Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988.
27
Hinhliðin
Séra Ólafur Skúlason segist ekki geta gert upp á milli stjórnmálamanna því svo margir séu í sókninni
Konurnar1
kómum fallegar
- segir séra Ólafur Skúlason
Sera Olafur Skúlason dómpró-
fastur á fyrir höndum annasama
daga þar sem er hátíð ljóss og frið-
ar. Þá flykkjast landsmenn til
kirkju til að heyra fagnaðarerindið.
Séra Ólafur er einnig kandidat í
biskupskjöri sem fram fer á næsta
ári og mun nýáriö því að öllum lík-
indum verða annríkt hjá dómpró-
fastinum sem sýnir okkur hina
hiiðina á sér að þessu sinni.
Fullt nafn: Ólafur Skúlason. .
Fæðingardagur og ár: 29. desember
1929 og styttist því í afmælið.
Maki: Ebba Sigurðardóttir.
Börn: Guðrún Ebba, fædd 1956, Sig-
ríður, fædd 1958, og Skúli Sigurður,
fæddur 1968. Auk þess á ég fjögur
barnabörn.
Bifreið: Subaru árgerð 1987.
Starf: Dómprófastur í Reykjavík.
Laun: Samkvæmt launataxta opin-
berra starfsmanna auk viðbótar-.
greiðslna fyrir aukaverk.
Áhugamál: Það er nú geysilega víð-
tækt. Auk alls kirkjustarfs og
menningarmála hef ég gaman af
að synda, fara í gönguferðir, lesa
bækur, horfa á fréttir í sjónvarpi
og fylgjast með þjóðmálpm.
Hvað hefur þú fengið margar tölur
réttar í lottóinu? Ég hef aldrei spil-
að i lottói en sonur minn hefur
gert það og fengið mest tvær tölur
réttar.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Ætli mér líði ekki best að
geta hallað mér út af í sófanum
með góða bók eftir annasaman dag
sem hefur verið góður dagur.
Hvað finnst þér leiðinlegast aö
gera? Mér finnst leiðinlegast að
ræða við hjón sem snúa kærleika
sínum upp í illsku hvort við annaö
og reyna ekki að draga úr gremj-
unni.
Uppáhaldsmatur: Að mati sonar
míns fmnst mér allur matur góður.
Ætli mér finnist þó ekki eitthvað
betra en annað. Svínasteik með
öllu tilheyrandi er líklegast minn
uppáhaldsmatur. Ég á góðan vin
sem er svínabóndi og hann kemur
venjulega til mín fyrir jólin með
sérstaklega góðan svínabita sem
konan mín eldar af sinni einstöku
snilld um jólin.
Uppáhaldsdrykkur: Það fer auðvit-
að eftir ástæðum en þegar ég er
þyrstur finnst mér alltaf Gvendar-
brunnavatnið langbest.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Ætli ég segi ekki
Arnór Guðjohnsen.
Uppáhaldstímarit: Það tímarit sem
ég les alltaf best og lengst er Time.
Fallegasta kona sem þú hefur séö
fyrir utan eiginkonuna? Ég þori nú
varla að gera upp á milli kvenn-
anna í kórnum mínum og í kvenfé-
laginu svo ég svara bara: Konurnar
í kórnum og kvenfélaginu.
Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn-
inni: Þegar ég innritaði mig í guð-
fræði á sínum tíma ákvað ég að
skipta mér ekki að stjórnmálum.
Ég er því hlynntur þeirri stjórn
hverju sinni sem getur leist úr
þjóðarvanda og er öllum til góðs.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Páfann.
Uppáhaldsleikari: Helgi Skúlason.
(Það þarf nú ekkert að koma fram
að hann sé bróðir minn.)
Uppáhaldsleikkona: Helga Bach-
mann. (Eiginkona Helga.)
Uppáhaldssöngvari: IngibjörgMar-
teinsdóttir.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þeir
eru svo margir í sókninni minni
að ég má ekki gera upp á milli
þeirra.
