Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. Frjálst,óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUIM HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HORÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Drottning Undralands ísland er farið að minna á Undraland og Steingrímur Hermannsson á drottninguna, sem var með nefið ofan í hvers manns koppi og gaf marklausar fyrirskipanir í allar áttir. Á heimleið í flugi minna íslendingar á Lísu, þegar þeir lesa dagblöðin um borð í vaxandi undrun. Dæmigerð sjónhverfmg síðustu og verstu ríkisstjórn- ar lýðveldisins er yfirlýsing forsætisráðherra um, að verkfallsbannið verði fellt úr bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar. Þetta á að draga úr líkum á, að Stein- grími verði áfram líkt við Jaruzelski hinn pólska. í rauninni er brottfallið marklaust, þar sem það heim- ilar aðilum vinnumarkaðarins aðeins að ræða saman, sem þeir hefðu auðvitað hvort sem er getað gert. Eftir sem áður erú samningar aðilanna framlengdir til miðs febrúar á næsta ári og aðgerðir bannaðar á þeim tíma. ( í dag opinberast hugsanlega örlög bráðabirgðalag- anna. Ef enginn huldumaður kemur í ljós í neðri deild Alþingis, verða þau felld eða dregin til baka. Þá mun Steingrímur yppta öxlum og halda áfram að ráðskast með landshagi, eins og í rauninni hafi ekkert gerzt. Ljósasta dæmið um draumaheim ríkisstjórnarinnar ér vaxtastefna hennar. Hún ákvað til dæmis, að vextir ríkisskuldabréfa skyldu verða 7-7,3% og skyldaði bank- ana til að taka við þeim á þeim vöxtum og koma þeim út. Afleiðingin sést í óseldum og óseljanlegum bréfum. Bankarnir hafa neyðzt til að bjóða 8% vexti til að koma bréfunum út. Þannig greiða þeir niður drauma- vexti ríkisstjórnarinnar, svo ekki er furða, þótt bankar séu dýrir í rekstri. Samt er reiknað með, að tæpir tveir milljarðar króna í bréfum verði óseldir um áramót. Nú er drottningin í Undralandi farin að ræða við for- viða lífeyrissj óði um 5% raunvexti af peningum, sem þeir lána til sjóða á vegum ríkisins. Þetta gerist í um- heimi, þar sem raunvextir eru 8-10% og þar sem ástand efnahagsmála er mun fastara fyrir en er hér á landi. Annað nýlegt dæmi um draumaheiminn eru skatta- hækkanir, sem fjármálaráðherra segir sumpart ekki vera hækkanir og jafnvel lækkanir. í frumvörpum hans um þessi efni er vandlega reynt að fela eðli og umfang breytinganna á skattbyrði fólks og fyrirtækja. Þar er gefið í skyn, að fólk með 60.000 króna mánaðar- tekjur verði skattlaust, þótt það muni í raun borga um 45.000 króna skatta. Ennfremur gefur hann í skyn, að skattar séu lægri hér en annars staðar, þótt þeir séu hinir tíundu hæstu aðildarríkja OECD-hagstofnunar. Fleira vekur furðu Lísu. Drottningin í Undralandi hefur lengi lagt áherzlu á, að reglum verði breytt um útreikning vísitalna og að þær verði síðan lagðar niður. Allir, sem um breytingarhugmyndir hans hafa fjallað, eru á einu máli um, að þær séu gersamlega út í hött. Ríkisstjórnin umgengst efnahagsmál eins og töfra- maður, sem dregur dauðar kanínur upp úr hatti. Megin- atriði stjórnarstarfsins er sviðsframkoman, enda eru sumir helztu ráðherrarnir sérfræðingar í að slíta stjórn- arsamstarfi í beinni útsendingu sjónvarps. Athyglisýki ráðherra er helzta haldreipi stjórnarinn- ar. Formenn stjórnarflokkanna eru ábyrgðarlitlir og vilja gjarna baða sig í sviðsljósi. Þeir munu því halda áfram skaðlegu brambolti sínu og hljóðfæraslætti, þótt Róm brenni og þótt meirihluta skorti á Alþingi. Sérkennilegastir í Undralandi drottningarinnar eru þó kjósendur sjálfir, sem hafa kallað yfir sig athygli- sjúka ráðamenn og leitt ímyndunina til hásætis. Jónas Kristjánsson Búið í haginn fyrir stjóm Bush