Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 20
20 LAÖGARDAGUR 17. DES&MBBR 1988! Lflcamsrækt______________________________x>v Stafar offita af röngum efnaskiptum? Þeir sem eiga viö ofiituvandamál að stríða kenna gjarnan röngum efnaskiptum um hvemig líkamlegu ástandi þeirra er komið. „Ég þarf aðeins að horfa á mat og þá hef ég bætt á mig aukakílóum. En vinkona mín borðar miklu meira en ég og er alltaf jafngrönn. Þetta er ekkert annað en óréttlæti. Efnaskipti líkamans hljóta að vera svona hæg.“ Eitthvað í þessum dúr fá læknar og aðrir sérfræðingar jafnan að heyra frá þeim sem eiga í stríði við aukakílóin. Þótt eitthvert eitt einhlítt svar sé ekki hægt að gefa um orsök offitu eru læknar sífellt að uppgötva eitthvað nýtt þar að lútandi, til dæm- is hvort efnaskiptin hafa eins mikil áhrif og margir ætla. Stafar offita einungis af gífurlegri græðgi og ofáti? Flestir sérfræðingar myndu svara þeirri spumingu neitandi. Ekki er það of feitu fólki sameiginlegt að vera óstjómlega gráðugt. En samt sem áður safnast aukafita á fólk vegna þess að of mikillar orkuríkrar fæðu er neytt; meiri en viðkomandi líkami þarfnast og brennir. Er þarna um að ræða mismunandi efnaskipti? Ef manneskja, sem er of feit, borðar nákvæmlega það sama og sú sem er tággrönn og hreyfir sig jafnmikið eru það þá röng efnaskipti sem valda of- fituvandanum? Aukaorkan, sem feita manneskjan innbyrðir, safnast á skrokk hennar í formi fitu en sá granni virðist brenna allri orkunni. nokkuð þar að lútandi. En þá var gerð rannsókn á hópi einstaklinga sem útskýrði nokkuð þennan vanda. Þátttakendurnir voru látnir lifa og hegða sér algjörlega eins og venja þeirra var en á hverjum degi drukku þeir allir glas af vatni sem blandað hafði verið ákveðnu efni. Þátttakend- urnir voru síðan látnir safna saman þvagprufum, einni á hverjum degi í hálfan mánuð. Efnið, sem bætt var út í vatnið, hafði þau áhrif á þvagið að hægt var að útskýra ýmislegt í sambandi við efnabrennsluna. Rannsóknimar gáfu til kynna að þyngri konurnar eyddu meiri orku en þær léttari. En miðað við þyngd ogþað hvað þær höfðu aöhafst þessa daga var enginn munur á efnaskipt- um þessara kvenna. Því gátu þessir rannsakendur ekki útskýrt offitu með því að efnaskipti einstaklinga væru misjöfn og leiddu þar af leið- andi til offitu eða að of feitir hreyfðu sig minna með títtumtöluðum afieið- ingum. En þeir segjast hafa komist að or- sökinni. Þátttakendurnir voru látnir lýsa í smáatriðum öllu sem þeir gerðu þennan hálfa mánuð og ekki síður öllu sem þeir létu ofan í sig. Þær upplýsingar, sem þeir grönnu gáfu upp um matarhegðan sína, stóð- ust nákvæmlega með tillitl til brennslunar. Kaloríufjöldinn, sem þeir innbyrtu, var í fullkomlega réttu samræmi við brennsluna. Ekki var hægt að segja það sama um flesta þá feitu. Samkvæmt brennslunni létu þeir 800-1000 fleiri kaloríur ofan í sig Of feitir einstaklingar vilja oft kenna röngum efnaskiptum um hvernig komið er. Hvernig stendur á því að vinkona mín, sem borðar síst minna en ég, fitnar aldrei á meðan ég blæs út um leið og ég opna munninn? á degi hveijum en þeir sögðust gera. undir þann grun margra sérfræðinga meira en þeir segjast gera þegar þeir Þessar niðurstöður renna stoðum að offitusjúklingar borði í raun leita lækninga og ráða. Brennslan könnuð til hlítar í Bretlandi var fyrir skemmstu gerð rannsókn á þessu vandamáli. Notast var við svokallaðan brennsluvarma- mæli. Þátttakendur í rannsókninni dvöldu 36 tíma í litlu innsigluðu her- bergi þar sem hægt var að mæla efnabrennsluna nákvæmlega. Rann- sakaðar voru tvær jafnháar konur í einu en um helmingsmunur var á líkamsþyngd þeirra. í ljós kom að feita konan notaöi meiri orku en sú granna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður annarra svipaðra rannsókna sem gerðar hafa verið á þessu viðfangsefni. Gefnar eru tvær meginskýringar á því hvers vegna feit manneskja notar meiri orku en sú granna. Fyrst ber að nefna að þegar fólk verður of þungt eru aukakílóin um 75 prósent hrein fita og um 25 prósent slappir vöðvar. Því verður það sérstakt átak fyrir líkamann að burðast með þess- ar aukabyrðar og kallar það á aukna orku. Vöðvar og sinar líkamans þurfa meiri forða til að halda við- komandi líkama gangandi. Þessar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á þann veg sem að ofan er lýst, eru nákvæmar og gefa vel til kynna hvað á sér stað í likama fólks við efnabrennslu. En óneitanlega væri betra að gera rannsókn á dag- legu lífi einstaklinga og bera efna- brennsluna saman við eðlilegustu