Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Qupperneq 25
Veit að hveiju eg geng, segir Ragnar Margeirsson
Ragnar Margeirsson, landsliðsmaður í knattspymu frá Keflavík, hefur ákveðið
að leika með íslandsmeisturum Fram á næsta keppnistímabili. Hann er ekki
ókunnugur þar því hann lék með Frömurum meiri part sumarsins 1987 og varð
þá bikarmeistari með þeim.
„Ég veit að hverju ég geng hjá
Fratn eftir að hafa spilað eitt sumar
með hðinu og kann vel við mig
þar. Fram hefur meistaratitil að
verja og verður örugglega í barátt-
unni á toppnum auk þess að leika
í Evrópukeppni, þannig að útlit er
fyrir skemmtilegt tímabil,“ sagði
Ragnar í samtali við DV í gær.
Ragnar fór á ný til Keflvikinga
sl. vor og lék með þeim í 1. deild-
inni i srnnar. Þeim gekk illa, rétt
sluppu við fall, en Ragnar var einn
jafnbesti leikmaður þeirra og var
tyrir skömmu útnefndur knatt-
spyrnumaöur ársins 1988 í Kefla-
vík.
Dapurt tímabil hjá ÍBK
„Þetta var mjög dapurt tímabil
og það kom í ljós að við vorum
ekki með eins sterkt hö og við var
búist fyrirfram. En ég á von á því
að hðið hefði getað náð betri ár-
angri en raun bar vitni, ekki síst
ef þjáífarinn hefði verið íslenskur.
Frank Upton gerði ýmis mistök
sem rekja má til þess að hann
þekkti ekki nógu vel íslenskar að-
stæður og andstæðinga okkar
hverju sinni,“ sagði Ragnar.
Ragnar er bundinn Genk
Ragnar er bundinn belgíska 1.
deildar félaginu Racing Genk, þar
sem hann hætti að leika með Wat-
erschei fyrir hálfu öðru ári og fór
heim til íslands. Eins og kunnugt
er var Waterschei sameinað Wint-
erslag undir nafni Genk og þar með
á það félag rétt á honum í fjögur ár.
„Kröfur, sem Genk setti fram,
urðu til þess að ekkert varð af því
að ég færi til vestur-þýska 2. deildar
liðsins Darmstadt í haust Darm-
stadt var nánast á hausnum tjár-
hagslega og gat ekki greitt þá upp-
hæð sem Genk vildi fá fýrir mig,“
sagði Ragnar.
Fórtil Belgíu íboði
Genk i morgun
Ragnar fór í morgun til Belgíu til
viðræðna við stjóm Genk. „Þeir
hafa veriö í sambandi við mig og
vilja fá mig til sín. En ég tel nær
útilokað að af því verði, ég fer ekki
aftur út nema Genk gangi að
ákveðnum kröfum sem ég legg
fram og sé ekki að þeir samþykki.
Hins vegar ætti ferðin að nýtast
mér vel til þess að koma mér af
stað fyrir næsta keppnistimabil
með Fram þar sem ég mun æfa
með hðinu í viku til tíu daga,“ sagði
Ragnar Margeirsson.
Ragnar er 26 ára gamall og hefur
leikið 36 landsleiki fyrir Islands
hönd. Hann hefur lengst af leikið
með Keflvíkingum en einnig um
tima með AA Gent og Waterschei
í Belgíu og vestur-þýsku hðunum
Homburg og 1860 Múnchen. Hann
er annar markahæsti leikmaður
ÍBK í 1. deild frá upphafi, með 36
mörk, og skoraði auk þess 4 mörk
í 12 leikjum með Fram í 1. deildinni
1987.
-VS
• Ragnar Margeirsson
styrkir án efa lið Fram
veruiega í baráttunni
næsta sumar.
Ragnar leikur
með Fram
Tvö íslandsmet á Evrópubikarmótinu í sundi:
Ragnheiður bætti
met sitt í tvígang
- íslendingar komust 1 úrslit 1 þremur greinum
Evrópubikarkeppnin í sundi í 25
metra laug fór fram í Edinborg í
Skotlandi um helgina. Ragnar Guð-
mundsson og Ragnheiður Runólfs-
dóttir kepptu fyrir íslands hönd en
þau fóru utan ásamt þjálfara íslenska
sundlandshðsins, Conrad Cawley.
