Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 25
LAUG'ARDÁéÚR 17: DESEMBER Í988.' 25 Smælki Sæl nú!... Defabie Gibson er nokkuð óvenjuieg ung stúlka. Hún er nú við sextán ára aldur ein helsta popp- stjama Bandarikjanna og er búin að selja yfir þrjár milljón- ir eintaka af fyrstu plötunni sinni, Out Of The Blue. Þar samdi hún öll iögin sjáif og á nýrri plötu, sem hún sendir frá sér eftir áramótin, bætir hún enn um betur þvi þar stjómar hún upptökum lika á flestum laganna. Fyrsta smá- skifan af þessari væntanlegu plötu Debbie Gibson kemur út 3. janúar og þar gefur að heyra lagið Lost In Your Eyes ... Lög úr kvikmyndum verða æ vinsælli og nú er ný kvikmynd komin á kreik vest- anhafs, sem inniheldur lög með mörgum þekktum lista- mönnum. Tequila Sunrise heitir myndin og meðal laga, sem eflaust eiga eftir að verða vinsæl, eru SurrenderTo IVIe með Ann Wilson úr Heart og Robin Zander úr Cheap Trick. Andy Taylor og Bobby Darin eiga lika lög i Tequila Sunr- ise... Gamli rokkjöfurinn og píanóskelfirinn Jerry Lee Lew- is má muna sinn fífil fegri. Þessi heimsfrægi listamaður Jerry Lee Lewis. og höfundur ótal sígildra rokk- laga er nú í sömu sporum og mörg íslensk fyrirtæki, eða gjaldþrota. Og skuldir gamla mannsins eru á borð við skuldir meðalstórs íslensks fyrirtækis; lítlar hundrað milljónir króna. 22 aðilar hafa þegar lýst kröfum í þrotabú Jerry Lee Lewis... Umboðs- maður Rod Stewart hefur gert samning við Columbia kvik- myndafyrirtækið um nafn á kvikmynd sem byggir að ein- hverju leyti á texta Stewarts frá 1971 við lagið Maggie Mae. Þar segirfrá ungum istöðulausum dreng sem dreg- inn er á tálar af konu á besta aldri... Sögur eru nú á sveimi i Bretlandi um að hin framliðna hljómsveit Culture Club hyggí á endurfæðingu. Ástæðan fyrir þvi að Boy George og fyrrum félagar eru að íhuga endurreisn hljóm- sveitarinnar er sögð vera meint blankheit liðsmann- anna, en sólóferíll þeirra og vinna hefur ekki gefið það í aðra hönd sem vonast var til... velkomin aftur... -SþS- Nýjar plötur Bjartmar Gudlaugsson - Með vottorð í leikfimi: Mergiaður textasmiður Bjartmar Guðlaugsson hefur lag á að setja grín í napra ádeilu eða jafn- vel sorgarsögur ónafngreindra ein- staklinga fram á sérlega aðlaðandi hátt. Og þegar hann nöldrar tökum við eiginlega ekki eftir því vegna þess hve hnyttilega nöldrið er sett fram. Textarnir á nýju plötunni, Með vottorð í leikfimi, sýna að Bjartmar er í stuði um þessar mundir. Nokkr- ir þeirra eru hreinir gamantextar. Aðrir þrungnir skilaboðum til hlust- enda: í huga þínum riíjar þú upp þokukennda grámyglaöa myndina. Fyrirlítur þann sem fyrr á dögum fann upp ástina og syndina. Þú veist ekki hver hann er. Þú veist ekki hvert hann fer. Né hvort hann skildi eftir í þér lítinn lífsneista sem framvegis mun fylgja þér. Það er sárt að vera sækjandi og verjandi í dómsmáli hjá sjálfum sér. Þetta erindi er úr laginu Ljúft en sárt og það á sannarlega erindi. Bjartmar hefur sennilega aldrei ver- ið jafnmergjaður og þarna. Með vottorð í leikfimi er plata sem venst vel. Hún er kannski ekki jafn- oki í fylgd með fullorðnum sem kom út í fyrra og kom Bjartmari endan- lega á kortið. En sú nýja heyrist mér vera nær tónlistarmanninum Bjartmari Guðlaugssyni en fyrri plata. Það er að segja gítarleikaran- um og trúbadúrnum sem ferðast einn um landið og skemmtir aðdá- endum sinum í misstórum og mis- vistlegum félagsheimilum. Bjartmar á Sigurði Rúnari Jóns- syni áreiðanlega margt að þakka fyr- ir hversu Með vottorð í leikfimi gekk vel upp. Útsetningar eru fjölbreyttar en