Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 54
66 LAUGARDAGUR-17.TDESEMBER 1«88. Andlát Pétur Stefánsson frá Nöf, áöur til heimilis á Hverfisgötu 19, Siglufiröi, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði aö- faranótt 15. desember. Sesselja Kristín Halldórsdóttir, an- daðist 15. desember að heimili sínu Grænumörk 3, Selfossi. Gunnar össurarson húsasmíöa- meistari frá Kornsvík í Rauðasands- hreppi andaðist 16. desember á elli- heimilinu Grund, Reykjavík. Hulda Hallgrímsdóttir, Foldahrauni 41f, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 15. desember. Sæmundur G. Ólafsson, Miðbraut 2, Seltjarnarnesi, andaöist á Öldruna- rdeild Landspítalans, Hátúni lOb. fimmtudaginn 15. desember. Tilkyimingar Trúnaðarbréf afhent Hinn 15. desember 1988 afhenti Benedikt Gröndal sendiherra Bhumibol Adulyad- en, konungi Thailands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Thailandi með aösetur í Reykjavík. Þór Whitehead áritar bók sína Þór Whitehead mun árita bók sína „ís- landsævintýri Himmlers" í verslun Hag- kaups, Kringlunni, í dag, 17. desember. frá kl. 16-17. Bókin Islandsævintýri Himmlers er þriöja bók höfundar. Báðar fyrri bækur Þórs hafa orðiö metsölubæk- ur. Svo virðist sem íslandsævintýri Himmlers ætli ekki að verða nein undan- tekning að þessu leyti. Bókin hefur vakiö mikla og verðskuldaða athygli. Miimingarkort Minningarkort Áskirkju Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37. sími 681742. Ragna Jónsdóttir. Kambsvegi 17. sími 82775, Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Helena Halldórsdóttir. Norðurbrún 1. Guðrún Jónsdóttir. Kleifarvegi 5, sími 681984. Holtsapótek. Langholtsvegi 84. Versiunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Verslunin Rangá, Skipasundi 56. Þá gefst þeim sem ekki eiga heimangengt, kostur á að hringja í Áskirkju, simi 84035. milli kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkjuvörð- ur annast sendingu minningarkorta fyrir þá sem þess óska. Systur árita í Eymundsson Systurnar Iðunn og Kristín Steinsdætur árita bækur sínar i Eymundssyni, Aust- ur- stræti 18, í dag, 17. desember, kl. 16-18. Rithöfundarnir Iðunn og Kristín hafa lát- ið mikið aö sér kveða á undanfórnum árum, ýmist í sameiningu eöa hvor í sínu lagi. Fyrir þessi jól sendir Kristín frá sér •bókina „Fallin spýta" sem er afar vel heppnuð barnabók. Bók Iðunnar nefnist „Víst er ég fullorðin" og er unglingasaga sem riíjar á skemmtilegan hátt upp and- rúmsloft sjötta áratugarins. Forsíðukeppni tíma- ritsins Hárs & fegurðar Stórglæsileg verðlaun voru veitt í for- síöukeppni tímaritsins Hárs & Fegurðar en þau vann Anna Margrét Elíasdóttir sem starfar á Salon Ritz. Verðlaunin voru listaverk eftir Nicolai sem starfar í París. Einnig voru í fyrstu verðlaun opinn flug- miði með Flugleiðum á þeirra leiðum. Þessi verðlaun voru veitt af tímaritinu Hár & fegurð. í öðru sæti varð Helena Hólm sem starfar á Klassísku hár- greiöslustofunni en hún fékk myndavél frá Ljósmyndabúðinni, Laugavegi 118. Einnig voru verðlaun veitt af Eldborgu, Sebastian, H. Helgasyni og Forvali (Oggi). TILVALIN JÓLAGJÖF LECTROSTATIC SPOT BLASTER SANDBLÁSTURSTÆKI A) Lokað kerfi, ekkert ryk. B) Hreinsar vel yfirborðsflöt undir blettun eða sprautun. C) Góð nýting og hringrás á sandi. D) Tengist við loftpressu 60-550 l/mín. Hægt að fá aukaspíssa til að blása hurðarföls og rennur. Verð 5400,- m/sölusk. ÞYRILL HF._ Skemmuvegi 6, sími 