í sveitakeppni urðu íslendingar
neðarlega enda aðeins um einn kepp-
anda að ræða í hvorum flokki. Ágæt
afrek Ragnheiðar dugðu þó til að
koma íslandi í 15. sætið í flokki
kvenna og láta þannig Finnum eftir
það neðsta. Þessu var hins vegar
öfugt farið í karlaflokki en þar urðú
íslendingar neðstir en Finnar næstir
okkur þar fyrir ofan.
Ragnheiður komst í úrsht í tveimur
greinum, í 100 og 200 metra bringu-
sundi. í fyrrtöldu greininni varð hún
í 8. sæti, hreppti tímann 1:11,81 mín-
útur, en í þeirri síðartöldu skákaði
Ragnheiður sænskri stúlku og varð
7. í mark á 2:32,99 mínútum sem er
nýtt íslandsmet. Hún hafði raunar
bætt íslandsmetið í greininni í un-
anrásum en þá synti Ragnheiður á
2:33,25 minútum en gamla metið var
2:34,60 mínútur.
Búlgörsk sunddrottning, Tania
Dangalakova, vann í 100 metra
bringusundinu á timanum 1:08,20
mínútum, en Daniela Brendel frá
A-Þýskalandi varð hlutskörpust í 200
metra bringusundinu, fór vegalengd-
ina á 2:26,54 mínútum.
Ragnheiður keppti einnig í 200
metra fjórsundi, fékk þar timann
2:22,86 og var hálfa sekúndu frá ís-
Ragnheiður Runólfsdóttir.
landsmeti og úrshtasæti. Hún varð
þar 9.
Ragnar Guðmundsson braut sér
leið í úrsht í 1500 metra skriðsundi
en lét þar í minni pokann fyrir mót-
heijum sínum. Fékk hann frekar
slakan tíma í úrshtunum, 16:21,01
mínútur. Sigurvegarinn í greininni
var Bretinn Kevin Boyd, sem fór
vegalengdina á 14:57,36 mínútum.
Ragnar keppti einnig í 400 metra
skriðsundi en var þar talsvert frá
sínu besta og hafnaði í 11. sæti.
í sveitakeppni karla urðu Sovét-
menn hlutskarpastir en röðin varð
þessi þar hjá þeim efstu og neðstu:
2. A-Þýskaland 208
14. Finnland 20
15. Island 13
í kvennaflokki varð hins vegar sveit
A-Þjóðveija hlutskörpust en röðin
þar þessi hjá þeim efstu og neðstu:
1. A-Þýskaland 256
2. Bretland 220
15. Island 27
16. Finnland 18
-JÖG
• Stanislav Modrovski tekur bannið
út gegn B-liði Vals. DV-mynd EJ
Modrovski
stjórnar
gegn KR
- í banni annaö kvöld
Stanislav Modrovski, þjálfari ís-
lands- og bikarmeistara Vals í hand-
knattleik, verður ekki í leikbanni
þegar hð hans mætir KR í 1. deild-
inni á miövikudagskvöldið - eins og
búist hafði verið við. Hann tekur
bannið út annað kvöld en þá mætast
A- og B-hð Vals í bikarkeppni HSÍ á
Hhðarenda kl. 18.15!
-VS
Luzern vetrar-
meistari í Sviss
Luzern, hð Sigurðar Grétarssonar,
varð í gær vetrarmeistari í sviss-
nesku knattspymunni eftir marka-
laust jafntefli við Neuchatel Xamax
á útivelh. Liðið varð eitt og efst í 1.
deild að loknum fyrri hluta keppn-
innar með 28 stig en Grasshoppers
fékk 27. Þessi hð og sex önnur leika
til úrshta um meistaratitilinn í vor
og fara þangað með helming stiga
sinna - Luzem og Grasshoppers með
14 stig en önnur minna.
„Það er alltaf gott að ná stigi úti
gegn Xamax en við hefðum þurft að
vinna og komast með því í 29 stig.
Þá hefðum við byijað með 15 stig í
vor. En þessu aukastigi töpuðum við
á heimavelh um síðustu hélgi þegar
við gerðum jafntefli við Wettingen.
Annars er þetta búið að vera gott og
ég er bjartsýnn á gengi okkar þegar
úrshtakeppnin hefst þann 5. mars,“
sagði Sigurður í samtah við DV í gær.
-VS