Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 12
£1 .88Gt JiaaMagaa .xi HUOAaHAOUAJ “ “CAUGARDA'GUR 17. líK^EXÍHKFi 1988. Erlend bóksjá Richard Burton Lif velska leikarans Ricliards Bunon er saga mikilla öfga. Hann fæddist í fátækt. einn þrettán barna námuverkamanns og konu hans. en varö snemma á ferli sín- um auðugur maöur. Hann var afbragösleikari sem aflaði sér fjár með því aö leika í lélegunt kvik- myndum. Og eins og ýmsir aörir veískir listamenn \'ar hann veik- ur fyrir tlöskunni og kvenfólki og gætti litt hófs 1 lifsnautnum sínum. Graham Jenkins (Richard breytti um fööurnafn er hann var ættleiddur af velgjöröarmanni sent táningur) hefur ritaö ævi- sögu bróöur síns. Hún hefst á útförinni þar sent mikillar tauga- veiklunar gætti hjá ekkjunni. Sally. sem haföi verið gift Richard í þrettán mánuði. Hún liafnaöi því alfarið aö Elísabet Taylor. sem var tvivegis gift Richard. ■fengi aö vera við athöfnina. Siöan lýsir Grahain æsku og uppvaxtarárum Richards. leik- listarferlinum og einkalífinu sem varö oft sögulegra en atburðarás þeirra kvikmynda sem hann lék í. ítarlega er íjallað um ástir. sam- búð og skilnaö Richards og Elísa- betar en hún skrifar reyndar formála bókarinnar. Þótt Gra- ham þyki augljóslega vænt um bróður sinn fjallar hann á hrein- skilinn hátt um vandamálin og erflðleikana í lífi þessa mikia leikara sem varð áfenginu. pen- ingum og lélegum kvikmyndum að bráð. RICHARD BURTON, MY BROTHER Höfundur: Graham Jenkins Sphere Books, 1988 jBRlNG -\íf IIRROES Fanganýlendan í Ástralíu Bretar notuðu Ástralíu um langt árabil sem fanganýlendu. Lífskjör sakamanna, jafnt sem gæslumanna þeirra, voru löng- um hin ömurlegustu í harðbýlli nýlendu þar sem mannfyrirlitn- ing og hrottaskapur var gjarnan í fyrirrúmi. Ástralski rithöfundurinn Thomas Keneally, sem annars er kunnastur fyrir skáldsöguna Schindler’s Ark sem hlaut Boo- ker-verölaunin bresku árið 1982, tekst á við þetta ömurlega tíma- skeiö í sögu þjóðar sinnar í nýj- ustu skáldsögu sinni. Söguhetj- urnar eru ungur hermaður, Hall- oran að nafni, og þjónustustúlka sem hann fellir hug til. Eymd og miskunnarleysi mannlífsins í fanganýlendunni hrindir af stað atburöarás sem hlýtur aö enda með ósköpun fyrir þessa ungu og ógæfusömu elskendur. ’ Keneally dregur upp ljósa og áhrifamikla mynd af hrottalegu samfélagi þar sem einstaklingur- inn má sín lítils gegn máttarvöld- um nýlenduherranna og hlýtur því að verða undir. BRING LARKS AND HEROES Höfundur: Thomas Keneally Penguin Books, 1988 Undur alheimsins og myrlíraverk mannanna Vestur í Bandaríkjunum hafa rit- stjórar bókablaðs New York Times valið bestu bækur ársins 1988. í þeim hópi eru að þessu sinni sjö skáld- verk. Þar er að fmna sum þeirra verka sem eru kunn af metsölulist- um ársins. en einnig bækur sem hlot- ið hafa viðurkenningu gagnrýnenda fremur en bókakaupenda. Skáldverkin á lista ritstjóranna yfir bestu bækur ársins eru eftir skáld úr mörgum heimshornum. ..Arabesques" eftir Anton Shamm- as. israelskgn rithöfund sem er krist- inn og af arabískum ættum. er sjálfs- ævisaga í skáldsöguformi. ..Love in the Time of Cholera" er sem kunn- ugt er mögnuð ástarsaga eftir