leyfa samt karakter laganna að halda sér. - Öll koma þau vel út á kassagitarinn einan. - Hljóðfæra- leikur á plötunni er flnn enda hafa flinkustu menn verið valdir í allar stöður. Einhverra hluta vegna eru blásararnir mér minnisstæðastir á þessari stundu. Eini gallinn er eigin- lega fáeinir falskir tónar aðalsöngv- arans hér og þar. Skrítið að upptöku- stjórinn - einn músíkalskasti maður landsins - skyldi hleypa þeim í gegn. -ÁT- Síðan skein sól - Síðan skein sól: ’^^^m^^^^mmmmmmmmmmmmmmm^^^^mmmmmmm^^^^m^^^^^^^^^mmmmmmmmmm^m^^^mm^mmmm^mmmmm^^^^^^mmmmmmmm—^^^mmmmmmmmm^^^mmmmmmmmmmmmm^^mmmmmmmmmmmmmmm^mmm^m—mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Einfalt rokk og áheyrilegt Fyrst komu Stones. Síðan skein Stones og nú erum við aldeilis farin að sjá til sólar. Hljómsveitin Síðan skein sól er farin að lifa sjálfstæðu lifl og dafnar bara vel. Ég hygg að það hafi verið sterkur leikur aö fá erlendan kunnáttumann til að fara í saumana á músík hljóm- sveitarinnar, liðka til um hana og gefa í sumum tilfellum nýjan hljóm. Tæplega hefði nokkrum innlendum upptökustjóra til dæmis dottið í hug að lauma strengjasveit inn í lag með Sólinni. En það hljómar bara vel. Þrátt fyrir slíkar dúllur er tónlistin á plötunni Síðan skein sól fyrst og fremst rokk í sinni einföldustu mynd. Og þótt slegið sé af hér og þar leynir stefnan sér ekki. Og þar sem hljóð- færaskipanin er eins einföld og hugs- ast getur, gítar, bassi og trommur, fer ekki hjá því að útsetningar dragi dám af því. Og ég ætla að verða síðasti maður til að fara að ráðleggja flór- menningunum í Síðan skein sól nokkurn skapaðan hlut um breyting- ar á þeim. Lögin ellefu á plötunni eru unnin í samvinnu liðsmannanna fjögurra. Breiddin í lagasmíðum mætti vera meiri. Helgi Björnsson söngvari á hins vegar heiðurinn af textunum. Formið er knappt, rím- og ljóðstafa- laust. Dálítið svipað í forminu og er- iendir rokkarar yrkja allajafna. Sem sagt öðruvísi textar en gengur og gerist og þarafleiðandi er gaman að glugga í þá. Helgi er ekki okkar snjallasti textasmiöur eða fjölmiðla- skáld. Hans höfuðkostur er gott auga fyrir smáatriðum í daglega lífinu. Síðan má ekki gleyma því að texta- höfundurinn Helgi semur fyrir söngvarann Helga og á hann því enn betra með að túlka texta sína en ella. Samanburðurinn við Rolling Stones í upphafi svíður kannski. Hann var þó fyllilega raunhæfur. Er það jafnvel enn að vissu marki. En Stones-stíllinn virðist mér vera á undanhaldi og Sólarstíll að gægjast upp við sjónarrönd í staðinn. -ÁT- Steinar hf.: Hér þarf engan frostlög Ungar og efnilegar hljómsveitir hér á landi hafa löngum átt í erfið- leikum með að koma frá sér efni á hljómplötu. Fyrir það fyrsta eiga þessar hljómsveitir sjaldnast fram- bærilegt efni til að fylla heila plötu og í annan stað hafa hljómplötufyrir- tæki verið frekar treg til þess á síð- ari árum að gefa þessum hljómsveit- um tækifæri. Þess vegna verður ekki annaö sagt en að sú leið, sem Steinar hf. fara á plötunni Frostlög, sé aíbragðs vel heppnuð. Hér gefst átta hljómsveit- um færi á að koma verkum sínum á framfæri, það eru: Nýdönsk, Sálin hans Jóns míns, Greifarnir, Herra- menn, Sú Ellen, Centaur, Jójó og Todmobile. Fjórar þær fyrstnefndu eiga tvö lög hver en hinar eitt. Vissulega eru þetta ekki allt nýjar hljómsveitir, en hjá sumum þeirra hafa orðið nokkrar mannabreyting- ar síðan síðast. Þannig er áhöfn Sál- arinnar hans Jóns míns nánast ný; aðeins þeir Stefán Hilmarsson og Guðmundur Jónsson eru eftir frá fyrri liðskipan. Og það verð ég að segja að Sálin hans