Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988. Skák og bridge GMA-JAT mótið í Belgrad: Margeir var hársbreidd frá því að komast áfram Eitt hundraö og tveir stórmeistarar tóku þátt í alþjóðamótinu í Belgrad. mun fleiri en á sjálfum ólympíumót- unum sem biikna í samanburði. Þetta var hörkumót atvinnuskák- manna. Atta efstu sætin voru fars- eðlar í undankeppni heimsbikarmó- tanna næstu og hundraö þúsund Bandaríkjadala heildarverðlaun heilluðu sömuleiöis. Samtök stórmeistara (GMA) og Flugfélag Júgóslavíu (JAT) stóðu í sameiningu aö mótinu og var skipu- lagning þess með ágætum. Þetta var fyrsta mótið í röð þriggja. Hin eru fyrirhuguð í New York í lok mars og annaðhvort í Lugano í bvrjun mars eða Moskvu í mai. Efstu menn í þessum mótum vinna sér rétt til að tefla í íjórða mótinu - undankeppni fyrir næstu hrinu heimsbikarmó- tanna. Happdrætti um rússneskt verðlaunafé Yflr sjötíu sovéskir skákmenn voru meðal 258 keppenda á Hótel Júgó- slavíu svo skáksalurinn minnti einna helst á járnbrautarstöð í Moskvu. Því miður láðist mótshöld- urum að takmarka reykingar skák- manna svo að á stundum lagðist mökkurinn yfir borðin eins og Fær- evjaþoka. Reykingar eru mun al- gengari í löndum Austur-Evrópu en við eigum að venjast og sovéskar \ sígarettur eru afar daunillar. Þess má geta að Alþjóðaskáksambandið, FIDE, hefur ákveðið að banna reykingar á skákmótum sínum frá 1990 og þykir mörgum tími til kom- inn. Skák Jón L. Árnason Heimsmeistarinn í skák, Garrí Ka- sparov, sem er forseti stórmeistara- sambandsins, hélt stutta tölu við upphaf mótsins, þar sem hann lofaði stórmeisturum betri heimi með tryggari aðstæðum og hærri verö- launum. Svo virðist þó sem stór- meistarasamtökin hafl átt í erflðleik- um með að fá styrktaraðila að mót- inu. Af verðlaunafénu komu sextiu þúsund dalir frá sovésku fyrirtæki og fjörutíu þúsund úr vasa Bessels Koks, stjórnarformanns stórmeist- arasamtakanna! Þeir voru margir, skákmeistararn- ir sem vildu næla sér í verðlaun á mótinu, en fleiri sem sneru heim á leið slyppir og snauðir. Mót sem þetta, þar sem aðeins eru tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi, verður aldrei annað en lottó. Yflrskákstjóri mótsins, Hollendingurinn Gert Gij- ssen, hafði á orði að til þess að fá „rétta” niðurstöðu varðandi átta efstu sætin á 260 manna móti þyrfti samkvæmt líkaninu að tefla 78 um- ferðir! Stig réðu úrslitum Fyrir síðustu umferð mótsins mátti sjá stórmeistara í öllum hornum sitja og reikna. Allir stefndu á eitt af átta efstu sætunum en stæðu vinningar jafnt skyldu meðalstig mótherjanna ráða úrslitum um röð. Sumir sáu fram á að þeir gætu gert jafntefli en aðrir sem höfðu lakari stigatölu urðu að leggja allt í sölurnar. Efstu menn voru fljótir að semja um jafntefli og tryggja sér hlutdeild í efsta sæti. Júgóslavinn Hulak, sem var óstöðvandi í byrjun mótsins, hafði teflt við stigahæstu andstæð- ingana og því var hann úrskurðaður sigurvegari mótsins. Naumkin, óþekktur Sovétmaður, hafði næst- besta stigatölu, síðan Psakhis, Gure- vits, Polugajevsky og Pigusov - allt Sovétmenn. Þessir sex fengu 7 vinn- inga. Margeir Pétursson hafði 6 vinninga fyrir lokaslaginn og með sigri gegn sovéska stórmeistaranum Sves- hnikov heföi hann getað orðið einn hinna heppnu. Þeir félagar sömdu hins vegar um jafntefli sem Margeir taldi reyndar að myndi nægja til 8. sætis. Reikniskekkja Margeirs olli þessu. Tveir skákmenn að nafni G. Timoshenko tefldu á mótinu sem ruglaði Margeir í ríminu. í ljós kom að stórmeistarinn Gennadi Timos- henko hafði teflt við sterkustu and- stæðingana og skaust með því upp í 7. sæti. Hann vann sveitunga sinn frá Novosibirsk í lokaumferðinni. Sovét- maðurinn Bareev náði 8. sæti en Margeir varð að láta sér lynda 9. sætið á stigum sem vitaskuld voru honum mikil vonbrigði. Síðan komu Sveshnikov, Dizdar (Júgóslavíu), Dzandzhava, Dorfman og Helgi Ól- afsson sem vann enska stórmeistar- ann Plaskett í 9. umferð og hreppti - með því 14. sæti. Þeir hlutu allir 6,5 vinninga. Ritari þessara lína mátti bíta í það súra epli að tapa tveimur af þremur fyrstu skákunum í mótinu og eftir það var ljóst að efstu sætin voru fjar- lægur