Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. 47 sem náöu stórmeistaraáfanga. Glek tefldi byrjunarleikina hratt en í mið- taflinu fór smám saman aö halla undan fæti og Margeir vann sann- færandi sigur. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: I. Glek Kóngsindversk vörn. 1. d4 RfG 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Bg5 Ra6!? í skák Margeirs viö Kasparov á heimsbikarmótinu lék heimsmeist- arinn 6. - Rbd7 sem er leikur sem Glek mun einnig hafa haldið tryggð við. Nú hefur hann undirbúið aðra leið sem er allrar athygli verð. 7. Dd2 e5 8. d5 De8 Með því að hafa riddarann á a6 í stað d7 hindrar svartur að hvítur geti blásið til sóknar með g2-g4 sem títt er í þfessu afbrigði. 9. Bf3 Rh5! Hugmynd Fischers í nýjum bún- ingi! Sovétmaðurinn lék þennan leik án umhugsunar - greinilega sam- kvæmt heimarannsóknum. Óneitan- lega minnir þetta á leik Fischers í þriöju einvígisskákinni viö Spassky sem olli miklu fjaðrafoki í Laugar- dalshöllinni: 1. d4 Rí6 2. c4 e6 3. Rí3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. Rd2 Rbd7 8. e4 Bg7 9. Be2 0-0 10. 0-0 He8 11. Dc2 Rh5!? o.s.frv. 10. Bxh5 gxh5 11. Rge2 f5 12. exfÖ Bxf5 13. Rg3 e4! Leikið eftir langa umhugsun en fram að þessu hafði svartur aðeins notað stundarfjórðung á klukkunni. Taflið er nú nokkurn veginn í jafn- vægi en staðan er viðkvæm á báða bóga. 14. 0-0 Dg6 15. Be3 Hae8 16. Khl Bd7 17. f3 exf3 18. gxf3 h4? Eftir 18. - Rc5 virðist svartur síst eiga lakari færi. 19. Rge4 Dh5 20. Bd4 Bxd4 21. Dxd4 Skák og bridge Nú á hvítur sterka stöðu á mið- borðinu, fallega bækistöð fyrir ridd- ara á e4 en riddari svarts er úr leik. Auk þess hótar hann 22. Hgl + og 22. Rf6 + . 21. - De5 22. Df'2 Df4 23. Re2 De5 Eftir 23. - Dh6 verður svartur að reikna með 24. Hgl + með óþægind- um. Hann gefur peð en fær lítið í staðinn. 24. Dxh4 Kh8 25. R2c3 Hf4 26. Dh6 Hg8? Betra er 26. - Hef8 sem hvítur svar- ar með 27. Rg5 og á betra tafl. 27. Hgl Be8?! 28. Rg5 Dg7 29. Dh3 Bd7 30. Re6 Bxe6 31. dxe6 De5 32. Hxg8+ Kxg8 33. Dg3+ Kh8 34. e7! Og svartur gafst upp. Stysta vinningsskák mótsins mér vitanlega var eftirfarandi sigur Ve- limirovic á Júgóslava nokkrum sem ég kann ekki að nefna: Hvítt: Velimirovic Svart: N.N. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bc4 Db6 7. Rdb5 a6 8. Be3 Dd8 9. Rd4 Rg4 10. 0-0 Rce5 11. Bb3 Rxe3 12. fxe3 g6? 13. Rf3 Rxf3 14. Dxf3 Be6? Eftir 14. - f6 15. Hadl og síðan 16. e5 á hvítur mun betra tafl en þetta var þó skárri kostur. I I Á ii 1 1 ii i A ááá & & s H* ABCDEFGH 15. Ba4 + ! Og svartur gaf. Eftir 15. - b5 16. Rxb5! axb5 17. Bxb5+ veröur hann mát eða tapar drottningunni. -JLÁ Bridgefélag Selfoss og nágrennis Urslit í Höskuldarmótinu sem lauk 1. des. 1988. Stig 1. Sigurður Hjáltason- Haraldur Gestsson 1189 2. Brynjólfur Gestsson - Þráinn Ó. Svansson 1140 3. Daníel Gunnarsson - Steinberg Ríkharðsson 1133 4. Kristján Gunnarsson - Vilhjálmur Þ. Pálsson 1112 5. Kjartan