Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 32
.8861 fl3HM3H3(l XI HUOAOHAOUAJ LAÚGARDAGÚR 17. DESEMBER 1988*' 44 Kvikmyndir Óskadraumur leikstjórans Endurtekin saga En þetta er ekki öll sagan. Þegar Leonard Goldberg tók viö embætti yfirmanns Fox kvikmyndaversins af Lansing, fékk Toys grænt ljós frá honum. Sem sagt tíu árum síðar var komin upp sama staöa. Munurinn var hins vegar sá aö kostnaðaráætl- un haföi breyst úr 6 milljónum doll- ara yfir í 20 milljónir dollara á þessu tímabili. Ekki bætti úr skák aö ætl- unin var að gera myndina í Bretlandi sem jók enn kostnaðinn vegna þess hve veikur dollarinn var. „Við réð- um ekkert við íjárhagsáætlunina. Þetta var eins og að spila póker," hefur verið haft eftir Levinson. „Þótt við heföum ekki gert myndina fyrr en sl. sumar, hefðum við sparað okk- ur 5 milljónir dollara." Eftir miklar vangaveltur ákvað Levinson að hafna boði Fox. „Það er betra að bíða,“ segir hann. „A næsta ári gæti hlutfallið milli punds og doll- ara verið hagstæðara. Það má segja að áætlunin hafi litið út eins og við ætluðum okkur að fara út og brenna alla peningana." B.H. Helstu heimildir: Premiere nov 88 Allir eiga sér einhvern draum. hvort sem þeir eru leikstjórar eða ekki. Sumir láta drauma sína rætast en aðrir koma því aldrei í fram- kvæmd þótt viljann vanti ekki. Oft er það háð tilviljunum þegar kvikmvnd er framleidd hver leik- stjórinn er. Yfirleitt eru það fram- leiöendur sem senda leikstjóranum handrit með þeim skilaboðum aö ef hann hafi áhuga séu þeir tilbúnir að kanna málið nánar. Stundum fær leikstjórinn handritið beint í hend- urnar og hefur síðan samband við framleiðanda eða kvikmyndaver til að kanna áhuga á að gera viðkom- andi kvikmynd. Til að þessi leiö gangi þurfa leikstjórarnir að vera þekktir og einnig að hafa orð á sér fyrir að gera myndir sem skila krón- um í kassann. Puttamissir En það er ekki nóg að vera frægur eins og Barbet Schroeder komst að raun um þegar hann var að gera Barfly. Schroeder haföi unnið að undirbúning myndarinnar í átta ár ^ áður en Cannon fyrirtækið ákvað að hjálpa honum að láta drauminn ræt- ast. Þegar Schroeder frétti, eftir að kvikmyndataka var komin vel á veg, að Cannon ætlaði að hætta við allt saman, varð honum svo mikið um að hann keypti Black og Decker keðjusög, stormaði síðan inn í skrif- stofu framkvæmdastjóra Cannon og hótaði að saga af sér puttana einn af öðrum ef fyrirtækið léti ekki af þessari ráðagerð sinni. Þetta hreif því öruggar heimildir segja að Schro- eder sé enn með alla puttana og Barfly hefur verið sýnd hér á landi. Draumaverkefni leikstjóranna reynast oft á tíðum hinar ágætustu myndir þegar búið er að gera þær. ,,Hér er oft um að ræða efni sem kvik- myndaverin eru hrædd við að fjár- festa í vegna þess að söguþráðurinn fylgir ekki staðlaðri Hollywood fram- leiðslu. Einnig eru sumir leikstjórar þekktir fyrir að fara sínar eigin leið- ir og fylgjast ekki nógu vel með bud- dunni. Draumaverkefni Það tók Oliver Stone ein tuttugu ár að koma Platoon á hvíta tjaldið því enginn trúði á Víetnam mynd eins og hann vildi gera hana. Állir vita árangurinn og í kjölfar Platoon kom fjöldi mynda um Víetnam striðið fram á sjónarsviðið