með sænsíoi aðstoð Folke Bernadotte er hefnt á verð- ugan hátt. Sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna í Palestínu og bróðurson- ur þáverandi Svíakonungs var myrtur vegna þess að hann hafði lagt fram tillögu um skiptingu Pa- lestínu milli Palestínumanna og ísraelsmanna sem útþenslusinnar meðal gyðinga óttuðust að næði fram að ganga. Sthern bófaflokkur- inn, hryðjuverkasamtök undir for- ustu Yitzhaks Shamirs, núverandi forsætisráðherra ísraels, gerði því út morðsveit til að vinna á honum. Þar með var sú friðaráætlun úr sögunni. Fjörutíu árum siðar má ráðbani Folke Bernadotte horfa upp á það af forsætisráðherrastóli í Israel aö sænskir diplómatar koma því í kring að Bandaríkjastjórn viður- kennir Frelsissamtök Palestínu ómissandi aðila að friðargerð fyrir botni Miðjarðarhafs. Og þetta ger- ist eftir að Frelsissamtökin hafa lýst yflr stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á svæðunum sem ísrael hefur hersetið í rúma tvo áratugi og Yitzhak Shamir hefur ætíð áformaö að innlima í ísrael í fyllingu tímans. En fleiri hafa orðið að gjalti við þennan tímamótaviðburð en Shamir og hans nótar í ísrael. Ge- orge Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur mátt láta það yfir sig ganga að fara í gegnum sjálfan sig. Þrem vikum eftir að hann tók upp á sitt eindæmi þá ákvörðun að neita Jasser Arafat, formanni Frelsissamtakanna, um vegabréfsáritun til að ávarpa alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York verður hann að koma fram með viöurkenningu Banda- ríkjastjórnar á manninum og mál- stað hans eftir aö allsherjarþingið hafði flutt sig um set til Genfar gagngert til að hlýða á boðskap Arafats. Ákvörðunina um að meina Ara- fat landvist, þvert ofan í skuld- bindingar Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, tók Shultz einnig gegn ráðum virtra manna úr ráðuneyti sínu og Hvíta húsinu. Á úrslitafundinum 25. nóvember lögðust þeir á eitt um að hvetja til að Arafat yrði veitt vegabréfsárit- un Michael Armacost, aðstoðarut- anríkisráöherra á stjórnmálasviði, Richard Murphy, aðstoðarutanrík- isráöherra í málum Vestur- og Suð- ur-Asíu, og Colin Powell hershöfð- ingi, ráðgjafi Reagans forseta um þjóðaröryggismál. Þegar Schultz kunngerði ákvörðun sína næsta dag kom í ljós að hann haföi hvorki haft fyrir því að kvnna hana fyrir- fram George Bush forsetaefni né James Baker, tilnefndum eftir- manni sínum. Allt vakti þetta undrun málsmet- andi manna í Washington. Öllum sem til þekkja var löngu ljóst að Bandaríkjastjórn yrði ekki stætt á því öllu lengur að taka svo einhliða afstöðu með ísraelsstjórn að hafna öllu sambandi við Frelsissamtökin, eftir að arabaríkin með tölu, að Sýrlandi og Líbýu einum undan- teknum, hafa gert málstað þeirra að sínum. Við því hafði verið búist að stjórn Ronalds Reagans tæki á síðustu valdadögum sínum þennan kaleik á sig til að búa í haginn fyr- ir Bush forseta og stjórn hans. Við þessar aðstæður kom ríkis- stjórn Svíþjóðar til skjalanna á diplómatískum vettvangi í Was- hington. Sten Anderson utanríkis- ráðherra hafði komið Arafat og nokkrum kunnum, bandarískum gyðingum saman til fundar í Stokk- hólmi. Þeim fundi lauk með hvatn- ingu til friðargerðar í framhaldi af Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson tímamótafundi Þjóðarráðs Palest- ínu í Algeirsborg fyrir mánuði. Á þessum fundi var samþykkt með yflrgnæfandi meirihluta að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á hernámssvæð- um á valdi ísraelshers. Jafnframt var fallist á þau atriði, sem Kissin- ger, þá utanríkisráðherra, gerði fyrir þrettán árum að skilyrði fyrir beinu sambandi Bandaríkjastjórn- ar við Frelsissamtökin. Þau eru að