Jóhannsson - Óskar Pálsson 1097 6. Helgi Grétar Helgason - Anton Hartmannsson 1090 7. Sveinbjörn Guðjónsson - Runólfur Þ. Jónsson 1068 8. Eygló Gránz - Valey Guðmundsdóttir 1052 9. Sigfús Þórðarson - Gunnar Þórðarson 1029 10. Garðar Garðarsson - Guðmundur Sæmundsson 1016 11. Ólafur Steinason - Grímur Arnarson 1009 12. Leif Österby - Valdimar Bragason 1000 13. Valtýr Pálsson - Leifur Leifsson 996 14. Þröstur Árnason o.fl. 972 15. Eiríkur Guömundsson - Gunnar Gunnarsson 848 Einmenningskeppni, tvö kvöld, hefst flmmtudaginn 15. des. 1988 og er hún jafnframt firmakeppni félagsins. Þátttaka tilkynnist til Sigfúsar í síma 21406 og 21400 og Valdimars í síma 21434. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 5. desember komu 9 sveitir frá Bridgefélagi kvenna i Reykjavík í heimsókn og kepptu við heimamenn. Úrslit urðu sem hér seg- ir: 1. borð Þorgeröur - Þórarinn 12-18 2. borð Júlíana - Einar S. 8-22 3. borð Sigrún - Kristófer 3-25 4. borð Anna L. - Kjartan M. 6-24 5. borð Aldís - Kristmundur 8-22 6. borð Lovísa - Ólafur T. 9-21 7. borð Björg - Þröstur 9-21 8. borð Freyja - Sigurður L. 11-19 9. borð Brynhildur - Jón G. 0-25 Veitt voru sérstök aukaverðlaun fyrir stærstan sigur, en það er orðin venja að kaflisjóður félagsins standi straum af aukaverðlaunum og alls kyns séruppákomum. Verðlaunin voru að þessu sinni í formi fjögurra rauövínsflaskna og komu í hlut sveitar Jóns Gíslasonar, en með hon- um í sveitinni spiluðu Árni Hálf- dánarson, Ólafur Ingimundarson og Sverrir Jónsson. Næsta mánudagskvöld verður svo haldið áfram með s.veitakeppnina þar sem baráttan er í algleymingi. fþróttapistiU Haukur Gunnarsson, fatlaöur iþróttamaður úr Reykjavík, er einn þeirra íþróttamanna sem hafa skarað fram úr á þessu ári sem nú er að líða. Hér fagnar hann glæstum sigri i 100 metra hlaupi á ólympiuleikum fatlaðra. í Seoul. Simamynd Reuter Er erfitt að leggja mat á afrek íþróttamanns? Valsmenn sitja nú einir á toppi fyrstu deildarinnar í handknattleik í kjölfar sigurs á reginkeppinaut- unum, vesturbæingum. Sá leikur var ekki jafnrismikill og margir vonuðust eftir en sýndi þó svo ekki verður um villst hver staða beggja liða er í íslenskum handknattleik. Ljóst má vera að Valsmenn eiga nú skæðasta félagslið íslendinga í handknattleik en margt kann að breytast fram til vors. Famganga íslandsmeistaranna gegn svissneska félaginu Amicitia, sem er seinni viðureign aðilanna í Evrópukeppni, er sá kvarði sem næst verður lagður á Valsliðiö. Þessi félög mætast annað kvöld, sunnudag, í Laugardalshöll. Sóknarlið Vals skoraði aðeins 15 mörk Valur, þetta mikla sóknarlið, setti aðeins 15 mörk á útivelli gegn svissnesku meisturunum en náði þó þeim árangri að tapa meö aðeins einu marki. Svisslendingar heyra til hópi b-þjóða, á sama hátt og viö íslendingar, en hafa þó átt ágætu gengi að fagna með félagslið sín á Evrópumótum síðasta kastið. Menn skyldu því varast að ætla Svisslendinga gefna