641266 Lectrostatic Spot Blaster er tilvalið verkfæri fyrir bíla- verkstæði, bílasprautuverkstæði í bílskúrinn o.fl., þegar unnið er við ryð, viðgerðir eftir steinkast eða aðrar skemmdir á lakki bifreiðar. Jólasöngvar fjölskyldunnar Fjórði sunnudagur í aðventu hefur lengi verið með sérstöku sniði í Neskirkju. Bamaguðsþjónusta með fjölbreyttu efni verður að venju kl. 11 árdegis. Jólasöngv- ar fjölskyldunnar koma í stað hefðbund- innar guðþjónustu kl. 14. Auk almenns safnaðarsöngs syngja þar félagar úr barnakór Melaskóla undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur og ungar stúlkur syngja þrísöng. Þá sýna börn úr kirkjustarfinu helgileik undir stjórn Rúnars Reynisson- ar og sr. Guðni Gunnarsson skólaprestur hefur hugleiðingu. Þess er vænst, eins og nafn samverunnar gefur til kynna, aö þangað sæki sóknarbörn úr öllum ald- urshópum sér styrk og frið í erli anna- samra daga. Orgeltónleikar verða síðdeg- is þennan sama dag, kl. 17-18. Reynir Jónasson, organisti kirkjunnar, leikur á orgel hennar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Ný altaristafla I Háteigskirkju Við messu á sunnudaginn ætlar Kven- félag Háteigssóknar að afhenda altaris- töflu, kórmynd sem það hefur látiö gera eftir frummynd Benedikts Gunnarssonar listmálara. Fjóröi sunnudagur í aðventu er kirkjudagur Háteigskirkju. Dagurinn hefst með barna- og fjölskylduguðsþjón- ustu kl. 11 í samvinnu við Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar þar sem barnakór kirkj- unnar og leikhópur koma fram undir stjórn Kristínar Þórunnar og Péturs Björgvins. Sr. Torfi H. Stefánsson, æsku- lýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, ávarpar kirkjugesti. Kl. 14 hefst messan með af- hendingu myndarinnar og lýsingu lista- mannsins á tilgangi verksins. Aö messu lokinni verður fólki boðið upp á veiting- ar. Um kvöldið kl. 21 verða aöventu- söngvar viö kertaljós, árviss viðburður þar sem kór og kammersveit Háteigs- kirkju syngja og leika kirkjutónlist tengda aðventu og jólunum. Hjörtur Páls- son rithöfundur flytur hugleiðingu og sungnir verða sálmar í almennum söng. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morg- un sunnudag kl. 14, fijálst spil og tafl. Kl. 15.30 myndasýning, Færeyjaferð, fyrri áfangi. Kl. 20 dansað til kl. 23.30. ATH: Lokað verður í Goðheimum til 8. jan. vegna jólaleyfis og lokað verður í Tónabæ til 7. jan. vegna jólaleyfis; Dans- kennsla hefst aftur í Tónabæ 7. janúar. Kennt verður frá kl. 17.30-19 og 19-20.30. Tilkynnið þátttöku sem fyrst á skrifstofu F:E.B. í síma 28812. Lögfræðiaðstoð Orators Orator, félag laganema, veitir ókeypis lögfræðiþjónustu á fimmtudagskvöldum frá kl. 19.30-22 í síma 11012. Litlujólin Út er komin jólaplatan Litlu jólin. Á henni eru 18 ekta íslensk jólalög. Á plöt- unni syngur fimm ára stúlka, Anna Júlía Eiriksdóttir einsöng. Einnig eru böm á öllum aldri og Guðmundur Rúnar. Sér- stakur gestur kemur fram en það er Guð- laug Helgadóttir. Hljóðfæraleikarar eru ekki af verri endanum. Stefán P. sá um gitar, hljómborð, útsetningar og íi. Ás- geir Öskarsson um trommur og Sigurður Ingi Ásgeirsson um rafbassa. Platan er tekin upp í stúdíó Gný. Þessi hljómplata er ekta fjölskylduplata þar sem yngri kynslóðin getur lært jólalögin fyrir jóla- ballið. Platan fæst í öllum hljómplötu- verslunum. Útgefandi er Hljómleiti GRL. Fyrstu tónar jóla hjá Hjálpræðishernum Sérstakar aðventusamkomur veröa haldnar sunnudaginn 