Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. Breiðsídan Sigrún Eyfjöró ljósmyndafyrirsæta í London og Aþenu: Þessi harði heimur kom á óvart Þessa mynd tók Huggy af Sigrúnu Eyfjörð þegar hún starfaði sem fyrir- sæta hjá Preview í London. Sigrún Eyfjörð var kjörin ljósmyndafyrirsæta ársins 1988 þegar feguröarsamkeppni Íslands fór fram í vor. Ýmislegt hefur drifið á daga Sigrúnar síðan en hún var að koma frá London í vikunni þar sem hún hefur starfað viö fyrirsætustörf. „Það var Michael Ulf hjá Icelandic Models sem kom mér á framfæri við Hugrúnu Ragnarsdóttur, Huggy, sl. sumar." Huggy rekur umboðsskrifstofu, Preview, fyrir fyrirsætur í London eins og lesendum DV er kunnugt en viðtal var viö Huggy snemma í haust í blaöinu. „Ég bjó hjá Huggy og það var mér mikils virði. Hún gaf mér góð ráð og leiðbeiningar enda þekkir hún vel þennan harða heim sem fyrrum fyrirsæta," sagði Sigrún þegar Breiðsíðan sló á þráðinn til hennar. Þegar Sigrún var búin að vera um tíma i London var henni boðið aö starfa um mánaðarskeið í Aþenu og er fyrsta ís- lenska stúlkan sem hefur starfað þar við fyrirsætustörf. Nú hefur Sigrún i höndunum tilboð frá umboðsskrifstofum í Madrid og Barcelona og hefur hún hug á að taka þeim tilboðum. „Ætli ég fari ekki til Spánar í mars en strax eftir áramótin fer ég aftur til London." sagði hún. Sigrún, sem er 21 árs, segir að hinn harði heimur fyrirsætustarfs- ins hafi komið henni mjög á óvart. „Ég átti ekki von á að þetta væri jafnerfitt og raun varð á. Það er mjög mikið um fíkniefna- neyslu í þessum heimi og sum módelin reykja hass daglega. Sú stúlka sem leggur fyrir sig fyrirsætustörf þarf að vera ákaflega sterk og viljamikil til að komast í gegnum byrjunarstigið án þess að skaðast. Ég myndi segja að lágmarksaldur fyrir stúlkur til að fara á þennan markað væri um tvítugt en þó ég sé orðin eldri en það fannst mér ég varla nógu þroskuð í slaginn. Aö byrja í fyrirsætustörfum er hörkuvinna. Aðalatriðið er aö safna nógu mörgum og góðum myndum af sér í bók en það tekur bæði óhemjutíma og er dýrt að auki. Góðar myndir í bókinni gefa í staðinn mikla vinnu og góð laun. Ég myndi líkja þessu við að byrja á eigin fyrirtæki. Maður þarf að gefa mikið af sér og vera hörkuduglegur og vonandi uppsker maður síöar. Það tekur nokkurn tíma aö vinna sér sess enda fram- boðið af fyrirsætum meira en nokkurn grunar," sagði Sigrún. Hún sagði að aöalspenningurinn varðandi starfið væri ferðalögin sem það býður upp á auk þess sem auðvelt væri að kynnas't fólki frá flestum þjóðum heims. „Ætli væri ekki nákvæmlega sama hvar í heiminum ég kæmi núna, alls staðar á ég heimboð," sagði Sigrún. „Stundum var ég komin að því að gefast upp á þessu og fara heim en þegar ég hugsaði mig betur um þá á þessi vinna bet- ur við mig en skrifstofuvinna frá níu til fimm." -ELA Þú ert 2000 krónum ríkari! Það er margt að gera hjá mömmum landsins fyrir jólin og margt að kaupa inn. Stundum getur verið erfitt að fara með börnin meö sér í innkaupaleiðangra. Bæði eru þau spennt vegna