veiði en hand- knattleikur þeirra, sem markast af mjög yfirveguðu sóknarspili og þéttri vörn, er árangursríkur þótt hann gleðji lítt augað. Valsmenn eru hins vegar með ótrúlega breitt og harðskeytt lið. Þeir tefla fram skemmtilegum og kvikum hornamönnum, flinkum og sterkum línumanni, sem styður vel við aðgerðir í sókninni, frábær- um skyttum og einum efnilegasta leikstjórnanda á íslandi. Þá er vörn liðsins gjarnan þétt og markvarslan ágæt að baki henni. Fari félagið því ekki áfram í meistarakeppninni verður að líta á það sem nokkurt áfall í íslenskum handknattleik. Framganga okkar í íþróttum á erlendum vettvangi er nefnilega á margan hátt sú ásjóna íþróttamanna okkar sem snýr að heiminum. íþróttamaður ársins Nú fer að líða að kosningu íþrótta- manns ársins og er niöurstöðu i kjöri íþróttafréttamanna gjarnan beðið með nokkurri eftirvæntingu. Nú ber svo undir í ár aö ófáir virð- ast á bandi íþróttamannsins Hauks Gunnarssonar og er það ekki í fyrsta sinn sem einhver hluti þjóð- arinnar hefur valið sér fulltrúa til að gegna heitinu áður en sjálf kosn- ingin hefur farið fram. Oft hefur kjöriö speglað almannaróm en einnig hefur það komið á óvart á stundum. Mörgum er til að mynda enn í minni sá styr sem reis um kosning- una á ólympíuárinu 1984 en þá var aö sumra dómi gengið hjá júdó- manninum Bjarna Friðrikssyni sem vann til bronsverðlauna á leik- unum í Los Angeles. Er erfitt að meta árangur íþróttamanna? Þessi orð eru nýverið höfö eftir Samúel Emi Erlingssyni, formanni samtaka íþróttafréttamanna, í við- tah við DV: „Ég vil ekki á nokkurn hátt gera lítið úr afrekum fatlaðra íþrótta- manna. En þegar á að bera árangur þeirra saman við árangur annarra íþróttamanna er okkur vandi á höndum." Formaðurinn segir einnig í við- talinu aö fatlaðir íþróttamenn búi „einfaldlega við allt aðra sam- keppnisaðstöðu en aðrir íþrótta- menn.“ Vel má vera að mikill sannleikur sé í þessum orðum formannsins en hitt er ekki síður satt að alhr ís- lenskir íþróttamenn hljóta að vera kjörgengir þegar að valinu kemur, eins og formaðurinn bendir raunar sjálfur á í títtnefndu viðtali. Sýnist mér það skipta meiru en lútt aö mönnum kunni að vera vandi á höndum við að meta eitt afrek í ljósi annars. Þá má ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að Haukur Gunnarsson, sem er fatlaður íþróttamaður úr Reykjavík, stendur í fremstu röð í heiminum í sínum flokki í 100 metra hlaupi. Þótt við íslendingar séum mjög stoltir af mörgum frá- bærum íþróttamönnum okkar tel ég að fáir, eða jafnvel engir, standi framar en þessi kappi sem vann hug og hjarta íslensku þjóðarinnar með afrekum sínum í SeouL Mér þykir því þessi spurning kreíjandi: Er erfitt að leggja mat á afrek iþróttamanns sem hefur vaxið að styrk, nær besta árangri í heimin- um í sínum flokki, leggur hart að sér, er reglusamur og þekktur að prúðmennsku ofan í kaupið? Jón Örn Gudbjartsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.