draumur. Það er langt síðan ég hef teflt jafnilla og í þessum skák- um en það sem varð mér einkum að falli var að ég þekkti ekki andstæð- ingana. Ég get látið mér þetta að kenningu verða. Júgóslavnesku kaffihúsaskákmennirnir eru brögð- óttari en margur hyggur. Ég varð að láta mér nægja 4,5 v. og kannski var það ekki svo slæmt miðað við tafl- mennsku. , Margeir tefldi afar vandað og ör- uggt á mótinu og tapaði ekki skák. Meiri sveiflum brá fyrir í tafl- mennsku Helga en hann lagði þrjá stórmeistara að velli: Zapata frá Kól- umbíu, Sovétmanninn Tsetjlín og Plaskett. Einni skák tapaði Helgi, fyrir Naumkin - þessum sem kom svo mjög á óvart og náði 2. sæti. Naumkin virtist ekki gera sér miklar vonir um verðlaunasæti í byrjun mótsins því að hann gekk um salinn milli leikja og reyndi að selja gömlu skákbækurnar sínar. Bestu skák sína taldi Margeir vera gegn Sovétmanninum Glek, einum af ellefu skákmeisturum á mótinu Margeir tefidi afar vandaó og öruggt á mótinu og tapaöi ekki skák. Bridgefélag Húsavíkur Sveit stig. 1. Braga Haukssonar 137 2. Modern lceland 130 3. Kristjáns Guðjónssonar 121 4. Óskars Þráinssonar 120 í sveit Braga Haukssonar voru auk fyririiðans þeir Sigtryggur Sjg- urðsson, Hrólfur Hjaltason og Ás- geir Ásbjörnsson. Þeir skiptu með sér 100 þús. króna verðlaunum. brosum/ og allt gengur betur • MðLBRAUTASXÚUNN BREJÐHOtH FRÁ FJÖLBRAUTASKÓL- ANUM í BREIÐHOLTI Skólaslit verða í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, þriðjudaginn 20. desember nk. og hefjast þau kl. 15.00. Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari Opið sveitamót með þátttöku 16 sveita var haldið á Hótei Húsavík dagana 25.-27. nóvember. Sveita- keppnin var með Monrad-sniði, 7 umferðir og 16 spila leikir. Keppnisstjóri var Albert Sigurðs- son frá Akureyri. Veitt voru pen- ingaverðiaun fyrir 3 efstu sæt- in. Lokastaða efstu sveita varð þessi. Bridgeheilræði BOLS: Sýndu styrk eða veikleika i litnum með útspilinu í keppni hollenska stórfyrirtækis- ins BÖLS um besta bridgeheilræðið er tillaga Dick Cummings frá Ástral- íu þessi: „Þegar þú spilar út í miðju spili sem varnarspilari þá gættu að að sýna með útspilinu styrk eða veikleika í litnum.“ Hinn almenni varnarspilari gerir mjög oft mistök í þessum stöðum. Makkerum er því ráðlegt að ræða þessar stööur vel og fylgjast vel með því hvort félagi þeirra spilar háu eða lágu spili út. Hér er gott dæmi úr keppni nýlega. S/A-V ♦ D10642 V KG82 ♦ 43 + K5 * 95 V 963 ♦ ÁD1098 + DG2 ♦ G83 V Á74 ♦ 7652 + 763 ♦ ÁK7 V D105 ♦ KG + Á10984 Suður opnar á einu grandi, noröur hækkar í þrjú og allir segja pass. Vestur spilar út spaðafjarka, fimma, gosi og kóngur. Sagnhafi drepur síðan tígulgosa með drottn- ingu, svínar laufadrottningu, sem vestur drepur á kóng. Bridge Stefán Guðjohnsen Fyrsti slagur sannar suöur með spaðaásinn. (Auðvitað getur komið fyrir, þegar vestur á fáar innkomur, að það sé rétt hjá austri að láta go- sann frá Á G x í þriðju hönd. Það getur ekki verið í þessu tilfelli). Það getur hins vegar ekki verið vafi um styrk sagnhafa í láglitunum. Vestur hlýtur því að beina athyglinni að hjartalitnum. Þaö virðist augljóst að austur hlýtur aö eiga hjartaásinn. Vestur spilar því út hjartatvisti og er glaður þegar austur drepur á hjartaás. Brosið hverfur samt fljótt þegar austur spilar spaða til baka. Sagnhafi leggur upp og skrifar 460 í sinn dálk. Hvað geröist? Það er ósköp einfalt. Makker leiddi hjá sér grundvallarat- riði útspils í miðju spili. Þegar mak- ker skipti í lágt hjarta, í þessu tilfelli hjartatvist, þá biður hann um útspil í sama lit til baka. Hátt spil til baka þýðir: „Spilaðu ekki þessum lit til baka heldur upprunalega litnum eða einhverjum öörum.“ Til þess að undirstrika þetta skul- um við breyta spilinu örlítið: * 95 V 963 ♦ ÁD1098 + DG2 ♦ Á10642 V D852 ♦ 43 + K5 * KD7 V KG10 ♦ KG + Á10984 Núna er rétt að spila hjartaáttunni til baka. Það þýðir: „Ekki spila þess- um lit til baka.“ Austur fær skilaboð- in og sendir spaða til baka. Vertu á verði næst þegar þú velur útspil í miðju spili eða þegar makker þinn spilar út. Það gæti sparað þér mörg stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.