18. desember hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík og á Ak- ureyri. Kveikt verður á jólatrénu og yngri kynslóðin mun að mestu leyti sjá um fjölbreytta dagskrá. Einnig verður mikiö af ööldasöng og í lok samkomunn- ar verður boðiö upp á „herkaffi". Allir eru velkomnir. í Reykjavík hefst sam- koma kl. 16 og munu böm á aldrinum 6-12 ára sýna helgileik og barna-gospel- sönghópurinn undir stjórn Esterar Daní- elsdóttur mun syngja hressilega söngva. Svo mun og fara fram hermannavígsla og ræðumaður er brigader Ingibjörg Jónsdóttir. Á Akureyri hefst samkoman kl. 20. Þar syngur æskulýðskórinn undir stjórn Óskars Einarssonar og yngriliðs- menn taka þátt með söng og leik. Flokks- stjórahjónin Janice og Norman H. Denn- is sjá um stjóm og ræðuhald. Farvís, tímarit um ferðamál Fyrsta tölublað af Farvís kom út í júlí sl. í því blaöi var ferðagetraun og hefur ver- ið dregið úr innsendum svarseðlum fyrir allnokkru. Vinningshafinn Þómnn Gísladóttir vann vikuferð fyrir tvo til Kýpur sem ferðaskrifstofan Úrval gaf. Nú er annað tölublað af Farvís komið út. í því er einnig glæsileg ferðagetraun - fjölskylduferð til Florída og vikudvöl á Cocoa Beach Holiday Inn-hótelinu. Að ferðagetrauninni standa Flugleiðir hf„ Farvegur hf„ útgáfufyrirtækið sem gefur Farvís út og ferðamálayfirvöld á Cocoa Beach-svæðinu á Florída. Farvís er gefið út í sex þúsund eintökum þvi em vinn- ingslíkur þátttakenda miklar. Aðeins þarf að svara tíu léttum spurningum og senda svaraseðilinn til Farvegs hf„ Kvistlandi 8, 108 Reykjavík. Skilafrestur er til 10. janúar. Hljóðbókagerð Blindrafélagsins Nýlega tók Hljóðbókagerð Blindrafélags- ins til starfa. Hljóðbókagerðin ér eign Blindrafélagsins og er ætlað að standa undir rekstrarkostnaði með útleigu á hljóðveri og Qölfóldun. Ýmis fyrirtæki og einstaklingar hafa styrkt félagið til þess aö koma hljóðverinu á fót. Tilgangur hljóðversins er að auka útgáfu á lesefni fyrir blinda og sjónskerta, svo sem útgáfu tímarita, framleiða hljóðbækur sem seld- ar veröa á almennum markaði og vinna alls kyns hljóöritunarverkefni fyrir aöra aðila. í Hljóðbókagerð Blindrafélagsins er sérhannað hljóöver til hljóðritunar á lesnu máli. Þar er góð aöstaða til hvers kyns hljóðvinnslu á venjuleg segulbönd, snældur óg á stafrænt 'form (digital). Hljóðbókagerðin tekur að sér fjölfoldun á snældum. GP húsgögn, ný húsgagnaverslun GP húsgögn Helluhrauni 10, Hafnarfirði, hafa opnað nýja húsgagnaverslun. Versl- unin er opin virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga kl. 10 -16. Til sölu verða margs konar húsgögn. Sófaborð, sjónvarps- vagnar, hillusamstæður og fl. framleitt af GP og hannað af eiganda GP, Guð- mundi Pálssyni. Einnig húsgögn frá þekktum ítölskum fyrirtækjum: Bonaldo casa, Casagrande, Vavassori Italia og fl. Handunnin glervara, lampar og fl. frá Paolo treversi á Ítalíu. Verslunin er eins og áður segir til húsa að Helluhrauni 10, Hafnarfirði, næsta hús við Bifreiðaeftir- litið. Nýir eigendur að versluninni Hjörtur Nielsen Eigendaskipti hafa átt sér stað á einni elstu og virtustu postulíns- og kristals- verslun landsins, Hirti Nielsen, Templ- arasundi 3, Reykjavík. Núverandi eig- endur em þær Hlín Kristinsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir. Verslunin var stofnuö 1. nóvember 1953 og á því 35 ára afmæli um þessar mundir. Þær Margrét og Hlín munu sjálfar flytja beint inn hin- ar þekktu tékknesku kristals- og postu- línsvörur sem verslunin hefur verið með fr-á upphafi. Þar má m.a. nefna möttu rósina, handunninn og handskorinn kristal, og hvíta stellið, afar vinsælt mat- ar- og kaffistell með ekta gyllingu. Auk þess hefur verslunin nú síðustu árin haft á boðstólum vesturþýska gæðapostulínið frá Lindner og verður svo áfram. Versl- unin er opin alla virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-16. