Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1988, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1988.
u uomh;:i 7,i
Merming
Strá í hreiðrið
Komin er út hjá Svörtu á hvítu
bókin Strá í hreiðrið eftir Bríeti Héð-
insdóttur. Bókin er um Bríeti Bjam-
héöinsdóttur (1856-1940), byggð á
bréfum hennar. í eigu höfundar era
hundruð bréfa sem langflest eru rit-
uð af Bríeti, fóðurömmu höfundar,
til bama hennar, Laufeyjar og Héð-
ins, á þeim áram sem þau voru við
háskólanám í Kaupmannahöfn
1910-1917. Bréfin eru geysimikil að
vöxtum og að baki er „tímafrekt grufl
og grúsk“ höfundar og sá mikh vandi
að velja úr. Bríet Héðinsdóttir er
þeim vanda vaxin. Bókin birtir okk-
ur í senn sterka mynd af kvenfrelsis-
konunni sem ruddi brautina og móð-
urinni umhyggjusömu og her okkur
..andblæ liðins tíma og hugsunar-
háttar". Kosningaréttarmálið geng-
ur eins og rauður þráður gegnum
bókina, það var hennar strá í hreið-
rið.
Hvað þoldir þú, píndist þú,
móðurættmín?
íslensk stjórnmál og kvenfrelsis-
baráttan fléttast inn í eins og eðhlegt
er því að Bríet er í miðri rás við-
burðanna, „...á gægjum uppi á þing-
pöllum með lemjandi hjartslátt af
spenningi, hlaupandi upp og niður
stigana í leit að atkvæðum“. (121)
Hreint ótrúlega margt gerðist einmitt
á árunum sem bréfin ná yfir. Sett
voru á nokkrum árum mörg þeirra
laga, sem breyttu réttarstöðu ís-
lenskra kvenna og mörkuðu tíma-
mót. Sem dæmi má nefna lögin um
kosningarétt og kjörgengi giftra
kvenna til sveitarstjórna 1907 og
1909, lögin um jafnrétti í menntunar-
málum og embætta 1911 og lögin um
kosningarétt og kjörgengi kvenna til
Alþingis 1915. Þessir áfangar hafa
hlotið sérstakan sess í sögu kvenna
sem mikilvægustu spor á leiðinni til
jafnréttis. Kvenréttindafélag íslands
undir forystu Bríetar beitti sér í öll-
um þessum málum og vart er of-
mælt að telja að hlutur Bríetar hafi
vegið þar þyngst. Bríet hafði til að
bera uppreisnarhug og réttlætis-
kennd og sterka sjálfsvitund, sem
langflestar samtiðarkonur hennar
skorti.
Mér finnst höfundi takast afar vel
að tengja bréfm sögunni. Hér er á
ferðinni kvennasaga sem í senn eyk-
ur þekkingu okkar og kemur fram
með nýjar tilgátur. Bendir höfundur
t.a.m. á hve lítið hefur verið gert úr
hlut Hannesar Hafstein í réttinda-
baráttu kvenna og lítið yfirleitt fjah-
að um tímamótaviðburði í sögu ís-
lenskra kvenna í sögubókum.
Bríet og Valdimar
í upphafi rekur höfundur sögu Brí-
etar fram til 1910 og í bókarlok grein-
ir hann frá því sem gerðist eftir 1917.
Dregin er upp mynd af tilhugalífi og
hjónabandsárum Bríetar og Valdi-
mars Ásmundssonar ritstjóra og
gestkvæmu heimili þeirra í Þing-
holtsstræti 18 fyrir og um aldamót.