tilstandsins, jólasveinsins og þess sem tilheyrir og svo finnst börnum yfirleitt ekkert skemmtilegt í búðum nema þeim sem selja leikföng og nammi. Þessi litla stúlka á myndinni, sem svo brosmild og góð situr í kerrunni með bróður sínum, var svo stillt í versluninni að við verðlaunum hana hér með. Hún er því tvö þúsund krónum rikari og mætti gjarnan gefa litla bróður eitthvað með sér. Peninganna má vitja á ritstjórn helgarblaðs DV, Þverholti 11. -ELA/DV-mynd Brynjar Gauti Að komast í úrtak Ég er búinn að fá jólagjöfina í ár. Mig hefur nefnilega alltaf dreymt um að kom- ast í úrtak. Allir sem ég þekki hafa lent í úrtaki nema ég og ég er meira að segja viss um aö frægasta kona íslands (fyrir utan Vigdísi), óþekkta og nafnláusa fisk- vinnslukonan, sem þeir Þorsteinn og Steingrímur eru alltaf að blaðra um og bera svo mjög fyrir brjósti, hún hefur líka lent í úrtaki. En lengi er von-á einum og ég lenti sem sé loksins í úrtaki á dögunum og þarf því ekki fleiri jólagjafir þetta árið. Gosdrykkjuvenjur mínar Síminn sem sagt hringdi og ég svaraði eins og menn gera svo oft þegar síminn hringir og konan er ekki heima. Þjálfuð stúlkurödd sem ugglaust gæti tekið undir orð skáldsins: „Spurt hef ég tíu milljón manns,“ ávarpaði mig þannig? „Já, góð- andaginnþúhefurlentíþúsundmanna úr- takiviltuverasvovænnaðsvaranokkrum- spurningum?" Ég hélt það nú og sagði þessari hraðmæltu stúlku það. Og hún spurði, og spurði. Spurði um gosdrykkjuvenjur mínai', áhorfunarvenj- ur, hitt og þetta og ditten og datten. Og svo bað hún mig að nefna þrjú fyrirtæki sem ég hefði sérstaka vanþóknun á. Ég nefndi strax seðlabankann, sem allir eru hvort sem er alltaf að agnúast út í. Og svo nefndi ég „Fjármögnun hf.“ „Já, viltu ekki bara hafa það öll fjármögnunarfyrirtæk- in?“ spurði vinkona mín á hinum endan- um og ég tók að sjálfsögðu þessu kosta- boði. Sjálfsagt að spyrða helvítin saman í eina kippu. Og í þriðja lagi tiltók ég Sölu- nefnd varnarliðseigna, „Bíddu, bíddu, þú ert með svo löng orö,“ sagði úrtaksstúlkan í umvöndunartón. Og ég fór að hugsa hvort ég heföi heldur átt að nota Byko, SÍS eða Olís, rétt svona til að auðvelda úrvinnslu úrtaksins. Áfram FH Nú, nú, næst var spurt um þrjú fyrir- tæki sem ég hefði velþóknun á. Ég nefndi feimnislega Þjóðviljann. „Sagðirðu Þjóð- viljann?“ Spurði stúlkan í hneykslunar- og vantrúartón.“ Ég dró þessa tillögu umsvifalaust til baka og dengdi á dömuna þeim kompaníum sem stóðu hjarta minu næst, þ.e. Kaupfélagi Þingeyinga, Kaup- félagi Norður-Þingeyinga og Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur. „Bíddu, bíddu, þú notar svo löng orð,“ sagði hún aftur. „Geturðu ekki skamm- stafað þetta fyrir mig?“ Hvað ég og geröi og endurtók svarið í örlítið stýttri útgáfu nefnilega KÞ, KNÞ og FH. Þannig að þjóðin þarf ekkert aö verða hissa þótt næsta Skáískönnun félagsvís- indadeildar Hagvangs leiði í ljós aö Fim- leikafélag Hafnarfjarðar sé talið eitt af grundvallarfyrirtækjum þjóöarinnar í dag. Jóhannes Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.