk nýlenda til 1956. Evrópumenn færðu efnahagslíf landsins í nútímalegt horf, lögöu vegi, byggðu bóndabæi og verksmiðjur. Frönsk ítök eru enn töluverð í landinu og franskan það erlenda tungumál sem hvaö flestir landsmenn tala, að minnsta kosti þeir sem hafa hlotið einhverja menntun. Marokkó býður upp á allt sem hug- ur ferðamannsins gimist. Þar geta menn legið í sólbaði við strendur þar sem voru sjóræningjar, fjallgöngu- menn geta haldið á vit títansins Atlas í fjöllunum hans og þeirra hugrökku bíður eyðimörkin með úlfaldalestum sínum og hiliingum. Ekkert jafnast þó á við konungsborgirnar fjórar, Fez, Marrakesh, Meknes og Rabat. Borgir þessar eiga það sameiginlegt að hafa eitt sinn verið höfuðborgir ríkisins. Rabat er þaö raunar enn. Kjörinn féiayi Tímarit fyrir 2^ OKTÓBER1988 Heilbrigð skynsemi og 9e,n™* Hörmung og hrakninga SSSSSS^ Ástarlíf eftir faeðingu tyrsta bar M komakrökkunum í háttinn. Gendblóð veldur vonbrigðum æSSXSSZsz, isianrímsferð" til Ameriku..._ llrakúla ma-lis mc>l h.itlaúl. Jarlíf eftir Z fæðingu barneignir fvrsta barns - ws. 51 Konur a Gígólóar NYTT HEFTI jr A BLAÐ- SÖLU- STÖÐUM UM LAND ALLT ÁSKRIFT: 27022 Fez: þrjár borgir í einni Fez er elst og stórfenglegust kon- ungsborganna. Reyndar er hún þrjár borgir í einni. Fyrst varð til Fes el Bali. Hún var stofnuð á 8. öld af ætt Idrissa. Fimm hundruð árum síðar stofnuöu Merenidar Fes el Jédid. Loks varð Ville Nouvelle, eða nýja borgin, til á 20. öldinni þegar Evr- ópubúar höfðu öll ráð landsins í hendi sér. Hassanturninn við gröf Múhameðs V. soldáns í höfuðborginni, Rabat, var byggður á 12. öld og útskornar hliðar hans eiga engan sinn líka í öllu Marokkó. Þegar kvölda tekur í Fez halda ferðamenn upp í nýja borgarhlutann þar sem mestallt næturlífið fer fram. Avenue Hassan II, sem heitir í höfuð- ið á núverandi konungi landsins, er helsta gatan í þessum bæjarhluta með kaffihúsum, verslunum og öðru tilheyrandi. Breiðstræti Múhameðs V., en sá var faðir Hassans, er þó tahð skemmtilegra og þangað halda bæjarbúar, þó aðahega yngri kyn- slóðin, til að drekka myntute, sýna sig og sjá aðra. I Fes el Jédid haldast í hendur glæsileiki og daglegt líf fólksins. Þar er konungshöllin (Dar el Makhzen) sem kóngurinn gistir þegar hann heimsækir borgina. Hölhn sú er hins vegar ekki til sýnis almenningi. TU- vahð er að ganga um gamla gyðinga- hverfið, eða Mellah, þar sem úir og grúir af sölubúðum. Austan borgar- múranna eru Boujeloudgarðar, með fuglagargi og bambusviði. í garðin- um er einnig áveitukerfi frá 13. öld. Að villast í völundarhúsi Elsti borgarhlutinn, Fes el Bah, er völundarhúsi líkastur og því vissara að ráða sér leiðsögumann áður en könnunarleiðangurinn hefst. Ann- ars kunna menn aö missa af áhuga- verðum stöðum eða einfaldlega að týnast. Leiðsögumenn er hægt að fá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.