Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 23
.88GI H3HM333Q .Ví HUOAQflAOUAJ
LAUQARBA'ÖUft -Wr ÐESEMBfiR*lft68r
En margt hefur gamli maöurinn
heyrt og séð á langri göngu - og hugs-
aö sitt:
Maðurinn giftist eldri ekkju,
efldi með því fjárhaginn,
en tuttugu ára tímaskekkju
tók ei með í reikninginn.
2.
í streyma ótal gestir
afmæli þessa manns.
Áður formæltu flestir
fæðingardegi hans.
3.
Þó að ræða þín sé hlý,
þú sért góður talinn,
finnst mér hverju orði í
eiturbroddur falinn.
4.
Fátæklegur flíkar andi
fræðigrein.
Uppsprettan er óþrjótandi,
en ekki hrein.
Heldur penna höndin hvít,
hæfa skrifborðsreglur.
Það sest aldrei ögn af skít
undir þessar neglur.
GERÐU
JÓLALEGT
í GARÐINUM ÞÍNUM
40 LJÓSA KEÐJA Á AÐEINS KR. .680.
80 LJÓSA KEÐJAÁ AÐEINS KR. 2.500.
(24 V straumbreytir fylgir.)
Þessi keðja er viðurkennd
af Rafmagnseftirliti ríkisins.
Opið laugardag frá 10-18.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16, s. 68 07 80.
Austfirskar stökur
eftir Braga Bjömsson frá Surtsstöðum
Áriö 1985 gáfu Menningarsamtök
Héraðsbúa, undir forystu Siguröar
Óskars Pálssonar, út ljóðakverið
Agnir eftir gamlan austfirskan
bónda, Braga Björnsson, frá Surts-
stöðum í Jökulsárhlíð. Hann mun
vera kominn á fallandi fót ef hann
er enn ofar foldu sem ég þó ætla.
Hann heilsar þar með þessari stöku:
Stundum þegar einn ég er
og ekkert kýs að heyra,
þá er eins og þögnin mér
þylji vísu í eyra.
Vísurnar hér í þættinum eru ekki
samstæðar, tíndar hér og þar úr bók-
inni. Og svo má fara beint af augum,
engin hætta á að maður vilhst í
neinni þoku. Hér er ljóst, fallega og
kunnáttusamlega kveðið:
Lokkar heimur, þrýtur þrek,
þorrin fullin sýnast.
Okkar gleymast bernskubrek,
barnagullin týnast.
Til margra ráða er gripið þegar
konur þurfa að bæta menn sína.
Konan, góðlynd gæðasál,
grasi borðin þekur.
En þó hún beiti bónda á kál
batna lítið tekur.
Vísnaþáttur
Jón úr Vör
En þægur hefur hann þó verið,
ekki alls varnað. Hér er önnur kven-
lýsing.
Birtist honum hér á ferð,
hún þó máli kinnar, -
óvönduö og illa gerð
umgjörð sálarinnar.
Og hér fær ónefndur sinn dóm:
Hól þitt er helmingi um of,
hræsni þín engu lík.
Fánýtt er falsarans lof.
Frá mér burt, Satan, vík.
6.
Stundar sjóði, stundar rán,
stundarveði beitir.
Stundargróöi, stundarlán
stundargleöi veitir.
7.
Mér finnst í þér lítið lið,
líka harðni brýna, -
eitthvað bogið vera við
vináttuna þína.
8.
Varla mun lofuð sem vert er
vinnan hans yfirleitt.
Þess ber að geta sem gert er:
Hann geröi ekki neitt.
9-
Átti ei lok á andans sjóð
orðaþokulopinn.
Upp úr koki opnu stóð
ættarhrokaropinn.
10.
Ekki er von að vitsins rós
■ vaxi í slíkum skugga,
ef að streymir ekkert ljós
út um sálarglugga.
11.
Lítilsviröi er líkamsstærð,
lífið hærra metur,
ef þú byrði axlað færð
öðrum stærri betur.
12.
Til aö öðlast álit, hrós,
- og eignast góða vini
ljúga ýmsir undir rós,
- allt í gróöaskyni.
Gripið niður á öðrum stað í bók-
inni.
Löng mér þykir þessi bið,
það er standiö auma,
að vera orðinn utanvið
iðju lífs og drauma.
Lítils arðs og yndis naut,
erja garð í ströngu,
veðurbarða vanga hlaut
„Vonarskarðs" á göngu.
En höfundur málar ekki allt með
sama pensli og á marga liti í fórum
sínum.
Öll þó hún sé auðnarleg
enn gefst ferðaleiði,
meðan ennþá vísa veg
vörðubrot á heiði.
Verður tæpast vinafár
vegferðar á göngum
sá, er getur gleðitár
glætt á annars vöngum.
Burt frá sólu skarast ský
skjótar en auga festi,
þar sem vinir varpa í
vonast eftir gesti.
Kemur eftir vetur vor,
vætur sjatna og þorna.
Gengins tíma gróin spor
geyma sögu forna.
Jón úr Vör
Fannborg 7
Kópavogi
Jólaskreytinguna
fær ð þú hjá okkur
Einnig allt efni
til jólaskreytinga
Opið 9-21
alla daga til jóla
GARÐSHORN
við Fossvogskirkjugarð sími 40500