Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. Lífsstm til rifflanna sem hvíti maöurinn not'- aöi til að leggja undir sig villta vestr- ið, þ.e. til að drepa indíána. Ungu konunni birtist sýn þar sem henni var sagt að hún gæti forðast illa anda indíánanna með því að byggja her- bergi handa hverjum þeirra. Og það gerði hún. Húsið dularfulla er með 2000 dyrum, 47 eldstæðum og 13 baöherbergjum. Innréttingarnar eru líka nokkuð sérstakar: gluggar sem opnast út í veggi, súlur sem standa á haus o.s.frv. Glerfyrirguð Guðsmenn í Ameríku hafa löngum þótt stórtækir til allra hluta. Pening- ar og íburður eru þar engin undan- tekning. Einn slíkur prédikari heitir dr. Schuller. Hann hefur byggt stjömulaga glerkirkju sem hann kallar Kristaldómkirkjuna (Chrystal Cathedral) og er hún í Los Angeles. Kirkja þessi er með tíu þúsund spegilgluggum og í henni geta þrjú þúsund sálir setið undir boðskap klerksins. Auk þess er boðið upp á aðstöðu til bíla-guðsþjónustu (drive- in) fyrir þá sem ómögulega geta sagt skilið við átta gata tryllitækin sín, ekki einu sinni í messu. Að guðs- þjónustunni lokinni er gestum boðið að versla í The Possibility Bookstore, þar sem m.a. eru seldir bolir með eftirfarandi áletrun: harðgerir hlutir endast ekki, en það gerir harðgert fólk. Ekki má svo gleyma milljónamær- ingnum Robert McCulloch sem Ferðamannastaðir í Kalifomíu: Draumahallir milljónaranna - sérvitringar koma í stað erfðakónga og glæstrar fortíðar Þá er það veðurspáin. Hér er aðvör- un til allra ökumanna: munið eftir sólgleraugunum. Þetta verður heitur og sólríkur dagur, hitinn 25-30 gráð- ur. Veðurspáin í Kaliforníu er alltaf eins. Þess vegna reyna þarlendir út- varpsmenn að gera allt hvað þeir geta til að vera ekki eins og biluð plata. En hvað sem allri einhæfni líð- ur þá er þetta veðurfar sem hentar ferðamanninum einkar vel. En það er ekki bara loftslagið sem verkar eins og segull á ferðamenn- ina. í Kaliforníu eru fyrirbæri sem ekki eiga sinn líka á hnettinum. Fylkið á sér ekki langa sögu, ekki frekar en önnur í Bandaríkjunum. Því hefur á hinn bóginn tekist að skapa sér sína eigin ímynd í kringum sérviskulega milljónamæringa, hvurra minnismerki vekja áhuga ferðamannsins. Furstar og kóngar Evrópu byggðu sér hallir. Hvers vegna skyldu millj- ónarar Kaliforníu vera eftirbátar þeirra í þeim efnum. í San Simeon, á milli San Francisco og Los Ange- les, gerði blaðakóngurinn William Randolph Hearst draum sinn að veruleika. Hann lét reisa risastóra höll, Casa Grande, uppi á fjallstindi með útsýni yfir Kyrrahafið. Hearst hafði erft landskika sem honum þótti mjög vænt um. Eitt var honum þó ekki að skapi: tré voru þar engin. Þegar byggingin var hafm árið 1919 lét hann því færa þúsundir rúm- metra af mold upp á tindinn. Sömu leið komu svo þúsundir fullvaxinna trjáa. í kardínálans rúmi Casa Grande varð að tveggja turna höll í spænskum endurreisnarstíl. Innandyra var hún fyllt með gömlum listaverkafjársjóðum, sem keyptir voru á uppboðum í Evrópu: etrúsk ker, egypskar styttur, húsgögn frá miðöldum - m.a. rúm Richelieu kardínála. Á næstu tveimur áratugum var opið hús í Casa Grande fyrir stjórn- málamenn, forseta og Hollywood- stjörnur, og menn eins og Chaplin og Churchill létu fara vel sig í hæg- indastólunum við rómversku sund- laugina. Hearst lést árið 1951, en ætt- ingjar hans gáfu Kaliforníufylki hús- ið sjö árum síðar gegn skattaívilnun- um. Nú er Casa Grande opið almenn- ingi. Hús andanna illu Allir kannast við Winchester rifílana sem notaðir hafa verið í kúreka- myndunum til „plaffa" niður indíána í stórum stíl. Skyldi einhver hafa velt því fyrir sér hvað varð af öllum gróðanum af vopnaframleiðslunni, þá er svarið að finna í Winchester Mystery House í San José, skammt frá San Francisco. Sagan á bak við það hús er eins og þær gerast bestar i draumasmiðj- unni og veruleikafalsaranum Holly- wood: Ung og fátæk stúlka, Sarah að nafni, giftist hinum unga Winchester sem hafði erft hlutabréíLí vopna- smiðju föður síns. Þau eignast barn og allt virðist í lukkunnar veistandi. En barnið deyr og Winchester skömmu síðar. Sarah er sannfærð um að óhamingju hennar megi rekja keypti Lundúnabrú árið 1962, þá hina sömu og var að hruni komin í vís- unni alkunnu, og borgaði tvær og hálfa milljón dollara fyrir. Brúin var tekin í sundur, stein fyrir stein, og flutt vestur um haf til Lake Havassu City þar sem hún var sett saman aft- ur. Og þannig má lengi enn segja frá sérvitringunum í Kaliforníu. Hér verður þó látið staðar numið. KLUKKU LAMPAR TILVALIN JÓLAGJÖF Rafkaup SUÐURLANDSBRAUT 4 — SÍMI: 681518 Ferðir Blaöakóngurinn Hearst lét byggja draumahöll uppi á fjalli og fyllti hana með fornum fjársjóöum. 55 TVÖFALDUR 1. VINMNGUR íkvöld handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekkí _ vanta í þetta sínn! f 00 > Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.