Þar var að auki afgreiðslustaður
Fjallkonunnar, Kvennablaðsins og
Barnablaðsins. Því fylgdi mikil fyrir-
greiðsla fyrir kaupendur um allt land
eins og þúsundir bréfa á Lands-
bókasafni era til marks um. Hjóna-
band Bríetar og Valdimars hefur ver-
ið nefnt fyrsta „intellektúella" hjóna-
band á Islandi. Þeir sem þekkja til
Bókmeimtir
Sigríður Th. Erlendsdóttir
sögu Brietar hafa furðað sig á því
hvers vegna hún beitti sér ekki meir
en raun var í Hinu íslenska kvenfé-
lagi (1894). Höfundur upplýsir að
Valdimar tók eindregna afstöðu gegn
stofnun háskóla sem félagið einmitt
beitti sér fyrir. Honum fannst meiri
þörf á bættri fræðslu alþýðu og þvi
hefur eins og nærri má geta aðstaða
Bríetar í félaginu verið erfið. Þá fór-
um við nærri um það að Bríet hefur
átt annríkt. Þegar hún varð ekkja 45
ára gömul var ævistarfið varla hafið
enda þótt hún geti ekki með neinum
rétti talist venjuleg húsmóðir í höf-
uðstaðnum um aldamót: Hafði haldið
opinbera fyrirlestra og gefið út og
ritstýrt Kvennablaðinu í sjö ár.
Víst er þátttaka Bríetar á þingi
Alþjóðasamtaka kvenréttindafélaga
í Kaupmannahöfn sumarið 1906
tímamótaviðburður. Það er í fyrsta
sinn sem ísland fær sjálfstæða aðild
aö alþjóðasamtökum. Hve sam-
bandsmáliö var mikið hitamál sann-
ar best ræða sem Laufey flutti á þing-
inu í Búdapest sumarið 1913. Hún
varð tilefni blaðadeilna milli Lauf-
eyjar og danskrar kvenréttindakonu
sem túlkaði ræðuna sem árás á Dani
og meðferð þeirra á íslendingum.
Laufey missti af dönskum styrk fyrir
bragðið. Og Bríet bregst við eins og
sönnum baráttumanni einum sæmir.
Elsku Laufey mín
í stuttri umfiöllun er einungis unnt
að benda á örfá atriði í bréfunum.
Mamman er umvöndunarsöm,
raunsæ, of skynsöm til að skammast
og leggur dótturinni lífsreglurnar
fram á fimmtugsaldur. Þau era, þeg-
ar best lætur, logandi skemmtileg.
Þau eru augljós dæmi þess hve fátt
er nýtt í jafnréttishugmyndum nú-
tímakvenna. Margt er þar hins vegar
að finna, sem eykur við þekkingu
okkar á sögu kvenna og hvergi er
annars staðar skráð. Vorið 1911 flyt-
ur Bríet Laufeyju þær fréttir, „...að
eitthvað af hjónum hefði ætlað að
fara að stofna antikvenréttindafé-
lag“. Nefnir hún hvaða hjón þetta
voru. Ekkert varð úr þessum áform-
um. (128) Á það má benda, að félög
af því tagi unnu kvenréttindum mik-
ið ógagn víða erlendis um þær mund-
ir. I Kvenréttindafélaginu voru þær
sífellt að velta fyrir sér leiðum til
fiáröflunar. Bráðskemmtileg er sag-
an af brúðunni góðu, sem kemUr við
sögu bréfanna í hálft annað ár. Safn-
áð var fyrir brúðu sem Laufey var
látin kaupa og búin var skautbún-
ingi. Gekk nú hvorki né rak með að
selja brúðuna sem fór í tvær milli-
landasiglingar meðan á sölutilraun-
um stóð. Loks fór Laufey með brúö-
una til Englands, skrifaði hinni
dönsku Bretadrottningu Alexandr-
ine og bauð henni brúðuna til kaups.
Hennar hátign keypti brúðuna fyrir
6 pund! (189), sem nú hættust í rýran
sjóð Kvenréttindafélagsins. Feiknar-
lega mikið er fiallað um klæðaburð
kvenna í bréfunum, en hann var
ævilangt áhugaefni Bríetar. Höfund-
ur bendir á aö reykvískar konur
voru um þær mundir margar
„komnar á kjól“ í stað íslenska bún-
ingsins og hefur slíkt nýjabrum kost-
að miklar vangaveltur. Og Bríet sér
um fatakaupin fyrir Laufeyju, þær
skortir lausafé, og „...Laufey hefur
auðvitað ekki roð við móður sinni í
útsjónarsemi og harðfylgi við að gera
góð kaup“. (148).