nóbels- skáidið suður-ameríska Gabriel Garcia Marquez. ..The Tenants of Time" er söguTeg skáldsaga með breiöu sögusviði og íjölda söguper- sóna eftir írska rithöfundinn Thom- as Flanagan. Þá eru valin tvö smá- sagnasöfn bandarískra höfunda: ..Stories in an Almost Classical Mode". eftir David Brodkey og ..Where I'm Calling from" eftir Ray- mond Carver. Sú skáldsaga á þessum lista sem vakið hefur mesta athygli og umtal er ..Libra" eftir Don DeLillo. Við- fangsefni hans er sögulegs eðlis: Lee Harvey Oswald og morðið á John F. Kennedy. forseta Bandaríkjanna. Söguhetja DeLillo er sagnfræðingur sem starfar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar og hefur um langt árabil reynt að fá botn í Kennedy-. morðið. Hvert smáatriði varðandi þessa amerísku harmsögu og þær persónur. sem þar komu einkum við sögu. er skoðað ofan í kjölinn og end- irinn er óvæntur. Lögmál alheimsins Það kom mörgum á óvart að bók bresks vísindamanns um líklega til- urð alheimsins skyldi verða ein af metsölubókum ársins í hinum enskumælandi heimi. En höfundur- inn er sérstæður og bók hans vel sniðin að þörfum almennra lesenda. Að sjálfsögðu er þessi bók, ,.A Brief History of Time“ eftir Stephen W. Hawking, á lista New York Times- manna yfir bestu bækur ársins. Hawking, sem er að mestu lamaður m í\ nrn ** l\ nm_ vegna sjúkdóms. er í fremstu röð þeirra vísindamanna sem reyna að leysa gátuna um lögmál alheimsins, sköpun hans og líkleg endalok. í bók- inni rekur hann hugmyndir sínar um þau efni.. „Coming of Age in the Milky Way“ eftir Timothy Ferris er líklega góð lesning með bók Hawkins því þar er fjallað um skoðanir visindamanna á alheiminum gegnum tíðina, en þær hafa löngum borið mikinn keim af fáfræði og fordómum. Bandarísk saga Ritstjórar bókablaðsins hafa valið nokkrar bækur sem fjalla um átaka- tíma í sögu bandarísku þjóðarinnar. „Battle Cry of Freedom" eftir James M. McPherson segja þeir líklega bestu bók sem gefrn hafi verið út um bandarísku borgarastyrjöldina, og er það eigi svo lítið hrós ef hafður er í huga sá gífurlegi fjöldi bóka sem saminn hefur verið um það efni. „A Bright Shining Lie“ eftir Neil Shee- han fjallar um annað bandarískt stríö, það sem háð var í Vietnam, og kenna ritstjórarnir þar hómerskra takta hjá höfundinum. Þeir eru ekki síður hrifnir af „Parting the Waters" eftir Taylor Branch, en þar er fjallað um Martin Luther King og mannrétt- indabaráttu þeldökkra manna -í Bandaríkjunum á árunum 1954 til 1963. „Original Intent and the Framers’ Constitution" eftir Leonard W. Levy er innlegg í umræður, sem hafa ver- ið fyrirferðarmiklar meðal banda- rískra sagnfræðinga, um stjórnar- skrá Bandaríkjanna og hugmyndir þeirra sem hana sömdu og sam- þykktu á sínum tíma. Og „The Rise and Fall of the Great Powers“ snert- ir einnig að hluta til bandaríska sögu, en í þessari bók fjallar Paul Kennedy um stórveldistíma þjóða eins og Spánverja, Frakka og Breta og hvernig Bandaríkjamenn geta lært af þeirra reynslu um orsakir hnign- unar stórvelda. Ævisaga Bergmans Aðeins ein hefðbundin ævisaga er á lista ritstjóranna. Þar er sjálfsævi- saga hins snjalla sænska leikstjóra Ingmars Bergman, „The Magic Lant- ern“. í