því Hollywood var búin að átta sig á því að á þessu var hægt að græða peninga. Francis Fcrd Coppola þekkja flestir fyrir Guðföðurinn I og II. Hann átti í fórum sínum handrit að mynd sem fjallaði um sérvitran einstakling sem smíðaði bíl sem á sínum tíma var byltingarkenndur hvað varðar tækni og útlit miðað við aðra Detroit fram- leiðslu. Enginn þorði að leggja í púkkið með Coppola fyrr en 30 árum síðar og útkoman varð Tucker: The Man and His Dream sem hefur hlotið ítarlega umíjöllun á kvikmyndasíð- unni áður. Deilumynd Að undanförnu hefur Laugarásbíó sýnt The Last Temptation Of Christ eftir Martin Scorsese. Mikið hefur verið deilt á leikstjórann fyrir hand- rit og túlkun hans á hinni heilögu ritningu. Hér hafa jafnt leikir sem lærðir lagt orð í belg og oftast án þess að hafa nokkurn tíma séð mynd- ina heldur vitnað i mann sem sagði manni og svo frv. Hins vegar vita færri að Scorsese gekk með þessa hugmynd í maganum í ein 16 ár og vissi því vel hvað hann var að fara út í þótt víðfeðmi mótmælanna hafi komiö honum á óvart. Það er hins vegar skiljanlegt í þessu tilviki hve kvikmyndaverin voru treg til að fjár- magna myndina og líklega hafa þeir eingöngu gert það út á náfn Scorsese sem mun væntanlega leikstýra öðr- um myndum fyrir sama framleið- anda sem hann vonast til að muni slá í gegn. Leikföng Barry Levinson á draumaverkefni sem er Toys. Hann skrifaði handritið ásamt félaga sínum Valerie Curtin sem íjallar um vopnabraskið í heim- inum. Söguhetjan er Presswell hers- höfðingi sem virðist vera í ætt við Dr. Strangelove úr samnefndri mynd. Hann neyðist til að fara á eftir- laun fyrr en hann ætlaði og hefur störf í leikfangaverksmiðju sem er í eigu fiölskyldunnar. Presswell á er- fitt með að sætta sig við að vera ekki lengur í hernum og fær því þá snjöllu hugmynd að framleiða leikfanga- byssur sem einnig mætti nota í al- vöru byssukúiur. Upp úr þessu hefst mikið stríð á verksmiðjusvæðinu milli Presswell og annarra ættingja sem vilja náttúrlega ekki samþykkja þessa geggjuðu hugmynd hans. Píslarganga Árið 1978 tókst Levinson að selja Fox kvikmyndaverinu Toys með því skil- yrði að hann ætti að leikstýra mynd- inni. Þegar Shering Lansing kom til starfa hjá Fox var myndin söltuð. „Forsvarsmenn kvikmyndaveranna vita ekki hvernig þeir eiga að taka handritinu," hefur verið haft eftir Levinson, „því þeir muna ekki eftir neinni annarri mynd sem líkist To- ys-“ Levinson reyndi að fá aðra aðila til að framleiða myndina en án árang- Barbet Schroeder hótaði að saga af gera Barfly. Kvikmyndir Baldur Hjartarson sér puttana ef Canon hætti við að urs. Hann settist því niður og skrif- aði handritið að Diner sem hann einnig leikstýrði við góðan orðstír. Það hefur þó ekkert hjálpað Toys til að komast á filmu. Það síðasta sem gerst hefur er að Columbia kvik- myndaverið sýndi áhuga á að fram- leiða Toys til að hafa tiltæka mynd til að vega upp á móti Walt Disney myndinni Good Morning Vietnam. Áður en til ákvarðanatöku kom hafði David Puttnam, forstjóri Columbia, verið rekinn. Oliver Stone varð að biða í 20 ár til að fá tækifæri til að gera Platoon. Monthly Film Bulletin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.