Stundum eru bréfin hversdagsleg
en aldrei leiðinleg. Ég get ekki stillt
mig um að láta eftirfarandi línur úr
bréfi frá vorinu 1914 fylgja: „Ég skal
segja þér hvaö mér finnst sárast af
öllu þessu. Það er það hvað ófær ég
hefi verið til að gera það sem er aðal-
inntak uppeldisins: að hjálpa til að
börnin fái karaktér, heilan óskiptan
vilja þegar í raunirnar rekur. 'Menn
geta átt karaktér: bæði dugnað og
viljaþrek og festu þegar í raunirnar
sækir og þeir fara að gæta sín og
taka sig saman þótt þeir hafi í fyrstu
verið hvikulir og tómlátir". (263)
Eftir megintexta fylgir heimilda-
skrá, athugasemdir og skýringar og
nafnaskrá sem á eru hátt á fiórða
hundrað nöfn. Er það allt vel úr garði
gert og báðum nöfnum til mikils
sóma.
Sigríður Th. Erlendsdóttir
Bríet Héöinsdóttir: Strá i hreiðrið
Bók um Brieti Bjarnhéðinsdóttur, byggð á
brélum hennar
Svart á hvitu, Reykjavík 1988
350 bls.
Mæðgurnar Bríet og Laufey fyrir 1920.
si
VINSÆL JOLAGJÖF
■fKk-f&kl
♦»
UR OG SKARTGRJPIR
♦^Jcn c§ Óásr
LAUGAVEGI 70 SÍMI 24930
Kaupin eru best þar sem þjónustan er mest
Svefninn aflar líkamanum orku
Þess vegna er mikilvægt að þú hvílist vel á meðan
þú sefur. Það er því nauðsynlegt að sofa á góðu
undirlagi. Heilsudýna Bay Jacobsen hefur fengið
frábærar viðtökur hér á landi og aukið vellíðan fjölda
fólks. Helstu kostir dýnunnar eru: Einangrar gegn
ónotalegum hitasveiflum, endurvarpar eðlilegum lík-
amshita, lagar sig eftir líkamanum þannig að stærri
flötur hans hvílir á undirlagi. Dýnan nuddar líkamann
og örvar vöðva og blóðrás og losar um spennu.
Dýnan hefur reynst sérlega vel þeim er eiga við
bak- og vöðvaverki að stríða.
Réttur stuðningur við höfuð og hnakka
Heilsukoddi Bay
Jacobsen veitir höfði
og hnakka réttan
stuðning á meðan
svefns nýtur. Þegar
svefni léttir gætir þess
hve þægilegt er að
höfuðið hefur legið
rétt. Enginn hálsrígur
eða eymsli sem geta
leitt til spennu og vöðvabólgu þegar til lengdar læt-
ur. Innbyggt loftrásarkerfi tryggir stöðugt og þægi-
legt hitastig í koddanum allan ársins hring.
Fjadurmagnaður Loftrásakerfi sem
eldvarinn svampur. tryggir loftstreymi
um koddann.
30 daga skilafrestur er á
Bay Jacobsen-vörunum
Nýjustu vörurnar frá
Bay Jacobsen eru
sessur og bök í skrif-
stofustóla, hjólastóla,
bílsæti og vinnuvéla-
sæti. Einnig dýnur í
stærðum er henta í
barnavagna, burðar-
rúm og barnarúm.
Utsölustaðir: Hreiðrið, Faxafeni 12, Rvk., Útskáiar, Rauðar-
árstíg 14, Rvk., Bústoð, Keflavík, Málningaþjónustan, Akranesi,
Húsgagnaloftið, Ísafirði, Vörubær, Akureyri, Hátún, Sauðárkróki,
Aldan, Seyðisfirði, KASK, Höfn, Höskuldur Stefáns., Reyðarfirði,
Reynisstaðir, Vestmannaeyjum, Sportbær, Selfossi.
m
BAY JACOBSEN
Góðar og gagnlegar gjafir fyrir
foreldra, afa og ömmu eða sjálf-
an þig.
Leitið upplýsinga og fáið
sendan bækling um vörurnar.