rökstuðningi segir að Bergman hafi að vísu ekki skrifað hefðbundna ævisögu, heldur afhjúpi hann ýmis brot úr ævi sinni, ekki síst barn- æsku, sem gefi lesendum heiðarlega mynd af mjög tilfmningaríkum og sérlunduðum manni. Þetta sé bók sem komi á óvart: sú mynd sent hún gefi af höfundinum sé ef til vill ekki þægileg en hún hverfi seint úr huga. Danir og Norðmenn Gagnrýnendur sumra dagblaða á Norðurlöndum eru líka farnir að velja bestu bækur ársins hver í sínu landi. Þeirra á meðal eru norska Dagbladet og Politiken í Danmörku. Þrjár bækur njóta mestra vinsælda hjá Dagbladet í Osló. „Hvem har ditt ansikt", sem er skáldsaga eftir Liv Költzow um ástir, vináttu og skilnað æskufólks á áttunda áratugnum, „Gjensyn fra en fremtid“, skáldsaga eftir einn af þekktustu nútímarithöf- undum Norðmanna, Finn Carling, og „Portrett av et magisk liv“, sem er ævisaga Claes Gill rituð af Kjartan Flögstad og minnir að sögn eins gagnrýnandans á íslenskar ættar- sögur frá fyrri tíö. Gagnrýnendur Politiken eru ekki eins sammála i vali sínu, en þeir nefna bækur þekktra norrænna höf- unda svo sem Dag Solstad, Olof Lag- ercrant og Ivan Malinowski. Einn gagnrýnendanna nefnir „Glödende Mos“ Thors Vilhjálmssonar og telur hana einn af hápunktum norrænna nútímabókmennta. Metsölubækur Bretland Söluhæstu kiljurnar: 1. Stephen King: MISERY. 2. Terry Pratchett: MORT. 3. Spike Milligan: THE LOONEY. 4. Maeve Binchy: FIREFLY SUMMER. 5. Len Deighton: w.WINTER. 6. Tom Clancy: PATRIOT GAMES. 7. Clare Francis: WOLF WINTER. 8. Catharine Cookson: BILL BAILEY'S LOT. 9. Heten Forrester: YES, MAMA. 10. Jasper Carrott: SHOP! OR A STORE IS BORN. Rit almenns eðlis: 1. Giles: CARTOONS. 2. Christabel Bielenberg: THE PAST IS MYSELF. 3. James Oram: NEIGHBOURS: BEHIND THE SCENES. 4. Peter Wríght: SPYCATCHER. 5. Jones & Smith: JANET LIVES WITH MEL AND GRIFF. 6. Michael Jackson: MOONWALKER: THE STORY- BOOK. 7. M. & A. Roux: AT HOME WITH THE ROUX BROTHERS. 8. Harry Enfield: WAD & PEEPS. 9. Maureen Lipman: SOMETHING TO FALL BACK ON. 10. Angela Holdsworth: OUT OF THE DOLL'S HOUSE. {Byggt á The Sunday TJmes) Bandaríkin Metsölukiljur: 1. Stephen King: THE TOMMYKNOCKERS. 2. Danielle Steel: KALEIDOSCOPE. 3. Tom Wolle: BONFIRE OF THE VANITIES. 4. Clive Cussler: TREASURE. 5. Dean R. Koontz: THE MASK. 6. Johanna Lindsey: SILVER ANGEL. 7. Stephen King: THE DARK TOWER: THE GUNSLINGER. 8. Herman Wouk: WAR AND REMEMBRANCE. 9. Susan Howatch: GLITTERING IMAGES. 10. John Jakes: HEAVEN AND HELL. 11. Toni Morrison: BELOVED. 12. Barbara Michaels: SEARCH THE SHADOWS. 13. Marilyn French: HER MOTHER’S DAUGHTER. 14. Steve Sohmer: FAVORITE SON. 15. Gail Godwin: A SOUTHERN FAMILY. Rit almenns eðlis: 1. Cleveland Amory: THE CAT WHO CAME FOR CHRISTMAS. 2. Bernie S. Siegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 3. Erma Bombeck: FAMILY: THE TIES THAT BIND ... AND GAG! 4. Bill Cosby: TIME FLIES. 5. Joseph Campbell, Bill Moyers: THE POWER OF MYTH. 6. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 7. Joseph Campbell: THE HERO WITH A THOUSAND FACES. 8. Ann Rule: SMALL SACRIFICES. 9. Allan Bloom: THE CLOSING OF THE AMERI- CAN MIND. 10. Ravi Batra: THE GREAT DEPRESSION OF 1990. 