tilveruréttur og öryggi ísraels sé viðurkennt, hermdarverk for- dæmd og fallist á að ályktanir Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna, tölusettar 242 og 338, séu grundvöll- ur friöargerðar í Palestínu. Eftir að ljóst varð að núverandi Bandaríkjastjórn lét sér hvorki nægja samþykktina frá Algeirs- borg né framsetningu Arafats á inntaki hennar í ræðunni á fundi allsherjarþingsins í Genf, lét utan- ríkisráðherrann sendiherra Sví- þjóðar í Washington taka málið upp. Hann spurði hvað þyrfti svo Bandaríkjastjórn teldi Frelsissam- tökin hafa fullnægt skilmálum Kissingers. Frá bandarískum stjórnvöldum kom orðalag, sem Svíar komu á framfæri við Arafat. Eftir fund hans með fréttamönnum í Genf á miðvikudag komust mál á skrið í Washington. Fyrst gaf Reagan forseti út yfir- lýsingu um að nú væri ekkert leng- ur til fyrirstöðu beinu sambandi Bandaríkjastjórnar við Frelsis- samtökin. Síðan kallaði Shultz á fréttamenn og tjáði þeim, að hann hefði falið sendiherra Bandaríkj- anna í Túnis að koma slíku sam- bandi á hið fyrsta. Athyglisvert er að utanríkisráðherrann fráfarandi sá ástæðu til að taka sérstaklega fram að það væri fyrst og fremst verkefni væntanlegrar stjórnar George Bush að annast það hlut- verk. Ekki fer á milli mála að það er Bush stórlega í hag í upphafi for- setaferils síns, að áður sé fráfar- andi stjórn búin að taka á sig ágjöf- ina af reiði ísraelsstjórnar og ein- sýnna áhangenda hennar í Banda- ríkjunum yfir handabandinu við Arafat og PLO. Og allrar athygli er vert að árum saman hefur ríkt vinátta með George Bush og sendi- herra Svíþjóðar í Washington. Þeir tilvonandi forseti Bandaríkjanna og Wilhelm Wachtmeister greifi eru aukinheldur tíðir tennisfélag- ar. Greifinn hefur setið svo lengi í sendiráði Svíþjóðar í Washington að hann er orðinn doyen, starfsald- ursforseti sendiherrahópsins. Móðir hans er af ættinni Trolle, svo aðalstignina má rekja allt aftur á endurreisnartíma. Slíkum manni hlýtur að vera sérstök ánægja að fá að stuðla að því að tiginn og merkur Svíi liggi ekki lengur óbættur hjá garði. Frelsissamtök Palestínumanna hafa haldið diplómatísku frum- kvæði undanfarnar vikur og náð .árangri af því meðal annars, aö ísraelsstjórn hefur legið í lamasessi frá þingkosningunum í október. Hvorki Likud né Verkamanna- fiokkurinn hafa getað komið sam- an stjórnarmeirihluta úr smá- flokkamorinu, af því hvorugur treystir sér þegar á hólminn kemur til að ganga aö afarkostum rétt- trúnaðarflokkanna. Niðurstaðan veröur bersýnilega áframhald á samstjórn stóru flokk- anna, meðal annars til að breyta kosningalögum og losna úr sjálf- heldunni sem fylgir hreinum hlut- fallskosningum á landsmæli- kvarða. Eftir sinnaskipti Banda- ríkjastjórnar gagnvart Frelsissam- tökum Palestínu, hljóta báðir flokkar að þurfa að skoða hug sinn á ný. Innlimunarstefna Likud gagnvart hernumdu svæðunum er orðin enn meiri tímaskekkja en fyrr. Verkamannaflokkurinn á þess engan kost lengur að láta sem Palestínumenn, valdir í samráði við Hussein Jórdaníukonung, geti komiö fram sem fulltrúar landa sinna á friðarráðstefnu. Og svo eru á báða bóga öfgahóp- ar, sem hljóta nú að leggja sig alla fram til að spilla horfunum á samn- ingum og málamiðlun. Smáhópar Palestínumanna í útlegö neituðu að sækja fund Þjóðarráðsins og gera hvað sem í þeirra valdi stend- ur til að spilla fyrir Arafat og fylgis- mönnum hans. Sýrlandsstjórn er vís til að leggja þeim lið til óyndis- úrræða. Meðal ísraelsmanna er til að mynda Ariel Sharon, höfundur innrásarinnar í Líbanon, til alls vís. Hann stjórnaöi og tók þátt í hryðjuverkum á Palestínumönn- um með sérþjálfuðum sveitum árum saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.