Jóns míns stelur senunni á þessari plötu að öðrum hljómsveitum ólöstuðum. Bæði lög Sálarinnar eru eftir Guð- mund gítarleikara og þarna eru ein- hver albestu popplög sem heyrst hafa hérlendis um langt skeið. Þau eru leikandi létt, melódísk og afar gríp- andi. Þegar svo viö bætist stórgóður söngur Stefáns er ekki hægt að búast við öðru en stormandi vinsældum. En það eru fleiri góð lög á þessari plötu, Hólmfríður Júlíusdóttir með Nýdönsk, Frostrós Greifanna, Eng- inn Herramanna, Elísa Sú Ellenar, Veturinn í gær með Centaur og Sam- eiginlegt með Todmobil. Síðast- nefnda hljómsveitin er minnst þekkt af þessum hljómsveitum: eiginlega óþekkt, en lofar góðu. Söngkonu sveitarinnar, Andreu Gylfadóttur, þekkja menn hins vegar frá síðustu plötu Grafikur og í þessu lagi Todmo- bil sýnir Andrea og sannar að betri söngkonur eru vandfundnar hér á landi. Að lokum er vert að minnast á bráðhressan og skemmtilegan blús- rokkara með Centaur, en sú hljóm- sveit hlýtur að eiga meira af fram- bærilegu efni i fórum sínum. Frostlög eru eiginlega öfugmæli á þessari plötu því hér eru lög sem ylja og sýna að bjart er framundan í ís- lenskri popptónlist. -SþS- Artch - Another Return: Magnað sveinsstykki! Það er í raun ekkert minna en magnað að standa frammi fyrir þeirri óhagganlegu staðreynd að Ei- ríkur Hauksson - Eric Hawk eins og hann kallar sig með Artch - er orðinn söngvari í þungarokkshljómsveit sem stendur þeim bestu fyllilega á sporði. Ekki aðeins hefur sá áralangi draumur Eiríks að syngja með ósvik- inni þungarokkssveit ræst, heldur hefur svo vel tekist til með frumraun Artch að undirritaöur er reiðubúinn að spæna í sig öll sin höfuðföt ef þessa norsk/íslenska kvintetts á ekki eftir að bíða meiriháttar frægð innan þungarokksins á næstu misserum. í hreinskilni sagt er ekki oft sem þungarokkssveitir liafa sent frá sér jafnmagnaða frumraun og Artch ger- ir með Another Return. í svipinn minnist ég aðeins frumrauna Que- ensryche og Dio síðustu 6-8 árin sem eru sambærilegar að gæðum. Artch tekst á snilldarlegan hátt að laða fram alla bestu kósti þungarokks nútimans, leidd áfram af frábærum söng Eiríks Haukssonar. Rokkið hjá Artch - ef maður á að skilgreina það á einhvern hátt - er að stofni til hratt þungarokk. Þó aldr- ei neitt „speed-metal". Bestu lög plöt- unnar eru í þeim anda sem verið hefur ríkjandi á þessum áratug. Það er erfitt að vera frumlegur i tónlist í dag, enn erfiðara séu menn þungarokkarar. Sú tónlist tekur litl- um breytingum í tímans rás. Artch sækir áhrif víða að; Metallica, Metal Church, Y&T, UFO (Schenker), Helloween, Iron Maiden, Dio og Ac- cept svo dæmi séu tekin. Ekki leiðum að líkjast en þrátt fyrir sterk áhrif víða eru hvergi áþreifanleg dæmi um hreinar „kóperingar" eins og t.d. hjá Cinderella og fleiri svipuðum sveit- um. Fyrri hlið plötunnar er meira í hefðbundnum þungarokksstil. Þar eru líka þrjú bestu lög plötunnar, Another Return To Church Hill, Lo- aded og Where I Go. Á þeirri síðari gætir meira hraðari áhrifa, þar er einnig aö finna eina slaka lag plöt- unnar, Living In The Past. Aðall Artch er sá aö þrátt fyrir hrátt, hratt og kröftugt þungarokk er tónlistin melódísk með tíðum takt- breytingum og hljómaskiptum. Þetta atriði samfara 100% hljóðfæraleik og söng og sterkum lagasmíöum gerir það að verkum aö Artch hefur með þessari frumraun sinni strax skipað s.ér í hóp bestu þungarokkssveita heims. Það eru stór orð en ég stend við þau hvar og hvenær sem er. Þetta er jólagjöf þungarokkararns í ár. SS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.