11. Peter Wright/Paul Greengrass: SPYCATCHER. (Byggl á New York Tlmes Book Revlew) Danmörk Metsölukiljur: 1. Johannes Möllehave: H. C. ANDERSENS SALT. (1). 2. Isabel Allende: ANDERNES HUS. (2). 3. Bitt Cosby: MIT LIV SOM FAR. (-). 4. H. Alfredsson: EN LILLE BOG OM AFBRÆND- ING. (-). 5. Jean M. Auel: HULEBJÖRNENS KLAN. (5). 6. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (7). 7. Kirsten Thorup: HIMMEL OG HELVEDE. (3). 8. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. (4). 9. Isabel Allende: KÆRLIGHED OG MÚRKE. (8). 10. Rachel og I. Rachlin: SKÆBNER I SIBIRIEN. (-). (Tölur innan sviga tákna röð bókar vikuna á undan. Byggt á Polltiken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson DV Pt:NC3UIN^|iE3UíalME:SS FRAUD INTHE CITY: TOO GOOD TOBE TRUE •n 115 AimiOR EXPOSJS KV tlltY TttlCK Tl IrVT St lAltl Fjársvik í London í fjármálaheimi Lundúna, sem kenndur er við „The City“, eru margir skúrkar á ferð. Markmið þeirra er að græða peninga á auð- trúa fjármagnseigendum - al- menningi sem og stjórnendum fyrirtækja. Og þeim tekst það ótrúlega vel. Þannig er talið að bresk fyrirtæki tapi hátt í hundr- að milljörðum á ári vegna íjár- svika af ýmsu tagi. Fyrrum starfsmaður í íjár- svikadeild lögreglunnar i Lund- únum (The Fraud Squad) hefur samið bók þar sem lýst er helstu aðferðum sem skúrkarnir nota til þess að hafa peninga af fólki, lög- lega og ólöglega. Hann lýsir aö- feröum þeirra með ljósum dæm- um úr raunveruleikanum. Sú spurning sækir á hvers vegna fólk er reiðubúið að treysta mönnum, sem það þekkir ekkert, fyrir peningum sínum, jafnvel án þess að fá neinar raunverulegar upplýsingar um hvernig miðlar- inn ætlar að nota peningana. Svarið er einfalt: ílestir þessara auðtrúa einstaklinga vilja fá mik- ið fyrir lítið og spyrja því ekki um aðferðir. Græðgin verður þeim hins vegar oft á tíðum dýr þegar þeir vakna upp við að pen- ingarnir þeirra eru horfnir. FRAUD 1N THE CITY: TOO GOOD TO BE TRUE Höfundur: Rowan Bosworth- Davis Penguin Books, 1988 i: Samsæri í Ameríku Samsæriskenningar eru afar vinsælar í Ameríku, bæði í pólit- ískum veruleika og skáldskap. Er skemmst að minnast allra þeirra samsæra sem afhjúpuð hafa verið á síðustu áratugina í tengslum við morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta. Spennusagnahöfundurinn Ro- bert Ludlum er iöinn við samsær- issmíðina. í nýjustu sögu sinni fjallar hann um samsæri sem hefur þaö að markmiði að finna heppilegan mann, að áliti sam- særismannanna, til þess að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Fyrir valinu verður ungur þing- maður, Kendrick að nafni. Með skipulögðum hætti er hónum att út í sviðsljósiö án þess að hann hafi þó mikla löngun til þess sjálf- ur. En í spennusögu af þessu tagi er auðvitað ekki allt sem sýnist. Ludlum býður upp á mörg óvænt hliðarspor þar sem svik og ástir gera strik í reikninginn. Þetta er spennandi lesning þótt sagan sé í lengra lagi eins og tíðk- ast í alltof ríkum mæli hjá banda- rískum spennusöguhöfundum um þessar mundir. THE ICARUS AGENDA Höfundur: Robert Ludlum Bantam Books, 1988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.