Hlynntur eða andvígur hvalveið-
um íslendinga: Ég vil ekki að við
látum undan þrýstingi annarra en
það þýðir þó ekki að berja höföinu
við steininn í þessu máli.
Hlynntur eða andvígur bjórnum:
Ég var á móti bjórnum en það þarf
ekki að rífast um það mál lengur.
Hlynntur eða andvígurveru varn-
arliðsins hér á landi: Ég vona að
hugur fylgi máli í tillögum Gor-
batsjov. Maður vonast eftir friöi í
heiminum þannig að herir verði
óþarfir.
Hver útvarpsrásanna frnnst þér
best? Ég hlusta mest á gömlu guf-
una.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Ætli ég
segi ekki Markús Örn Antonsson.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið? Sjónvarpiö.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Þessi
er erfið því ég horfi mest á fréttir
en ætli það sé ekki Sigrún Stefáns-
dóttir.
Uppáhaldsskemmtistaður: Sund-
laugarnar.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Víking-
ur.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Já, ég vona aö mér
takist að sinna störfum mínum á
sem bestan hátt og aö það færi mér
og minni fjölskyldu ánægju.
Hvað geröir þú í sumarfríinu? Ég
fór ásamt konu minni til Gauta-
borgar þar sem mér bauðst íbúð
vinar minns í einn mánuð. Það var
mjög góður tími. Ég hélt að ég gæti
ekki lengur sofið út á morgnana
en komst að öðru þar. Þessi mánuð-
ur var alveg glimrandi eins og
maður segir og frábær hvíld.
-ELA
JOLASVEINAR
Jólasveinar taka að sér að
skemmta í og við verslanir,
einnig á jólaskemmtunum
og fjölskylduskemmtunum.
Eru vanir
Upplýsingar og pantanir
hjá: Rakarast. Péturs,
sími 16520, og eftir kl.
18 og um helgar
í síma 621643 eða
84766.
P.S. Komum
einnig í heima-
hús á aðfanga-
dag.
Sjáumst.
UTIVISTARGALLI
JÓLAGJÖFIN IÁR!
• Hentar öllum sjómönnum, rjúpna-
skyttum, snjósleðafólki,
hestamönnum, verktökum
og veitustofnunum.
• Vatnsheldur vinnuflotgalli.
• Rennilásar á skálmum. f „ *
• Tvöfalt ytra byrði á hnjám og sitjanda.
• Uppblásanlegur höfuðpúði.
• Mikið vasapláss.
• Hetta sem hindrar ekki sjónsvið.
• Þyngd aðeins 2,3 kg.
• Fæst í stærðum „XS“ - „XXXL“.
• Viðurkenndur af Strandgæslu USA
til notkunar á heimskautasvæðum.
ÍsAcO:
Kaplahrauni 12, 220 Hafnarfirði Sími 54044
BYLGJU-BINGÓ RAUÐA KROSSINS
NÆST SUNNUDAGINN 18. DES.
Bylgju-bingó er útvarpsbingó, á Bylgjunni, í
þætti sem hefst kl. 16:00. Stjórnandi og
kynnir er Magnús Axelsson. Bingóheftin
kosta litlar 150 krónur og með hverju
bingóhefti er hægt að spila 3 um- A
ferðir. Þeir sem fá bingó geta raJtim
hringt í hasti í Bylgjuna og þeir mF/
fyrstu geta náð bónusvinn- m
ingi að auki. Vinningarnir M —‘"M
eru stórskemmtilegir, allt
frá leikföngum og rafmagns-
tækjum til glæsilegra utanlands- ^H
ferða. Ágóða er varið til styrktar l|9
dagheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga. H
Spilaðu með á sunnudögum
á Bylgjunni. _
BYLGJAN,
Bylgjubingóheftin fást i flestum söluturnum á eftlrtöldum stöðum.
Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Selfossi, Hveragerði,
Hvolsvelli, Hellu, Þorlákshöfn, Keflavík, Grindavik, Sandgerði, Vogum, Garði.