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 17. desember. Lagt af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 10. í dimmasta skammdeg- inu og jólamndirbúningi er samvera, kaffidrykkja og hreyfing á laugardags- morgni góður undirbúningur fyrir helg- ina. Allir em velkomnir í bæjarrölt Hana nú. Jóladagatal Kiwanis- klúbbsins Heklu Dregið hefur verið um vinninga 7.-13. desember. Upp komu eftirtalin númer: 7. des. 1445, 8. des. 152, 9. des. 173, 10. des. 99,11. des. 1163,12. des. 1178,13. des. 734. Ný bók, 20 sönglög eftir Ólaf I. Magnússon, er að koma á markaöinn um þessar mundir. Flest lag- anna hefur Eyþór Þorláksson, hljóð- færaleikari í Hafnarfirði, útsett en Jónas Tómasson, fyrrverandi organleikari á ísafiröi, útsetti tvö og Páll Halldórsson, fyrrverandi organleikari í Reykjavík, tvö. Fremst í bókinni eru formálsorð höfund- ar en nöfn laganna em þessi: Syngdu, Hver vill sitja og sauma?, Söknuður, Stökur, Minning, Björt nótt, Björt skal þín æfi, Ég kem til þín, Ég nefni nafniö þitt, íslensk vögguljóð, Konan sem kynd- ir ofninn minn, Mamma mín, Sólarlag, Sólstöður, Sólveig, Svanasöngur á heiði, Vormenn íslands, Vögguljóö, Æskan og tjörnin og Móðurmál. Athygli skal vakin á því að upplagið er mjög lítið og er því vissara að vera vel á veröi. Eyþór Þor- láksson hefir skrifað nóturnar og séö um allan frágang en bókin er prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar. Golfklúbburin Keilir Dregið hefur verið í happdrætti Golf- klúbbsins Keilis og féllu vinningar á eftir- talin númer. 361, 823, 127, 1584, 1182, 713, 162. Allar nánari upplýsingar um vinn- ingana em í síma 52547. Umsóknlr um sýningar- aðstöðu á Kjarvalsstöðum Að gefnu tilefni vill Menningarmála- nefnd Reykjavíkurborgar koma því á framfæri að sýningarrými aö Kjarvals- stöðum hefur þegar verið úthlutað fyrir árið 1989. Umsóknir um sýningaraðstöðu á árinu 1990 verða að hafa borist Kjarv- alsstöðum í síðasta lagi fyrir lok ársins 1988. Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist: Listráöunaut listasafna Reykja- víkurborgar, Kjarvalsstöðum v/Flóka- götu, 105 Reykjavík. Ókeypis ráðgjöf í Byggingaþjónustunni Hvemig á að koma í veg fyrir steypu- skemmdir? Hvað er til ráða þegar þær hafa gert vart við sig? Hvemig er hægt aö sjá hvers eðlis skemmdirnar em? Svör viö þessum spumingum og flestum þeim spurningum sem koma upp við frágang, viðhald og viðgerðir utanhúss, svo og húsbyggingar almennt, verður framvegis hægt að fá í Byggingaþjónustunni alla miðvikudaga kl. 16-18. Þjónusta þessi er ókeypis og öllum opin. Á sama tíma og sömu dögum eru sem fyrr arkitektar með ókeypis ráögjöf um allt er varðar hús- byggingar, fyrirkomulag, efnisval og allt annað sem þeirra fagi viökemur. Bygg- ingarþjónustan er til húsa að Hallveigar- stíg 1 og er opin alla virka daga kl. 10-18. Þar er sýning á hinum ýmsu byggingar- efnum allan ársins hring, byggingarefna- skrá í tölvu og svo verktakaskrá. Oll þessi þjónusta er ókeypis og öllum opin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.