aðstæður þeirra. Hvað á sér raun- verulega stað? Eru lifnaðarhættir feitra og grannra svo ólíkir að hægt sé að útskýra þyngdarmuninn? Ekki munur á efnabrennslu feitraoggrannra Þangaö til fyrir nokkrum árum gátu læknar ekki með góðu móti fullyrt í miðju jólastressinu Nú þegar jólaundirbúningurinn er að komast í hámark og sjá má menn og konur þeysast um borg og bý til að redda öllu því sem þyk- ir tilheyra fyrir jólin fer ekki hjá því að stressið geri vart við sig. Það þarf að kaupa þetta og hitt, senda eitt og annað, baka, skreyta, passa upp á að enginn fari í jólaköttinn og allt þetta sem þarf ekki að telja upp. Þessi tími fram að jólum, sem mörgum finnst ekki síðri en sjálf hátíðin, verður að hálfgerðri mar- tröð á sumum bæjum. Engan skyldi undra þótt trimmurum og öðrum slíkum fækkaði á götunum á næstu dögum og að færri tækju hundrað metrana í hádeginu. „Það er enginn tími til slíks.“ En einmitt þegar svona stendur á er aldrei nauðsynlegra að geta slakað á á milli. Því ætti enginn að afsaka sig þessa dagana með þvi að annríkið hefði náð. yfirhöndinni. Sundsprettur, örlítið trimm eða bara algjör slökun heima í sófa getur gert kraftaverk í dagsins önn, ekki siður í kringum jólin en aðra daga. Dragið því hlaupaskóna eða sundbolinn hið fyrsta aftur út úr skápunum, annars hættir þeim hlutum til að fá að dúsa þar þangað til einhvem tíma á næsta ári. Heilsumolar: Margar konur, sem langar til að æfa með lóðum, veigra sér við því vegna þess aö þær em hræddar við að verða of vöðvamiklar. Það kem- ur ef til viU einhveijum á óvart að rannsóknir sýna að konur geta ekki orðið jafnsterkar og karlar. Líkamsbygging þeirra og samsetn- ing vöðva og fitu er einfaldlega öðruvisi frá skaparans hendi. Því þurfa hormónar eða annað slíkt að koma til sögunnar ef kona vill endi- lega verða eins og karlmaður að líkamlegu atgervi. Athugun, sem gerð var á hópi karla og kvenna sem vógu 70 kíló, leiddi í í ljós að efri hluti líkama kvennanna var 50 prósent veikbyggðari en karlanna. Hins vegar munar ekki eins miklu á styrk kynjanna þegar komið er að neöri hluta líkamans. í mjöðm- um og fótleggjum höfðu konur 30 prósent minni styrk en karlarnir. Samsetning vöðva og fitu skiptir hér sköpum. Líkami karlmanna er að jafnaði mun vöðvameiri en kvennanna. Konur þurfa þess í stað að burðast með hærra hlutfall fitu en vööva. Ferskur ananans er ekki einung- is sérlega bragðgóður og frískandi heldur er hann ágætis húðvemd- unarmeðal. Hann er ríkur af en- síminu bromelain sem eykur end- umýjun nýrra húðfrumna. En virk endumýjun húðfrumnanna er nauðsynleg til að viðhalda frísk- legu hörandi. Á þessum árstíma em margir sem kvarta undan því að þeir eigi erfiðara með svefn, séu sífellt að vakna á nóttunni, gangi illa að sofna og eigi svo í hinum mestu erfiðleikum með að koma sér fram úr á morgnana. Það getur verið ráð við þess háttar vanda að huga að hitanum. Ekki er ólíklegt að hitinn sé of hár í svefnherberginu en hann á ekki að fara yfir 25 gráður þar sem sofiö er. Allt of margir sofa í of miklum hita og fá ekki nóg súr- efni. Ferskt loft getur gert krafta- verk fyrir þá sem eiga í þessum erfiðleikum. Hafðu því rifu á glugganum og lækkaðu hitann á ofninum, sé hann of hár, áður en þú leggst í rekkju. Þig mun öragg- lega dreyma betur. Nærri helmingur kvenna finnur fyrir spennu í bijóstunum fyrir tíð- ir og meðan á þeim stendur. Slík spenna getur verið óþægileg en hægt er aö koma í veg fyrir hana, eða að minnsta kosti mirmka hana, með því að huga að mataræðinu. Rétt fyrir tíðir er konum ráðlagt að skera niður fitumagnið í fæð- unni og leggja áherslu á kolvetnis- ríka fæðu, svo sem grænmeti, ávexti og gróft brauð. Það hefur löngum veriö talið að áfengisdrykkja þungaðra kvenna hafi óæskileg áhrif á börnin. Böm- in fæðist léttari ef móðirin hefur neytt mikils áfengis á með- göngunni og þar fram eftir götun- um. En ný bandarísk rannsókn sýnir fram á að áfengisvenjur feð- ranna hafi mun meiri áhrif á fó- strið en drykkja kvennanna. Ruth E. Little, sem stóð fyrir þessari rannsókn, athugaði drykkjuvenjur 377 verðandi feðra. Um helmingur karlanna fékk sér neðan íðí daglega en hinn helming- urinn mun sjaldnar og sumir aldr- ei. Þegar bömin litu dagsins ljós var það tilfellið að böm feðranna, sem drukku daglega, vógu um 200 grömmum minna en böm hinna. bömin með fyrrgreindum hætti. Böm kvenna, sem drekka á með- göngunni, era að meðaltali um 70 grömmum léttari þegar þau fæðast en böm þeirra kvenna sem neyta lítils áfengis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.