Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988.
Lífsstm
til rifflanna sem hvíti maöurinn not'-
aöi til að leggja undir sig villta vestr-
ið, þ.e. til að drepa indíána. Ungu
konunni birtist sýn þar sem henni
var sagt að hún gæti forðast illa anda
indíánanna með því að byggja her-
bergi handa hverjum þeirra.
Og það gerði hún. Húsið dularfulla
er með 2000 dyrum, 47 eldstæðum og
13 baöherbergjum. Innréttingarnar
eru líka nokkuð sérstakar: gluggar
sem opnast út í veggi, súlur sem
standa á haus o.s.frv.
Glerfyrirguð
Guðsmenn í Ameríku hafa löngum
þótt stórtækir til allra hluta. Pening-
ar og íburður eru þar engin undan-
tekning. Einn slíkur prédikari heitir
dr. Schuller. Hann hefur byggt
stjömulaga glerkirkju sem hann
kallar Kristaldómkirkjuna (Chrystal
Cathedral) og er hún í Los Angeles.
Kirkja þessi er með tíu þúsund
spegilgluggum og í henni geta þrjú
þúsund sálir setið undir boðskap
klerksins. Auk þess er boðið upp á
aðstöðu til bíla-guðsþjónustu (drive-
in) fyrir þá sem ómögulega geta sagt
skilið við átta gata tryllitækin sín,
ekki einu sinni í messu. Að guðs-
þjónustunni lokinni er gestum boðið
að versla í The Possibility Bookstore,
þar sem m.a. eru seldir bolir með
eftirfarandi áletrun: harðgerir hlutir
endast ekki, en það gerir harðgert
fólk.
Ekki má svo gleyma milljónamær-
ingnum Robert McCulloch sem
Ferðamannastaðir í Kalifomíu:
Draumahallir
milljónaranna
- sérvitringar koma í stað erfðakónga og glæstrar fortíðar
Þá er það veðurspáin. Hér er aðvör-
un til allra ökumanna: munið eftir
sólgleraugunum. Þetta verður heitur
og sólríkur dagur, hitinn 25-30 gráð-
ur.
Veðurspáin í Kaliforníu er alltaf
eins. Þess vegna reyna þarlendir út-
varpsmenn að gera allt hvað þeir
geta til að vera ekki eins og biluð
plata. En hvað sem allri einhæfni líð-
ur þá er þetta veðurfar sem hentar
ferðamanninum einkar vel.
En það er ekki bara loftslagið sem
verkar eins og segull á ferðamenn-
ina. í Kaliforníu eru fyrirbæri sem
ekki eiga sinn líka á hnettinum.
Fylkið á sér ekki langa sögu, ekki
frekar en önnur í Bandaríkjunum.
Því hefur á hinn bóginn tekist að
skapa sér sína eigin ímynd í kringum
sérviskulega milljónamæringa,
hvurra minnismerki vekja áhuga
ferðamannsins.
Furstar og kóngar Evrópu byggðu
sér hallir. Hvers vegna skyldu millj-
ónarar Kaliforníu vera eftirbátar
þeirra í þeim efnum. í San Simeon,
á milli San Francisco og Los Ange-
les, gerði blaðakóngurinn William
Randolph Hearst draum sinn að
veruleika. Hann lét reisa risastóra
höll, Casa Grande, uppi á fjallstindi
með útsýni yfir Kyrrahafið.
Hearst hafði erft landskika sem
honum þótti mjög vænt um. Eitt var
honum þó ekki að skapi: tré voru þar
engin. Þegar byggingin var hafm árið
1919 lét hann því færa þúsundir rúm-
metra af mold upp á tindinn. Sömu
leið komu svo þúsundir fullvaxinna
trjáa.
í kardínálans rúmi
Casa Grande varð að tveggja turna
höll í spænskum endurreisnarstíl.
Innandyra var hún fyllt með gömlum
listaverkafjársjóðum, sem keyptir
voru á uppboðum í Evrópu: etrúsk
ker, egypskar styttur, húsgögn frá
miðöldum - m.a. rúm Richelieu
kardínála.
Á næstu tveimur áratugum var
opið hús í Casa Grande fyrir stjórn-
málamenn, forseta og Hollywood-
stjörnur, og menn eins og Chaplin
og Churchill létu fara vel sig í hæg-
indastólunum við rómversku sund-
laugina. Hearst lést árið 1951, en ætt-
ingjar hans gáfu Kaliforníufylki hús-
ið sjö árum síðar gegn skattaívilnun-
um. Nú er Casa Grande opið almenn-
ingi.
Hús
andanna illu
Allir kannast við Winchester rifílana
sem notaðir hafa verið í kúreka-
myndunum til „plaffa" niður indíána
í stórum stíl. Skyldi einhver hafa
velt því fyrir sér hvað varð af öllum
gróðanum af vopnaframleiðslunni,
þá er svarið að finna í Winchester
Mystery House í San José, skammt
frá San Francisco.
Sagan á bak við það hús er eins og
þær gerast bestar i draumasmiðj-
unni og veruleikafalsaranum Holly-
wood: Ung og fátæk stúlka, Sarah að
nafni, giftist hinum unga Winchester
sem hafði erft hlutabréíLí vopna-
smiðju föður síns. Þau eignast barn
og allt virðist í lukkunnar veistandi.
En barnið deyr og Winchester
skömmu síðar. Sarah er sannfærð
um að óhamingju hennar megi rekja
keypti Lundúnabrú árið 1962, þá hina
sömu og var að hruni komin í vís-
unni alkunnu, og borgaði tvær og
hálfa milljón dollara fyrir. Brúin var
tekin í sundur, stein fyrir stein, og
flutt vestur um haf til Lake Havassu
City þar sem hún var sett saman aft-
ur.
Og þannig má lengi enn segja frá
sérvitringunum í Kaliforníu. Hér
verður þó látið staðar numið.
KLUKKU
LAMPAR
TILVALIN JÓLAGJÖF
Rafkaup
SUÐURLANDSBRAUT 4 — SÍMI: 681518
Ferðir
Blaöakóngurinn Hearst lét byggja draumahöll uppi á fjalli og fyllti hana
með fornum fjársjóöum.
55
TVÖFALDUR
1. VINMNGUR
íkvöld
handa þér, ef þú hittír
á réttu tölumar.
Láttu þínar tölur ekkí _
vanta í þetta sínn! f
00
>
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111